Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 16
16
MOHCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. sept. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Ivnstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
. f lausasölu kr. 7.00 eintakið.
STÖÐUGT KA UPGJALD
- STÖÐUGT VERÐLAG
T umræðum þeim, sem fram
hafa farið undanfarnar
vikur um verðbólguna, og
kaupgjalds- og verðlagsmál,
hefur Morgunblaðið lagt á-
herzlu á það, að nú væri
um sinn ekki grundvöllur
fyrir frekari grunnkaups-
hækkanir en orðið er. Á sl.
tveimur árum hefur kaup-
máttur launa aukizt um 15
-20% og er mikið í húfi fyrir
alla launþega að treysta
grundvöll þeirrar kjarabótar,
sem þeir þar með hafa feng-
ið.
Þessi stefna Morgunblaðs-
ins hefur verið túlkuð á þann
veg, að allt megi hækka nema
kaupið. Þar er auðvitáð um
hreinar falsanir að ræða.
Stöðugt kaupgjald er undir-
staða stöðugs verðlags, og
stöðugt kaupgjald er einnig
frumskilyrði þess, að atvinnu
vegirnir geti gert skynsamleg
ar áætlanir fyrir framtíðina.
og þá megi reka á hagkvæm
an hátt. Það er nú orðið ljóst,
að átvinnuvegirnir geta ekki
staðið undir frekari grunn-
kaupshækkunum, og það
liggur í augum uppi, að það
er engum í hag að ganga
-svo hart að atvinnuvegunum,
að þeir verði ekki starfhæf-
ir vegna kaupgjaldshækkana.
En á hinn bóginn er svo
á það að líta, að launþegar
fengu fyrir tveimur árum
tryggingu fyrir því, að verð-
lagshækkanir gleyptu ekki
þær kjarabætur, sem þeir
hafa fengið. Með vísitölubind
ingu kaupgjalds er launþeg-
um bættar upp fjórum sinn-
um á ári þær verðlagshækk-
anir, sem verða, og enginn
hefur talað um að fella þá
vísitölubindingu niður nú.
íslenzka verkalýðshreyf-
ingin hefur á sl. tveimur ár-
um gert sér grein fyrir mik-
ilvægi þess, að miklar kaup-
gjaldshækkanir ríði ekki at-
vinnuvegunum að ful'lu, og
fyrir því að ýmsar félagsleg-
ar umbætur eru oft og tíðum
meiri og mikilvægari kjara-
bót en nokkur grunnkaups-
hækkun. Þeirri stefnu, sem
þá var mörkuð ber að halda
áfram, þannig að grunnkaups
hækkun í einu verði ekki
meiri en sem nemur fram-
leiðniaukningu í landinu.
Hinsvegar er auðvitað sjálf-
sagt að leggja vaxandi
áherzlu á ýmsar félagslegar
og atvinnulegar umbætur,
sem koma launþegum til
góða
KOMMUNISTAR
BERA ÁBYRGÐINA
17'ommúnistastjórnin í Norð-
■*■*■ ur-Vietnam hefur hafn-
að tillögum Johnsons Banda-
ríkjaforseta um að Bandarík
in og Norður-Vietnam dragi
smám saman til baka herlið
sitt í Suður-Vietnam. En
Bandaríkjaforseti hafði lýst
því yfir, að Bandaríkin
mundu kalla heim herlið sitt
gerði stjórnin í Norður-Viet-
nam slíkt hið sama.
Greinilegt er af fréttum
frá Norður-Vietnam, að
stjórnendur þar í landi vilja
ekki viðurkenna, að þeir hafi
sent herlið til Suður-Viet-
nam, þótt það sé á allra vit-
orði, að þúsundir, ef ekki tug
þúsundir, hermanna streyma
á mánuði hverjum frá Norð-
ur-Vietnam til Suður-Viet-
nam.
Þessi neitun kommúnista-
stjórnarinnar í Hanoi á tii-
boði Bandaríkjaforseta er
ein af mörgum neitunum a
friðartilboðum Bandaríkja-
manna til Norður-Vietnam.
Margítrekaðar tilraunir hafa
verið gerðar til þess að koma
viti fyrir kommúnistastjórn ■
ma í Norður-Vietnam, en
greinilegt er, að allar slíkar
tilraunir hafa reynzt árang-
urslausar. Kommúnistar bera
því fulla ábyrgð á áframhaldi
styrjaldarinnar í Suður Viet-
nam, og þeim hörmungum.
sem hún leiðir yfir íbúa þessa
±ands. Þeir bera líka fulla
ábyrgð á þeim gífurlegu
skemmdum, sem verða í
Norður-Vietnam vegna loft-
árása Bandaríkjamanna, því
að svo lengi sem þeir npita
öllum friðartilboðum geta
þeir varla vænzt þess að ekki
sé við þeim nróflað í þeirra
eigin landi.
KOSNINGAR í
SUÐUR-VIETNAM
17" osningar hafa nú farið
**■ fram í Suðúr-Vietnam í
fyrsta skipti í mörg ár. Þrátt
fyrir hótanir og hefndar-
verkastarfsemi kommúnista
var kjörsókn mikil við kosn-
ingarnar. Sú staðreynd þýðir
í raun mikinn ósigur fyrir
kommúnista, sem lögðu meg-
míðierzlu á að koma í veg
fyrir kjörsókn. — Það er
mikið spor í framfaraátt í
Suður-Vietnam, að almennar
frjálsar kosningar hafa far-
ið fram þar í landi og gefur
það auknar vonir um, að
þegar fram líða stundir verði
hægt að tryggja lýðræðis
skipulagið í sessi í þessu
landi.
Mao þjarmar aö mönn-
unum í Kreml
Eftir Edward Crankshaw
ÓEIRÐIR þær sem nýver-
ið urðu í Peking úti fyrir
sendiráði Sovétríkjanna
þar í borg marka tímamot
bæði í sögu eftirstríðsár-
anna almennt og í þróunar
sögu heimskommúnism-
ans. Leiðtogar Kína og
Sovétríkjanna hafa marg-
sinnis áður deilt harðlega
hverjir á aðra en hér
gegnir allt öðru máli er
annað helzta stórveldi
kommúnismaní virkjar ó-
spektarölf þjóðfélags síns í
þágu fjöldafunda, þar sem
hafðar eru uppi hótanir og
svívirðingar í garð hins.
Að nokkru leyti eru fjölda-
fundir og þessar götuóeihðir
og alls kyns óspektir sett á
svið af innanlandsástæðum
Kinverja sjálfra, þáttur í hinni
einstæðu viðleitni Mao Tse-
Tungs, einræðisherra Kína-
veldis og yfirheimspekings,
til þess að öðlast stuðning
alls þorra þjóðar sinnar og
þar með til eflingar og við-
halds stefnu sjálfs hans í Jf-
anda lífi og stuðnings við eft-
irmann hans að honum látn-
um. En það fer ekki hjá pví
að þessir síðustu atburðir veki
mönnum -þanka um það,
hvort meira liggi a'ð baki
hvort Kínverjar hafi nú ef til
vill, af einhverjum sökum sem
það kann að vera, tekið af
skarið og ætli sér nú að slíta
öll bönd sem þá bundu áður
Sovétríkjunum.
Þótt báðir aðilar hafi til
skamms tíma reynt að gæta
nokkurs hófs og hvorugur
viljað, að því er virzt hefur.
að upp úr syði þótt illindi
værú töluverð, má vel vera
að nú sé að því komið. En
hitt getur líka allt eins verið
að tilgangur Kínverja sé að
reyna að skerpa skoðanaá-
greining valdamanna í Kreml
innbyrðis, sumpart sjálfum
sér til gamans, sumpart til
þess að neyða leiðtoga Sovét-
ríkjanna til þess að skýra af-
stöðu sína til heimsmálanna,
hver sem afleiðing þess yrði.
Kínverjar gera sér miklu
Ijósari grein fyrir því en við
Vesturlandamenn getum gert,
hvers skortur á samheldni ein
kennir stjórn þá í Sovétríkj-
unum, sem við tók af Krús-
jeff og leitt hefur til þess að
samræmt framkvæmdavald er
þar sem næst úr sögunni. Það
sem mestu skiptir i þessu sam
bandi er það, að eins og nú
er háttað málum í Sovétríkj-
unum fer þar enginn einn
maður með sambærileg völd á
við Johnson Bandarikjafor-
seta, de Gaulle Frakklands-
forseta eða -Wilson, forsætis-
ráðherra Breta, í heimalönd-
um þeirra. Menn kunna að
eiga nokkuð erfitt með að
átta sig á þessu, en án þess að
gera sér það vel ljóst verður
ekki fenginn neinn botn í það
sem átt hefur sér stað í Sov-
étríkjunum undanfarin tvö ár.
Krúsjeff varð aldrei alger
einræðisherra, eins og Stalin
á sínum velmektardögum til
dæmis. Samstarfsmenn Krús-
jeffs gátu alltaf sett honum
stólinn fyrir dyrnar ef svo
bar undir og um síðir var hon
um steypt af veldisstóli. E.a
langtímum saman, í hléum
milli stórátaka réði hann lög-
um og lofum í landinu og
dirfðist þá nær enginn að
gera í móti vilja hans.
Leonid Brezhnev hefur nú
um nokkurt skeið verið að
reyna að komast í þessa sömu
valdaaðstöðu, að minnsta
kosti síðan í fyrrahaust, . en
honum hefur verið settur stóll
inn fyrir dyrnar líkt og Krús
jeff stundum áður. Eins og nú
er málum háttað virðist svo
sem með æðstu völd í Sovét-
'M
Mao Tse-Tung.
ríkjunum fari þriggja manna
nefnd, „troika“, sem í eiga
sæti Brezihnev, aðalritari
kommúnistaflokksins, Kosy-
gin, forsætisráðherra, og Pod-
gorny, sem fulltrúi forseta-
valds í framkvæmdanefnd
Æðstaráðsins eða forsetaemb-
ættisins, sem til skamms tíma
hefur verið valdalítið embætti
og einn saman heiðurssess að
kalla mátti.
Alllir eru þremenningarnir
yfir sextugt, og að þeim
þjarma á ýmsan hátt yngri
menn, sem á fertugs- eða
fimmtugsaldri, sem sjálfir eru
sundurþykkir er varðar stefn-
ur og leiðir og bítast um allar
valdastöður. Stundum ber það
líka við að einhver hinna
yngri manna tekur höndum
saman við þá sem eldri eru
til þess að hefta framgang em
hvers jafnaldra sinna, svo sem
var t.d. um Shelepin, hinn
haefa og einstaklega fram-
gjarna yfirmann Komsumol,
sem áður var og lögreglunnar
líka.
Af öllu þessu leiðir, eins og
áður hefur verið frá sagt, eins
konar lömun eða stöðnun í
forustu Sovétríkjanna. Til
þessa má m.a. rekja það að á
23. flokksþinginu, sem haldi’ð
var í vor, tókst ekki að marka
neina ákveðna stefnu eða taka
neinar meiriháttar ákvarðan-
ir í stórmálum og það varð
svo aftur til þess að fundur
Æðstaráðsins, sem haldinn
var fyrir nokkru, fékk litlu
til leiðar komið og hefur enn
tafið lokadrögin að fimm ára
átælun þeirri sem nú er i bí-
gerð.
Engum getum verður að því
leitt, hversu lengi þetta á-
stand mála kann að haldast.
Áhrifa þess gætir alls staðar
og það mótar viðhorf Sovét-
ríkjanna til velflestra vanda-
mála, jafnt innanlandsmála
sem utanríkismála, en einkmn
og sér í lagi eru áhrif þess
mikil á viðhorf Sovétríkjanna
til styrjaldarinnar í Víetnam
og afstöðu þeirra til Kína og
Bandaríkj anna.
Þessu mætti líka snúa við
og segja að vandi sá sem leið
togum Sovétríkjanna er á
höndum þar sem er styrjöldin
í Víetnam og sambúðin vtð
Bandaríkin og Kína sé orsöx
ágreiningsins og sundurþykkj
unnar sem nú ríkir með valda
mÖnnunum í Kreml. Þeir
treysta sér ekki til að ráða
fram úr þessum vanda.
Skömmu áður en Krúsjeff
var sviptur völdum, þegar
hann var aftur, að því er virt-
ist orðinn fastur í sessi eftir
áfall það sem hann varð fynr
í Kúbumálinu, vann hann
kappsamlega, mjög kappsam-
leg mgira að segja, að endan-
legum vinslitum við Kína.
samkomulagi við Bandaríkin
og afskiptaleysi gagnvart SA-
Asíu. Það olli eflaust miklu
um fall hans úr valdastóli
hversu ótt hann bar á um að
gerðir allar í þessu máli og að
honum föllnum var Kosygin
mikill vandi á höndum að
gera hvorttveggja í einu, ef
kostur væri, að sættast við
Kínverja og telja stjórnina í
Hanoi á að setjast að samn-
ingaborði með Bandaríkja-
mönnum. Kínverjar kröfðust
sem næst skilyrðislausrar af-
neitunar á allri stefnu Krús-
jeffs, sem var ekki beinlíms
aðgengilegt skilyrði fyrir eftir
mann hans og sögðu að mála-
miðlunartilraunir Kosygins í
Víetnammálinu væru svik við
málsta'ð byltingarinnar.
Það var stök óheppni, að
fyrstu loftárásir Bandaríkja-
manna á N-Víetnam skyldu
gerðar einmitt meðan yfir
stóð heimsókn Kosygins til
Hanoi. Það hefur síðar frétzt
að Kosygin hafi talið sér gerða
með því persónulega móðgun
og þessvegna hafi hann tekið
þá afstöðu að þýðingarlaust
væri að reyna að bæta sam-
búðina við Bandaríkin eða
beita skynsemi í samskiptum
við þau meðan þau hefðu enn
her í Víetnam. Þetta er þó
ekki nema hálfsögð saga og
málið er töluvert flóknara en
svo að skýrt verði í fljótu
bragði og ekki lét Kosygin
heldur af fortölum sínum við
stjórn N-Víetnam að hún
semdi við Bandaríkjamenn
þótt loftárásirnar væru hafn-
ar.
Ástandið hefur nokkuð
breytzt þetta síðasta ár. Áður
eggjuðu Kínverjar N-VíetnSrn
menn óspart en Rússar vildu
halda aftur af þeim. En nú
hafa Kínverjar látið það i
ljós svo ekki verður um villzt,
að þótt ekki megi slaka á
klónni þar sem Bandaríkja-
menn séu annars vegar, verði
kommúnistar í Víetnam, eins
og sæmi sönnum byltingar-
mönnum að kínverskum
hætti, að berjast einir og ó-
Framhald á bls. 14