Morgunblaðið - 17.09.1966, Blaðsíða 21
Laugardagur 17. sept. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
2!
Jón Betúelsson
— Minningororð —
Faeddur 29. ágúst 1903.
Dáinn 8. september. 1966.
í DAG fer fram jarðarför Jóns
skósmíðameistara Betúelssonar
Bræðrafborgarstíg 34, Reykjavík.
Hann dó fyrstur af 8 sonum
hjónanna í Höfn, Hornavik, Betú
els Betúelssonar og Önnu Guð-
mundsdóttur. Dætur áttu þau 4,
en éin þeirra dó á æskuskeiði.
Betúel Betúelsson var bóndi,
póstafgreiðslumaður og verzlun-
arstjóri lengi í Hornvík. Verzi-
unina átti Ásgeir Ásgeirsson á
ísafirðL Viðskipti voru að veru
legu leyti við fiskiskip, sem oft
ast leituðu þar lands, og var
því einatt gestkvæmt á bænum
Œíöfn og þar miki'ð umleikis,
þar sem fyrir var fjölmenn fjöl
skylda. Betúel var orðlagður hag
leiks- og dugnaðarmaður, af-
bragðs sjómaður og naut trausts
og virðingar allra.
Heimilisbragur var þannig í
Höfn, að systkinin mörgu hafa
búið að því sér til góðs. Minn-
isstæð er mér frásaga vinar míns
Jóns Betúelssonar um þá fræðslu
og trúarlega mótun, sem hann
naut á heimili foreldra sinna.
Húslestrar voru honum ógleym-
anlegar helgistundir. Á æskuár-
um öðlaðist hann lifandi trú,
eem allt hans lif helgaðist af,
mörgum til vitnisburðar. Væri
hann einn, talaði hann við Guð
upphátt og eins eðlilega og barn
við föður, og var þá tamast að
krjúpa á kné. Og draumur hans
og þrá var að verða prestur
með því að hann hélt að hann
gæti ekki helgað Guði líf sitt ai-
gerlega með öðru móti.
Prestur varð hann ekki. Þó
rættist æskudraumur hans, en
mjög á annan veg en honum
hafði komið tilhugar.
Honum voru allar leiðir lokað-
ar til framhaldsnáms, eins og
tfleiri jafnöldrum hans bæði í
sveit og við sjó.
Þegar hann hafði þroska til
fór hann — eflaust að ráði föður
síns — til ísafjarðar og lærði
þar skósmíði. Varð sú iðn hans
ævistarf.
Jón Betúelsson settist að í
Reykjavík 1931. Hann kvæntist
eítirlifandi konu sinni, Elísabetu.
29. ágúst 1933. Reyndist hún hon
um í hvívetna hin ágætasta kona.
Til hjónabandsins var stofnað á
grundvelli sameiginlegrar trúar
og löngunar til að lifa Drottni
til dýrðar og öðrum til bless-
unar.
Foreldrar Elísabetar voru hjón
in Þorbjörg Sigurgeirsdóttir og
Friðrik Sigurgeirsson, bæði inni-
lega trúuð og vönduð. Höfðu þau
flutt frá Akureyri til Reykja-
víkur 1828. Þorbjörg lifir mann
*inn og býr hjá dóttur sinni,
Elísabet.
Árið sem þau Jón og Elísa-
bet giftust keyptu þau lítinn bæ,
nr. 34 við Bræðraborgarstíg í
Reykjavík. Jón setti þar upp
ekósmíðaverkstæði. Þeim nægði
ekfki að sækja kristilegar sam-
komur hjá öðrum, heldur stofn-
uðu þau til samkomuhalda a
sínu eigin heimili. Það mun hafa
verið 1938. Nokkrum árum síð-
ar, eða undir stríðslok, reistu
þau myndarlegt þriggja hæóa
hús á grunni litla bæjarins. Og
í því húsi héldu þau almennar
samkomur og barnasamkomur í
full 20 ár.
Jón var einstaklega barngóður
maður. Og nú eru þeim sendar
innilegar kveðjur, börnunum,
sem var beðið með og beðið
fyrir á Bræðraborgarstíg 34.
Alloft fór Jón prédikunarferð
ir út um land. Skósmíðin stóð
undir kostnaðinum í sambandi
við prédikunarstarfið, sem hann
fórnaði sér, bæ'ði heima og að
heiman.
Sá er sannur prestur, er gef-
ut sig að þjónustu Orðsins.
Á aðalhæð hússins Bræðra-
borgarstíg 34 er skósmíðaverk-
stæði i suðurenda, samkomu-
salur í norðurenda, en i miðið
er bænaherbergi. Þar sjást á
gólfi för eftir kné biðjandi
manns.
Jón lagði frá sér áhöldin þeg-
ar að samkomutíma leið, skipti
um föt og fór rakleitt í ræðu-
stólinn. Hann var vel lesinn *
biblíunni og tók sér daglega
næðistund í bænaherberginu.
Til ræ’ðuundirbúnings mun hann
oft 'hafa fengið sín beztu tæki-
færi við vinnuna.
Nafn Jóns Betúelssonar mun
varðveitast í kirkjusögum ís-
lands vegna hans einstæða þátt-
ar í kristilegu sjálfboðastarfi
leikmanna. Hann og hans góðu
konu munu trúaðir vinir lengi
minnast með þakklæti til Guði.
Ólafur Ólafsson
t
Jón Betúelsson, kristniboði, er
dáinn. — Andi hans er farinn
til sinna heilögu heima. En við
sem þekktum þennan mann, höf
um minninguna um hans ein-
læga kristindóm, gott hugarfar
og sérstaka gætni í allri hegð-
un. Jón var fyrirmynd sem við
munum ávallt þakka guði fyr-
ir, og mætti segja að þá væri
þjóð vorri borgið, ef þúsundir
breyttu eins.
Jón Betúelsson fæddist að
Höfn í Hornsvik, 29. ágúst, árið
1900, dó 8. september 1966. For-
eldrar hans voru Betúel Betúels
son og Anna Guðmundsdóttir.
Þau hjónin eignuðust 12 börn og
ólu þau öll upp heima hjá sér
með guðs hjálp. 10 þeirra barna
lifa enn, öll vandað, ágætis fólk.
Jón kom til Reykjavíkur 1933
og giftist hér góðri konu sem
'heitir Elísabet Friðriksdóttir.
Hún var manni sinum dygg og
sterk stoð, svo sem ætterni henn
ar og eðli vísuðu til. Það er ég
viss um að Jón hefur beðið Guð
um að gjöra sig „hvorki fátækan
né ríkan“. En gefa sér heiðar-
lega afkomu og lei'ðbeining í
allri breytni við aðra menn. Oft
sá ég gestrisni þeirra hjóna,
hvað glöð þau gáfu öllum, það
er þau áttu til. Tóku stundum
drykkjumenn, illa stadda, fæddu
þá og hýstu inn í kristniboðs-
salnum.
Og víst eru til fleiri menn og
félög sem muna orð síns misk-
unnarsama frelsara sem lagði
fram sína denara og sagði: „A1
þú önn fyrir honum og það sem
þú kostar meira til, skal ég
borga þér þegar ég kem aftur“.
Jón Betúelsson var skósmiður
að iðn og vann það verk mjög
dyggilega. Svo þegar þar kom
að fólk vildi borga, sagði hann
oft eins og Kristján Sveinsson
og fleiri læknar: — Nei, við
skulum sleppa því, ég hugsa að
ég eigi meiri peninga en þú“.
Vi'ð þökkúm konungi kærleik-
ans fyrir alla góða menn og
miskunnarverk þeirra sem hlýða
boðum herra síns og vita að þeir
geti ekkert án hans.
Þann máttuga miskunnsama
guð, prédikaði Jón Betúelsson
alvarlega og treysti algjörlega á
hann að eilifu.
Svo er hér þakklát hjartans
kveðja frá ekkju Jóns, ætting-
um þeirra hjóna og fleiri vinum
Jóns Betúelssonar.
Kristín Sigfúsdóttir,
frá Syðri-Völlum.
Jakarta, 15. september AP.
Subandrio, fyrrverandi
utanríkisráðherra Indónesíu
verður leiddur fyrir rétt 10.
okt. n.k. ákærður fyrir land-
ráð og fyrir samstarf við
kommúnistaflokk Indónesíu.
Subandrio sem ekki dró
neina dul á samstöðu sína með
kinverskum kommúnistum,
var handtekinn í marz s.l.
Sveinbjörn
mnður —
SVEINBJÖRN Einarsson, útgerð-
armaður og skipstjóri, andaðist
á Landsspítalanum hinn 3. sept.
s.l., 71 árs að aldri.
Sveinbjörn var fæddur að
Endagerði við Sandgerði hinn
17. marz 1895. Er hann var
fjögurra ára missti hann föður
sinn 1 sjóslysi.
Sveinbjörn hóf sjósókn 10 ára
gamall og hætti ekki útgerð fyrr
en á s.l. ári, þá þrotinn að heilsu.
Hann stundaði því sjómennsku
og útgerð alls í full sextíu ár.
Mannsaldurinn er skv. íslenzkri
málvenju þriðjungur aldar.
Starfsævi Sveinbjarnar við sjáv-
arútveginn spannar því nærri
tvo mannsaldra.
„Sagt hefur það verið um Suður-
nesjamenn
að fast þeir sæktu sjóinn
og sæki hann enn.“
„Austan kaldinn á oss blés
upp skal faldinn draga.
Vaggar aldan vargi hlés
við skulum halda á Siglunes.“
Sveinbjörn sótti sjóinn í fjóra
tugi ára og einum vetri betur,
þar af sem skipstjóri í 29 ár.
Hann kunni „að aka seglum eftir
vindi“ en hélt þó sínu „striki".
Hann vissi „að kapp er bezt
með forsjá." Ætíð fylgdi honum
fararheill og farnaðist honum svo
vel, að hann missti hvorki mann
né skip.
Sveinbjörn var mjög aflasæll
á öllum veiðum. Hann hafði
kjark og forsjá til þess að fara
sinar eigin leiðir. Þegar honum
hafði vaxið fiskur um hrygg í
þjónustu dugmikilla útgerðar-
manna sem Lofts Loftssonar í
Sandgerði og Ingvars Guðjóns-
sonar í Siglufirði, keypti hann
m.b. Geir goða árið 1929 og var
skipstjóri á honum á annan tug
ára. Minnist ég þess frá þessum
árum, að Sveinbjörn var oft,
ýmist fyrstur eða meðal hinna
fyrstu, til að finna nýjar síldar-
göngur, sem hann og aðrir nutu
svo góðs af. "
Sveinbjörn lét sér mjög annt
um skipverja sína, enda var hann
mannsæll mjög.
Hann hætti sjómennsku árið
1946, en tók eftir það þátt í út-
gerð með öðrum allt til ársins
1965.
Eftir að Sveinbjörn hætti sjó-
mennsku stundaði hann fisk-
verkun fyrir sjálfan sig og aðra
allt til ársins 1961, og síldarsölt-
un rak hann á Siglufirði í 9
sumur.
Sveinbjörn tók verulegan þátt
I félagsmálum útvegsmanna,
eftir að hann hætti sjósókn.
Hann var rökfastur og vel máli
farinn. Hann átti sæti í Verð-
lagsráði Landssambands ísl. út-
vegsmanna og var fulltrúi
Reykjavíkurdeildar Fiskifélags-
ins á Fiskiþingum allt til ævi-
loka.
Hann var búsettur í Reykja-
vík frá árinu 1927, síðustu 10
árin að Grænuhlíð 3.
Sveinbjörn Einarsson var karl
mannlegur sýnum, meðalmaður
að hæð, grannholda, kvikur í
hreyfingum og augun gráblá. All
ur svipur mannsins og framkoma
bar vott um skörungsskap og
góða greind.
Sveinbjörn var maður áreiðan
legur í öllum viðskiptum og naut
almenns trausts og vinsælda hjá
þeim, sem af honum höfðu nokk
ur kynni.
Faðir Sveinbjarnar var Einar
bóndi í Endagerði við Sandgerði,
sonur Jóns útvegsbónda í Grinda
vík Hafliðasonar hreppstjóra að
Hópi í Grindavík Sigurðssonar.
Móðir Sveinbjarnar var Margrét
Hannesdóttir, Hannessonar pósts
Gottsveinssonar.
Sveinbjörn kvæntist hinn 18.
júní 1932 etfirlifandi konu sinni
Guðmundu Jónsdóttur, skósmiðs
á Eyrarbakka Guðbrandssonar,
bónda að Arnarstöðum. Synir
Einarsson
Minning
þeirra eru tveir, hinir mestu
efnismenn: Ingimar Kristinn,
flugstjóri, f. 25. des. 1933, kvænt
ur Helgu Zoega, dóttur Geirs
Zoéga, framkvæmdastjóra í
Reykjavík, og Einar Grétar fiðlu
leikari, f. 22. des. 1936, konsert-
meistari í Synfóníuhljómsveit-
inni í Málmey í Svíþjóð, kvænt-
ur Hjördísi Vilhjálmsdóttur Hjart
ar, framkvæmdastjóra á Siglu-
firði.
Fyrir milligöngu séra Sigur-
björns Ástvaldar Gíslasonar tóku
þau Sveinbjörn og kona hans að
sér að standa straum af kostnaði
við uppeldi tveggja ára barns
í Finnlandi, sem misst hafði föð-
ur sinn í ófriðnum. Barn þetta
er nú uppkomin stúlka, Tellevo
Haapamöki, hjúkrunarkona, gift
finnskum manni og eru þau búsett
í Gautaborg. Árið 1960, er hún
var 19 ára, dvaldi hún um eins
árs skeið á heimili Sveinbjarnar.
Er gagnkvæmt ástríki milli þess
arar stúlku og fjölskyldu Svein-
bjarnar og sjálfur lét hann svo
um mælt, að sér þætti vænst um
þetta góðverk af öllu því, sem
hann hefði gert um dagana.
Megi íslenzka þjóðin eignast
sem flesta syni líka Sveinbirni
Einarssyni útgerðarmanni.
Að lokum sendi ég fjölskyldu
Sveinbjarnar innilegar samúðar-
kveðjur vegna andláts hins mæta
manns.
Sveinn Benediktsson.
t
í DAG er kvaddur hinztu
kveðju í Dómkirkjunni í Reykja-
vík Sveinbjörn Einarsson skip-
stjóri og útgerðarmaður Grænu-
hlíð 3 Reykjavík. Sveinbjörn var
fæddur 17. marz 1896 í Endagerði
á Miðnesi.
Foreldrar hans voru Einar
Jónsson Hafliðasonar hreppstjóra
að Hópi í Grindavík og kona
hans Margrét Hannesdóttir frá
Steinum undir Eyjafjöllum.
Sveinbjörn byrjaði ungur að
vinna við sjávarsíðuna og á
sjónum, og allt hans lífsstarf var
tengt sjósókn og framleiðslu og
sölu sjávarafurða. öruggur hélt
hann um stjórnvölinn og áfram
var haldið og stærri verkefni
tekin fyrir. Hann var jafn áræð-
inn en þó gætinn. Heiðarleikinn
og dugnaðurinn héldust í hendur
í lífi hans og lífsviðhorfi. Svein-
björn kvæntist 1932 eftirlifandi
konu sinni Guðmundu Jónsdóttur
frá Eyrarbakka. Þau eignuðust
tvo sonu, Ingimar flugstjóra hjá
Flugfélagi íslands kvæntan Helgu
Zoéga og Einar konsertmeist-
ara við sinfóníuhljómsveitina í
Malmö kvæntur Hjördísi Vil
hjálmsdóttur. Meðal fjölskyld-
unnar hefur ætíð ríkt gagnkvæm
umhyggja, og frændur og vinir
hafa þar mætt einstakri gestrisni
og góðvild, sem aldrei gleymist.
Atvinnu sinnar vegna þurfti
Sveinbjörn að vera langdvölum
Norðanlands yfir síldveiðitímann.
Fylgdi þá frú Guðmunda jafnan
manni sínum á þessum ferðum
hans og bjó þeim hverju sinni
útgerðar
vistlegt heimili þar sem gleðin
og gestrisnin ríktu þó ekki væri
þar hátt til lofts né vítt til
veggja.
Sveinbjörn Einarsson andaðist
3. þ. m„ að okkar dómi sem
þekktum hann bezt, fyrir aldur
fram. Mynd hans geymist skýr
í hugum okkar sem áttum því
láni að fagna að eiga hann að
vin. Hann var heilsteyptur
persónuleiki, mikill drengskapar-
maður sem vildi hvers manns
vandræði leysa. Hans er sárt
saknað af vinum og kunningjum,
en sárast þó af eiginkonu, sonum,
tengdadætrum og barnabörnum,
en huggun er þó harmi gegn, að
minningin um góðan dreng
geymist í huga og hjörtum allra
þeirra er þekktu hann.
Ég og fjölskylda mín vottum
aðstandendum Sveinbjarnar inni-
legustu samúð okkar. Guð blessi
minningu hans.
Ólafur Stefánsson.
— Mirming
Framhald af bls. 22
t
F. 26. 5. 1880 — D. 9. 9. 1966.
ÉG átti því láni að fagna að
vera sendur í sveit 1919, sem
fylgifiskur kaupakopu. Eins og
títt er um 8 ára snáða, fylgdi
því nokkur kvíði og söknuður
að fara í fyrsta skipti að heim-
an. Mér er enn í minni, er heim
skyldi halda að hausti, eftir
fyrstu sumardvölina að Beig-
alda, hjá frú Þóru og Hans
Grönfeldt, að þá fylltist ég aftur
trega og söknuði yfir því að
þurfa að skilja við þetta góða
fólk.
Þetta varð til þess að sumrin
urðu sjö í röð og hefðu eflaust
getað orðið fleiri, ef annað hefði
ekki komið til.
Hjónin bæði, heimafólk og
heimilisbragur allur bar svip
menningar og manndóms. Þetta
heimili var í fremstu röð á sín-
um tíma og mundi enn í dag vera
til fyrirmyndar á mörgum svið-
um.
Þrátt fyrir takmörkuð efni,
var þar mikil reisn yfir öllu. Þar
var alltaf gnægð matar og góður
matur. Hreinlæti var mikið,
bæði utan húss og innan. Fornar
dyggðir voru þar í heiðri hafðar.
Þá var gerður dagamunur,
hvíldardagurinn haldinn heil-
agur og gjarnan sprangað um á
gljáfægðum dönskum skóm á
sunnudögum, með þvegið hár og
skjanna. Oft var það á sunnu-
dagsmorgnum að Þóra hóaði
okkur krökkunum saman, settist
að orgelinu og voru þá leikin
og sungin íslenzk þjóðlög.
í gömlu baðstofunni var það
siður að lesa upphátt Faðir vor
og meðfylgjandi blessunarorð,
áður en boðin var „góða nótt“
og snúið sér til veggjar. Þetta
var gert til skiptis og áður en
gengið var til sængur var spurt:
„Hver á að lesa í kvöld?“ '
Hjónin voru hjálpsöm, máttu
ekkert aumt sjá eða vita, án
þess að rétta hjálparhönd.
í skjóli þessa heimilis leið öll-
um vel, bæði mönnum og mál-
leysingjum.
Ég veit að ég mæli einnig
fyrir munn annarra, er dvöld-
ust að Beigalda um lengri eða
skemmri tíma hjá Þóru og
Grönfeldt, er ég læt í ljós þakk-
læti mitt og blessa minningu
þessara ágætu hjóna.
Jón Á. Bjarnason
Ósló, 15. septnnber NTB.
Gert er ráð fyrir, að verð-
mæti norskra sildveiða í ár
muni alls nema nær 1 millj.
norskra kr„ sem verður meira
en nokkru sinni fyrr. I byrj-
un september höfðu verið
veiddir alls um 16 millj. hl.
af síld.