Morgunblaðið - 16.08.1966, Qupperneq 19
Þriðjuríagur 16. ágúst 19W
MORGU N BLAÐIÐ
19
Sigurbjörg S. Þor-
steinsdóttir - Kvedja
í DAG verður gerð frá Fossvogs-
kirltju v'itför Sigurbjargar S.
Þorsteinsdóttur, húsfreyju, er lézt
Ihinn 8. ágúst, eftir skamma, en
erfi'ða sjúkdómslegu. ,
Andlát Sigurbjargar kom öll-
ium á óvart, sem hana þekktu.
Þrátt fyrir aldur sinn, var hún
Ihress og lífsglöð, og hún mætti
(þessu sumri, sem endranær, bjart
sýn og hamingjusöm og engan
grunaði, að skapadægur hennar
væri svo skammt undan. En eng-
inn má sköpun renna.
Nú er hún horfin af þessu jarð
neska sjónarsviði, og í dag kveðj-
um við sæmdarkonu, sem sam-
einaði flesta kosti íslenzkra
kvenna. Minningu um yndislegan
persónuleika og lífsferil hennar
er eftirlifandi ástvinum mikil
huggun í harmL
Sigurbjörg S. Þorsteinsdóttir
var fædd 18. febrúar 1891 að
Melbæ í Leiru, en flutti um alda
mót, ásamt foreldrum og syst-
kynum að Meiðastöðum í Garði.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn
Gíslason útvegsbóndi og kona
hans Kristín Þorláksdóttir, bæði
*f merkum ættum komin. Þau
Kirstín og Þorsteinn eignuðust
fimmtán börn. Komust fjórtán
þeirra til fullorðinsára og voru
þekkt fyrir atorku og dugnað. Af
þeim eru nú aðeins fjögur á lífi.
Halldór útvegsbóndi í Vörum í
Garði, Helga húsfreyja að Gauks
stöðum í Garði, Una og HalLbera
húsfreyjur í Reykjavík.
Hið fjölmenna heimili að
Meiðastöðum einkenndist af glað
værð og þrótti, en jafnframt af
einstakri samheldni foreldra og
barna, sem ekki bar skugga á.
Sigurbjörg dvaldist á æsku-
heimili sinu þangað til hún gift-
ist og naut áhrifa þess til ævi-
loka.
Árið 1914 giftist Sigurbjörg
eftirlifandi manni sínum, Her-
manni G. Hermannssyni, hús-
gagnasmið, frá Fremstuhúsum í
DýrafirðL Voru þau búsett í
Reykjavík alla tíð síðan. Hjóna-
band Hermanns og Sigurbjargar
var á þann veg, að fullvíst má
telja, að þar hafi þau bæði stigið
heilla- og hamingjurikasta skref
Kfs síns. Þeim hjónum varð fimm
barna auðið. Af þeim eru fjögur
á lífi: Hermann fulltrúi, og dæt
urnar Dýrleif, Kristbjörg og
Ðjörg, sem allar eru húsfreyjur
i Reykjavik. Þorsteinn Kolbeinn
sonur þeirra lézt á barnsaldri.
Þau Hermann ólu upp einn fóst-
urson, bróðurson Sigurbjargar.
Inga, sem þau reyndust jafn frá
bærlega vel og sinum eigin börn
um.
Afkomendur Sigurbjargar og
Hermanns eru orðnir margir og
hinir efnilegustu. Hafa þeir ætíð
notið sérstakrar umhyggju og
ástríkis þeirra hjóna. Söknuður
þeirra er því mikill, er þeir sjá
að baki ömmu sinni, sem daglega
fylgdist af lifandi áhuga með
þroska þeirra og velgengni.
Nú þegar leiðir skilja, vil ég
þakka Sigurbjörgu þá vináttu og
umihyggju, sem hún sýndi mér
og fjölskyldu minni alla tíð. öll
höfum við misst mikið. Ég þakka
henni sérstaklega þá ástúð, sem
hún sýndi börnum okkar til hins
síðasta, allar bænirnar, sem hún
kenndi þeim og trúna á guð og
þann, sem öllu stjórnar. Trú
hennar var bjargföst og einlæg,
og hún gat áreiðanlega tekið und
ir me'ð þjóðskáldinu Steingrími,
er hann kvað:
Trúðu á tvennt í heimi,
tign, sem æðsta ber.
Guð í alheimsgeimi
guð í sjálfum þér.
L.ífshamingja Sigurbjargar var
fyrst og fremst fólgin í hamingju
riku hjónabandi og barnaláni.
Mestur er missir eiginmannsins,
en þótt sorgin sé sár, mun fjöl-
skylda hans reyna að gera hon-
um lífið bjartara, unz þau hitt-
ast að nýju handan við móðuna
miklu.
Þega ræfiröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðslu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddL
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Við þökkum þér, Sigurbjörg,
fyrir allt, sem þú varst okkur.
i P.S.
í FEGURÐ og kyrrð undanfar-
inna sumarkvölda hefur hún
ekki horfið úr hug mér, hún
Sigurbjörg. Ég kynntist henni
raunar ekki fyrr en mjög var
liðið á ævi hennar fyrir réttum
áratug.
Hún hafði þá og þau hjónin
bæði lokið aðalævistarfi sínu að
koma upp stórum mannvænleg-
um barnahópi.
Það var sami ylurinn og hlýj-
an og strokið hefur vanga okk-
ar hér við vogana liðin kvöld,
sem mætti mér í viðmóti þess-
arar ágætu konu við fyrsta fund
okkar og ætíð síðan.
Hún minnir mig ósjálfrátt á
þetta fagra erindi góðskáldsins
Steingríms Thorsteinssonar:
Mörg látlaus ævin lífsglaum
fjær
sér leýnir einatt góð óg fögur.
En Guði er hún allt eins kær
þó engar fari af henni sögur.
Glaðværð og græskulaus gam-
ansemi Sigurbjargar hefur átt
sinn þátt í að létta henni og sam
ferðafólki hennar lífsbaráttuna
Alltaf var hún hýr og glöð
með spaugsyrði á vörum, þegar
fundur okkar bar saman, en það
var ósjaldan um nokkurt árabil.
Oft leiddi ég hugann að því,
hve góð móðir Sigurbjörg hefur
verið börnum sínum,
Sá mildi hlýleiki, sem vanda-
laus fann, að ríkti í þessari stóru
fjölskyldu, sannaði, að börnin
Sjötugur í dage
Yngvi Jóbann-
esson fulltrúi
kunnu að meta það, sem hún
hafði veitt þeim í veganesti af
verðmætum, sem ekki verða
metin í lendum eða lausum aur-
n' p
Þau hjon Sigurbjörg og Her-
mann hafa verið sérstaklega
gæfusöm og samhent við upp-
eldisstarfið. Börn þeirra öll hafa
reynzt hinir nýtustu þegnar og
eru barnabörnin nú nær
tveim tugum. Þeim hjónum hef-
ur ekki brugðist heilsa á langri
ævi og leitun mun á öðru eins
eljufólki.
Sigurbjörg var létt í lund og
kát sem endranær á sjötíu og
fimm ára afmæli sínu í vetur.
Hefur fáum flogið þá í hug, að
ævidagur hennar væri brátt all-
ur.
Það má vera okkur öllum
gleðiefni að dauðastríð hennar
var ekki langt.
Ekkert hefur orðið mér lær
dómsríkara og um leið ánægju-
legra um ævina en kynnast full
orðnu fólki, sem háð hefur erf-
iða lífsbaráttu og öðlast þá lífs
reynslu, að mildin og kærleikur-
inn séu þau öfl, sem mest hafa
orðið þeim að liði.
Sigurbjörg er ein af þeim.
Ég þakka henni hugljúfa
kynningu og margar ánægju
stundir.
Hinum eljusama og trygga
eiginmanni hennar, börnunum
öllum, tengdabörnum og öðrum
ástvinum sendi ég innilegar sam
úðarkveðjur.
Það væri óskandi, að sem
flestir ættu jafnindælar minn-
ingar um elskulega konu að ylja
sér við.
Hjálmar Ólafsson.
LOKAÐ
í dag frá kl. 1—3 e.h. vegna jarðarfarar.
Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar,
Pósthússtræti 2. (Eimskipaíél.húsinu)
Páll Sigurðsson.
t,
Þökkum innilega ‘ auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginmanns míns og föður,
BJÖRGVINS TH. ÞORLEIFSSONAR
Kristín Þorsteinsdóttir,
Eiríkur Björgvinsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför,
FRIÐRIKS HAFRERG
frá Flateyri.
Eiginkona, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginkonu minnar,
GUÐBJARGAR KOLBEINSDÓTTUR
Votumýri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahúss Sel-
foss og öðrum þeim, er aðstoðuðu okkur í veikindum
hennar, svo og öllum þeim er á margvíslegan hátt heiðr
uðu minningu hinnar látnu.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Gúðni Eiríksson .
í DAG er Yngvi Jóhannesson,
fulltrúi Mjólkurfélags Reykja-
víkur sjötugur.
Hann er fæddur að Kvenna-
brekku í Dölum 16. ágúst 1896,
sonur séra Jóhannesar Lárusar
Lynge Jóhannssonar og Stein-
unnar Jakobsdóttur prests Guð -
mundssonar Sauðafelli. Yngvi
ólst upp hjá föður sínum á
Kvennabrekku þar til séra Jó-
hannes hætti prestsskap og flutt
ist til Reykjavíkur 1917.
Foreldrar Yngva og ættfólk
var mikið gáfufólk, er því ekki
ólíklegt að Yngvi hefði viljað
ganga menntaveginn eins og það
var kallað og læra til embættis.
En heimilisástæður séra Jóhann
esar voru erfiðar. Hann var
langt upp í sveit, átti fjölda
barna, auk þess heilsuleysi á
heimilinu. En séra Jóhannes
kenndi börnum sínum sjálfur
svo vel, að minnsta kosti kom
Yngvi vel undirbúinn og lærð-
ur í málum í Verzlunarskólann
að sögn þeirra sem þekktu
hann. Hann útskrifaðist úr hon-
um 1919, með einu hæsta prófi
sem þar hefir verið tekið. Síð-
an gerðist Yngvi skrifstofumað-
ur hjá heildverzlun Natans og
Olsen 1919 og var þar til ársins
1929 að hann réðst til Mjólkur-
félags Reykjavíkur. Til marks
um málakunnáttu Yngva og
vandvirkni, að litlu eftir að
hann kom á skrifstofu Natans
og Olsen, lét hann Yngva skrifa
öll erlend bréf, sem hann ann-
ars varð að gera sjálfur, því
Olsen hafði verið mjög vandlát-
ur með mál og frágang erlendra
bréfa.
Eins og áður segir réðst Yngvi
til Mjólkurfélags Reykjavíkur
1929, sem er Verzlunarsamvinnu
félag bænda, og hefur starfað
þar síðan eða full 97 ár, og full-
trúi félagsins síðan 1946, að Odd
ur Jónsson tók þá við forstjóra
starfi félagsins.
Mjólkurfélag Reykjavíkur var
þá orðið umfangsmikið verzlun-
arfyrirtæki bænda með matar
og fóðurvörur og flestar aðrar
nauðsynjavörur fyrir framleið-
endur og er svo enn í dag. Mjólk
urfélagið hafði þá og lengi síð-
an alla mjólkursölu, vinnslu
hennar og dreifingu allra mjólk-
urframleiðenda vestan heiðar
sem seldu til Reykjavíkur.
Það var mikið happ Mjólkur-
félagi Reykjavíkur að Yngvi
lærði ekki til embættis heldur
settist á skrifstofu þar. Sam-
starf hans við forstjórana, skrif-
stofufólkið og annað starfsfólk
félagsins hefir verið eins gott
og bezt verður á kosið. Hann er
alltaf hinn prúði og hægláti
maður sem lítið fer fyrir, en
hver sem til hans leitar, þá svo
vel að sér og öruggur að eng-
inn tekur honum fram, enda
hefir hann notið hylli og trausts
allra þeirra sem með honum
hafa starfað.
Saga eins verzlunarfélags er
kannske örlagaríkari fyrir stór-
an hóp manna en menn gera
sér grein fyrir í fljótu bragði.
Ekki þarf lengi að lesa sig áfram
í verzlunarsögu íslendinga til
þess að komast að hvað auð-
mýkja má menn, féfletta þá og
kúga. Þeim er því aldrei of
þakkað sem verja ævi sinni I að
starfa til heilla og heiðurs að
afkomu fjölda fólks, sem bygg
ist á góðri og vel rekinni verzl-
un meðal annars. Mjólkurfelag
Reykjavíkur á sinn vöxt og góða
afkomu, að vísu mörgum að
þakka. Betri afkomu þjóðarinn-
ar og þar með meiri kaupgetu
almennings. Víðsýni og hug-
kvæmni stofnandans Eyjólfs Jó-
hannssonar sem stjórnaði félag-
inu á erfiðari tímum, en síðar
hafa verið, þegar allir voru fá-
tækir. En ekki síst fyrir hið
ágæta samstarf, einingu, reglu-
semi og góðan anda, sem ríkt
hefir meðal starfsfólks Mjólkur-
félags Reykjavíkur nú um langt
skeið. Tel ég að öllum öðrum
ólöstuðum að Yngvi Jóhannes-
son hafi átt þar sinn góða hluta
að, ætla mætti að skrifstofu-
starf á sama stað væri einhæft
og auðgaði ekki andann. En það
á ekki alltaf við. Maðurinn mót-
ar starfið, en starfið ekki mann-
inn. Yngvi hefir ekki staðnað
við starf sitt. Hann á mörg hugð
arefni. Hann er mikiil bókamað-
ur, hann yrkir ljóð og þýðir,
hann hefir auga fyrir náttúru-
fegurð og listum. Að öllu þessu
má hann vera þótt hann vanti
aldrei á vinnustað, og sé þó oft
ekki heill heilsu.
Ég vil í fjarveru stjórnarfor-
manns Mjólkurfélagsins, f.h.
Mjólkurfélags Reykjavíkur, for-
stjóra þess, stjórnar og starfs-
fólks alls, þakka Yngva Jóhann-
essyni hans ágæta og gifturíka
starf, og er ósk allra þeirra, að
mega enn njóta hans góðu þekk
ingar og miklu renyslu. Kona
Yngva er Guðrún Jónsdóttir
Bergmann. Eiga þau 3 uppkom-
in börn.
Ættingjar og vinir senda þeim
hlýjar kveðjur á þessum tima-
mótum.
Yngvi er að heiman i dag.
Jónas Magnússon.
Stúlka óskast
í sælgætisgerð hálfan eða allar daginn. — Uppl. í
Sælgætisgerðinni Völu
Baldursgötu 12 — Simi 20145 eítir kl. 2 í dag.
Tvær stúlkur
til heimilsstarfa við íslenzka seiidiráðið í París.
Húsmæðraskólapróf nauðsynlegt. — Upplýsingar á
Laufásvegi 63, miðvikudag og fimmtudag
milli kl. 4 og 7.