Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ T>rI?!1it(Sag!ir 13 sept. 196« Halldóra Bensdikts- dóttir — Minningarorð FRÚ Halldóra Benediktsdóttn- lézt a'ð heimili sína i Bolungar vik 2. sept. 1966 og verður til moldar borin í dag. Hún hafðt kennt hjartameins, og varð það henni að bana. Hún dó snögg . lega og skildi því þjáningarlítið við þennan heim. í»að er einkennileg tilviljun að frú Halldóra lézt sama mán- aðardag og maður hennar gerði fyrir 8 árum, og hún er einmg jarðsungin sama mánaðardag. Frú Halldóra fæddist 6. nóv 1892. Foreldrar hennar voru þdu hjónin Benedikt bóndi í Brekku bæ í Nesjum í Austur-Skafta fallssýslu og kona hans Kristín Gísladóttir. Hún gekk að eiga Bjarna Eiríksson árið 1918. Bjarni var sonur hjónanna Eiríks bónda að Hlíð í Bæjarhreppi Austur-Skaftafellssýslu og síðat í Papey og konu hans Sigríðar Bjarnadóttur frá Viðfirði. Bjarni lézt 2. sept. 1958. Þau hjón unnu mest ævistart sitt í Bolungarvík, fluttust þang- að 1919, þar sem Bjarni vai verzlunarstjóri og síðar kaup maður og útgerðarmaður. Þeim hjónum varð fimm sona auðið. Þeir eru Björn cand mag menntaskólakennari í Reykjavík. Halldór bifreiðastjóri í Bolung- arvík, Eiríkur læknir í Svíþjóð Benedikt kaupmaður í Bolung arvík og Birgir búfræðingur og bóndi í Bolungarvík. Ég kynntist frú Halldóru fyrst í bernsku minni á Isafirði, e.i þar dvöldust þau Bjarni og Ha'I dóra nokkurt skeið, áður en þau fluttust til Bolungarvíkur. Við Bjarni vorum systkinasynir — Halldór faðir minn og Sigrí'ður móðir hans voru systkin. Var því næsta eðlilegt, að nokkuð náin kynni yrðu milli fjölskyldn anna. Síðar dvaldist ég nokkur sumur hjá þeim hjónum á skó'a árum mínum, svo að ég var um skeið allkunnugur heimili þeirra. En rúmlega tvítugur fluttist ég alfarinn að vestan og hefi að- . eins komið f stuttar heimsóknir til Bolungarvíkur síðan. Efri hlut ævi frú Halldóru þekki ég því ekki nema af afspurn. Starfsvettvangur frú Halldóru var heimilið. Það er mikið starf að koma fimm sonum til mennta. Vitanlega mæddi uppeldi son anna að verulegu leyti á frú Halldóru, en mikilsvirði var það að samvistir þeirra hjóna voru nánar og góðar. Og því má ekki gleyma, að móðir frú Halldóru, frú Kristín Gísladóttir, ein gagn merkasta kona, sem ég hefi kynnst, dvalist á heimili þeirra hjóna, meðan hennar naut við og lét sér sérstaklega annt um börnin. Átti frú Halldóra þ/i ekki langt að sækja kosti sína. Frú Halldóra var hvort tveggja í senn mikil húsfreyja og mikil móðir. Ég efa. að ég hafi nokkru sinni þekkt nærgætnari og alúð- legri húsmóður. Hún gerði allt til þess,*að heimilisfólki hennar liði vel, var hlý í skapi og hyr í lund. Mig undrar því ekki, þótt synir hennar Bjarna hafi reynzc merkir og nýtir starfsmenn í ís- lenzku þjóðfélagi. Ég flyt öörnum og tengdabörn um frú Halldóru samúðarkveðj- ur mína og minna og samhrygg- ist þeim í sorg þeirra. Halldór Halldórsson t VIÐ lát frú Halldóru Benedikts- dóttur hefur Bolungarvík misst einn af sínum traustustu og merkustu borgurum. Þessi yfir- lætislausa, hæggerða kona skil- aði þjóðfélagi sínu miklu lífs- starfi. Hún stóð við hlið manns síns, Bjarna Eiríkssonar, útgerð- armanns og kaupmanns, af hljóð- látum skörungsskap, veitti for- stöðu fjölmennu menningar- heimili og ól upp óvenju mann- vænlegan barnahóp. Þau iijón áttu sex sonu, sem allir eru sérstaklega vel gefnir og vel gerðir menn. Allur hlaut þessi stóri sonahópur góða mennt un, og allir hafa þeir reynzt miklir mannkosta- og dugnaðar- menn. Á heimili þeirra frú Halldóru og Bjarna Eiríkssonar var ekkert yfirborðsprjál. Framkoma fólks- ins var sönn og hrein, og allir hlutir báru svip myndarskapar og látleýsis. Þau hjón voru bæði mikið starfsfólk, heilsteyptir og svipmiklir persónuleikar. Sú æska, sem ólst upp á heimili þeirra hlaut hollt og dýrmætt veganesti út í lífið. Það var mlkill fengur að því að kynnast þessu góða og drengi- lega fólki. Frú Halldóra og Bjarni Eiríksson skildu eftir góðar minn ingar einar í hugum allra, er þeim kynntust. Fólkið í Bolungar vík saknar þessara merku hjóna, nú þegar þau bæði eru öll. Heimili þeirra og barna þeirra naut vinsælda og virðingar allra er því kynntust. Vinir frú Halldóru Benedikts- dóttur og heimilis hennar senda sonum hennar og öllu skylduliði einlægar samúðarkveðjur. En minningin um elskuríka móður og mikilhæfa konu mun lifa langt fram um ókominn tíma. S. Bj. ~ Utan úr heimi Framhald af bls. 16 studdir af erlendum öflum og ekki borgj sig heldur fyrir pa að eyða öllum kröftum sínuui í allsherjarátök við vali Bandaríkjanna og hernaðar mátt nú. heldur sé þeim fyrn beztu að vinna að eflingu samtaka sinna og uppbygg- ingu í kyrrþey og hafast ekki of mikið að en vera reiðubún ir til úrslitaátaka þegar að þeim komi einn góðan veður dag. Jafnframt þessu halda Kín verjar uppteknum hætti um ásakanir sínar á hendur Sovét ríkjunum fyrir slælegan eða engan stuðning við málstaó byltingarinnar — en gera þeim um leið nær ókleift að senda vopn til N-Víetnam um Kína. Árásir þessar hafa orðið æ harðvítugri eftir því sem liðíð hefur á þær og virð- ist nú, með hliðsjón af ný- liðnum atburðum í Peking austur og atferli „Rauðu varð liðanna" þar, svo sem Kína stjórn sé að neyða Sovétríkin til þess að rjúfa samband landanna að fullu. Meðan öllu þessu hefur fram farið. haia einnig staðið vfir hreinsanirn ar miklu innan kommúnista- flokks Kína og baráttan um valdaarf eftir Mao hefur orðið æ harðari. Það er þó mikið vafamál, hvort valdamennirn- ir í Kreml vha nokkuð meira um það en við Vesturlanda- búar, hverra tíðinda er næst að vænta að austan. Ragnhildur Thoroddsen - Minning HINN 4. september lézt frú Ragn hildur Thoroddsen, fyrrverandi rektorsfrú. Ég vissi, að hún hafði verið mikið veik, svo að andlát hennar kom ekki á óvart, þó að aldurinn væri ekki hár, hún var nýlega orðin 67 ára. Frú Ragnhildur var fædd 26. ágúst 1899, dóttir hinna þjóð- kunnu hjóna Skúla Thoroddsens og frú Theodóru Guðmundsdótt- ur. Hún giftist 1926 Pálma heitn- um Hannessyni, sem þá var kenn ari við Gagnfræðaskólann á Akur eyri, en varð rektor Menntaskól- ans í Reykjavík 1929, og var það, þar til hann féll frá 1956. Þau hjón eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Síðan Pálmi heitinn dó, hefur frú Ragn hildur búið með börnum sínum. Þetta er í örfáum dráttum hinn ytri rammi lífssögu frú Ragnhild- ar, líkt og annarra eiginkvenna og mæðra. Frú Ragnhildur ólst upp á mjög stóru og miklu menningar- heimili, í stóru húsi í Vonar- stræti 12, þar sem frú Theodóra setti sinn svip á allt heimilislíf. Mörg systkini hennar gengu í Menntaskólann, og skólasystkini þeirra gengu út og inn á heimil- inu, því að þar voru allir vel- komnir, og þar ríkti gleði og menning. Þegar ég var ungling- ur, kom ég þar oft, því að tveir yngri bræður hennar voru bekkj arbræður mínir. Ragnhildi kynnt ist ég þó lítið, hún var ekki í Menntaskólanum og auk þess nokkru eldri en ég, og það er alltaf mikill aldursmunur á glæsi legri sextán ára stúlku og feimn um fimmtán ára dreng. Svo liðu árin, og aðeins þrítug að aldri fluttist hún með manni sínum sem rektorsfrú inn í Menntaskólann, þar sem ég var orðinn kennari fyrir nokkrum ár- um. Það var vandasamt starf, sem beið hinnar ungu konu, að skapa sér og manni sínum og börnum rólegt og vistlegt heimili í rekt- orsíbúðinni innan um kennslu- stofurnar og i þeim ys og þys, sem þar var á göngum. Ung börn þeirra hjóna voru ákaflega vin- sæl hjá nemendunum, einkum stúlkunum, sem dekruðu við þau á alla vegu, léku sér við þau og létu allt eftir þeim. Sjaldan Annað er það sem Kínveri- um gengur til með afstöðu sinni og skiptir kannski ekki minna máli og það er að ekk: takist í bráð sættir með Sovét ríkjunum og Bandaríkjunum (eins og ljóst var að Krúsjeff stefndi að undir lok valdatíma síns) þó það myndi skaða Kín verja sjálfa. Gagnvart öllu þessu stanaa leiðtogar Sovétríkjanna varn arlitlir og ráðþrota. Vilja þeir ekki sætta sig við að láta Kín verjum eftir forustuhlutverk byltingarafla hinna nýfrjálsu þjóða heims — eins og Krús- jeff virtist mundu gera — og hverfa bannig frá bókstafleg- um boðorðum Lenins — seni löngu er liðin í andanum — verða þeir að láta í ljos samúð með Víet Cong og N Víetnam og lýsa yfir stuðn- ingi við hvora tveggju. Hinn mikli hernaðarmáttur Banda- ríkjanna í Víetnam, liðsafli þeirra þar og síauknar hera aðaraðgerðir, gera Rússum er' itt fyrir. Nú hrökkva tæpast lengur fögur fyrirheit og að- stoðaryfirlýsingar eins og áð- ur. Þar með er þjarmað æ meir að ráðamönnunum Kreml að gera eitthvað —að senda meiri og öflugri vopn, senda „sjálfboðaliða“ en ekxi bara tala um þá — eða að öðr- um kosti — gera úrslitatilraun til þess að sætta Bandaríkin og N-Víetnam. Kínverjar vita mætavel að leiðtoga Sovétríkjanna greinir töluvert á einmitt í þesst máli — og það svo að viðbúið var hljótt í húsinu, ærsl í frímín útum á daginn, fundahöld, hljóm list og dansæfingar á Sal og göngum langt fram eftir kvöldi og fram á nótt. Og á stórhátíð- um fylltist heimili þeirra af nemendum og kennurum, sem komu þar saman til veitinga og samfunda. En alla þessa erfiðleika yfirsté hin unga kona með hæglæti, geð- ró og góðvild og hinu elskulega töfrandi brosi sínu, sem allir hlutu að bráðna fyrir. Þannig minnist ég hennar frá þessum árum. Vegna húsnæðisþarfar skólans fluttust þau hjón eftir nokkur ár úr skólahúsinu, en bjuggu þar þó aftur um skeið síðustu stríðs- árin. En þó að þau flyttust burt úr skólahúsinu, áttu þó bæði kennarar og nemendur oft er- indi á heimili þeirra og var þar jafnan tekið með velvild og hlýju. Á samkomum skólans stóð hún við hlið hins höfðing- lega eiginmanns síns, glæsileg, mild og ástúðleg. Meira en hálfan þriðja áratug stóð hún við hlið hans sem rektorsfrú, miklu leng- ur en nokkur önnur kona í þeirri stöðu. er að þessi ágreiningur, þóct ekki hafi hann hátt farið til þessa — brjótist út og verði til þess að minnka vald sov- ézka kommúnistaflokksins yf- ir öðrum kommúnistaflokk- um heims og jafnframt draga úr framförum þeim sem Kos/ gin hefur tekizt að koma á : innanlandsmálum þrátt fyrir töluverða andspyrnu skrií— stofuvaldsins. Sjálfir hafa Kínverjar misst öll völd sem þeir áður höfðu innan heims- kommúnismans og hafa pvi engu að tapa en til mikils að vinna ef þeim auðnast að sundra forustu Sovétrríkj- anna. Til þessa hafa Kínverjar notað styrjöldina í Víetnam til þess að halda fjarri vin- áttutengslum Sovétríkjanna Qg Bandaríkjanna en Sovét- menn aftur á móti notað sér hana til þess að láta Banda- ríkin veita Kína nokkurt að- hald í Asíu ef svo má að orði komast. Þessum leik eru tax- mörk sett og nú líður óðum að þeim. Bandaríkjamen.i ættu að gera sér það ljóst og spyrja sjálfa sig — en kannsx: þeir hafi þegar gert það? — Hvort ekki sé nú kominn tími til þess að fala vináttu Sovét ríkjanna á ný — ekki með hávaða og herlúðrablæstri heldur með stakri leynd — og freista þess að koma Sovétríkj unum úr þeirri klípu sem þau hafa sett Bandaríkin í um leið og sjálf sig. OBSERVER — öll rétt- indi áskilin. Og árin liðu. Þau hjón urðu fyrir andstreymi eins og aðrir. Þau misstu son sinn ungan og var þeim það mikill harmur. Heilsu hins þrekmikla manns hennar, Pálma Hannessonar, hnignaði og hann lézt löngu fyrir aldur fram aðeins 58 ára. Og sjálf átti hún árum saman við heilsuleysi að stríða, sem að lokum leiddi hana til bana. En hún tók þessum örlögum með æðruleysi og sálarró í öruggu skjóli barna sinna. Ég sá frú Ragnhildi síðast í júmmánuði, þá sýnilega sárveika. Hinni fögru konu frá þrítugsaldr- inum var brugðið vegna veikind- anna. En sama rósemin og mild- in lýsti úr augum hennar, og sama blíða brosið lék um andlit- ið. Og þannig minnist ég hennar og þannig minnist skólinn henn- ar og þakkar henni áhrif hennar um mörg ár. • Við hjónin þökkum henni sam- vistir um áratugi og vottum börnum --hennar og öðrum ást- vinum samúð okkar. Einar Magnússon. t NÚ er frú Ragnhildur Thorodd- sen öll. Maður minnist með kærleika slikrai konu. Ragnhildr.r var gift Pálma heitnum Hannessyni, rektor, sem var st.ór í sniðum, enda að- lagaði sig Ragnnildur hlutverki sínu sem kona n kilhæfs manns, og gat að finna mikla „har- moníu“ á htimili þeirra. Þessu kynntumst við ungt fólk í skcJa á menntunar- og þroskaárurr. okkar, sem vegna kunningja- og vinabanda leiddi okkur til þess að kynnast fcú Ragnhildi op beimili þeirra hjóna. Hem.ar framkoma ein- kenndist ætíð af hlýleik, skiln- ingi og velvild., nokkuð, sem gleymist ekki í hringiðu lífsins. Þessi fátæklegu orð eru ekki aðeins rituð ti; að minnast mætrar konu. heldur einmg eiginmanns tænnar, Pálma Hann essonar. — Þeir sem hlutu þá gæfu að kynr.ast þeim báðum og heimili þeiira, gleyma því ekki. — Það göfgaði. Vil ég að iokum votta börnum og tengdabörnum innilega hlut- tekningu, svo og öðrum ættingj- um og vinum. Benedikt Bogason. SLÖKKVITÆKI margar gerðir fyrirliggjandi. Ólafur Gíslason & Co hf._____________ RAGNAR TÓMASSON HÉRADSDÓMSLÖGMAÐUR AUSTURSTRXTI 17 - CSlLLI & VALOl) sImi 2-46-45 Málflutningur Fasteignasala Almenn lögfrxgistörf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.