Morgunblaðið - 17.09.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 17.09.1966, Síða 11
Laugardag'ir 17. sept. 1968 MORCU N BLAÐIÐ 11 Raftækjaiðnaðurinn í erfiðleikum vegna tollalækkana og fjárskorts Fyrsti rafallinn sýndur á Iðnsýningunni i dag — á degi raftækjaiðnaðarins tora“), og sitthvað fleira, sem hér verður látið staðar numið. í mörgum tilvikum er framleiðsla að meira eða minna leyti fólgin í því að setja saman og fullvinna hluti, sem fluttir eru inn erlend- is frá. Lokaorð. Af þessu stutta yfirliti sést, að rafmagnið, sem á undanförnum áratugum hefur orðið æ ríkari þáttur í lífi og starfi þessarar þjóðar, hefur haft í för með sér ýmsan iðnað, þótt allt verði það eðlilega að teljast í fremur smá- um stíL Eins og að framan segir, er Rafha stærsta iðnfyrirtækið á þessu sviði. í riti, sem gefið var út í tilefni af 25 ára afmæli Rafha 1961, er þess getið, að starfsmannafjöldi hafi að meðal- tali verið 54 manns, en síðustu 5 árin 80 manns. Hjá öðrum þeim fyrirtækjum, sem hér hafa verið talin upp, hefur starfsmannafjöldinn verið um 10—20 manns, og hjá sumum þeirra ennþá færri. Sum þessara fyrirtækja hafa einatt átt við ýmsa örðugleika að etja, svo sem gjaldeyrisskort, þröngan markað og, einkum síð- ustu árin, harða samkeppni við erlenda innflutta framleiðslu. Guðmundur Marteinsson. DAGUR raftækjaiðnaðarins er í dag á Iðnsýningunni. 1 þvi til- efni hafa forráðamenn 6 fyrir- tækja, er sýna í deild raftækja- iðnaðarins, átti tal við blaða- menn. Fyrirtæki þessi eru Ljós- virki hf., Stálumbúðir hf., Raf- geymir h.f., Radióverkstæðið Hljómur, Rafgeymaverksmiðjan Pólar h.f., Raftækjaverksmiðj- an hf. (Rafha). í tilefni dags raftækjaiðnaðar ins verður sýndur á Iðnsýning- unni fyrsti rafallinn, sem sett- ur var upp hér á landi, en það gerði Jóhannes Reykdal í Hafn- arfirði árið 1904. Þá verður einn ig sýndur 500 kva (kílóvolt- amper) spennir frá Rafha. Efnt verður til ókeypis happ- drættis um 6 vinninga, Rafha- eldavél, 3 flúrlampa frá Stálum búðum, rafgeymi frá Pólum hf. og Kentár-rafgeymi frá Raf- geymi hf. í Hafnarfirði. Forstjóri Rafha, Axel Kristj- ánsson, hafði orð fyrir fulltrú- um raftækjaiðnaðarins og hann sagði, að þessi iðngrein hefði ekki hvað sízt orðið fyrir barð- inu á auknum innflutningi og hefði framleiðslan dregizt sam- an innanlands vegna hans. Axel kvað tollvernd þessa iðn aðar vera langt frá því að vera jafnmikil og sagt væn. Eítir síðustu tollalækkanir væri to)l- ur á innfluttum, fullunnum raf tækjavörum oft lægri en tollur á hráefni því, sem notað væri til framleiðslunnar innanlands, og það á hráefni fyrir vörur, sem framleiddar hefðu verið á ís- landi með góðum árangri. Loks sagði Axel Kristjánsson, að rekstursfjárskorturinn hái mjög raftækjaiðnaðinum. Ekki hafi verið staðið við fynrheit um aðlögunartíma, sem iðnað- inum hafi verið gefin. Sumar tollalækkanir hafi skollið a fyr- irvaralaust. Raftækjaverksmiðjan í Hafn- arflrði, Rafha, hefur starfað í 28 ár og hefur framleitt á þeim tíma um 40 þúsund neimiliselda vélar, sem enn eru að miklu leyti í notkun. Verkstniðjan hefur frá upphafi framleitt um 100 þúsund rafmagnstæki af ýmsum gerðum. Forstjóri Rafha, Axel Kristj- ánsson, sagði, að breytingar hefðu verið gerðar á rekstri fyr- irtækisins vegna síaukins inn- flutnings á raftækjum. Hætt væri alveg framleiðslu ísskapa og þvottavéla, þótt verðið hafi verið vel samkeppnisfært við innflutt tæki. Enn væri þó fram leidd eldavélasett og nokkuð af þvottapottum. Þá framleiðir Rafha, sagði Axel, spenna og dreifistöðvar fyrir rafveitur, málmglugga og málmhurðir, svo og ýmsar gerð ir af flúrlömpum. Hjá Rafha starfa um 70-75 manns að jafnaði, en starfslið- ið er heldur færra nú en áður. Axel kvað hagnað af rekstr- inum 1965 hafa numið kr. 1.494.000.00, en þar af hefðu kr. 1.448.000.00 farið í skatta og gjöld. Rafgeymir hf. í Hafnarfirði hefur starfað í 15 ár. Forstjóri þess, Jón Magnússon, sagði atf 5-6 manns störfuðu við fyrir- tækið, sem framleiddi Kentár- rafgeyma. Hann kvað innflutning ekki hafa háð rekstrinum til þessa, enda verið lítill, en í júlimánuði sl. hefði innflutningur tilbúinna rafgeyma verið gefinn frjáls. Enn væri ekki komið á daginn, hvaða afleiðingar sú ráðstöfun hefði á rafgeymaiðnaðinn hér. Rafgeymaverksmiðjan Pólar hf. hefur starfað í 15 ár. Forstjóri fyrirtækisins, Magnús Valdi- marsson, sagði að það hefði fram leitt á annað hundrað þúsund rafgeyma frá upphafi. Kvað hann markaðinn vaxa jafnt og þétt með aukinni vél- væðingu og bílaeign og islenzka rafgeyma vera samkeppnisfæra um verð og gæði við hina er- lendu, þrátt fyrir litla tollvernd. Hjá Pólum starfa mn 14 manns. Ljósvirki hf. nefndist áður Rönning hf. Forstjóri fyrirtæk- isins, Hannes Sigurðsson, kvað' Framhald á bls. 25 V I Ð ÓÐ INSTORG S í M I 2 0 4 9 0 SÆNSKIR RAFMÓTORAR J0HAN RÖNNING HF. Skipholti 15. — Símar 10632 — 13530 • Öruggir í rekstri 9 Mál samkvæmt alþjóðastöðlun IEC • Léttbyggðir • Öruggir í ræsingu • Ryk- og rakaþéttir (S43) • Hagstætt verð Fyrirliggjandi þrífasa mótorar 1500 og 3000 snún- inga málspenna 220 og 380 V 50 Hz, afl. 0,17 — 10 hk. Verð og tæknilegar upplýsingar veitir:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.