Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 28
28
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. sépt. 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
Aftur steig ég á bak fyrir aft-
an Paolo, og næstu klukkutím-
ana hefði ég þá vafasömu
skemmiun, sem stúdentafrí er.
Við þutum fram og aftur, fram
með ströndinni framhjá gisti-
húsunum, eftir Trie^teveginum,
stundum í kappakstri við Gino
og Mario, stundum að elta
skemmtiferðavagna. Við sóttum
kaffihúsin, þar sem tónlistin var
háværust og þrengst var við
skenkiborðin, og lukum ferðinni
í matsöluhúsum, þar sem við
hesthúsuðum heilar skálar af
súpu — fisksúpu alveg eins og
Marta mallaði ofan í okkur þeg-
ar ég var lítill. Loksins fórum
við, undir klukkan níu, og fylgd
um Caterinu i áætlunarbílinn,
og hún var enn með fataböggul-
inn minn, og síðan fylgdum við
vagninum sinn hvorum megin,
ökumanninum og vagnverðinum
til mikillar gremju, og þannig
var ekið aftur til Ruffano. Hvað
framtíðin bar í skauti sé_r, hugs-
aði enginn lengur um. Ég hafði
alveg hætt að kæra mig nokk-
urn hlut um _ það þegar fyrir
nokkrum klukkustundum, í fjör-
unni í Fano. Ég hélt mér nú bara
í beltið á Paolo og þannig fylgd
um við vagninum, sem einskon-
ar meðreiðarsveinar, yfir' hæð-
irnar á leiðinni.
Sú himneska borg, Ruffano,
blasti bráðlega við okkur með
öll sín hundruð blikandi ljósa,
og flóðlýst dómkirkjan skein
sem bjartur blettur milli hæð-
anna tveggja. Héðan, að austan
séð, var hertogahöllin í hvarfi
bak við aðrar byggingar, en
ljósbjarminn upp yfir henni
minnti á tilveru hennar og há-
skólans, lengra burtu, og bráð-
um mundi ég sjá ljósin frá gamla
heimilinu mínu, þar sem Butali-
hjónin mundu nú sitja að kvöld-
verði.
Frá einum þessara glugga, sem
ekki varð enn greindur sérstak-
lega, höfð 'm við Aldo horft yfir
dalinn, þegar við vorum strák-
ar, og þóttumst meiri menn en
hinir, sem áttu heima niðri í
dalnum, á sveitabæjunum, og um
leið og mér datt þetta í hug,
hangandi í beltinu á Paolo, kom-
um við að Malebranche-hliðinu,
og ég leit upp og á ljósaraðirnar,
beinar og tilbreytingarlausar,
sem voru á munaðarleysingja-
spítalanum á norðurhæðinni. í
þessari gömlu byggingu, hefði
Aldo orðið að lifa lífi sínu, ein-
mana og yfirgefinn, ef ekki hefði
verið faðir minn og Luigi Speca.
íklæddur gráum samfestingi, og
með snoðkilpptan kollinn, hefði
hann verið munaðarleysingi, og
fullorðinn hefði hann borið allt
annað nafn. Og ég, sem var raun
verulegur sonur foreldra minna,
hefði orðið skirður Aldo í hans
stað.
Þessi tilhugsun var í senn ró-
andi og áminnig um leið. Ég
hefði líka orðið annar en ég var.
í stað þess að vaxa upp í skugg-
anum af Aldo, hræddur, lotn-
ingarfullur og hlýðinn hverri
skipan hans, hefði ævi mín orð-
ið allt önnur. Þegar við fórum
gegn um Malebranche-hliðið
vissi ég með sjálfum mér, að ég
óskaði ekki þeirra breytingar.
Það kynni að vera, að hann væri
ekki sonur foreldra minna, en
engu að síður átti hann mig,
með líkama, sál og hjarta, og
svo var enn. Hann var guð minn
gg djöfull, hvorttveggja í senn.
Öll þessi ár, sem ég hélt hann
dauðan, hafði líf mitt verið autt
og tómt og tilgangslaust.
Vagninn ískraði og stanzaði
innan við ftliðið. Við Paolo og
svo hin skellinaðran líka, þutum
áleiðis til norðurhæðarinnar og
Carlotorgs. Hér var Carlo her-
togi, alveg eins og þegar at-
burðurinn gerðist þarna um dag-
inn, og horfði náðarsamlega nið-
ur á mannfjöldann, sem fyrir
neðan hann var. Stúdentar og
borgarbúar stikuðu fram og aft-
ur yfir torgið og gegn um garð-
ana, sem þar voru, kring um
styttuna. Þeir nýútskrifuðu spók
uðu sig með heiðurspeninga á
keðjum, eins og siður var, að
því er Paolo sagði mér, en á
eftir þeim kom hópur aðdáunar-
fullra stúdenta. Hraðsamin tón-
list fyllti loftið — þarna voru
bæði munnhörpur, blístrur og
gítarar. Stilltir foreldrar gengu
um og horfði á með aðdáun. Og
svo var hringlað í hinum óum-
□-------------□
66
□-------------□
flýjanlegu söfnunarbaukum. Púð
urkellingar sprungu og hundar
flúðu ýlfrandi. Þeir, sem bíla
áttu, óku hægt kring um torgið,
en skellinöðrurnar — þar á með
al okkar — þutu um allt og
reyndu að gera sem mestan háv
aða.
— Hvað sagðí ég þér? sagði
Paolo, þegar tveir vopnaðir lög-
reglumenn gengu hægt og rólega
framhjá okkur, uppstroknir og
fínir í einkennisbúningunum sín
um. — Hvorki þessir né hve
margir, sem vera skal í venju-
legum fötum, mundu líta á þig.
Nei, í kvöld ertu einn af oss.
Stærsti stúdentahópurinn, lík-
lega einir hundrað, höfðu safn-
azt saman fyrir utan hús Elia
prófessors, og voru nú að æpa til
hans.
— Elia .... Elia .... rauluðu
þeir, og svo þegar hann kom sem
allra snöggvast fram í dyrnar og
veifaði til þeirra, rak hópurinn
upp fagnðaróp. Að baki honum,
í hóp, voru starfsbræður hans
úr deildinni og mér fannst, þar
sem hann stóð þarna, hefði hann
endurheimt sjálfsöryggi sitt og
kæti — en þó ekki til fulls. Of-
urlítið hik, þegar yzt utan úr
hópnum kom ópið: „Hvar eru
baðbuxurnar þínar?“, og svo
sprakk púðurkelling strax á
eftir og allir fóru að skelli-
hlæja, þá gaf það til kynna, um
leið og hann veifaði í síðasta
sinn, að atburðir þriðjudagsins
væru enn ekki að fullu gleymd-
ir.
Hver sagði þetta? sagði Gino
reiðilega og sneri sér, ásamt
mörgum öðrum út að útjaðrin-
um á hópnum, þaðan sem ópið
hafði komið, og samstundis
heyrðist kliður allt í kring um
okkur: — Það er einhver úr
Listadeildinni af hinni hæð-
inni. Takið hann og drepið hann!
Eftir andartak var komin ringul-
reið á allan hópinn, hann dreifð-
ist og allir fóru að hlaupa.
— Þetta er forsmekkur þess,
sem koma skal, sagði Paolo í
eyrað á mér. Til hvers er að fást
um það í kvöld. Við mölum hóp-
inn á morgun.
Aftur setti hann skellinöðr-
una í gang, og Caterina, sem virt
ist koma innan úr miðjum hópn
um, þaut að og settist í þrönga
sætið uppi á stýrinu.
— Fljótir nú, sagði hún laf-
móð. — Hún tekur okkur öll
þrjú. Við skulum sjá, hvað geng-
ur á uppi á hinni hæðinni.
Við beygðum út af Carlotorg-
inu og Gino og Mario á eftir okk
ur, ókum svo hringbrautina við
suðvestur j aðar bæjarins, undir
borgarmúrunum. Nú Ijómaði
framhliðin á hertogahöllinni í
allri sinni dýrð, með turna tvo
gnæfandi yfir, og það var rétt
eins og. hin mikla bygging héngi
í lausu lofti, berandi við stjörnu
himininn. Við ókum niður í dal-
inn og upp hina hæðina, en þeg-
ar við komum upp á hrygginn
milli stúdentagarðsins og nýju
háskólabygginganna, sáum við
strax, að vegirnir á milli voru
lokaðir. Þar var hópur stúdenta
og ekki einungis fjölmennur
heldur einnig vopnaður.
— Hvað er þetta? Eru Lista-
bjálfarnir að æfa sig? sagði Gino
er við sáum blika á sverðin. En
þeir hlupu bara niður hæðina
til okkar þegjandi, en ekki æp-
andi, og þegar Gino hemlaði
með fætinum, og beygði við,
kom spjót fljúgandi í áttina til
okkar og stakkst í jörðina, rétt
hjá okkur. — Ef þið haldið
áfram, er það á ykkar eigin
ábyrgð! æpti rödd. Guð minn
góður! æpti Paolo, — þetta er
sannarlega engin æfing, og svo
sneri hann við eins og Gino,
áður en annað spjót kæmi til
okkar, á eftir hinu fyrra.
Við þutum niður brekkuna,
sömu leið og við höfðum komið,'’
niður í dalinn við borgarmúr-
inn, og stönzuðum lengst burtu,
og stigum af hjólunum, og störð-
um hvert á annað, en uppljómuð
hertogahöllin stóð á sínum stáð,
róleg og tíguleg Öll andlitin
fjögur voru náföl. Caterina skalf,
og ekki af spenningi, heldur af
hræðslu.
— Jæja, þá vitum við það,
sagði Gino. — Það er þetta, sem
þeir ætla okkur á morgun.
— Við fengum aðvörun, sagði
Paolo rólega. — Donati aðvaraði
okkur á leikhúsfundinum á
mánudagskvöldið. Hér gildir
bara að verða fyrri til, það er
allt og sumt. Ef við komumst að
framlínunum þeirra með grjót-
kasti og þær gefa sig, þá getum
við komizt að þeim í návígi, svo
að þeir komi ekki við spjótun-
um eða sverðunum.
— Við ættum nú samt að segja
foringjunum okkar, hvers við
höfum orðið vör, sagði Mario.
Ætla þeir ekki að koma á fund
í kvöld í Píslarvottagötu?
— Jú, sagði Gino.
Paolo sneri sér að mér. —
Það kann nú að vera, að þetta
sé ekki þitt stríð, en þú ert bara
orðinn þátttakandi í því núna,
sagði hann. — En hvað er með
hann bróður þinn? Er hann
nokkuð tengdur háskólanum?
— Óbeint, sagði ég.
— Þá ættirðu heldur að segja
honum, á hverju hann getur átt
von, ef hann verður úti við á
morgun.
■— Ég held að hann viti það,
sagði ég.
Caterina stappaði niður fæti
í óþolinmæði. — Til hvers er' að
vera að eyða tímanum í kjaft-
æði? sagði hún — Ættuð við
ekki heldur að láta boð út ganga
til félaga okkar? Litla andlitið
á henni, fölt og ofsafeiigið, varð
allt í einu eins og afmyndað
undir skýi af hári. — Ekkert
okkar ætti að hátta í kvöld,
sagði hún. — Heldur ættum við
að safna liði hérna út fyrir bæ-
inn og grafa upp steina. Þá fá-
um við aldrei nægilega innan
borgarinnar. Þeir ættu að vera
brúnóttir og á stærð eitthvað
þessu líkt. Hún dró hring með
höndunum — og með bandi utan
um, svo að við getum sveiflað
þeim með nægilegum krafti.
— Catte hefur á réttu að
standa, sagði Gino. — Við skul-
um koma okkar af stað. Fyrst t
Píslarvottagötu til að segja for-
ingjunum frá þessu — það kann
að vera, að þeir vilji gefa út
nýjar skipanir. — Komdu Mario.
Hann sveiflaði sér upp á hjól-
ið, og Mario fyrir aftan hann
og svo óku þeir áleiðis til Písl-
arvottahliðsins.
Paolo leit á mig. — Jæja,
hvað nú? Viltu, að við förum
með þig til hans bróður þíns.
— Nei, sagði ég.
Meira í flöskunni • aftur f glösin
KÓNGA-FLASKAN
Ný flöskustærd af Coca-Cola
er komin ó markaðinn fyrir þó sem vilja fó meira
í flöskunni fyrir tiltölulega hagkvæmara verð.
Biðjið um stóru kónga-flöskuna.
Ætíð sami Ijúffengi drykkurinn, svalur og hress-
andi, sem léttir skapíð og gerirstörfin önægjulegri
FRAMLEITT AF YERKSMIÐJUNNI VÍFIIFELIÍUMBODI THE COCA*COLA.EXPORT C O R P.