Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 1
28 síður
í mótmætaorðsendingu til
kínverskra kommúnista
Charles de Gaulle Frakklandsforseti heilsar Nguyen Thuong s endiherra
Kambodia, er þeir hittust í Phnom Penh, höfuðborg Kambodia í gaer.
NorðHr-Vietnam í
Moskvu, 31. ágúst NTB—AP.
SOVÉZKI kommúnistaflokkur-
inn sakaði í dag miðstjórn kín-
verska kommúnistaflokksins um
að ljá heimsvaldastefnunni lið
með hinn liörðu stefnu sinni í
hinni svokölluðu menningarbylt
ingu. Segir í sovézku orðsend-
ingunni, að miðstjórn kínverska
kommúnistaflokksins verði ein
að bera fulla ábyrgð á þeirri
tilraun, sem í þessu felst í því
skyni að kljúfa og veikja komm-
únistahreyfinguna í heiminum.
Er þetta harðorðasta mótmæla-
orðsending, sem sovézkir komm-
únistar hafa scnt félögum sín-
um í Kína til þessa.
Ekki er hins vegar talið, eins
og fram hefur komið í nokkr-
um bandarískum blöðum, að nú
muni Sovétrikin slíta stjórnmála
sambandi við Kína. Sovétríkin
muni ekki álíta sig hafa hag af
því, og á það er bent, að Sovét-
ríkin hafa aldrei slitið formlega
sambandi við Albaníu.
Málgagn kúbanska kommún-
istaflokksins, Granma birti í dag
yfirlýsingu þess efnis, að aðdá-
unaráróður kínverskra komm-
Yfirstjórn Rauðu varðlið-
anna í Kína hefur skýrt fr áþví
opinberlega, að þeir hefðu á ein
staka stað gerzt sekir um mis-
tök í aðgerðum sinum fyrir hina
miklu menningerbyltingu öreig-
anna. Hefðu byltingarsinnaðar
fjölskyldur orðið fýrir ofbeld-
isaðgerðum á eiostökum stöðum.
f dag komu átte evrópskar
nunnur yfir landamæri Kína til
Hong Kong og hafði þeim verið
vísað á brott úr kínverska al-
þýðulýðveidinu. Tvær beirra„
voru svo þjakaðar orðnar eftir
þriggja daga ferðalag með járn-
brautarlest frá Peking, að þær
féllu í yfirlið við landamærin og
varð að bera þær yfir. Stór
hópur Rauðu varðliðanna stóð
álengdar og hrópuðu "hæðnisorð
með kreppta hnefa, ei nunnurn-
ar yfirgáfu landamærabæinn
Chumchum og fóru yfir til
brezku nýlendunnar.
Míkilvægur fundur de Gaulle og
sendiherra N-Vietnams í gær
Þjóðhöfðingi Kambodia skorar á de Gaulle að beita áhrifum
sínum til þess að stöðva stríðið í Vietnam
Phnom Penh, Kambodiu,
31. ógúst NTB -AP.
DE GAULl.E Frakklandsforseti
var í dag afhent persónuleg orð-
sending í Phnora Penh, höfuð-
höfuðborg K.imbodiu frá Ho Chi
Minh forseta Norður-Vietnam.
Áður liafði Norodom Sihanouk
fursti, þjóðhöfðingi Kambodiu
skorað á de Gaulle að beita
áhrifum sinum til þess að binda
endi á styrjöldina í Vietnam.
— Þér eruð eina stjórnmála-
maðurinn, sem nýtur virðingar
beggja deiluaðila og sá eini, sem
aðilar geta ekki tortryggt fyrir
að vera lilutdrægur, lýsti þjóð-
höfðingi Kambodiu yfir í veizlu,
sem haldinn var til heiðurs
franska forsetanum.
Það var sendiherra Norður-
Vietnam í Kambodia, Nguyen
Thuong, sem afbenti de Gaulle
forseta orðsendingu Ho Chi
Minh. Thuong kom frá Hanoi
fyrir viku tii þess að taka við
stöðu sendiherrans í Pnomh
Penh.
Talsmaður Frakka neitaði
síðar í dag að segja nokkuð um
efni orðsendingarinnar, en
Thuong sendiherra sagði blaða-
mönnum eftir fundinn með de
Gaulle, að hann hefði flutt for-
setanum innilegustu kveðjur frá
Ho Chi Minh, en að svo stöddu
væri eðlilegt, að hann skýrði
ekki frá viðræðum sínum og de
Gaulle.
De Gaulle kom tii Kambodia
á þriðjudag og var það þriðji
áfanginn > ferðalagi hans nú, en
hann hetur þegar heimsótt
Franska Somaliland og Eþíópiu.
Hann var í dag gerður að heið-
ursborgara í Phnom Penh og af-
hentur gullinn borgarlykill.
Á morgun, firnmtudag mun de
Gaulle flytja ræðu á hinum
stóra íþróttaleikvangi borgar-
innar og er það hámarlc heimr
sóknar hans ti! Kambodia.
Fundur de Gaulle og sendi-
herra N-Vietnams kom af stað
miklum bollaleggingum á meðal
Framhald á bls. 27.
únista um Mao Tse Tung væri
„hlægilegur“ og skaðaði komm-
únistahreyfinguna um allan
heim. Væri þessi áróðursherferð
allstaðar höfð að hóði og spé.
Blaðið birti í dag heila síðu af
greinum og myndum frá kín-
verskri fréttastofu þar sem Mao
Tse Tung er lofaður hástöfum,
hugmyndir hans um bækur. í
ummælum blaðsins segir m. a.:
Margir okkar byltingarsinna
fyllumst htyllir.gi við þessar full
yrðingar um opinberan embætt-
ismann, sem berast frá kín-
verska alþýðv.lýðveldinu fyrir
tilstilli fréttastofa þess.
U Thant. Gefur hann ekki
kost á sér aftur?
Ákvörðunar U Thants vænzt í dag
Almennt talið, að hann muni ekki geía kost á sér aftur
sem framkvæmdastjóri S. Þ.
Enn barnsrán I Danmörku
Osló, 31. ágúst. NTB.
ENN hefur orðið eitt barnsrán
í Danmörku, sem vakið hefur
mikla athygli. Verkfræðingur
nokkur, Jörgen Henriksen rændi
s.l. laugardag þriggja ára gam-
alli dóttur sinni, Lenu að nafni,
frá móður hennar í Danmörku
©g hvarf síðan á bak og burt.
Eftir þetta er eins og jörðin hafi
gleypt þau mæðgin, því að ekk-
ert hefur til þeirra spurzt.
Almennt er gert ráð fyrir, að
Henriksen muni fyrr eða síðar
freista þess að komast burt frá
Norðurlöndum með dóttur sína
og fara til Teheran, þar sem hann
er búsettur. Ekki ér talið ósenni-
legt, að hann muni fara huldu
höfði á meðan hann telur að
hætta sé á ferðum, en reyna að
komast burtu síðar. Vegna þessa
er höfð stöðug aðgæzla á flug-
völlum og höfnum á Norðurlönd
uta, ef ske kynni, að hans yrði
þar vart.
Einhverjir þóttust hafa orðið
varir við Henriksen og dóttur
hans í Lidhöfn í Svíþjóð s.l. laug
ardag, en það reyndist vera á
misskilningi byggt.
New York, 31. ágúst NTB.
U THANT framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna flaug í
kvöld aftur til New York úr
ferðalagi til Chile, sem ef til
vill verður síðasta ferðalag
hans sem yíirmanns Samein-
uðu þjóðanna. Á morgun,
fimmtudag er þess vænzt, að
hann skýri frá ákvörðun
sinni um, hvort hann hyggst
gefa kost á sér sem aðalfram-
kvæmda«tjóri samtakanna
eitt kjörtimabil enn eða ekki.
Flestir sendifulltrúanna hjá
Sameinuðu þjóðunum eru
þeirrar skoðnnar, að U Thant
muni ve'ja siðari kostinn.
Ein aðal astæðan fyrir því,
að U Thant vill ekki halda
áfram starfi sínu, sem fram-
kvæmdastjóri samtakanna er
sú að áliti margra fulltrúa
hjá Sameinuðu þjóðunum, að
honum tókst ekki að fá stuðn
ing Bandaríkjanna við til-
raunir sinar til þess að koma
á friði í Vieínam. Hann mun
einnig hafa orðið fyrir von-
brigðum með, hversu fá ríki
veittu þessari- viðleitni hans
stuðning.
U Thant er í þann mund að
ljúka ferðaiagi víðs vegar um
Suður-Ameríku, en þar hélt
hann margar ræður, þar sem
vonbrigði hans vegna þess að
Sameinuðu þjóðunum hefur
ekki tekizt að koma á friði
í Vietnam, komu glöggt í
ljós. í ræðu sem hann hélt
í Santiago í Chile í gær
mælti hann með nýju heims-
kerfi, þar sem árásargjörn
þióðernishyggja og öfga-
stefnur væru bannfærðar.
Mörg vandamál heimsins nú
ættu röt sína að rekja til
þess, hve mikill mismunur
væri á stet'nuj-firlýsingum
ríkja og gerðum þeirra.
Eitt fyrsta verkefni U
Thants á morgun, er hann
kemur til skrifstofu sinnar í
New York, verðUr að ganga
frá bréfi slnu til Sameinuðu
þjóðanna, þar sern hann til-
kynnir óltvörðun sína. Það
mun verða kl. 16 að íslenzk-
um tíma.
Talið er fullvíst, að U
Thant myridi verða kjörinn
aðalframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þióðunna að nýju,
gæfi harm kost á sér. Þannig
hafa stjórnir Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands og So-
vétríkjanna lýst yfir stuðn-
ingi sínum við hann.
KAUPIIM ÍSLENZKARIÐNADARVORUR
Rússar harðorÖir