Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 18
'18
MORCU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. sept. 1966
— Iðnaðurinn
Framh. aí bls. 15
auðæfi og lega landsins, mark-
aðsaðstæður og önnur skilyrði
tojóða upp á. Þess í stað hafa
tímatoundnar efnahagsaðstæður
og ráðstafanir stjórnarvalda í
efnahagsmálum auk styrjaldar-
áhrifa átt drjúgan þátt í a’ð á-
kveða þessi vaxtarskilyrði. Þann
ig hafa t. d. fyrirbrigði svo sem
skortur erlends gjaldeyris, inn-
flutningshöft, stefna í tollamál-
um og fjárfestingarhömlur, sem
í framkvæmd verka mjög mis-
munandi á einstakar atvinnu-
greinar, til skamms tíma ein-
kennt verulega þróun þess iðnað-
ar, sem er að finna í landinu í
dag.
Nú ber ekki að skilja þetta svo,
»ð fyrir vikið komi sú iðnaðar-:
uppbygging, er átt hefur sér
stað, að litlu haldi gagnvart fram
tíðarvericefnum, sem bíða þjóðar
innar á iðnaðarsviðinu. Þvert á
móti hefur iðnaðurinn verið sá
jarðvegur,' sem hefur gert þróun
tæknimenningar mögulega ' í
landinu, og sú reynsla, sem feng-
iat hefur, verið sá skóli, sem
mun gera þjóðinni fært að taka
á verkefnum framtiðarinnar af
mun meiri kunnáttu og raunsæi
en ella.
Það má Ijóst vera, að íslend-
ingar munu ávallt eiga mikið
undir utanríkisviðskiptum kom-
ið, jafnvel meira en flestar þjóð-
ir aðrar, og út frá þessari stað-
reynd verða þeir að marka stefnu
sína í iðnaðarmálum. Eirimitt um
þessar mundir og væntanlega í
vaxandi mæli þurfa þeir að horf-
ast í augu við þessa staðreynd.
Gildir í sjálfu sér einu, hvort ís-
lendingar gerast aðilar að mark-
aðsbandalagi eða ekki, vilji þeir
eiga aðgang að mörkuðum ann-
arra þjóða, verða þeir með gagn-
kvæmum skilyrðum að heimila
þeim aðgang a'ð sínum markaði,
og skiptir þar engu máli, hvort
hann er litill eða stór. Það er
þetta, viðhorf, sem gerir það að
verkum, að þjóðin stendur á
tímamótum í uppbyggingu át-
vinnulífsins :og þá ekki sízt iðn-
aðarins. Má segja, að einmitt
þetta viðhorf skilji á milli liðins
tíma og þess, sem í vændum er.
í raun réttri má segja, að þeg-
ar sé hafinn undirbúningur að
mótun nýrrar stefnu í iðnaðar-
málum, sem rætur á að rekja til
þessara nýju vi'ðhorfa, sem
minnzt hefur veri® á. Síðustu
misseri hafa farið fram nokkrar
athuganir á þeim iðnaði, sem fyr-
ir er i landinu með tilliti til sam-
keppnishæfni og vaxtarmögu-
leika, nokkur endurskoðun hefur
átt sér stað og breytingar á tolla-
löggjöf hér að lútandi, og vax-
andi áherzla er lögð á athugamr
og rannsóknir á möguleikum til
'betri nýtingar á þeim aðstæðum
til iðnaðarframleiðslu, sem nátt-
úruauðlindir og markaðsmögu-
leikar bjóða upp á. Hefur m. a.
verfð starfandi um nokkurt ára-
bil’ svokölluð stóriðjuhefnd, sem
ránnsakað hefur skilyrðí fyrir
stofnun vissra fjárfrekra fyrir-
tækja miðað við íslenzkán mæli-
kvarða. Hefur þá verið gert ráð
fyrir þátttöku erlénds áhættu-
fjármagns, en slíkt hefur verið
svo til óþekkt í íslenzkri atvinnu
starfsemi til þessa, og má því
segja, að í því yrði fólgin stefnu-
toreyting frá þvi sem verið hefur.
Þrátt fyrir þetta vantar talsvert
á, að nægilega hafi verið að unn-
ið og verður því að teljast að-
kallandi, að leitazt sé við að
skapa markvissa stefnu í iðnaðar-
málum.
Nú vaknar sú spurning, á
hvaða sviðum séu mestar líkur
til, að fslendingar fái notið sín
sem iðnaðarþjóð. Við þetta tæki-
færi er ekki ætlunin að svara
þessari spurningu til neinnar hlít
ar, heldur verður stutt hugleið-
ing látin nægja.
Vinnsla landbúnaðarafurða
Aðalgreinar íslenzks landbún-
aðar eru nautgriparækt til fram-
leiðslu á mjólk og skyldum afurð
um annars vegar og sauðfjárrækt
hins vegar. Segja má, að mögu-
leikar á sviði mjólkurvöruiðn-
aðar séu þegar að miklu leyti
nýttir enda þótt búast megi við
nokkurri aukningu hans með vax
andi fólksfjölda. Um vinnslu
sauðfjárafurða gegnir aftur öðru
máli. íslenzka sauðkindin er sér-
stakur stofn og eru nú í land-
inu um 900 þús. fjár. Ísíenzka
ullin er að áliti sérfræðinga sér-
stök gæðavara og’ eru taldir góð-
ir tæknilegir möguleikar á því
að gera úr henni mun verðmeiri
vöru en nú á sér stað. Gildir
reyndar sama um skinnin. Fram
til þessa hefur mikill hluti ullar
og skinna verið fluttur út í lítt
eða óunnu ástandi sem hráefni,
er vinna mætti hér á miklu fjöl-
breyttari hátt en nú er gert og
stórauka þannig útflutningsverð
mætið. íslenzkt kindakjöt ér eiruv
ig talið í sérflokki, hvað gæði
snertir, og er talið að með mark-
vissu átaki á erlendum mörkuð-
um megi auka til muna söluverð
mæti þess.
FLskiffnaður
Eins og að framan sést, er fisk
iðnaðurinn þegar langöflugasta
grein íslenzks iðnaðar. Samt er
það svo, að miðað við hið mikla
aflamagn (rúm 970 þús. torin
árið 1964) vantar mikið upp á,
að íslendingum verði þau verð-
mæti úr aflanum sem efni standa
til. Með hverjum áratug sem líð-
ur verður matvælaframleiðsla
stöðugt mikilvægara verkefni,
enda mun það sannast, að eftir-
spurn eftir-'islenzkum fiskafurð-
um mun stöðugt fara vaxandi.
Ber í þessu sambandi ekki ein-
göngu að hafa í huga markaði
hinna þróuðu landa, heldur engu
síður vanþróuðu löndin, þar sem
víða er tilfinnanlegur skortur á
próteinríkri fæðu. Á sviði fisk-
iðnaðar má segja, að möguleik-
arnir séu allt að því ótæmandi,
enda hlýtur stefnan að vera sú
að vinna að því í stöðugt rikari
mæii að fuilvinna í landinu sem
mest af sjávarafurðnuum.
Gott dæmi um þetta eru lítt
notaðir möguleikar á sviði niður
suðuiðnaðar. En sem komið er,
er hluti niðursoðinna fiskafurða
í heildarútflutningsverðmætinu
sáralítill, enda þótt hér sé að
finna einhver beztu hráefni, sem
völ er á á þessu sviði og þá
fyrst og fremst íslenzku sildina.
Áhugi er þegar míkill í iandinú í
fyrir eflingu þessa iðnaðar, og er !
þess að vænta, að ekki liði á
löngu, áðúr eti ísfenzkar niðuij-
suðuvörur ryðji sér til rúms á
heimsmarkaðinum.
Innilega þakka ég öllum þeim, sem giöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli mínu,
26. ágúst. — Lifið heil.
Ásmundur Guðmundsson Hrafnistu.
,t,
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KKISTÍN E. SIGURÐARI>ÓTTIR
Bólstaðarhlíð 42,
andaðist að Landsspítalanum 29. þ. m.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar,
ELÍSABET JÓNASDÓTTIR
Eskihlíð 20A,
lézt í Landakotsspítala 22. ágúst.. — Útför hefur farið
fram í kyrrþei eftir ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd vandamanna.
Friðþjófur Lárusson.
Eiginmaður minn og faðir,
GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON
arkitekt,
andaðist í Landsspítalanum 31. ágúst- — Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Ragnheiður Hansen Guðjónsson,
María Guðmundsdóttir.
Föðursystir mín,
GUÐB.TÖRG EINARSDÓTT'IR
verður jarðsett frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. sept-
ember kl. 13,30.
Fyrir hönd vandamanna.
Steinunn Kristjánsdóttir.
Útför föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORLEIFS HALLDÓRSSONAR
frá Árhrauni,
fer fram mánudaginn 5. sept. frá heimili hans, Austur-
vegi 50, Selfossi, kl. 2 e.h.
Börn, tengdaböm og barnabörn.
Þökkum af alhug vináttu og samúð okkur sýnda við
andlát og jarðarför móður tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU JÓNSDÓTTUR
frá Hofsósi.
Dætur, tengdasonur, barnabörn,
og bamabarnabörn.
f
Ég þakka ykkur öllum, sem sýnduð rnér vináttu og
samúð við andlát og útför mannsins míns,
GUDBRANDAR JÓNS SIGURBJÖRNSSONAR
Nýlendugötu 19.
Ástríður Eggertsdóttir.
Einnig má nefna grein eins og
lýsisherzlu. Er þegar starfandi
ein verksmiðja í þessari grein
og eru tæknilegir möguleikar á
því að stórauka þessa starfsemi.
Það veldur hins vegar erfiðleik-
um í þessu efni, að mörkuðunum
ráða öflugir efnaiðnaðarhringar
og virðast því möguleikar á
aukningu þessa iðnaðar takmark
aðir, nema því aðeins að sam-
starf næðist við slíka aöila.
Landfræðilega verndaffur
iðnaður.
Vegna fjarlægðar íslands frá
öðrum löndum, hlýtur það jafn-
an að verða hagkvæmara að
framleiða sumar vörutegundir í
landinu sjálfu en að flytja þær
inn. Þetta á m.a. við um ýmsa
fyrirferðamikla eða sérstaklega
þunga vöru, svo sem ýmsan varn
ing til byggingariðnaðar og mann
virkjagerðar. Einnig á þetta við
um fæðutegundir, sem hafa tak-
markað geymsluiþol, en að auki
kemur hér til ýmiss konar þjón-
ustuiðnaður, sem beinlínis bygg-
ist á nálægð markaðarins. Verk-
efni af þessu tagi hafa gjarnan
á sér handverksbrag fremur en
iðnaðarframleiðslu, t.d. viðhald
og þjónusta í sambandi við fisk-
iðnað, skipastól, bifreiðaeign
o.s.frv.
Iffnaffur, sem lítillar effa engrar
verndar þarf viff.
í þennan flokk kemur vinnsla
úr innlendum eða erlendum hrá-
efnum, eftir atvikum fyrir heima
markað eða til útflutnings, þar
seni framleiðsluaðferðir út-
heimta ekki stórrekstur og
markaðsstærð hefur ekki nauð-
synlega úrslitaáhrif á tilveru-
grundvöll fyrirtækjanna. Gott
dæmi um þetta er framleiðsla á
rekstrarvörum til útgerðar og
fiskiðnaðar. Virðist t.d. sjálfsagt,
að Islendingar keppi að því að
vera sjálfum sér nógir um skipa-
smíðar, veiðarfæri og umbúðir
fyrir sjávarafurðir. Hér er um
tiltölulega stóran markað að
ræða og ætti ekkert að vera til
fyrirstöðu, að íslendingar gætu
verið útflytjendur á slíkum vör-
um, enda þótt um erlend hrá-
efni væri að mestu leyti að
ræða.
Þetta getur einnig átt við
fleiri greinar, eins og t.d. hús-
gagnaframleiðslu, plastiðnað og
fleiri vörutegundir, sem ekki
byggjast á fjöldaframleiðsluað-
ferðum, er miðast við milljóna-
markaði.
Þótt ekki séu nefnd hér fleiri
dæmi um iðnað, sem ætti að hafa
allgóða vaxtarmöguleika þrátt
fyrir illa eða enga vernd, verð-
ur ekki skilið við þennan flokk
verkefna, svo ekki sé minnzt á
íslenzkan listiðnað. Reynsla síð-
ustu missera bendir til að á
þessu svi'ði geti orðið um tals-
verðan útflutning að ræða. List-
iðnaðarvörur úr íslenzkum leir
hafa t.d. þegar getið sér gott
orð á erlendum mörkuðum, og
ullarvarningur og skinnavörur
með íslenzkum séreinkennum
vlrðast einnig eiga möguleika á
erlendum mörkuðum.
Orkufrekur iðnaöur.
Efnaiðnaður.
Frá náttúrunnar hendi eru það
fyrst og fremst tvær auðlindir,
sem að magni til eru svo stórár
í sniðum, að þær veiti skilyrði til
iðnaðarstarfsemi á alþjóðlegan
mælikvarða. Annars vegar er um
að ræða fiskiðnaðin í kringum
landið, sem þegar eru nýtt að
verulegu leyti, hins vegar orku-
auðlindir, bæði í formi fallvatna
og jarðhita. Enda þótt báðar
þessar orkuiindir séu að vissu
marki nýttar í dag, er af svo
miklu að taka, að orkuvinnslan,
sem á sér stað í dag, er aðeins
lítilræði miðað við þá mögu-
hefur verið áætlað að árleg orka
leika, sem fyrir hendi eru. T.d.
vatnsaflsins sé a.m.k. 30.000 millj.
kílówattstunda (kWh) miðað við
það sem talið er tæknilega mögu
legt að nýta (orkuvinnslan 1963
var 641 millj. kWh), og að virkj-
anlegt afl á fjórum jarðhitasvæð
um, sem enn liggja óhreyfð, séu
samtals um 900 þús. kílówött.
Eins og af þessu sést, bíða hér
ríkulegar orkuauðlindir þess, að
þær séu nýttar. Hins er að gæta
í þessu sambandi, að í flestum
tilvikum rríundi vera hér um svo
fjárfrekar framkvæmdir að
ræða, að vafasamt er, að íslend-
ingar gætu við núverandi aðstæð
ur, svo nokkru næmi, skapað á
eigin spýtur fjárhagslegan grun-
völl fyrir slíkan stóriðnað. Ein-
mitt þess vegna hefur áhugi
landsmanna á síðustu árum
beinzt að því að leita þátttöku
erlends einkafjármagns við að
koma slíkum stóriðnaði á fót.
Ýmsar athuagnir hafa farið
fram á síðustu árum til glöggv-
unar á þeim möguleikum, sem
hér er um að ræða, og beinist
þá athyglin einkanlega að orku-
frekum efnaiðnaði. Tæknilega
séð kæmi til greina framleiðsla
á a.m.k. milli 20 og 30 efnum,
sem gætu byggt ýmist á vinnslu
innlendra eða erlendra hráefna.
Eitt stærsta verkefnið, sem
kemur til greina í þessu efni og
mjög er á dagskrá um þessar
mundir, er bygging alúminverk-
smiðju með 60 þús. tonna fram-
leiðslugetu og 210 þús. kílówatta
raforkuvers í annarri af stærstu
ám landsins. Þegar þetta er ritað,
virðast allmiklar líkur á því, að
úr þessum framkvæmdum verði.
Þetta yfirlit um íslenzkan iðn-
að og framtíðarmöguleika hans
verður látið nægja. Að sjálf-
sögðu hefði verið ástæða til að
minnast á margt fleira en hér
hefur verið drepið á, en til þess
er ekki rúm. Eins og minnzt var
á í upphafi þessa kafla, hefur ör
tæknilþróun stöðugt verið að
breyta möguleikum og viðhorfi
íslendinga til að nytja náttúru-
auðlindir sínar og um leið við-
horfinu til atvinnu- og afkomn-
möguleika. Virðist engin ástæða
til að líta öðru vísi á en að svo
muni halda áfram og getur þvi
sú mynd, sem við blasir í dag,
orðið talsvert önnur á morgun. 1
því efni getur brugðið til beggja
vona, en íslenzk þjóð er bjart-
sýnni um tilveru sína og fram-
tíð en nokkru sinni fyrr.
* *
Utsala Utsala
Nú er hver síðastur að gera góð kaup.
Verzlunin hættir um helgina
að Laugavegi 30.
Glugginn
Vegna ffutnings
verður selt smávegis af fatnaði á mjög
hagstæðu verði í dag og á morgun kl. 2-0.
Aðeins þessa tvo daga.
Saumastofan
Laugarnesvegi 88 suðurdyr.
Austurstræti 9.