Morgunblaðið - 13.09.1966, Side 2

Morgunblaðið - 13.09.1966, Side 2
NORCUNBLADID Þriðjudagur 13. sept. 1961 r * Engin sildveiði í gær — en 6 þús. lestir á mánudag 1 GÆRDAG var engin veiði, að J»ví er síldarleitin á Dalatanga tjáði blaðinu í gærkvöldi, en eft- ir kl. 20 fóru skipin að kasta og iim hálf ellefuleytið í gærkvöldi höfðu ekki borizt fréttir af ár- angri veiðanna. Veður var sæmi legt, vinnuveður eins og kallað er. Hér fara á eftir síldarfréttir LÍÚ fyrir mánudaginn 2. sept- ember: Veður var fremur óhagstætt í gaerdag á síldarmiðunum, norð- austan kaldi og talsverð hvika, en batnaði er leið á kvöldið og fóru þá bátar almennt að kasta. Veiðisvæðið er það sama og undanfarna daga í Reyðarfjarðar dýpn Samtals tilkynntu 75 skip um afla, samtals 6.010 lestir. Flugvél til sjúkra- flugs á Vestfjörðum Á FUNDI höldnum á fsafirði sl. laugardag var ákveðið að stofna hlutafélagið Vestanflug h.f., til að tryggja að Piper Apache vél sú er verið hefur í eigu Guðbjarnar Hjörleifsson- ar verði staðsett á Vestfjörðum til frambúðar. Á fundinum voru mættir fulltrúar 26 sveit- arfélaga af 32 í umdæminu auk fulltrúa frá ísaf jarðarkaupstað. Er ætlunin að flugvélin verði notuð jöfnum höndum til mann flutninga um Vestfirði, svo og til sjúkraflugs. Áætlaður stofnsjóður félagsins er 2 millj. króna, og hefur þegar tekizt að safna um helming þess fjár. Fyrsti aðalfundur félagsins verður væntanlega haldinn í október. Bráðabirgðastjórn skipa þessir: Bárður Jakobsson, hdl., form., Jóhann Einarðsson, Myndin hér að ofan var tekin á sýningunni sl. sunnu- dag á degi steinefna- og bygg- ingariðnaðarins, en þá kom Rób- ert Arnfinnsson fram í ger/i Skallagrims Kveldúlfssonar og flutti raeðu. bæjarstjóri ísafjarðarkaupstað- ar, Gunnar Jónsson, deildar- stjóri Kaupfélags ísfirðinga, Ás- mundur P. Ólsen, oddviti, Pat- reksfirði, Ásgeir Svanbergsson, oddviti Reykjafjarðarhrepps, Andrés Ólafsson, prófastur, Hólmavík og Guðlaugur Einars- son oddviti í Önundarfirði. Bárður Jakobsson tjáði blaða manni Mbl. í gær, að mikill áhugi ríkti meðal manna á Vest- fjörðum um að vélinni yrði hald ið á þeim landshluta, og von- uðust allir aðilar til þess að svo mætti verða. JLeikararnir á Þingvöllum. Félag ísl. leikara 25 ára: Margt góðra gjafa FÉLAG íslenzkra leikara hélt boð í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardaginn til að minnast 25 ára afmælis sins. Félaginu bár- ust margar gjafir í tilefni afmæl isins; gáfu forráðamenn skandi- navískra leikarafélaga félaginu Haustslátrun að byrja Töluverð aukníng sláturfjár frá því í fyrra HAUSTSLÁTRUN er nú að hefj- ast víðast hvar á landinu. Að því tilefni átti Mbl. í gær tal við tvö stærstu fyrirtækin, sem standa að slátrun, Sláturfélag Suðurlands og Afurðasölu SÍS. Jón Bergs framkvæmdastjóri SláturfélagSins sagði, að hjá fé- laginu yrði á þessu hausti slátrað um 156 þús. fjár og er þá um töluverða aukningu að ræða, þar eð í fyrra var slátrað tæplega 140 þús. fjár. í gærmorgun hófst slátrun í sláturhúsi félagsins við Laxárbrú í Borgarfirði. Þá er ætlunin að hefja slátrun n.k. mið vikudag að Kirkjubæjarklaustri, í Vík í Mýrdal, í Djúpadal við Hvolsvöll, á Hellu, á Selfossi og í Reykjavík. Mánud. 19. sept. hefst svo slátrun í Laugarási i Biskupstungum. Þá sagði Jón Bergs, að gert væri ráð fyrir að eithvað yrði flutt út af slátur- afurðum. Skúli Ólafsson hjá Afurðasöl- unni sagði, að reiknað væri með 10% aukningu sláturfjár á veg- um Afurðasölunnar frá því í fyrra, en þá var slátrað á veg- um sölunnar 560 þús. fjár. Slátr- un hófst í sláturhúsinu á Blöndu ósi s.l. fimmtudag og í Borgar- nesi hófst hún í gær. Hefst hún í GÆR var hæg NA-átt hér a landi. Skýjað var norðaustan lands en bjartara annars stað- ar. Fremur svalt var norðan iands, og austan, en hlýjast á Suðurlandsundirlendinu og í nærsveitum Reykjavíkur. Hlýindi eru í V-Evrópu 20—30 stig í Frakklandi, 15— 20 stig á Bretlandseyjum og 1 sunnanverðri Skandinavíu. sölunnar um miðja þessa viku, og búizt er við, að hún verði komin í fullan gang um miðja næstu viku. Skúli kvað dilkþunga mundu verða svipaðan og í fyrra og ennfremur að reiknað væri með að einhver útflutningur verði í haust eða svipað magn og í fyrra. Skúli kvað innanlandssölu allt- af aukast og hafi hún á s.l. ári aukizt um 150—200 lestir, aðal- lega vegna fólksfjölgunar. í fyrra voru flutt út innyfli fyrir brezkan markað, aðallega lifur og nýru að magni til 120 lestir. Kvaðst hann búast við að í haust yrði svipað magn flutt út. SYNDIÐ 200 góða gripi. Guðlaugur Rósin- kranz, Þjóðleikhússstjóri, færði einnig leikarafélaginu gjöf frá Þjóðleikhúsinu. Nokkrir þeirra erlendu gesta, sem hér eru í boði leikarafélagsins, tóku til máls og báru kveðjur starfs- bræðra á Norðurlöndum. Dr. Richard Beck flutti félag- inu kveðjur og heillaóskir frá Vestur-íslendingum. Steindór Hjörleifsson, formaður Leik- félags Reykjavíkur flutti kveðj- ur þess félags og tilkynnti, að allur ágóði sýningar „Þjófar, lík og falar konur“ í gær, rynni til leikarafélagsins. Arndís Björnsdóttir leikkona, flutti kveðju forseta íslands, en hann dvelst nú erlendis. Þá var neiðr uð í Þjóðleikhúskjallaranum Guðrún Indriðadóttir sem elztl fulltrúi stéttarinnar. Seinna um kvöldið héldu 17 af stofnendum leikarafélagsins hátíðafund á Hótel Sögu. Á sunnudag bauð borgarstjórn stjórnarmönnum leikarafélagsins og gestum þeirra til hádegisverð ar. í gær skoðuðu hinir erlendu gestir Þingvelli. 25 þús. kr. gólfteppi / happdrætti á iðnsýningunni i dag 1 DAG er dagur vefjaiðnaðar- ins á Iðnsýningunni og munu þar fjögur fyrirtæki sýna fram leiðslu sína. Það eru Álafoss h.f., Axminster, Teppagerðin og Últíma. í tilefni af því efna þessi fyrirtæki til happdrættis, sem er að sögn forráðamanna sýningarinnar, hið veglegasta til þessa. Vinnningurinn í happ- drættinu er gólfteppi að verð- mæti 25 þús. kr. eftir eigin vali hjá einhverju af þremur fyrst- nefndu fyrirtækjunum, en Úl- tíma framleiðir ekki gólfteppi. Hver einasti sýningargestur fær afhentan happdrættismiða í að- göngumiðasölunni, en dregið verður í happdrættinu kl. 10.30 í kvöld, og vinningsnúmerið til kynnt í blöðunum daginn eftir. Forráðamenn fyrirtækjanna fjögurra ræddu stuttlega við fréttamenn í gær. Kváðust þeir vona að sem flestir, sem hug hefðu á að kaupa gólfteppi Ágæt samkoma Sjálf- stæðismanna á Bildudal Bíldudal — mánudag. „NEISTT', félag ungra Sjálfstæð ismanna í Vestur-Barðastrandar sýslu og Sjálfstæðisfélag Arn- firðinga á Bíldudal gengust síð- astliðið laugardagskvöld fyrxr skemmtisamkomu í félagsheim- ilinu á Bíldudal. Hjálmar Ágústs son verkstjóri, formaður Sjálf- stæðisfélags Arnfirðinga, setti samkomuna og stjórnaði henni. Síðan flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður frá Vigur, ræðu. þar sem hann ræddi ýmis hags- munamál byggðarlaganna og stjórnmálaviðhorfið almennt. Var máli hans sérstaklega vel tekið. Þá söng Jón Kr. Ólafsson dæg urlög við undirleik hljómsveit- ar. Því næst var spilað bingó undir röggsamri stjórn þeirra Valdemars Ottóssonar og Sigurð ar Guðmundsson, bónda i Otra- dal. Veittir voru góðir vinningar og þótti að ágæt skemmtun. Að lokum var dansað og lék hljóm- sveit frá Bíldudal fyrir dansin- um, undirstjórn Jóns Ingimars- sonar. Samkoman var ágætlega sótt og fór í öllu hið bezta fram. Sérstaklega margt ungt fólk sótti þessa samkomu, Þetta er þriðja samkoman sém „Neisti“, Félag ungra Sjálf stæðismanna í Vestur-Barða- strandarsýslu hefur undanfarið beitt sér fyrir. Formaður „Neista“ er Eggert Haraldsson, simstjóri á Patreksfirði. — Hannes. myndu koma á sýninguna og líta á framleiðsluna, en starfs- menn fyrirtækjanna yrðu við sýningastúkurnar og veittu þar allar upplýsingar. Varðandi sölu á íslenzkum gólfteppum gátu þeir þess, að frjáls innflutning- ur á gólfteppum erlendis frá hefði ekkert dregið úr henni, enda stæðust íslenzku gólftepp- in fyllilega samkeppnina, bæði hvað gæði og verð snerti. Sama væri að segja um gluggatjöldin. í þessu sambandi gat Kristján Friðriksson í Últíma þess, að Framhald á bls. 31 Hæstu vínníngar í háskólahapp- drætti LAUGARDAGINN 10. septem- ber var dregið í 9. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregn- ir voru 2,300 vinningar að fjar- hæð 6,500,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500,000 krónur, komu á heilmiða númer 42519. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Frímanns Fri- mannssonar í Hafnarhúsinu. 100,000 krónur komji á hálf- miða, númer 7921, sem seldir voru í þessum umboðum: Arn- dís Þorvaldsdóttir, Vesturgötu 10, Helgi Sivertsen, Vesturveri, og Frímann Frímannsson, Hafn- arhúsinu: 10.000 krónur: 3197 3773 4089 4550 103’4 13063 21274 22817 23335 23501 25897 26119 28044 31669 34789 350020 35215 38043 39435 42124 42518 42520 42759 44684 45059 45227 45321 45827 46166 46803 46815 48338 50857 50957 51461 51569 51946 53113 53738 54066 56800 57127 57216 57497 57892 58451 59267 (Birt án ábyrgðar)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.