Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 26. júní 1966 f»AÐ var ánægt og glatt fólk, sem flykktist að hinu veg- lega félagsheimili að Egils- stöðum sl. föstudag um kl. 14. Veðrið var gott, hægur SA andvari og hlýtt, og lofaði góðu um þau hátíðahöld sem frantundan voru. Dagskrá hátíðarhaldanna hótst með því, að form. byggingar- nefndar, Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastj. að Eiðum setti samkomuna og bauð gesti vel- komna, en gaf að því loknu sr. Marinó Kristinssyni presti í Vallanesi orðið, en kirkjukór Egilsstaða og Eiðasókn að- stoðuðu. Sr. Marinó kvað það gamlan Mannfjöldinn við vígsluhátí ðina. Vígsla Valaskjálfar á Egilsstððum *, m og góðan ísl. sið, að biðja Guð að blessa heimilið og hann kvaðst þess fullviss að allir viðstaddir myndu gera svo nú, er hið glæsilega hús, musteri menningarmála Héraðsbúa, væri vígt. Hann kvað hornsteina slíks húss sem þessa verða að vert trausta og kvað húsið bera þess vitni, að að því hefðu starfað hugsjónamenn. ^ Húsið væri ávöxtur starfs þeirra. Harn sagðist enga ósk eiga betri hús- inu, en að þar mætti ávallt verða miðstöð menningar og mennta og þar yrði jafnan starf- að og stuðlað að betra lífi, þar mætti öllurrr líða vel. Næstur talaði Þórarinn Þór- arinsson form. bygginganefnd- ar. Hann sagði, að seint á árinu 1952 hafi Pétur Jónsson á Egils- stöðum komið til sín í skrifstof- una að Eiðum og lagt til að stofnað skyldi til samtaka á Héraði, sem mættu verða til efl- ingar menningar Héraðsbúa, auk þess sem það gæti orðið til fjárhagslegs ábata. Síðan sagði Þórarinn: „Kveikjan þarf ekki að verða stór til þess að úr verði bál. Mjór er mikils vísir“, og svo sannarlega sannfærðumst við um það, húsið er hið giæsilegasta. Stofnfundur Menningarsam- taka Héraðsbúa var svo haldinn og var markmið samtakanna að stuðla að umbótum á Héraði, þ.á.m. að koma upp viðunandi húsnæði til mannfunda. Þórar- inn kvað það viðburð að aldrei hefði komið til árekstra um staðarval hússins, heldur hafi menn frá upphafi verið einhuga um að reisa það á Egilsstöðum. Þetta væri ekkert venjulegt félagsheimili, því að hér væri um að ræða heimili, sem væri sameign tíu hreppa, og hvernig svo sem þessum fulltrúm hrepp- anna reiddi af í kosningunum á sunnudaginn, þá væri það þó víst, að þeir hefðu reist sér minnisvarða er seint mundi gleymast, sem væri undirskrift þeirra er ákveðið var að reisa héraðsheimilið. Þórarinn kvað húsið verk eins manns Guðmundar Guðjónsson- ar arkitekts, en sakir sjúkleika hans gat hann ekki verið við- staddur vígsluna og las Þórar- inn upp skeyti, sem síðan var samþykkt að senda Guðmundi með kærri þökk og ósk um góð- an og snöggan bata. Þórarinn sagði, að öll hin síðari ár hefði Þorsteinn Jónsson farið með gjaldkerastarf í byggingarnefnd inni og hafi honum með fádæma dugnaði ávallt tekizt að útvega nægilegt fjármagn. Einu sinni hafi honum meira að segja tek- izt að fá lán úr Bjargráðasjóði. Þórarinn kvað meistara Kjar- val einu sinni hafa sagt: „Það er mikið fyrirtæki að vera maður“, en Þórarinn bætti við: „Ef að íslenzk þjóð á ekki menn sem víðast í þessu landi, menn, sem standa vörð um menninguna, þá getur brugðið til beggja vona með þjóðinni". Þórarinn kvað menn kannast við söguna um föðurinn sem átti sjö syni, og hann kvað þá eins hafa getað verið tíu. Faðirinn fékk hverj- um sonanna einn staf og sagði þeim að brjóta, sem þeir gerðu átakalaust. Því næst kom hann með sjö stafi samskonar og hina fyrri, batt þá saman og bað þá brjóta, en enginn þeirra gat gert það. Þórarinn kvað enga ósk eiga heitari, en að héraðs- heimilið myndi óvalt um ókom- in ár v°rða sem bandið, hrepp- unum tíu til trausts og halds. Að lokum þakkaði Þórarinn hin- um ýmsu mönnum, sem kvað bezt hefðu unnið að heimilinu og nefndi þar fyrsta Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa og Guðmund Guðjónsson arkitekt. Er Þórarinn hafði lokið máli sínu tók til máls Sigurður Gunn- arsson byggingameistari. Sig- urður kvað þetta fyrsta áfanga áætlaðrar byggingar. Þessi áfangi væri 806 fermetrar. en Helgistund. Séra Marinó Kr istinsson, prestur í Vallamesi og kirkjukórar Egilsstaóa- og E iðasókna. væri enn að múrhúða húsið að utan og taldi hann, að er því væri lokið myndí kostnaðurinn verða 11-12 millj. kr. Þá ræddi hann fjármálin nokkru nánar og sagði, að þess hefði verið gætt í hvívetna, að um engan íburð hafi verið að ræða. Hins vegar hefði ekkert verið til sparað til þess að gera húsið sem traustast. Að loknum sagðist hann vona að Egilsstaðakauptún og allir mættu njóta. Þegar hér var komið sögu vissi ehginn nema þeir, er voru í nafnanefnd hússins, hvað hús- ið skyldi heita. Það var því tölu- verð eftirvænting í svip manna, er Ármann Halldórsson sté í ræðustól, en hann skyldi kunn- gera nafn hússins. Ármann sagði, að oddvitar hreppanna hefðu auglýst eftir tillögum um nafn á húsinu. Hefðu borizt 72 tillögur frá 30 aðilum og frá sumum íleiri en ein. Einn hefði t.d. komið með 14. Tuttugu tillögur hefðu verið samhljóða, en eftir miklar bolla- leggingar hefði nefndin komið sér saman um tillögu Ásdísar Sveinsdóttur á Egilsstöðum. Ás- dís lagði til að héraðsheimilið hlyti nafnið Valaskjálf. Nafnið kvað hann komið úr goðasögun- um, þar hefði Valaskjáif verið menningarstöð goðanna og hann vonaðist til að svo yrði hún einnig meðal Héraðsbúa. Næst kynti Stefán Pétursson merki hússins og fána. Merki hússins, sem grafið er í allan borðbúnað .Valaskjálfar kvað hann Þórarin Þórarinsson yngri, hafa teiknað. Er það Lagar- fljótsormurinn, sem bítur I sporð sér og myndar hring. Fán- ann teiknaði hinsvegar Jörund- ur Pálsson og hann saumaði Sig- rún Jónsdóttir. Þegar Stefán Pétursson hafði lokið máli sínu afhenti Þórar- inn Þórarinsson, formaður bygg- ingarnefndar, fulltrúa oddvit- anna í hinum 10 hreppum, Sveini Jónssyni lyklavöld hússins, sem hann síðan afhenti Halldóri Sigurðssyni, formanni hús- nefndar. Halldór kvað húsnefnd- ina hafa ráðið framkvæmda- stjóra til þess að annast dag- legan rekstur veitingasölunnar, en fyrir valinu hafi orðið Ásdís Sveinsdóttir. Kvað hann veit- ingasöluna hefjast á mánudag. Þá flutti Jón Sigfússon sím- stjóri á Eiðum frumsamið vígsluljóð og að því loknu, söng Karlakór Fljótsdalshéraðí vígslulagið undir stjórn höfund- ar þess, Jóns Þórarinssonar, erx að því loknu var gert hlé á dag- skránni og voru bornar fram kaffiveitingar ásamt smurðu brauði. Eftir kaffihlé var sýnd,ur kafli úr Skugga-Sveini, en leikfélag staðarins hefir æft hið gamai- kunna leikrit séra Matthíasar og hyggst sýna það á laugardag og sunnudag. Atriðið, sem sýnt var, var þegar Skugga-Sveinn og Ketill skrækur kveða saman og brýna hnífa sína. Virtust á- horfendur skemmta sér hið bezta, en Skugga lék Vilberg Lárusson og Ketil Garðar Stef- ánsson. Leikstjóri er Jóhann Ög- mundsson frá Akureyri. Að lokinni leiksýningunni las Þórarinn Þórarinsson frv. skóla- stjóri upp skeyti, sem borizt höfðu. en því næst sungu kórar af Iléraði ýmis lög. Þegar kórsöng var Iokið hóf- ust ræþuhöld, með almennúm söng á milli. Fyrstur talaði menntamálaráðherra. dr. Gylfi Þ. Gíslason, og kvað forgöngu- menn byggingarinnar ekki e i- ungis eiga þakkir Héraðsfc..a Framhald á bls. 31. jforannn Þórarinsson frv. skólastjóri á Eiðum í ræðu- stól. hins vegar 5425 rúmmetrar og rúmaði samkomusalurinn 456 manns I sæti. Hann kvað vera í samanlagður gólfflötur væri 1114 fermetrar. Álman öll væri húsinu stórt og gott eldhús og sagði að leiksviðið væri hið stærsta utan höfuðborgarinnar. í rishæð væri gert ráð fyrir, að byggðasafn Héraðsbúa yrði og álman, sem reisa ætti í vestur myndi verða fyrir bókasafn. Lauk hann máli sínu með því að óska Hgraðsbúum til ham- ingju með hið glæsilega hús. Næstur talaði Þorsteinn Jóns- son gjaldkeri byggingarnefndar. Hann kvað húsið hafa nú verið um 7 ár í byggingu. Um sl. ára- mót hafi byggingarkostnaður verið kominn upp í 6 milljónir, en nú teldist sér til að hann næði um 10Vá milljón. Eftir Sviðsmynd úr Skugga-Sveiiii an brýningarrimuna. Leiktj . Skuggi og Skrækur kveða sam- öld gerði Steinþór Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.