Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fímmtudagur 1. sept. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Shni 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í l&usasölu kr. 7.00 eintakið.
GILDI SKÓGRÆKT-
ARINNAR
í ágætri ræðu, sem Hákon
Guðmundsson, formaður
Skógræktarfélags íslands
flutti á aðalfundi félagsins í
sumar, ræddi hann um hlut-
verk skógræktarinnar á breið
um grundvelli. Hann kvað
það tilgang skógræktarfélag-
anna að efla hverskonar trja-
rækt og skórækt, hvort held-
ur væri til augnayndis eða
csérstaks gagns. Þau gætu því
valið mismunandi leiðir eftir
aðstæðum á hverjum stað,
jafnvel lagt aðaláherzlu á
trjárækt við hús og bænda-
býli, ef svo vildi verkast.
Hlutverk skógræktar ríkisins
væri hins vegar fyrst og
fremst að vernda, friða og
rækta skóga, og græða upp
nýja skóga.
Síðar í ræðu sinni komst
formaður Skógræktarfélags-
ins m. a. að orði á þessa leið:
„Ekki er hægt að ganga al-
veg framhjá því, að á þessu
sumri hefur dálítið borið á
aðfinnslum í garð skógrækt-
armanna. Slíkt má þó ekki
taka of hátíðlega, ekki sizt
fyrir þær sakir, að mest af
þessum aðfinnslum hafa ver-
*-ið settar fram í hálfgerðum
skætingstón. Ég hygg að
flestir þessir hnútar séu freic-
ar sprottnir af vanþekkíngu
en beinni andstöðu, og er því
höfuðatriðið að mæta þeim
með aukinni almennri
fræðslu um gildi skógrækt-
arinnar og upplýsingum um
það, hvert stefnt er og hverj-
ar framtíðaráætlanirnar eru.
Þá munu þessar aðfinnslur
einnig vera einn þáttur
alltof almenns skilningsleys-
is á nauðsyn al'hliða .gróður-
verndar, sem illu heilli ræð-
ur enn mjög ríkjum hér á
landi. Sannleikurinn er sá, að
enn horfa þúsundir íslend-
inga skilningsvana aíígum á
þann uppblástur, og þá eyð-
ingu gróðurs og jarðvegs,
sem átt hefur sér stað undan-
farnar aldir, og ekki hefur
enn verið stöðvuð. Ennþá á
síðari hluta tuttugustu aldar,
þessu tímabili velmegunar
og þekkingu, láta menn í
sveitum og kaupstöðum sér
fátt um finnast, þótt gróðri
sé spillt með örtröð og
áníðslu, og vindar feyki
undirstöðu lífsins, jarðvegin-
um, á haf út. Sumir ganga
jafnvel svo langt í andstöðu
sinni við stefnu lífs og rækt-
unar, að þeir tala um það
með heilagri vandlætingu að
ekki megi skerða auðn lands-
ins eða berangur þess. Með
því sé verið að skrumskæla
ásjónu landsins. En ef þessir
menn hefðu fyrir augum svip
mót íslands eins og það var
1874, mundu þeir þá fremur
óska því þess útlits, sem það
í dag hefur, utan þeirra
svæða, sem sérstaklega hafa
verið ræktuð?“
Öll eru þessi ummæli Há-
konar Guðmundssonar þess
virði að þeim sé gaumur gef-
in. Kjarni málsins er sá, að
uppblástur landsins er stór-
kostlegt vandamál, sem snú-
ast verður gegn af miklu
meiri festu en ennþá hefur
verið gert. Þar verða skóg-
rækt, sandgræðsla og hvers
konar aðrar ræktunaraðferð-
ir að haldast í hendur.
Það er hin mesta f jarstæða
að gróðursetning nýrra trjá-
tegunda spilli fegurð lands-
ins, og fái ekki með eðlileg-
um hætti fallið inn í yfir-
bragð landslagsins, og að for-
dæma beri þær af þeim sök-
um einum, að þær hafi ekki
vaxið hér áður. Um það atriði
sagði Hákon Guðmundsson í
fyrrgreindri ræðu sinni:
„Hið nýja er hér hið gamla
í nýrri mynd - hið gamla
gætt nýjum þroska - svo
gripið sé til orða hins merka
manns Ólafs prófessors Lár-
ussonar. Á það ber líka að
líta, að jafnvel þótt barr-
skógaræktun væri stunduð
af kappi, eins og vonandi
verður næstu áratugi, þá
yrðu þeir skógar ekki nema
vinjar, þeg^r litið er, yfir
landið í heíld“.
„/ KILI SKAL
KJÖRVIÐUR "
j ræðu þeirri, sem Bjarni
Björnsson, formaður Iðn-
sýningarnefndar flutti við
opnun iðnsýningarinnar sl.
þriðjudag, sagði hann m.a.:
„íslenzkur iðnaður er til-
tölulega ungur að árum, enda
þótt hann sé fjölmennasta
atvinnugrein landsmanna í
dag. Iðnaðarframleiðsla hef-
ur beinzt fyrst og fremst að
hinum takmarkaða innlenda
markaði, og sem afleiðing af
því eru iðnaðarframleiðslu-
fyrirtækin tiltölulega smá að
vöxtum hér á landi. Samhliða
því eigum við í harðri sam-
keppni erlendis frá, sem er
eðlileg afleiðing þess, að við
kjósum viðskiptafrelsið um-
fram andstæðu þess. Og sök-
um stærðar þess markaðar
sem við keppum um, getum
við í ýmsum greinum ekki
náð þeirri magnframleiðslu,
sem í mörgum tilfellum get-
ur leitt til lækkunar eining-
Vaxandi sjálfsforræ öiskröfur
í síðustu nýlendum Frakka?
Frá óeirðunum í Djibouti s.I. föstudag. Myndin sýnir hermenn vera að reyna að koma á £i
röð og reglu, en í óeirðum þeim, sem urðu vegna heiinsóknar de Gaulles forseta létu tveir *
menn lífið og um 40 særðust.
ATBURÐIR þeir, sem gerð-
ust í Djibouti í Franska Soma
lilandi fyrir nokrum dögum,
er tveir menn létu lífið og um
40 .særðust í óeirðum, sem
urðu í sambandi við komu de
Gaulles Frakklandsforseta
þangað, hafa beint athygli
fólks að nýlendum þeim^ sem
Frakkar eiga enn og að þeirri
staðreynd, að sjálfstæðiskröf
ur þeirra, sem nú virðast
verða að fá aukinn byr í segl-
in, geti haft í för með sér
alvarlegar afleiðingar fyrir
Frakka, ef þessum kröfum
verður ekki mætt með skiln-
ingi og framsýni. Þrátt fyrir
hina óhugnanlegu atburði, sem
gerðust, virðast margir vera
þeirrar skoðunar, að álit Frakk.
landsforseta hafi ekki beðið
hnekki vegna þeirra, því að
hann hafi strax gert sér grein
fyrir eðli þeirra og heitið
Franska Somalilandi sjálfs-
forræði síðar með lýðræðis-
legum hætti.
Engu að síður hafa framan-
greindir atburðir vakið viss-
ar áhyggjur í brjósti ráða-
manna í Paris ,því að rás at-
burða í fyrrverandi nýlendum
Frakka í Afríku á árabilinu
1958—1962 en einnig síðar
virtist leiða heim sanninn um
að af hálfu Afríkumanna yrði
de Gaulle áfram viðurkennd-
ur, sem talsmaður sjálfstæðis
Alsírs og annarra nýlendna
Frakka. f Djibouti hefði kom-
ið í ljós, að af franskri hálfu
hefði menn verið ajltof full-
vissir um . þetta. Óeirðirnar
væru sýnilega aðvörun í þá
átt, að hið stormasama tíma-
bil sjálfstæðishreyfingar
„þriðja heimsins“ væri á,
engan hátt á enda. Svo lengi
sem ólgan héldi áfram í Af-
ríku og ekkert jafnvægi væri
komið þar á, yrði að gera ráð
fyrir sams konar atburðum og
óeirðunum í Djibóuti. Hins
vegar er talið, að í Franska
Sómalilandi megi koma í veg
fyrir vandræði með því að
efna til kosninga á heppileg-
um tíma og kanna hug lands-
manna að nýju.
Nú eiga Frakkar enn ný-
lendur víða um heim enda
þótt stærstu þeirra úr ný-
lenduríki þeirra áður fyrr séu
gengnar þeim úr greipum.
Þær nýlendur, sem Frakkar
eiga enn, eru ekki hvað sizt
ýmsar eyjar þar sem lifa frum
stæðar þjóðir, og hefur það
haft í för með sér vafasaman
hagnað fyrir Frakka, því að
á þeim hvílir að sjálfsögðu
sú siðferðilega skylda að
reyna að koma þessum þjóð-
um til manns með því að
efla þær efnahagslega og
menningarlega, en slíkt hef-
ur auðvitað mikil fjárútgjöld
í för með sér. Þar að auki
hefur Frökk u m ekki verið
svo mikill fengur í þessum
eyjum hernaðarlega að und-
anförnu, að sú ástæða yrði
til þess að draga úr vilja
frönsku stjórnarinnar til
þess að koma til móts við sjálf
forræðiskröfur íbúa þessara
eyja.
Síðarnefnda sjónarmið hef-
ur hins vegar breytzt veru-
lega á undanförnum árum.
Það hefði sennilega venð auð
veldara að veita frönsku ey-
lendunum í Indlandshafi,
Kyrrahafinu sjálfsforræði ár-
ið 1960 en það er nú. Með á-
kvörðun sinni um að koma
upp eigin kjarnorkuher og
þátttöku í könnun himingeims
ins, hafa Frakkar útilokað aíl
ar sjálfstæðisvonir þeirra sem
búa á Tahiti og Frönsku
Guayana að minnsta kosti,
því að báðir staðirnir eru
mjög mikilvægir í öllum fram
angreindum áætlunum
Frakka. í Tahiti eru aðalstöðv
ar franska kjarnorkuyfirvalda
og í Gyayana ætla Frakkar
að reisa skotpalla þá, sem
þeir hyggjast skjóta gerfi-
hnöttum sínum frá í íram-
tíðinni, því að skotpallar
þeirra í Sahara, sem unnt
hefði verið að nota í þessu
skyni, verða þeir að haía tek
ið niður fyrir 1968.
Ekki er unnt að sjá fyrír að
Framhald á bls. 27
rverðsins. En ekkert af
essu þarf að koma í veg
yrrir, að íslenzkir framleið-
ndur, með því jafnan að
afa í huga, að „í kili skal
jörviður11, tileinki sér vöru-
öndunina sem aðaleinkenni
ttt, sem sterkasta vopnið í
amkeppninni. Og lands-
lönnum er að verða það
jóst, að það er fyrst og
remst iðnaðurinn í hvaða
mynd sem er, sem sjá verður
farborða þeirri fjölgun á
vinnumarkaðinum, sem fyrir-
sjáanleg er í náinni framtíð".
Þá ræddi Bjarni Björnsson
um hugsanlegan útflutning á
íslenzkum iðnaðarvörum og
sagði:
„Þá þýðir ekki að einblína
stöðugt á innanlandsmarkað-
inn, heldur verðum við að
leita iðnaðarframleiðslu okk-
ar, að einhverju leyti, mark-
aða erlendis. Þá ber að haia
hugfast, að ef við ekki slök-
um á kröfunni til okkar
sjálfra um vörugæðin, sem
einkenni íslenzkrar iðnaðar-
framleiðslu, þá verði vöru-
vöndun sá kjörviður, sein
yrði kjölurinn í þeim fley,
sem á eftir að flytja iðnvarn-
ing okkar til framandi
landa“.