Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. sept. 1968
Bann við neyzlu marsvína-
kjöts af Laugarnesfiöru
SVO SEM getið var hér í blað-
inu í gær var hvalavaða rekin á
land í Laugarnesfjöru í fyrra-
dag. Var þar mikill handagang-
ur og tókst mönnum að fanga
þrjú marsvín áður en lögregi-
an kom og stöðvaði leikinn.
Beiðni hafði borizt frá Dýra-
verndunarfélagi íslands um að
lögreglan stöðvaði drápið og
ennfremur bannaði borgar-
læknisembættið, að kjöt af
marsvínunum yrði notað til
manneldis, svo sem eftirfarandi
tilkynning frá borgarlækni ber
með sér:
„Að gefnu tilefni skal það tek-
ið fram, að borgarlæknisembætt
ið hefur i samráði við yfirdýra-
lækni, Rannsóknarstofu HásKÓl-
ans og kjötmatsformann bann-
að að nota til manneldis kjöt
það, sem skorið var í Laugar-
Samvinnutryggingar tóku til
starfa 1. septemiber 1946 og eru
því 20 ára. í fyrstu stjórn voru
kjörnir: Vilhjálmur >ór, formað
ur, Jakob Frímannsson, ísleifur
Högnason, Kjartan Ólafsson frá
nesfjöru síðastliðna nótt, vegna
hættu á mengun þess við skurð
og aðra meðferð".
Hafnarfirði og Karvel Ögmunds-
son. Fyrstu tvær deildir félags-
ins voru brunadeild og sjódeild,
og um áramótin 1946-1947 tók
þrfðja deild félagsins, bifreiða-
deildin til starfa. Hefur sú deild
vaxið mjög ört, og er nú helm-
ingur allra bifreiða í landinu
tryggður hjá félaginu.
Fjórða deildin, endurtrygg-
ingadeild, bættist síðan við árið
1949. Tekur hún að sér endur-
tryggingar fyrir fjölda erlendra
tryggingafélaga víða um lönd.
Sjóðir félagsins námu samtais
187,8 milljónum króna í árslok
1965. Úr þessum sjóðum hefur
félagið getað veitt mikinn fjölda
lána til atvinnufyrirtækia
hreppsfélaga og margra annarra
aðila. Námu útlánin samtals 75,8
milljónum króna um s. 1: ára
mót.
Samvinnutryggingar h afa
heiðrað ökumenn fyrir góðan
akstur og hafa um 3500 hlotið
viðurkenningu félagsins fyrir 5
ára öruggan akstur og um 1000
vei'ðlaun fyrir 10 ára öruggan
akstur. Stofnaðir hafa verið
klúlbbarnir „Öruggur akstur“,
víðsvegar um land fyrir frum-
kvæði Samvinnutrygginga, en
þessir klúbbar hafa það mark-
mið að auka umferðaröryggi,
fyrst og fremst í heimahögum,
og almennt í samráði við aðra
aðila.
Fyrstu starfsárin námu ið-
gjöld Samvinnutrygginga 3,7
milljónum króna, en árið 1965
voru iðgjöld 186,5 milljónir. Fra
upphafi hafa iðgjöld numið sam
tals 1083 milljónum króna fram
til ársloka 1965. Á sama tíma
hafa heildartjón numið 797
milljónum og endurgreiddur
tekjuafgangur 61 milljón, en
hluti endurtryggjenda í iðgjöld
um 323 milljónum og í tjónum
316 milljónum króna.
í árslok 1964 flutti félagi'ð alia
starfsemi sína í eigið húsnæði í
Ármúla 3, og var þá um leið
gerð allvíðtæk skipulagsbreyt-
ing á rekstrinum.
í stjórn Samvinnutrygginga
eru nú: Erlendur Einarsson, for-
stjóri, formaður, ísleifur Högna-
son, framkvæmdastjóri, Jakob
Frímannsson, framkvæmdastjóri,
Karvel Ögmundsson, útgerðar-
maður og Ragnar Guðleifsson,
kennari. Framkvæmdastjóri fél-
agsins er Ásgeir Magnússon, lög-
fræðingur.
Til sölu m.a.
Við Meisfaravel/i
ný rúmgóð 2ja herb. jarð-
hæð, harðviðarinnréttingar,
tvöfalt gler. Verð 610 þús.
Útborgun 410. Laus strax.
Við Brekkulæk
4ra herb. íbúð á 3. hæð, sér-
hitaveitu, tvöfalt gler, teppi,
bílskúrsréttindi.
Við Sólheima
nýleg 6 herb. (140 ferm.)
íbúð á 2. hæð, tvöfalt gler,
harðviðarinnréttingar.
Skipa- & fasleignasalan
KIRKJUHVOLI
Símar: 14916 ok 138«
Hafnarfjörður -
Garíarhreppur
Ung hjón með 1 barn óska
eftir 2ja—3ja herb. íbúð á
leigu fyrir 1. október. Góðri
umgengni og reglusemi heitið.
Vinsamlegast hringið í síma
51085.
3ja herbergja
íbúð á 4. hæð við Skúla-
götu. Góðar suðursvalir.
Vagn E. Jónsson
Gunnar M. Guðmundsson
Hæstaréttarlögmenn
Austurstræti 9
Símar 21410 og 14400.
FASTEIGNASALAN OG
VERÐBRÉFAVIÐSKPTIN
3ja herb. íbúðir við Hraunbæ,
Langholtsveg og Barmahlíð.
4ra herb. íbúðir við Ásvalla-
götu og á Akranesi.
Einbýlishús víðsvegar um
borgina.
Eignarland rétt utan við borg-
ina.
Höfum kaupendur að öllum
stærðum íbúða, háar útborg-
anir.
Óðinsgata 4. Sími 15605
Kvöldsími 20806.
Eyjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Fiókagötu 65. — Sími 17903.
Samvinnutryggingar
20 ára í dag
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu lögfræðings Hafnarfjarðarbæjar fer fram
nauðungaruppboð í dag fimmtudaginn 1. september
1966 kl. 10,30 árdegis að Lækjargötu 20, Hafnarfirði.
Seld verður Stenbergs trésmíðavél (sambyggð) talin
eign Reimars Sigurðssonar.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Tilboð óskasf í
Skoda Combi árgerð 1965 í því ástandi sem bifreiðin
nú er í eftir árekstur. — Bifreiðin verður til sýnis
við bifreiðaverkstæðið að Görðum við Ægissíðu í
dag (fimmtudag) og á morgun. Tilboðum sé skilað
á skrifstofu Samvinnutrygginga, tjónadeild, her-
bergi 307, fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 3. sept.
B/acksi Decker
Trésmiðír
Black & Decker hjólsagirnar eru heimsþekkt gæða
vara. Trésmiðir um land allt hafa lokið lofsorði á
þær fyrir gæði. Þær eru fáanlegar í 6”, 7” og 9”
stærðum. — Hægt er að saga með þeim ailt að 45“
skurð. Þér sparið yður tíma og fyrirhöfn, ef þér
eigið Black & Decker hjólsög.
G. HRSnWSSflN I JOHNSflN H.F.
Ármúla 1 - Grjótagötu 7
Simi 2-42-50