Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐID Sur^udagur 28. júní 190 RUM VID í SPRUNGU? Málverk eftir Kjarval? Nei, Naggur í Grimsvötnum hefur stungið úfnum kollinum upp úr ísþekjunni og umbylt jökunum ofan á. . (Ljósm. E. Pá.) Vatnajökull er geysimikjð sprunginn. Þess urðum við nokkrir félagar í Jöklarann- sóknarfélaginu í 10 daga sportferð á jökulinn, óþægi- lega vör. Víða, þar sem áð- ur hefur verið óhætt að aka viðstöðulaust á snjóbílum, leyndust nú sprungur, huldar snjóbrú, sem ekki hélt. Jafn- vel í hálfs mánaðar gömlum förum eftir snjóbíla mælinga leiðangursins. Þess vegna verður að fara um jökulinn með sérstakri gát, aka aldrei nema í björtu, jafnvel á kunnum leiðum og senda víðar en áður á undan bíln- um mann í taug, til að kanna með broddstáf. Og óráð er að ferðast um jökulinn nema með þrautkunnugum jökla- förum. Ef til vill er hér um að kenna óvenjulegum snjóaiög- um í ár. Eða þá seinni vor- komu en venjulega, svo snjór hylur enn óöruggar sprung- ur og ekki sést missmíði á. >ó mældist vetrarákoma við Grímsvötn 5 m. er hinn ár- legi vorleiðangur var þar á ferð tveimur vikum á undan okkur, og telst það venjuleg snjókoma. Og sumir úr okkar hópi hafa verið þarna á ferð á sama árstíma og jafnvel í haustleiðöngrum, og telja sig nú hafa orðið varir við meiri sprungur en áður. Á hinn bóginn er vitað um geysimikil umbrot í jöklin- um á fáum undanförnum ár- um og ekki óeðlilegt að eitt- hvert raks verði þá líka á svæðum þar sem þeirra gætti ekki beint. T.d. hljóp Brúar- jökull 8 km fram á Brúar- öræfi haustið 1963 og kol- sprakk þá á 1400 ferkm. svæði eða langt suður yfir miðjan jökul. Gætir áhrifa af því greinjlega nú vestur á Kvark fjallasvæðið, sem er víða sprungið. Veturinn 1964 hljóp Síðujökull á vestanverðum jöklinuim í suður og sam- kvæmt loftmyndun var talið að sprunguáhrifa frá honum gætti norður fyrir Pálsfjall eða langleiðina í Grímsvötn. Sjálf Grímsvötnin sigu á sl. hausti, þegar ísþekjan féll um 80 m. eftir Skeiðarár- hlaup. Nú, og fyrr hafa önn- ur svæði verið á hreyfingu. Auk þess hefur Vatnajökull víða verið að þynnast, eins og aðrir jöklar hér, og þykj- ast glöggir menn jafnvel sjá merki um að hryggir standi sums staðar upp í ísinn og sprengi þá yfirborðið. Ekki skal ég hafa uppi neinar vís- indalegar kenningar um jökla og sprungur, enda alls van- kunnandi um slíkt. En að- eins segja frá fyrrnefndri ferð um hluta af Vatnajökli á snjóbílnum Kraka með 4 vönum jöklaförum 12. júní til 21. júní sl. „Vellandi vötn“. Á slíku ferðalagi sem þessu gefst tækifæri til að skynja hina hrjúfu íslenzku náttúru og hið óútreiknanlega veður far í allri sinni tilbreytni. Við byrjum á að aka snjó- bílnum á stórum trukk upp hjá Galtalæk og inn að Hófs- vaði á Tungnaá. Áin reynist þá vera í þvílíkum vexti, að ofan á steinum, sem standa upp úr venjulega færu vatni, er 30-40 sm. vatnsflaumur. Ekki vottar fyrir brotinu og áin er gjörsamlega óvæð manni til að kanna það. Und ir venjulegum krjngumstæð- um þarf aðeins að bíða seinni hluta nætur, þegar nætur- kuldi hefur tekið fyrir snjó- bráð á jökli og þess farið að gæta í ánni. Ekkj sízt ef verið er á háum trukk, og menn þekkja vel vaðið. En í þetta sinn sá ausandi rign- ing á öllu svæðinu /yrir ínn- an, sem skolaði með sér leif- um af snjósköflum, um það að Tungnaá hélt áfram að vaxa og kaffærði jafnvel al- veg fyrri eyrina, sem bílarn- ir þurfa að hafa viðdvöl á milli ála. Urðum við því að bíða þarna í tvær nætur og fórum þó yfir í vatni, sem var um hálfan meter oían við venjulega fært sumarrennsJi. Hefðum við varla trúað því að óreyndu, að hægt '-æn að horfa á kílómetersbréitt fijót sem Tungnaá hækka svo ört. Pétur Sumarliðason, veður athugunarmaður í Tungnaár- botnum, beið okkar allan tímann í skálanum í Jökul- heimum með kjötsúpu og fullan disk af pönnukökum. Fengum við höfðinglegar móttökur hjá honum eftir 3 tíma ferð trá Hófsvaði áður en við héldum á jökulinn Pét ur fór inn eftir með leiðangri Jöklafélagsins um hvítasunn- una og sendir veðurskeyti oft á dag, svo sem útvarps- hlustendum er kunnugt. Það hefur hann gert í tvö sumur og unir vel einverunni á há- lendinu. Tungnaá reyndist ekki er- fið við jökulinn og heldur ekki jökulröndin, sem var lítið farin að bráðna eða springa upp. Þar tókum við snjóbílinn af trukknum og ókum á honum áleiðis að Bárðarbungu sem Geys- ir lenti á árið 1950 og ætti nú senn að fara að skila sér niður við rönd. í fögru veðri slógum við upp tjöldum út af Hamr- inum svokallaða, sem er klett ur vestan í jökulröndinni. En þegar þoka huldi norðurjök- ulinn um morgunjnn, var til lítils að halda á næsthæsta tind íslands, Bárðarbungu, og ferðinni því beint til Gríms- vatna. Þá leið þekkja jökla- menn vel. Aðeins síðasti spöl urinn er varasámur, þar sem þræða verður hrygg milli Svíahnjúkanna með hengjur Grímsvatnalægðarinnar á aðra hönd og sprungugöt á hina. Enda aka menn þar ógjarnan nema í björtu. En alltaf er þægilegt að koma í skála Jöklafélagsins á Eystri Svíahnjúk, þar sem jarðhiti heldur svolitlum auðum bletti upp úr snjó. Þar er líka ágætt að bíða af sér þoku, enda til fjölbreytt lestrarefni um heimskauta- ferðir, Himalayaleiðangra, njósnara og ástir. Isþekjan fallin um 80 m. Guðmundur Jónasson hafði varað okkur við að fara nema í góðu skyggni niður hnjúkinn að austan, þar sem nú vottaði fyrir mjó um sprungum. Tveir af okk- ar mönnum könnuðu því sprungurnar, bundnir í taug við bílinn. Reyndust þær, eins og Guðmundur hafði sagt okkur, það mjóar að þær voru ekki farartálmi ef vitað var af þeim og komið þvert á þær á snjóbíl. En úr því liggur góð og örugg skíðabrekka niður í Gríms- vötnin, sem eru 35-40 ferkm. dalur í miðjum jöklinum, með vatni undir íshellunni á botn inum og jarðhita. íshellan hækkar smám saman eftir því sem vatnið í lægðinni vex, þar til það tæmist neð- anjarðar með feikiLegum vatnavöxtum í Skeiðará og hrynur þá þessi íshella nið- ur. Það gerðist sl. haust, setn kunnugt er, og var ekki hægt að komast að til að skoða verksummerki nema í flug- vél fyrr en í vor. >á kom i ljós að íshellan hefur sigið um 80m. Hún er slétt og ósprungin í miðjunni og hægt að aka óhikað á snjóbílum eftir henni inn í botn, þar sem móbergshnjúkurinn Naggur hefur stungið koll- inum upp úr hrapandi ísn- um. Stendur Naggur þar upp úr með umturnuðum ísjök- um og snjóhengjum í feg- urstu formum. Suðaustan við vötnin er þverhníptur hamraveggur með jökuL'hengjum við brúnir sem eru stórfenglegar á að líta eftir hlaup. Og á nokkr- um stöðum hafa myndast stórar gjár í ísinn, er þekjan féll, eins og svonefnd Stóra- gjá, sem kunn er af stór- kostlegum myndum Magnus- ar Jóhannssonar eftir síðasta hlaup. Daginn, sem við vorum þarna á ferð, var glampandi sólskin og Grímsvatnahvosm sem suðupottur. Freistuðums* við til að hanga á skíðum aftan í snjóbílnum lít- ið klædd, sem varð til þess að hópurinn breytti um litarhátt og leit út sem rauðir Indiánar það sem eftir var ferðar. En end- urkastið frá snjónum er svo' mjkið og sólin svo sterk, að maður verður að vara sig á henni. Eftir að hafa skoðað myndanirnar í Nagg og horft á sprungurnar 1 köntunum. yfirgáfum við snjóbílinn Kraka skammt frá Stórugjá, bundum okkur saman í röð á eitt reipi, tjl að freista þess að komast í gjána. Það borg- aði sig svo sannarlega. Eftir að niður er komið, gnæfa beggja megin upp snjóveggir, um 40 m. háir að við gizk- uðum á. Snjólagaskipting ár- anná er greinileg, svo vegg- urinn er eins og skorin lag- terta með rjóma og neðst er mikill sandur í. Við endann í gjánni gekk fram þunnur kambur af þessari gerð og var okkur um og ó að standa undir honum í frostlausu veðri. Ekki hrundi þó úr veggjum nema örlítill snjó- mylsna. í slíku umhverfi verður maðurinn fjarska smár, jafnvel þó fimm séú þræddir saman upp á band, ejns og litlar perlur. Heilu drifi hefur verið varpað niður úr flugvél, og nú þarf að draga það á skiðum að snjóbílnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.