Morgunblaðið - 17.09.1966, Síða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 17. sept. 1966
KAUPUM ÍSLENZKA IDNAÐARVÖRU
Guðmundur Marteinsson fyrrv. rafmagnseftirlitsstjóri:
InngangsorS.
>AÐ er augljósara en frá þurfi
að segja, að til þess að hagnýta
á ótal vegu það töfraafl sem raf-
magn kallast, svo sem gert er,
þarf ótal tegundir og stærðir af
vélum, búnaði og tækjum, til
þe’ss að framleiða rafmagn, flytja
það og nýta á hinn margvísleg-
asta hátt. Enda er það svo, að hjá
miklum iðnaðarþjóðum skipar
rafmagnsiðnaður veglegan sess.
Á íslandi lætur þessi grein
iðnaðar skiljanlega lítið yfii
*■ sér.
Fyrsti vísir að rafmagnsiðn-
aði hlaut þó að myndast hér á
landi um leið og byrjað var að
taka rafmagn í notkun, en það
var á fyrsta áratug þessarar ald-
ar (að því undanskildu, að sími
var innleiddur á takmörkuðu
svæði nokkru áður).
Allt efni til raflanga var að
sjálfsögðu innflutt, en rafvirkj-
inn þurfti þó að hafa verkstæði,
m.a. til þess að smíða rafmagns-
röflur fyrir raflagnir og litlar
rafstöðvar, og von bráðar kom
að því, að hann þurfti að geta
gert við raftæki, svo sem hita-
tæki og hreyfla.
Fyrsta rafstöðin.
Fyrsta rafstöð hér á landi var
sett upp seint ,á árinu 1904, og
komu þar við sögu tveir braut-
ryðjendur, þeir Jóhannes Reyk-
dal, upphafsmaður og eigandi
þessa mannvirkis, og Halldór
Guðmundsson, raffræðingur,
' sem setti upp vélar og lagði raf-
lagnir, bæði í trésmíðaverk-
stæði Reykdals, Dverg, og síðar í
mörg hús í Hafnarfirði.
Á þessum áratug og þeim
næsta voru settar upp rafstöðvar
á ýmsúm stöðvum á landinu,
bæði í kauptúnum og á einstök-
um sveitabýlum, og raflagnir
lagðar í fjölda húsa á sömu
stöðum.
Elliðaárvirkjun.
Árið 1921 var fyrsta stig Elliða
árvirkjunarinnar fullgert, og
Rafmagnsveita Reykjavíkur tók
til starfa. Vertiur það ávallt tal-
inn merkur viðburður í sögu raf
væðingar á íslandi.
Ennþá var ekki um neinn raf-
magnsiðnað að ræða, sem kall-
burstar fengust að vísu smíðaðir
áður á rafmagnsverkstæðum, en
um kerfisbundna framleiðslu
var ekki að ræða, og skorti oft 4
fullnægjandi þjónustu, í þess-
um efnum. Er verkstæði þetta,
þótt lítið sé, hið þarfasta fyrir-
tæki.
Dósir og hólkar.
Af raflagnaefni eru dósir og
hólkar til samskeyta á pípum
næstum hið eina sem framleitt
hefur verið hérlendis, en fram-
leiðsla á þessum hlutum hófst
hér fyrir um það bil hálfum öðr-
um áratug. (Blikksmiðja J. B.
Pétursson, og seinna smiðja Jón-
asar Guðlaugssonar).
Rafmagnstöfiur.
Fyrir nokkrum árum var, að
tilhlutan Rafmagnseftirlits ríkis
ins, gerð gagnger breyting á raf-
magnstöflum, og varð það til
þess, að þessi hluti raflagna varð
iðnaðarframleiðsla og innlendur
iðnaður. (Blikksmiðja J. B. Pét-
ursson).
nefndi Viðgerðavérkstæði fyrir
rafvélar og mæla. Árið eftir gerð
ist Jón meðeigandi fyrirtækisins,
og varð það þá nefnt Bræðurnir
Ormsson, og hefur það nafn
haldizt á því fyrirtæki síðan.
Fleiri viðgerðaverkstæði fyrir
rafmagnsvélar og tæki komu
til sögunnar á næstu árum, en
um nýsmíði var ekki að ræða.
Raftækjaverksmiðjan Rafha,
var stofnuð árið 1936, og hóf
árið eftir smíði á rafmangselda-
vélum eftir norskri fyrirmynd.
Nokkru eftir að heimsstyrjöld-
in skall á rófnaði sambandið við
Noreg og varð Rafha eftir það
að sigla sinn eiginn sjó. Fram að
styrjaldarlokum takmarkaðist
framleiðslan nær eingöngu við
eldavélar af ýmsum stærðum og
ofna, en eftir styrjöldina varð
smátt og smátt meiri fjölbreyttni
í framleiðslunni, og hefur Rafha
á umliðnum árum, auk eldavéla
og ofna, framleitt þvottavélar,
þvottapotta, kæliskápa og kist-
ur, spenna fyrir orkudreifingu
um sveitirnir, ryksugur og
flúrskins lampa.
Raftækjaverksmiðjan í Hafn-
arfirði er þannig lang-atkvæða-
mesti fulltrúinn á sviði íslenzks
rafmagnsiðnaðar.
Rafgeymar.
Rafgeymaverksmiðja var sett
á stofn í Reykjavík árið 1951 og
önnur í Hafnarfirði um svipað
leyti, og eru þær báðar starfantíi
ennþá, (Pólar hf. og Rafgeymar
hf.). Og á Hellu á Rangárvöil-
um er þriðja fyrirtækið í þess-
ari grein (Tækniver).
Rafhreyflar.
Árið 1953 var seu a stofn í
Reykjavík verksmiðja eða yerk-
stæði, til þess að smíða raf-
hreyfla. Sama ár var samskonar
fyrirtæki stofnað í Hafnarfirði.
Það fyrirtæki mun nú lagt nið-
ur, en rafhreyflaverkstæðið í
Reykjavík er í fullum gangi. Eru
þar framleiddir riðstraums
hreyflar, allt að 30 hö að stærð
(Jötunn, eign S.ambands ísl. sam-
vinnufélaga).
Kolburstar.
Árið 1961 var stofnað verk-
stæði í Reykjavík, þar sem ein-
göngu eru smíðaðir kolburstar
fyrir rafala og rafhreyfla. Kol-
Virkjaskápar.
Þá má geta þess, að fyrir 12
árum var farið að smíða hér-
lendis virkjaskápa fyrir há-
spennu- og lágspennuvirki i
orkuverum og spennistöðvum
og stórum iðjuverkum. Eru
skápar þessir smíðaðir úr plötu-
járni, og búnir mæli- og stýri-
tækjum, ásamt öllum nauðsyn-
legum tengingum, Var Ólafur
Tryggvason verkfræðingur sá
er fyrstur hóf smíði slíkra skápa
hér, en síðar hafa fleiri farið
inn á þessa braut (Rafha, Ljós-
virki).
Lampar.
Fyrsta fyrirtækið hér á landi,
sem eingöngu bjó til rafmagns-
lampa mun vera Raflampagerðin
í Reykjavík, stofnuð 1934, en
eftir að flúrskinslampar komu til
sögunnar, er lampasmíði orðin
allveruleg iðngrein. Flúrskins-
lampar eru smíðaðir í Hafnar-
firði (Rafha), í Reykjavík (Stál-
umbúðir hf. o.fl.) og á Akureyri
(Gefjun, rafdeild).
Neonljós.
Smíði Neon-ljósaskilta er einn
ig orðin allveruleg iðngrein, þótt
aðeins eitt fyrirtæki stundi hana,
(Neon rafljósagerð) var stofnað
árið 1961.
Talstöðvar, stofnvarakassar o.fl.
Fleira mætti telja upp, svo sem
smiði talstöðva á radíóverk-
stæði Landssímans, smíði á köss
um fyrir stofnvör og rafmagns-
töflur (málmsteypa), vindinga-
verkstæði, þar sem eingöngu eða
nær eingöngu eru undnar vefjur
og settar í rafhreyfla og skipt
um straumvenda („kommúta-
azt gæti því nafni, en rafvirkjar
fengu mikið að starfa, ný raf-
virkjafyrirtæki voru mynduð og
verksviðið víkkaði.
Koma þar við sögu meðal ann-
arra bræður tveir, Eiríkur og
Jón Ormssynir, sem höfðu lært
rafvirkjun hjá Halldóri Guð-
mundssyni.
Viðgerðaverkstæði fyrir rafvélar
og mæla.
Seint á árinu 1922 stofnaði
Eiríkur, að lokinni námsdvöl í
Danmörku, fyrirtæki, er hann
Raftækjaverksmlðjan i Hafnar-
firði.
Það var fyrst á fjórða tug ald-
arinnar, með stofnun Raftækja-
verksmiðjunnar í Hafnarfirði,
sem telja má, að hér á landi hefj-
ist rafmagnsiðnaður, í þeim
skilningi, sem venjulega er lagð
ur í það orð.
Forsendan fyrir upphafi slíks
iðnaðar var stóraukin almenn
rafmagnsnotkun, með tilkomu
raforku frá Sogi, en fyrsta stig
Sogsvirkjunarinnar var virkjun
Ljósafoss 1935—37.
■w
Stutt yfirlit yfir þróun
rafmagnsiinaiar á fslandi