Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 1

Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 1
32 síður 53. árgangur 214. tbl. — Þriðjudagur 20. september 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dick Gordon, geimfari, situr á nefi geimfarsins „Gemini 11“, hátt yfir jörðu, en hann yfirgaf geimfarið um stund, meðan á stóð síðustu tilraun Bandaríkjamanna í geimnum. Myndin var tekin sl. þriðjudag, en var birt fyrir helgina. — AP. Kosningarnar í Sviþjóð: Mesti ósigur jafnaöar- manna í þrjá áratugi — Rætf um, hvort jb/ng verð/ ro/Zd, jbor eð stjórnin njóti ekki stuðnings almennings, — borgaraflokkarnir unnu mikid á i kosningunum Stokkhólmur 19, sept. — NTB ÞAÐ, sem mesta eftirvænt- ingu vakti í dag, daginn eftir ! Bonnstjórnin | ; endurskipu- j lögð? : Bonn, 19. september — NTB : ■ KANZLARI V-Þýzkalands, ■ ; Ludwig Erhard, veitti í dag : • einum nánasta samstarfs- ■ ; manni sínum, Dr. Ludger : I Westrick, lausn frá starfi, skv. ■ ; eigin ósk. Dr. Westrick hefur ; j átt sæti í stjórn Erhards, og ■ ; farið með „sérstök mál“. | : Talsvert hefur verið um : ■ það rætt undanfarið, að fyrir ■ ; dyrum standi endurskipulagn : • ing v-þýzku stjórnarinnar, og ■ ; almennt er talið, að Dr. West; : rick hafi viljað gera Erhard ■ ; léttara fyrir með slíka breyt; : ingu með því að segja af ! ■ ■ ■ sér. ■ : í 15 ár hefur Dr. Westrick : ■ verið mjög náinn samstarfs- ■ ; maður kanzlarans núverandi. ; að sænskir jafnaðarmenn biðu mesta ósigur í þau 30 ár siðan þeir tóku við stjórn- artaumunum, var, hvort sænska stjórnin myndi ákveða að rjúfa þing og efna til' nýrra þingkosninga. Mörg málgögn borgara- flokkanna telja, að úrslit fylkis- og sveitarstjórnar- kosninganna í gær sýni, að almenningur í Svíþjóð hafi misst trúna á stjórnarflokk- ana, og því verði stjórnin að segja af sér. Leiðtogar borgaraflokkanna þriggja hafa þó ekkert vilj- að láta hafa eftir sér um mál þetta, því að enn eru ótalin utankjörstaðaatkvæði, en þau munu vera um 300,000 tals- ins. Þeirri talningu líkur eft ir viku. (Sjá heildarúrslit aftast í fréttinni). Þó ihófust þegar í dag viðræð- ur leiðtoga jafnaðarmanna um, hvern lærdóm draga skuli af kosningaúrslitunum, en jafnaðar menn fengu nú um 8% færri atkvæði en í sömu kosningum fyrir fjórum árum, og 5% færri, ef miðað er við þingkosningarn ar 1964. Tage Erlander, forsætisráð- Framhald á bls 25 ## .•/# Eins og rottur á almannafæri — segir málgagn Pekingstjórnarinnar um borgarastéttina, viðfangsefni menningarbyltingarinnar Tokyo, 19. sept. — AP. „RAUÐl FÁNINN“, málgagn Peking-stjórnarinnar, réðst í dag harkalega að þeim, sem leyft hafa sér að gagnrýna „menningarbyltinguna" svo- nefndu, og beindi orðum sínum í senn til Sovétríkjanna og Vesturlanda. Einn þeirra, sem málgagnið gagnrýnir, er Páll páfi VI, en blaðið telur páfa aðeins vera „talsmann afturhaldsinna“. Um þau orð að „rauðliðar" (menningarsinnar) væru tákn dauða en ekki lífs, segir „Rauði fáninn: „Vissulega eru aðgerðir byltingarsinnanna tákn dauða óvina, bæði heima og erlendis. Rauðliðar okkar eru merki al- þýðubyltingarinnar; kjör alþýð unnar batna og hún er vissu- lega mjög lifandi". í ritstjórnargrein blaðsins seg ir m.a.: „Rauðliðarnir hafa vissulega flett ofan af og ráðizt til atlögu við úrkynjaða borg- arastéttina. Þeir hafa beint dags- ljósinu að réttu andliti hægri- sinnaðra manna í þeirri stétt, sem við það hafa orðið jafn ráðvilltir og rottur á almanna- færi“. Greininni lýkur með þessum orðum-, sem vikið er að gagnrýn endum menningarbyltingarinn- ar: „Við elskum einmitt það, sem óvinirnir hata“. Gefur U Thant kost á sér á ný? — Segist reiðubúinn að gegna starfi sinu fram til jóla — lætur að jbvi Hggja, að hann kunni að gegna jbv/ lengur New York, 19, september — NTB U THANT, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá því á blaðamanna fundi í dag, að hann væri reiðubúinn að gegna starfi sínu áfram, þar til haustfundi Allsherjarþingsins lýkur, 20. desember nk. U Thant sagðist þó" setja það skilyrði, að aðildarríki samtakanna reyndu af fremsta megni að koma sér saman um eftirmann sinn fram til 3. nóvember nk., er starfstímabili hans lýkur. Á fundi þessum með frétta- mönnum voru lagðar margar spurningar fyrir framkvæmda- stjórann. Þá skýrði hann m. a. frá því, að hann kynni að taka Framhald á bls. 31 LESTARRÆNINGI HANDTEK- INN. London, 19. september. NTB. Einn þeirra manna, sem grun- aður er um að hafa verið höfuð- paurinn í lestarráninu mikla, sem framið var í Skotlandi 1963, var í dag handtekinn í London. Maðurinn er Reginald „Buster“ Edwards. Ekki er vitað, hvernig handtöku hans bar að höndum. Hann er talinn hafa dvalizt er- • lendis, en orðrómur hefur verið uppi um, að hann hafi verið beittur fjárkúgun af mönnum, sem þekktu til hans. Stdr loftsteinn sundraðist yfir NA-Bandaríkjunum Lesbjart varð um miðja nótt á stórum svæðum New York, 18. sept. - NTB: STÓR loftsteinn sundraðist í um 1600 km hæð yfir norð- austurríkjum Bandaríkjanna aðfaranótt sunnudags, og varð þá uni stund sem á björt- um degi á stóru svæði. Á sumura svæðum, m.a. í Sanilac í ríkinu Michigan, varð svo bjart, að lesljóst varð, og stokknaði á götuljós- um, sem stjórnað er af sjálf- virkum Ijósmælum. Er loftsteinninn sundraðist, féllu rnargir hlutar hans til jarðar, án bess að brenna upp. Steinar, allt að 45 cm í þver mál, féllu til jarðar. Steinarn ir voru rauðglóandi, er þeir féllu á yfirborð jarðar, og Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.