Morgunblaðið - 17.09.1966, Side 28

Morgunblaðið - 17.09.1966, Side 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. sept. 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Við komum nú að enda torgs- ins, sem var síðasti flati vegar- spottinn, og fólkið, sem var að horfa á hestana á harðaspretti, rak upp nýtt fagnaðaróp. Nú voru ópin frá torginu endurtek- in af mannfjöldanum, sem fyllti alla glugga, og hér uppi á norð- urhæðinni, sá ég rétt sem snöggvatst yfir alla borgina, sem breiddi sig út fyrir neðan okk- ur — þök, kirkjur, turna og lengst burtu, uppi á hinni hteð- inni, dómkirkjuna og hertoga- höllina. Svo opnaðist Carlo her- toga gata fram undan okkur, rétt eins og gígurinn niður í helvíti, og eftir því sem vegurinn þrengd ist og beygði við og fremstu hest arnir beygðu fyrir taumnum, án þess að draga neitt úr ofsa- hraðanum, sem á þeim var og fæturnir á þeim þrumuðu á steinunum, þá eins og lokuðust húsin að okkur og hölluðust frá brekkunni, rétt eins og spila- hús, með gapandi opna glugga og úr hverjum glugga komu hausar og öskur. Hér var enginn varðhringur og engin einkennisbúin lögregla, við höfðum veginn algjörlega út af fyrir okkur, og þegar hann mjókkaði áður en hann kom inn á Lífstorgið í bænum miðjum, þá fylltu hestarnir algjörlega út í breidd götunnar, báðum megin. Ein stöðvun eða snöggleg fælni hjá einum fremstu hestanna tólf hefði getað kollvarpað þeim, sem á eftir komu og þeir mundu detta hver ofan á annan í einni bendu, en vagninn og við sjálf- ir hefðum malazt undir þvög- unni. Enn mjókkaði gatan og varð hlykkjóttari, svo að fremstu hestarnir hlutu næstum að strjúkast við húsaveggina, en eftir því sem við nálguðumst af hræðslu og heldur ekki af uppörvunarópum Aldos til hest- anna, og heldur ekki af þessum vaggandi kassa, sem ég stóð í, en aðeins af skelfdum andlitunum í gluggunum, öskrunum, sem færðust í aukana, eftir því, sem við jukum hraðann, og hrossa- lyktinni, sem ég hafði í nös- unum og stönginni, sem ég hélt mér í og næstum brenndi mig. Cyprianusarkirkjan var á floti í sjónhring mínum til vinstri, með allan stúdentahópinn á tröppunum, æpandi og öskrandi og ennfremur voru stúdenta- hópar í aðliggjandi götum, og áfram þrumuðum við inn á Lífs- torgið, og hver gluggi var full- ur af andlitum, sem æptu og öskr uðu. Hestarnir, sem nú voru aft- ur komnir á flatt land, stefndu inn í Rossinigötu og síðan aftur upp í mót, áleiðis að hertoga- höllinni, hvattir áfram af kast- inu, sem á þeim var, og æstir upp af hinum óskaplegu fagnað- arópum. Þegar ég leit við, sá ég stúd- entana ryðjast inn á torgið úr aðliggjandi götum og fólk hverfa frá gluggunum og þyrlast út á torgið og þekja það á skömmum tíma eins og þung flóðalda. En í staðinn fyrir reiðiöskur og grjótkast, eins og ég hafði búizt við, ásamt vopnabraki og öðrum merkjum heiftar, þegar andstæð- ir flokkar mættust, þá tóku þeir nú á sprett upp brekkuna á eftir okkur og æptu í hrifningu á hlaupunum: — Donati, Donati, lifi Donati! En nú, er við vorum á leiðinni upp suðurhæðina, upp eftir Rossinigötu og málaði stríðsvagn inn okkar vaggaði og slagaði á eftir hestunum á harðaspretti, komu stúdentar þjótandi út úr húsum beggja megin vegarins og slógust í för með félögum sín- um. Öskrin þögnuðu, og hræðsla mín um leið og allur ofsi, sem þarna var vart, var ofsi spenn- ings og hrifningar. Öll borgin æpti og það eina, sem menn æptu var „Donati .... Donati". Aldo öskraði í eyra mér: — Eru þeir farnir að berjast? og ég öskraði á móti: — >eir ætla ekkert að berjast, þeir eru að elta okkur. Heyrirðu ekki, að þeir eru að kalla nafnið þitt? Hann var með allan hugann við hestana, og brosti bara, og nú þegar vegurinn mjókkaði og brattinn jókst, reyndu hestarn- ir að ljúka við brekkuna áður en kastið væri af þeim og áður en snarbratta gatan, sem beygði til hægri, gerði að engu tilraunir þeirra til að stjórna hreyfing- um sínum. -□ 80 — Irrriddd! æpti Aldo og hvatti fremstu hestana til enn meiri átaka, og alla leið inn á Meiratorg, fyrir framan hertoga- höllina, þar sem þeir tóku síð- ustu brekkuna með miklum glæsibrag. Þegar þeir stönzuðu, hlupu stúdentarnir til og gripu í beizlin á þeim. Sex hesta röðin næst okkur lauk nú líka við síðasta hallann og staðnæmdist, skjálfandi og lafmóð, þar sem torgið breikkaði frammi fyrir hallardyrunum. Enn glumdu við ópin frá mannfjöldanum, og er ég starði kring um mig, í hálfgerðum svima og hélt dauðahaldi í stöng ina framan á stríðsvagninum og sá þá að gluggarnir í hertoga- höllinni voru þéttskipaðir andlit um, ekki síður en húsin í ná- grenninu. Fólk stóð á dómkirkju tröppunum, hengdi sig utan í gosbrunninn og nú kom stúd- entahópurinn, sem hafði elt okk- ur, eins og straumur inn á torg- ið. Eftir andartak yrðum við um kringdir, en vopnuðu stúdent- arnir, sem höfðu beðið við höll- ina, slógu hring um okkur, og stúdentar og héldu í beizlin. Nú var allur hópurinn okkar var- inn af einfaldri röð stúdenta, sem voru vopnaðir sverðum og allir voru klæddir eins og Aldo 1 stutttreyju og hásokkum, og þarna þekkti ég vini hans, Ces- are, Giorgio, Federico, Domenico og Sergio og aðra úr lífverði hans. Þessi mynd, sem þeir gerðu ásamt skrautlita stríðsvagninum og lafmóðu hestunum eftir þessa sigursælu för, hélt aftur af stúd- entunum, sem þyrptust að, æp- andi og öskrandi inn á torgið. Enn einu sinni heyrðist hrópið: „Donati .... lifi Donati"! berg- málandi frá hallargluggunum, frá húsunum fyrir handan og frá dómkirkjutröppunum. Ég leit á Aldo. Hann hélt enn í taum- ana, og var að horfa á hestana átján, eins og hann tæki aiis ekki eftir fagnaðarópunum. Svo sneri hann sér að mér. — Qkkur tókst það, sagði hánn. — Okkur tókst það .... og svo fór hann að hlæja, keyrði höfuðið á bak aftur og hló, og hlátrinum var svarað með nýj- um fagnaðarópum frá borgarbú- um og stúdentum. Svo losaði hann keðjurnar, sem bundu mig við stríðsvagninn, og sjálfan sig á eftir, og æpti til stúdentanna, sem stóðu utan varðhringsins: — Hér er Fálkinn! Hér er her- toginn ykkar! Ég sá ekkert nema sveiflandi arma og höfuð, og ópin þögnuðu ekki heldur færðust þau enn 1 aukna. Stúdentarnir, sem gættu stríðsvagnsins æptu líka, og ég stóð þarna ringlaður, ósjálf- bjarga, eins og einhver skrípa- mynd með gullnu hárkolluna og í saffrangulu skikkjunni og tók við fagnaðarópunum, sem voru alls ekki mér ætluð . Eitthvað hitti mig á kinnina og datt niður á gólfið í vagnin- um. Það var ekki steinn, eins og ég bjóst við, heldur blóm og sú, sem kastaði því var Cate- rina. — Armino! æpti hún og stóru augun voru eitt bros og þá tók ég eftir því að skikkjan mín hafði aflagazt svo að sá í grænu skyrtuna og svörtu gallabuxurn- ar, og svo gall við hláturbylgja en bara vingjarnlegur hlátur, frá mannfjöldanum. Ég sagði við Aldo: — Það er ekki ég, sem þeir eru að hylla, heldur þú. En hann svaraði engu og þegar ég leit við, sá ég, að hann hafði hlaupið niður úr vagninum og var nú að stinga stóðu tveir sér boginn gegn um varðhring- — Vaknaðu Jón. Þú ert heima núna en ekki á skrifstofunni inn, og svo hljóp hann áleiðis að hliðardyrunum á hertoga- höllinni. Ég æpti: — Giorgio! Stöðvaðu hann, stöðvaðu hann! En Giorgio hló bara og hristi höfuðið. — Þetta er þáttur í leiknum, sagði hann. — Það er allt fyrir- fram ákveðið. Hann ætlar að sýna sig fólkinu á Markaðstorg- inu frá höllinni. Ég reif mig úr skikkjunni og hárkollunni og fleygði hvoru- tveggja frá mér, og stökk svo úr vagninum og á eftir Aldo. Hláturinn og fagnaðarópin eltu mig og ýg heyrði þau á hlaup- unum. Ég reif mig úr hendinni á Domenico, sem ætlaði að halda aftur af mér, og hljóp til hliðardyranna, eftir ganginum og inn í húsagarðinn á eftir Aldo. Ég heyrði hann hlaupá upp á svalirnar fyrir ofan og hélt enn á eftir honum. Hann þaut inn um stóru dyrnar að hásætis- salnum, og var hlæjandi á hlaupunum. Ég var rétt búinn að ná í hann, en þá skellti hann aftur hurðinni og þegar ég kom inn, var hann þegar komihn gegn um hásætissalinn og inn í kerúbasalinn, fyrir handan. — Aldo! æpti ég. — Aldo! Þarna var enginn. Kerúbasal- urinn var mannlaus. Sama var að segja um svefnsal hertogans, búningsherbergið og litla bæna klefann undir hægra turninum. Ég heyrði raddir og gekk út á svalirnar milli turnanna, og þar var frú Butali, ásamt rektorn- um og bæði störðu þau á torg- ið, sem var langt fyrir neðan. Þau sneru sér við, steinhissa, þegar ég ruddist inn á þau, og störðu á mig, eins og þau botn- uðu ekki neitt í neinu, en á frúnni var hræðslusvipur. — Hvað hefur gerzt? spurði hún. — Við heyrðum fagnaðar- ópin í borginni. Er þetta allt- saman búið? — Hvernig ætti það að vera búið? sagði rektorinn. Donati sagði okkur sjálfur, að lokaþátt- urinn kæmi á eftir akstrinum. Og við höfum enn ekkert séð. Hann virtist ringlaður og von- svikinn, og hafa verið prettaður um þetta stórkostlega, sem hann hafði ekki orðið sjónarvottur að. Ég fór af svölunum, gegn um lestrarstofuna og inn í áheyrn- arsalinn. Hann var mannlaus, eins og hinir salirnir. En þá, þegar ég kallaði á Aldo enn einu sinni, kom Carla Raspa inn af svölunum fyrir handan. Hún rétti hendurnar til mín og bæði grét og hló. — Ég sá þig úr glugganum, sagði hún. —- Það var stórkost- legt. Ég horfði á ykkur báða stýra hestunum á MeiratorgL Hvað er orðið af honum. í dag voru þarna engir líf- verðir og engir vegvísar. Mynd- in af aðalsfrúnni stóð þarna á sínum stað. Ég hljóp til og rykkti því frá og leynidyrnar komu í ljós. Ég opnaði þær og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.