Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.09.1966, Blaðsíða 7
/ Fimmtu3agur 1. sept. 1966 MORGUNBLAÐiD ÞEKKIRÐl LAJXSDIÐ WTT? Hlióða'klettar! Heyr hamranna mál, hverfult og kvikt eins og slokknandi bál, ímynd hins fjötraða, iðandi krafts í algeimi rúms og tíðar. — Ég elska þin flugtök í hlekkjum hafts, himneska, dauðlega lífsins þrá, í bergmálsins öldu við björgin há, sem brotnar við þagnandi hlíðar. (E. Ben.). Hljóðaklettar standa við Jökulsá á Fjöllum, skammt frá Svínadal. í sumar hefir þeirra oft verið getið, vegna þess að þar hafa menn verið að kvikmynda hina rauna- legu ástarsögu Hagbarðs og Signýar. Klettarnir eru marg- ir og brýzt Jökulsá fram í milli þeirra og er einn klett- urinn austan ár. Hinir standa vestan ár, svo að segja á ber- svæði, en að baki þeirra og til hliðar eru hálsar og skógi vaxnar hlíðar. Klettarnir eru aðallega úr móbergi með blá- grýtisgöngum, og eru þeir ýmislega sorfnir af vindum og úrkomu. Víða hafa myndast í þeim hellar og einn þejrra for- kunnar fagur og líkist mest kapellu. Vegna þessarar lög- unar bergmálar mjög í klett- unum, og af því draga þeir nafn sitt. Ef menn syngja eða hóa kasta klettarnir hljóðinu á milli sín og eru eins og römustu hljó'ðmagnarar. Að því víkur skáldið í Ijóði sínu. En annað skáld, Matthías Jochumsson, furðaði sig enn meira á risastærð klettanna og kvað svo: Teygjast trjón-ur grettar, tröll hér standa þykkt; hermið Hljóðaklettar hver hefir þetta byggt. Og hér er svo mynd af einu tröllinu, syðsta kiettinum, sem stendur einn sér á gljúfur- barmi Jökulsár. sá HÆST beztti Prestur sem Hallgrimur l)ét og bóndi sem Bjarni hét voru sam- íerða frá kirkju. Prestur: „Þér voruð til altaris i dag Bjarni minn“. I Bóndi: „Hún Þuríður er að þessu“. Prestur: „Ég hefi heyrt að óvíða hér í grend sé lesið á föstunni og sungnir Passíusálmarnir nema hjá ykkur“. Bóndi: „Já hún Þuríður er að þessum andskota, en hann G-ísli á Bakka, sem aldrei 1-es eða ér til altaris, hann fiskar allt af meira en aðrir." Presturinn þagði og hristi höfuðið. TIL HAMINGJU Þann 28 ágúst voru gefin sam- I frú Þórunn Hafstein og Harald an í hjónaband í dómkirkjunni Snæhólm, flugstjórL (Ljósm. Jón af séra Þorsteini Böjrnssyni ung I K. Sæmundsson). 60 ára er 1 dag Jenni Jóns, dægurlagahöfundur, Álfheimum 44 Beykjavík. Hann er að heim- an á afmælisdaginn. VÍSUKORN Fá)tt er mér nm flesta þá fávita sem þéra. i því vilja aðra smá ofar þykjast vera. Kristin Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum, CAMAIT og COn Hvíldu þig, hvíld er góð. Ungur bóndi nýkvæntur var að slá í slægju sinnL >að var vellandi hiti, og bóndinn var beldur makráður að eðlisfari, svo að hann var blóðlatur. JÞá kemur til hans maður og segir: „Hvíldu þig, hvíld er góð‘. Að svo mælfu fer hann burt. Ekki er þess getið, hvernig bóndanum leiz.t á manninn, en ráð hans lét hann sér að kenningu verða og sló slöku við sláttinn, bað sem eftir var sumars, enda átti hann ekki nema einn hey-kumbalda um haustið. Loksins sá maðurinn að hann hafði ekki farið skynsam lega að ráði sínu um sumarið, og kenndi ókunna manninum um allt saman. Einn góðan veðurdag kemur sami maðurinn til hans og segir glottandi „Latur, lítið hey“. Svo hvarf hann. Manninum hug hægðist ekkert við komu hans, enda þóttist hann vita að hann hefði farið eftir ráðum djöfuilsins og einskis annars. Eftir sögn Þorsteins Erlings- sonar. FRÉTTIR Kvennadeild Styrktarfélags lamaðna og fatla®ra efmx til kaffisölu í barnaheimili félags- ins í Beykjadal, Mosfellssveit, sunnuda-ginn 4. sept. kl. 15. Sund laug á staðnum. Ferðir frá um- ferðarmiðstöðinni kl. 14.15 og 15.30 og frá Beykjadal kl. 18. Húsmæðrafélag Reykjavíkur fer í berja og skemmtiferð þriðju daginn 6. sept. kl. 9 f.h. Farseðl- ar afhentir að Njálsgötu 3, laug- ardag 2 — 5. Upplýsingar í sím um 12683, 34257, 19248 og 14617. Hjálpræðisherinn. Gunnar Ádn anes frá Noregi, sem er á leið til Siglufjarðar til starfa fyrir Guð, talar í kvöld á samkomu. Tekið verður á móti gjöfum til starfsins á Siglufirði. Félagskonur er voru með í Vestfjarðarferðinni í iúlí, eru 'beðnar að mæta í Slysavarna- húsinu Grandagarði 1 kvöld fimmtudag kl. 8.30. Myndir úr ferðinni verða sýndar. Nefndin. Kvenfélag Laugarnessóknar minnir á saumafundinn, fimmtu- daginn 1. sept. kl. 8,30. Munið breyttan fundardag. Stjórnin. Kvenfélag Neskirkju: Farið verður í berjaferð n.k. mánudag kl. 10 árdegis. Konur tilkynnið þátttöku í sína í Félagsheimilinu, fimmtudag og föstudag kl. 3 — 6 simi 16783. Fíladelfía í Reykjavik: Al- menn samkoma í kvöld kl. 8.30. Ræðumenn Hallgrímur Guð- mundsson og Benjamín Þórðar- son. N.k. sunnudag er bænadag- ur í Fíladelfíusöfniðinum. í guðs þjónustunni um kvöldið verður tekin fórn vegna kirkjubygging- arinnar. Fótaaðgerðir í kjallara Laugar neskirkj-u byrja aftur 2. sept. og verða framvegis á föstudögum 9—12. Tímapantanir á fimrntu- dögum í síma 34544 og á föstu- dögum í sima 34516. Kvenfélag Laugarnessóknar. Séra Jakob Jónsson verður fjarverandi næstu vikur. Sr. Jón Thorarensen verður fjarverandi um tima. Herbergi og fæði óskast sem næst Verzlunar- skólanum fyrir reglusaman skóiapilt. Uppl í sima 36790. Herbergi óskast Einhleypur karlmaður ósk- ar eftir herbergi sem næst Miðbænum. Uppl. í síma 22150. Tilboð óskast í Chevrolet 1959. Til sýnis og sölu eftir kL 1400 í dag á Laugarnesvegi 44. Stúlka óskast í brauða- og mjólkurbúð hálfan daginn. Sveinabakaríið hf, Hamra- hlíð 25 (gengið inn frá Bogahlíð). Sími 33435. Hringver Búðargerði 10 Skólavöirur í úrvali. Hringver Búðargerði 10. íslenzkt fornbréfasafn til sölu. Frumútgáfa, compl. eintak í kápum. Upplýsing- ar í síma 23436. FRAKKI með lyklum í vasa var tek- inn i misgripum í Silfur- tunglinu sl. sunnudag. Vin- samlegast skilist í Silfur- tunglinu, gegn afhendingu hins frakkans. Barnagæzla 12—16 ára stúlka óskast til að gæta drengs á öðru ári. Helzt í Vesturbæ. Vinnutími 9—12 og 3—6 eða styttra eftir samkomu- lagi. Uppl. í síma 21638. Kona með eitt barn óskar eftir vinnu um næstu mánaðamót. Margt kemur til. greina, má vera úti á landi. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Ýmislegt — 4877“. Atvinna óskast Kona vön skrifstofustörf- um og símavörzlu óskar eftir vinnu frá 1—5 e. h. Hefi góða Lslenzkukunnáttu Tilboð sendist Mbl. fyrir 6. sept., merkt: „Fésnauður — 4113“. Keflavík 1 herbergi með aðgang að eldhúsi og þvottahúsi til leigu. Uppl. í sima 2356, Keflavik. Chevrolet 1953 til sölu. Uppl. í síma 36297 eftir'kl. 7. íbúð óskast Stúlka með 1 barn óskar eftir 2ja—3ja herbergja íbúð nú þegar. Upplýsingar í Vélsm. HéðnL síma 24260 og síma 10931 eftir kl. 5. Talkennsla Er til viðtals kl. 1—3 e.h. að Hverfisgötu 37, 2. hæð. Sími 30837. Björn Guðmundsson. Herbergi óskast strax til leigu sem næst Miðbænum fyrir reglusama stúlku. UppL i síma 15672 kl. 6—0. Tveggja herbergja íbúð til leigu í háhýsi við Aust- urbrún. Ársfyrirframgr. — Tilboð með nafni og síma, skilist á afgr. Míbl„ merkt: „Útsýni — 4112“. íbúðaskipti Vil láta 4 herb. í sambýlis- húsi Eskihl. Vantar minni íbúð í Vestur- eða Miðbæn- um. Kaup hugsanleg. Tilib., merkt „Miklatorg — 4099“ sendist afgr. fyrir 6/9. íbúð óskast Tvær stúlkur (kennari og skrifstofustúlka) óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð frá 1. okt Vinsaml. hringið í s. 20076 eftir kl. 6 í dag og næstu daga. Vestmannaeyingar athugið Tek að mér pípulagnir og vatnslagnir. Reynið við- [ skiptin. Ingi Einarsson, Fjólugötu 1. Sími 2299. Til leigu strax 2ja herbergja íbúð I nýlegu húsi í gamla bænum í 10-11 mán., fyrirframgr. Tilboð með uppl. leggist inn á afgr. Mbl. fyrir hádegi laugard 3/9, merkt: „10-11 nr. 4114“. Bíngö í kvöld Aðalvmningur: Vöruúttekt cftir vali fyrir krónur 5.000,00. Borðpantanir í síma 12339 frá kl. 4. Sigtún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.