Morgunblaðið - 17.09.1966, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardlagur 17. sept. 1966
Jtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
r'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
LÁNSTRA UST
/SLENDINGA
egar vinstri stjórnin hrökkl
aðist frá völdum fyrir
átta árum mátti
heita að lánstraust íslendinga
erlendis væri gersamlega
þrotið. íslenzk króna var fall
in og var hvergi skráð. Þýð-
ingarlaust var að sýna íslenzs
an gjaldeyri í nokkrum er-
lendum banka.
í þessum efnum hefur orð
ið stórkostleg og heillavæn-
leg breyting. íslendingar geta
nú gengið inn í hvaða er-
lendan banka sem er og
keypt erlendan gjaldeyri fyr
ir íslenzkar krónur. Láns
traust þjóðarinnar út á við
hefur verið endurreist. Hvert
stórlánið hefur verið tekið i
fætur öðru til uppbygginga'-
og umbóta í landinu. Einstakl
ingar og fyrirtæki kaupa
skip og önnur framleiðslu-
tæki erlendis með gjald-
fresti.
Nú síðast hefur stórlán ver
ið tekið til Landsvirkjunar
hjá Alþjóðabankanum í
Washington. íslendingar eiga
gilda gjaldeyrissjóði og verzi
un og viðskipti færist stöð-
ugt í frjálslegra horf. Al'lar
búðir eru fullar af varningi
og vöruúrval er meira en
nokkru sinni fyrr. Jafnframt
er kaupgeta almennings til
að kaupa þessar vörur meiri
en nokkru sinni áður. Al-
menn velmegun ríkir í land-
inu. Allur almenningur get-
ur veitt sér lífsþægindi, sem
aðeins fáir útvaldir nutu áð-
ur. Dýr heimilistæki eru txl
á flestum heimilum og óðum
stefnir að því að hver fjöl-
. skylda eigi sína eigin bif-
reið.
★
Þetta eru staðreyndirnar
um árangur þeirrar stefnu,
sem mörkuð var við mynd-
un núverandi ríkisstjórnar.
Þrátt fyrir þessar stað
reyndir þrástagazt Framsókn
armenn á því að viðreisnar-
stefnan hafi leitt böl og harð
æri yfir íslenzku þjóðina.
Er það hugsanlegt að nokk
ur heilvita maður taki
minnsta mark á slíkum mál-
flutningi?
Það er ákaflega ótrúlegt.
• Kjarni málsins er að láns-
traust þjóðarinnar út á við
hefur verið endurreist, fram
leiðslan aukin að miklum
mun, gildum gjaldeyrissjóð-
um safnað og grundvöllur
lagður að fjölþættum um-
bótum og framförum í hinu
íslenzka þjóðfélagi. Hvert
sem litið er standa yfir stói-
Vitanlega verður ekki öllu
lokið í einu nú, frekar en
endranær. 1 ungu og vax-
andi þjóðfélagi skapast stöð-
ugt ný verkefni, sem verð-
ur að leysa. Ýmis vandamál
knýja og dyra. Eitt þeirra er
verðþenslan, sem oft fylgir í
kjölfar mikilla framkvæmda
og almennrar velmegunar
En slíka verðþenslu á að vera
hægt að lækna með hyggileg
um ráðstöfunum og á grund-
velli ábyrgðartilfinningar og
skilnings fólksins. Mestu máli
skiptir að þjóðin þekki stað-
reyndirnar og dragi af þeim
réttar ályktanir.
ÞJÓÐNÝTINGAR-
DRAUGUR
ALÞÝÐU-
BLAÐSINS
^lþýðublaðinu virðist ganga
erfiðlega að skilja, að sú
þjóðnýtingarstefna, sem jafn
aðarmenn börðust fyrir fyrr
á árum hefur löngu gengið
sér til húðar og jafnaðar-
mannaflokkar um heim
allan fellt hana niður úr
stefnuskrá sinni að meira eða
minna leyti. Þjóðnýtingar-
stefnan hefur gefizt illa á ís-
landi enda hafa þeir flokkar
sem fyrir henni hafa barizt
*agt litla áherzlu á hana á
undanförnum árum. Á for-
síðu Alþ.blaðsins í gær er
þessi gamli og úrelti þjóð-
nýtingardraugur vakinn upp
á ný og sagt að „síðustu að-
gerðir olíufélaganna hljóti að
endurvekja þá hugmyni,
hvort ekki sé rétt að þjóð-
nýta alla olíusölu og dreif-
ingu í landinu og fá dug-
mikinn kaupsýslumann til að
stjórna einu öflugu olíufél-
agi, sem að verulegu eða öllu
leyti er eign ríkisins“. Því
er fljótsvarað að Alþýðublað
ið mun ekki finna mikinn
stuðning í iandinu við þessi
nýju þjóðnýtingaráform. ís-
lendingar hafa reynt þjóð-
nýtingu og haft af henni
slæma reynslu og það er ekk-
ert annað en spor aftur á
bak til hins gamla tíma að j
tala nú um þjóðnýtingu olíu ;
framkvæmdir
verzlunarinnar í landinu.
Skipan öfgamannsins
Vorsters í embætti
forsætisráðherra S-Afríku
Kjör Balthazars Johannes-
ar Vorsters í embætti for-
sætisráðherra S-Afríku, að
Verwoerd föllnum, boðar að
margra dómi, sízt betri kjör
til handa blökkumönnum þar
en áður og virðist nú, sem
aðstaða þeirra sé harla von-
laus orðin.
Vorster er lýst sem einum
öfgafyllsta stuðningsmanni
Apartheid stefnunnar, fyrr-
verandi nazista, sem meiri
sé dugnaðar og framkvæmda
maður en vits og djúprar
hugsunar. Hann hefur getið
sér orð fyrir að fylgja eftir
og framkvæma með hörku
allar hugmyndir Verwoerds
um viðhald Apartheid stefn-
unnar og fylgir að málum
þeim allra róttækustu í hægri
armi þjóðernissinnaflokksins.
Ekki kom á óvart, að fyr-
ir valinu yrði maður úr hægri
armi flokksins — því hann
hefur lengi haft ráðandi að-
stöðu í stjórninni og þing-
flokknum — hins vegar kom
nokkuð á óvart, að Vorster
skyldi valinn svo einróma að
gagnframbjóðandi hans Ben
Schoeman, samgöngumála-
ráðherra, sem ekki er tal-
inn nær því eins öfgafullur
og Vorster, skyldi draga
framboð sitt til baka.
Mogens Kofod Hansen
skrifar í Berlingske Tidende
að ein ástæðan til þess, að
kjör Vorsters var svo ein-
róma — sé tilræðið við ræð-
ismann S-Afríku í London,
skömmu eftir morðið á Ver-
woerd. Segir Kofod Hansen
„Meirihluti hinna þriggja
milljóna hvítu íbúa S-Afríku
telja sig — hvort sem þeir
viðurkenna það eða ekki —
í örvæntingarfullri aðstöðu,
og líta svo á, að þeir geti
aðeins viðhaldið forréttindar
aðstöðu sinni og valdi með
því að beita hinum hörku-
legustu aðferðum.
Vorster hefur lengi verið
einn helzti talsmaður þess-
arar skoðunar og sýnt það
í orðum og verkum — eink-
um þó í verkum því að hæfi
leikar hans liggja ekki bein-
línis á gáfnasviðinu. Hann
er maður fátækur í orðum
en því athafnasamari. Það
var Verwoerd sem mótaði
hugmyndafræði Apartheid
stefnunnar og leitaðist við að
útskýra hana á rökfræðileg-
um grundvelli. Eftir að Vorst
er var skipaður dómsmála-
ráðherra 1961 var það hann,
sem skapaði þær aðstæður,
sem gerðu kleift að fylgja
Apartheid stefnunni eftir í
framkvæmd. Fyrirrennarar
hans í stjórninni, m.a. Swart,
forseti, höfðu hafið þetta
starf og miðuðu fyrst og
fremst að því að auka vald
lögreglunnar og tryggja rétt
indaleysi þeirra, sem andvíg-
ir voru aðskilnaðarstefnunni.
En Vorster gerði dómsmála-
ráðnuneytið að því tæki í
höndum hinna hvítu vald-
hafa, sem þurrkaði út síð-
ustu leifar lýðræðis í S-
Afríku.
Lögreglan hafði vissulega
áður beitt fangelsum án dóms
úrskurðar og pyndingum.
Hún hafði oft skotið á blökku
menn, er þeir fóru í mót-
mælagöngur — en nú gerði
Vorster slíkar löglegar og
þær urðu hin opinbera stefna
stjórnarinnar. Hann kom á
hinum illræmdu 90 daga lög
um, sem gerðu lögreglunni
kleift að handtaka hvern sem
var, hvaða litarháttar sem
var, og halda föngnum í 90
daga án dómsúrskurðar. Var
hægt að endurtaka þessa 90
daga fangavist jafnóðum og
menn áttu að verða lausir.
Hann kom einnig á and-
kommúnistalögum, sem
kváðu svo á, að kommúnist-
ar væru afbrotamenn. Síð-
an voru allir andstæðingar
kynþáttastefnunnar einfald-
lega kallaðir kommúnistar
og þar með voru þeir af-
greiddir.
Allar þessar lagasetningar
og framkvæmd þeirra voru í ;
samræmi við lífsskoðun og Z
feril Vorsters. Hann er af •
gamalli harðneskjulegri Búa ;
ætt — fæddist í Jamestown ■
í Höfðahéraði 1905, einn af ;
þrettán börnum foreldra I
sinna. Hann var alinn upp í ;
þeirri trú, að Búar væru guðs 1
útvalda þjóð og hinir hvítu ;
væru til þess ætlaðir af Guði 1
að stjórna heiminum.
Hann nam lögfræði við ;j
Stellensbosch háskólann •
eins og Verwoerd og fleiri ;
boðberar Apartheid stefnunn "
ar og heillaðist skjótt að hug
myndum, sem mjög sóru sig ;j
í ætt við nazismann. 1 síðari Z\
heimsstyrjöldinni barðist ;
hann með oddi og egg gegn Z
því, að S-Afríkumenn berð- ;j
ust við hlið Breta gegn Þjóð Z|
verjum og lýsti ríkisstjórn ;j
Smuts hann þá beinlínis ‘
hættulegan ríkinu, er hann •!
sagði: „Við berjumst fýrir ;
kristilegri þjóðernisstefnu j
sem er nátengd nazismanum ;!
— á ítalíu heitir stefnan fas- Z
ismi, í Þýzkalandi nazismi ;j
og í S-Afríku kristileg þjóð- Z
ernisstefna. I|
Vorster hefur frá unga Z
aldri verið meðlimur í leyni ;
félagi róttækra hægri þjóð- l
ernissinna Ossewa Brand- •
wag, sem telja má allsráð- :
andi í skipulagi og viðskipta- j
lífi landsins.
John Danstrup skrifar í :
Politiken, að afleiðingar af ;
kjöri Vorsters séu ljósar — :
kúgun, og meiri kúgun fyrir ;
hina blökku íbúa landsins, :
sem telja þrettán milljónir. ;
Segir hann, að Verwoerd hafi ;
þó alltaf reynt að breiða yfir '•
valdbeitingu og kúgun, er ;
henni var beitt, og lagt á- :
herzlu á að sannfæra menn ;j
um kosti Apartheid stefnunn :
ar fyrir báða aðila — en ;
Vorster hafi beinlíms hælzt Í
um á þingfundum ynr ;
ýmsum kúgunaraðgerðum, :
er hann lét framkvæma. ;
Framhald á bls. 23. :j