Morgunblaðið - 13.09.1966, Qupperneq 5
Þriðjudagur 13. Sépí. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
F R Ú Oddný Thorsteins-
son, kona Péturs Thor-
steinssonar, sendiherra ís-
lands í Washington, dvaldi
í nokkrar vikur hér á landi
í sumar ásamt þremur son-
um þeirra hjóna, og er ný-
farin aftur til Ameríku.
Við náðum tali af frú Odd-
nýju rétt áður en hún fór
og háðum hana að veita
okkur viðtal, og sagði hún
þá:
— Reynsla mín af blaða-
mönnum er nú ekki sem
bezt. Þegar ég fór vestur um
haf að loknu stúdentsprófi til
náms við háskólann í Minnea-
polis, kom til mín blaðamaður
og bað um víðtal. Þetta var í
Frú Oddný Xhorsteinsson ásamt sonum sínum þremur, taldir frá vinstri: Pétur Gunnar, 10 ára, Björgólfur, 9 ára, og Eiríkur, 6
ára. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
„Aðalatriðið er að kunna að meta
það bezta með hverri þjóð"
- segir frú Oddný Thorsteinsson, sendiherrafrú í Washington
stríðinu, og það þótti talsverð
ur viðburður, að þarna var
komin ung stúlka frá íslandi.
Ég þuldi fyrir hann allt það
helzta úr sögu íslands allt frá
landnámi, og þóttist heldur
en ekki hafa orðið að góðu liði
í landkynningarstarfseminni.
En í lok samtalsins spyr
blaðamaðurinn: „Er _ dansað
jitterbug á íslandi?" Ég sagði
svo ekki vera. Hugsið þér yð-
ur undrun mína, þegar ég sé
fyrirsögnina á samtalinu
næsta dag me'ð stórum stöf-
um: „Ekkert jitterbug á ís-
landi“. Blaðagreinin fjallaði
svo um það, að úr því að ís-
lendingar kynnu ekki að
dansa jitterbug væri vafa-
samt, hvort telja ætti þá
meðal þjóða.
Þótt reynsla frú Oddnýjar
af blaðamönnum væri ekki
góð, ákvað hún samt að
treysta því, að við kynnum
að fara með rétt mál, og spurð
um við hana fyrst um dvöl
hennar í Evrópu, og hún svar-
ar:
— Það er eitt ár síðan við
hjónin fluttumst til Washing-
ton. Áður vorum við þrjú ár
í París, innan við hálft annað
ár í Bonn og rúm sjö ár
Moskvu. Við höfum verið bú-
sett erlendis frá því árið 195-i
og aðeins komið heim í fríum.
Dvölin í Bonn var allt of
stutt. Það tekur ávallt sinn
tíma að venjast nýju' landi og
þjóð, og hjá sendiherranum
er fyrsta árið mjög annasamt
m.a. vegna heimsókna til ráða
manna dvalarlandsins og til
hinna sendiherranna á staðn-
um. Sendiherrafrúin fer i
heimsóknir til eiginkvenna
þessara sömu manna. Einnig
Seljum næstu daga
1000 töskur
(aðallega innkaupatöskur) undir fram-
leiðsluverði. — AJlt á að seljast.
Dalbraut 1 (við Kleppsveg).
Afgreiðslustúlka
óskast strax.
Verzlunin ÖRNÓLFUR
er mikið um ferðalög, því að
íslenzku sendiherrarnir eru
yfirleitt sendiherrar í mörg-
um löndum í senn. Loks er
ekki lítíð verk að flytja heim-
ili milli landa, og ýmis vanda-
mál í sambandi við skóla-
göngu barnanna.
— Hvar hafið þér kunnað
bezt við yður?
— Ég kann allstaðar vel við
mig. Aðalatriðið er að kunna
að meta það bezta með hvern
þjóð. Og á meðan fjölskyldan
er heilbrigð, má maður vera
ánægður hvar sem er.
— Hvað um skólaskyldj
drengjanna?
— Tveir eldri drengirnir
voru í frönskum skóla öll
þrjú árin sem við vorum i
París. í Washington, rétt hja
sendiráðinu, er franskur skóli,
og voru allir drengirnir þrír
í honum í vetur. Eitt námsfag
ið þar er enska, og tala dreng-
irnir nú ensku auk frönsk-
unnar. Við hjónin tölum að
sjálfsögðu alltaf íslenzku við
þá. Þeir hafa aldrei haft er-
lendar barnfóstrur, og ég held
að mér sé óhætt að segja, að
ekki heyrist á mæli þeirra, að
þeir séu aldir upp erlendis.
— Hvernig finnst yður svo.
að vera komin til Washing-
ton?
— Að mörgu leyti var það
auðveldara fyrir sig að fara
til Bandaríkjanna heldur en
til einhvers annars lands, þai
sem ég hafði dvalið þar tæp
fimm ár við nám og starf. í
Rússlandi þurfti ég t.d. að
eyða miklum tíma í rússnesku
nám.
— Finnst yður ekki gaman
að koma heim?
— Jú, það finnst sjálfsagt
öllum. Ég kom í byrjun júií,
en á þessum tíma er veðrið
svo rakt og heitt í Washing-
ton, að allir sem geta reyna að
komast burt. Síðan í júní hef-
ur hitinn stöðugt verið milli
30 og 40 stig á Celsius. Börnin
verða einnig að koma heim
til íslands. Þau verða að læra
að þekkja og meta landið sitt.
Hér eiga þeir eftir að lifa og
starfa, þegar þeir þroskast, ef
gúð lofar. Það er oft erfitt
fyrir börnin að flytja milli
landa. Það er svipað með ut-
anríkisþjónustuna eins og her
þjónustu, menn ráða því ekki
alltaf, hvar þeir búa.
— Þið hjónin hafið ekki ver
ið boðin í brúðkaupsveizluna
miklu í Washington nú á dög
unum?
— Nei, sendiherrum er-
lendra ríkja yar ekki boðið 1
þá veizlu. En ýmsir héldu
brúðhjónunum boð fyru:
hjónavígsluna og voru sendi-
herrarnir boðnir í eina eða
tvær af þeim veizlum, m.a. á
heimili Averell Harrimans.
— Þessu starfi fylgja mikil
veizluhöld?
— Já, en það kemst upp i
vana eins og hvert annað
starf, að halda boð og fara i
boð. Okkur hefur alltaf þótt
gaman að taka á móti gest-
um. En þessu starfi fylgir ó-
hjákvæmilega það, að maður
verður að mæta í mörgum
stórum, ópersónulegum sam-
kvæmum, þar sem enginn
ætlast til þess að nokkur
skemmti sér. En þetta er
nauðsynlegt til að hitta fólk
og halda uppi kynnum og
samböndum, sem geta svo orð
ið gagnleg í starfinu síðar
meir.
— Ef okkur leyfist að
spyrja, hvað bjóðið þér heizt
gestum yðar?
— Það er orðið ærið fjöl-
breytt þessi seinustu 13 ár. f
Rússlandi hafði ég mjög oft
síldarrétti sem forrétti, ekki
sízt vegna þess, að Rússar
kaupa mikla sild frá íslandi,
og leitaðist ég við að sýna.
hve mikla fjölbreytni má
hafa í síldarréttum. fslenzúi
humarinn þykir allstaðar lost-
æti. Ég hef einnig borið fram
fyrir erlenda gesti íslenzkt
lambakjöt, nýtt og reykt, og
rjúpur, og íslenzkar pönnu-
kökur.
Við þökkum frú Oddnýju
fyrir viðtalið og óskum henni
alls hins bezta í Washington.