Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. sept. 196G MORCUNBLAÐIÐ 3 Vegalög frá 1963 og lög um lánasjói leið til batnandi hag sveitarfélaga — sagði Ingólíur Jónsson ráðherra á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga er hófst í gær f GÆR hófst í Reykjavík ráð- stefna á vegum Sambands isl. sveitarfélaga um skólabygging- ar og gerð gatna úr varanlegu efni í kaupstöðum og kauptún- um. Margir fulltrúar víðsvegar að af landinu sitja ráðstefnuna. Ráðstefnan hófst með því að Ingólfur Jónsson samgöngumála ráðherra flutti ávarp, en siðan fluttu erindi þeir Sigfús Örn Sigfússon dcildarverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, Ingi i'. Magnússon gatnamálastjóri Reykjavikurborgar og Stefán Hermannsson verkfræðingur. Eftir hádegisverð fóru svo ráð- stefnufulltrúar í kynnisferð um Reykjavíkurborg og skoðuðu þá helztu gatnagerðarframkvæmdir í borginni, svo og malbikunar- og pípugerð borgarinnar við Ár- túnshöfða. í fyrra hélt Samband ísl. sveitarfélaga tvær ráðstefnur, aðra um skipulags- og byggingar mál í samvinnu við félagsmála- ráðuneytið, og hina um fjármál sveitarfélaga og var þá höfð samvinna við félagsmálaráðu- neytið, fjármálaráðuneytið, Hag stofu íslands og Efnahagsstofn- unina. Þóttu ráðstefnur þessar mjög gagnlegar og kom þá fram framkvæmdir gatnagerðar í kaupstöðum og kauptúnum. Þá hefðu vegalögin einnig orðið ril þess að bæta vegakerfið, ekki sízt sýsluvegi, þótt fjármaga til vegamála þyrfti yfirleitt nauð- synlega að auka til muna. Sagði ráðherra, að nú væri starfandi nefnd á vegum ráðuneytisins, sem inni að athugun á því með hvaða hætta hagkvæma.st og eðlilegast væri að afla vegasjóði aukins fjár. Mundi nú verða gerð ný framkvæmdaáætlun í vegamálum með sérstöku tilliti til hraðbrautabygginga. Gat síðan ráðherra þeirra breytinga sem gerðar voru á fjáröflun sýsluvegasjóða með nýju vegalögunum. Sagði hann, að | nú væri aðalreglan sú að heimaframlögin væru lögð á með útsvörum, og næmu greiðsl ur hvers hreppsfélags fyrir hvern íbúa andvirði þriggja dagvinnustunda í verkamanna- vinnu hjá Vegagerð ríkisins í desember næsta ár á uridan. Þá hefði og með nýju lögunum ver- ið lagðir niður hreppivegir, en þeir orðið að sýsluvegum. Þá gat ráðherra þess að árið 1963, áður en r.ýju vegalögm gengu í gildi hefðu tekjur sýslu eldri vegalögum hefði það verið aðalregla að þjóðvegur teidist enda við bæjarmörk, og hefði kaupstaðurinn sjálfur þurft að kosta þá vegi, sem innan mark- anna voru. Nýju vegalögin mörk uðu aðra stefnu. Þá að samhengi vegakerfisins skyldi vera óháð því, þótt þjóðvegur lægi í gegn um þéttbýli, kauptún eða kaup- stað. Ákveðnir vegir í öllum kaupstöðum og kauptúnum, með 300 ibúa eða fleiri, væru þjóðvegir samkvæmt reglugerð og væru kostaðir af vegafé. Árlega væru 12V2% af heild- artekjum vegamála varið sér- staklega til þessara vega og 90% upphæðarinnar skipt beint eftir íbúatöiu, en 10% mætti nota til að flýta framkvæmdum. í þau ár sem þessi ákvæði hefðu gilt, hefði heildarframlagið verið 1964: 30,2 millj. kr. 1965: 32,9 millj. kr. og 1966 35,1 milij. kr. Ráðherra gat síðan um lög er sett voru á sl. Alþingi um lána- sjóð sveitarfélaga og sagði að ekki væri að efa, að lánasjóð- urinn mundi verða til þess að létta undir með sveitarfélögum og veita lán til rpargs konar framkvæmda. Einnig hefðu verið sett lög 1964 um tekjustofna sveitar- Fulltrúar á ráðstefnunni, — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. eindregin áhugi á, að framhald yrði á slíkri starfgémi og vor því boðað til þessarar ráðste/nu »ú. í ávarpi því er samgöngumála ráðherra hélt, gat hann um, að vegalögin frá 1963 hefðu þegar gert mikið gagn og lyft undir vegasjóðanna numið 3,5 millj. kr. og hefði rikisframlagið þá verið 3,3 milljónir kró'ia. Árið 1966 væru tekjur sýsluvegama hinsvegar 17,4 milljónir króna, þar af næmi ríkisframlagið 11.8 millj. króna. Ráðherra sagði, að samkvæmt félaga og þar hefði verið kveðið á um að auka tekjur Jöfnunar- sjóð þannig, að 5% af verðtolls- tekjum ríkissjóð rynnu til sjóðsins. í fjáríögum þesa árs væru tekjur Jöfnunarsjóðs áætlaðar þannig 5% af verðtolls- tekjum 81,2 millj. kr. og 8% af Ingólfur Jónsson flytur ræðu sína söluskatti 81,6 millj. kr., eða samtals 162,8 millj. kr. Hefðu þetta aukna framlag Jöfnunar- sjóðs orðið til mikils hagræðis fyrir sveitarfélögin og létt að mun útsvarsbyrgðina. ’Að lokum vék ráðherra að þvi að einnig kæmu almannatrygg- ingar sveitarfélögunum til góða, þótt á óbeinan hátt væri. Mætti til dæmis nefna eina sýslu, sein greiddi í iðgjöld 4,8 millj. ar., en fengi í bætur 14,8 millj. kr. Þótt þetta fé rynni ekki í sveitar- eða sýslusjóði, væri augljóst, að það leiddi til aukins gjaldþols íbú- anna í viðkomandi héruðum og gerði afkomuna mun öruggari og betri en áður var. Þrátt fyr- ir það, sem nefnt hefði verið, sem augljóslega leiddi til batn- andi hags sveitarfélaganna, væn það vitað mál, að fjárþörfin væri alltaf mikil og vaxandi, vegna stöðugt aukinna fram- kvæmda og krafna almennings um margs konar umbætur. í dag verða svo tekin fyrir skólabyggingamál á ráðstefn- unni og flytja þá framsögu þeir Heigi Eiíasson, fræðslumála- stjóri, Torfi Ásgeirsson, hagfræð ingur, skrifstofustjóri Efnahags- stofnunarinnar. Þá ferðast einn- ig ráðstefnufulltrúar um borg- ina og skoða skólabyggingar. Ritstjóraskipti við Vísi Dr. Gunnar G. Schram DAGBLAÐIÐ „Vísir“ skýrði frá því í gær, að trá og með degin- um í dag yrðu ritstjóraskipti við blaðið. Dr. Gunnar G. Schram, sem verið hefur ritstjóri þess síðan 1961, lætur nú af því starfi, en við tekur Jónas Kristjánsson, B.A., sem bef t verið fréttarit- -stjóri blaðsins um alllangt skeið. Dr. Gunnar tekur nú við starfi í utanríkisráðuneytinu. Útgáfustjórn Vísis flytur Gunn- ari í blaðinu beztu þakkir fyrir vel unnin störf á undanförnum árum. Seg:r að blaðið hafi tekið miklum stakkaskiptum undir stjórn hans og kaupendatala þess aukizt mjög. Jónas Kristjánsson er fæddur 1040 í Reykjavík, sonur Önnu Pétursdóttur og Kristjáns Jónas- sonar, læknis. Hann tók stúdents próf 1959 og heíur B.A.-próf í sögu og landafræði frá Háskóla íslands. Þá stundaði hann nám í félagsfræöi í tvö ór við háskól- ann í Vestur-Berlín. Útgáfustjórn Visis segir að hún hafi ákveðið að ráða tvo ritstjóra að biaðinu, og verður Jónas Kristjánsson 'hinn ráðinn síðar. Mbl. átti í gær stutt samtal við Gunnar G. Schram. Sagðist hann hafa beðizt lausnar frá störfum á siðastliðnu vori, og léti af ritstjórastörfum um þessi mónaðamót. — Er það vegna þess að mér hefur fyrir nokkru gefizt kostur á að starfa að þjóð- réttar- og alþjóðamálum á veg- um utanrík.isráðuney tisins, sagði Gunnar. Til Jiess hefur hugur minn lengi staðið, en ég stundaði í þrjú ár framhaldsnám í þjóða- rétti að lögfræðiprófi loknu. Þegar ég kom heim frá námi, var ég beðinn um af þáverandi útgáfustjórn að taka við Vísi. Var mér ánægja að því að eiga þátt í stækkun og breytingu blaðsins, þótt iengur hafi ég reyndar staldiað við í blaða- mennskunni en í upphafi var ætlun min. Oska ég Vísi og starfsmönnum hans góðs gengis í framtíðinni. Róm ágúst, NTB. Bandaríski kvikmyndaleikar- inn William Holden (sem hlaut Oscarsverðlaunin 1953 fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Stalag 7“) á að koma fyrir rétt í Lucca á N-Ítalíu í janúar næsta ár og svara til saka fyrir að hafa orðið að bana ítölskum verzlunar- manni Giorgio Novelli, 26. júlí sl. í bílsiysi. Sjólfur siapp Holden nær ómeiddur úr árekstrinum og sömuleiðis farþegar hans tveir. STAKSTElNAR Þá og nú í ÞEIM umræðum, sem jafnan fara fram um stjórnmálaástand iff í landinu, efnahags- og at- vinnumál og vandamál at- vinnuveganna, virffist stund- um sem menn mikli um of fyrir sér erfiðleika líðandi stundar, en hafi misst sjónar á þeim miklu breytingum, sem orffiff hafa á síðastliðnum 6 til 7 ár- um. Þeir erfiffleikar, sem at- vinnuvegimir eiga viff aff etja nú, eru fyrst og fremst vaxtar- verkir mikilla athafna- og upp- byggingartíma. Þegar menn hug leiða vandamálin nú, er hollt aff hafa þetta i huga og jafn- framt það hvernig ástandið var í efnahags- og atvinnumálum, þegar núverandi stjórnarflokk- ar tóku við stjórnartaumunum. Þá voru erfiffleikar atvinnuveg- anna ekki vaxtarverkir mikilla athafnatíma, heldur voru þeir afleiðing óstjórnar og getuleysis vinstri stjórnarinnar til þess aff hafa stjórn á efnahags- og at- vinnulífi landsmanna á þann veg, að það stuðlaffi að gróskumiklu og blómlegu atvinnulifi í land- inu. j Enginn gjaldeyrir, ekkert lánstraust Þá var enginn gjaldeyrir til i landinu og skuldir þjóffarinnar erlendis gifurlega miklar, láns- traustið þorriff. Ef menn leiffa hug ann til siðustu mánaða vinstri- stjórnartímabilsins, minnast menn sjálfsagt þess, að jafnvel óverulegustu gjaldeyrisupphæð- ir var ekki hægt aff fá í gjald- eyrisbönkunum, og oft þurfti að bíffa vikum og jafnvel mán- uffum saman eftir yfirfærslum og hafði þaff aff sjálfsögðu alvar- legar afleiffingar fyrir allan at- vinnurekstur í landinu. I.áns- traust þjóðarinnar út á við var gjörsamlega þorriff, þannig að lántökur erlendis til mikilla framkvæmda innanlands voru ekki mögulegar. Uppgjöf Vinstri stjórnin gafst svo end- anlega upp, þegar hún sá fram á afleiðingar stjórnleysis síns, og hrökklaðist frá völdum við lítinn orðstír. Þaff kom í hlut Sjálfstæðisflokksins og Alþýffu- flokksins aff taka við stjórn landsins, þegar efnahagskerfið og atvinnulífiff var raunveru- lega komiff í rúst. Fram til þess tíma höfðu innflutningshöft og fjárfestingarhöft ríkt í fullum blóma og atvinnurekendur í landinu áttu allt sitt að sækja undir stjórnskipaðar nefndir. Breytingin sem varff með við- reisnarstefnunni 1960 hefur lagt grundvöllinn aff því mikla blóma skeiði, sem ríkt hefur siðan og engum blandast hugur um það, sem lítur yfir hið íslenzka þjóð- félag nú, aff á þessum stutta tíma hefur framtaki og dugnaði einstaklinganna verið veitt út- rás meff svo myndarlegum | hætti, aff því hefðu fáir trúaff i : upphafi stjórnartímabils núver- ; andi ríkisstjórnar. Allt þetta er hollt aff hafa í huga þegar menn fárast yfir erfiffleikum líffandi stundar. En i nútímaþjóðfélagi er jafnan við einhver vandamál J aff stríða. Þau eru margvisleg og | flákin, og á þeim er yfirleitt ekki hægt aff finna neina end- anlega lausn. Hinsvegar verffur að finna beztu leiðina, sem flestir geta sætt sig viff og auð- veldaff getur sem flestum starf þeirra. Þaff er tími til kominn, aff menn geri sér grein fyrir j þessum staffreyndum, minnist i nú uppgjafar vinstri stjórnar- innar og þess stjórnleysis, sem ríki i valdatíff hennar og geri sér hlutlæga grein fyrlr þeirri gífurlegu breytingu, sem stefna núverandi ríkisstjórnar í efna- hags- og atvinnumálum befur ftiigið áorkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.