Morgunblaðið - 20.09.1966, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.09.1966, Qupperneq 4
4 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 20 sept. 1966 ■jfc- Æskan BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílalelgon lugólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Simí 14970 Bifreiðaleigan VegferB SÍMI ■ 23900 BÍLALEIGAN VAKUR Sundiaugaveg 12. Sími 35135. Pósturinn var að bera mér barnablaðið Æskuna. Mér þykir alltaf vænt um þetta blað — og þótt ég geri ekki mikið meira en að fletta því nú orðið — hef ég alltaf ánægju af Æskunni, þykir gaman að sjá hve ung hún alltaf er — að hún eldist ekki eins og ég. Stundum finnst mér samt of mikið af leikaramynd- um og samtíningi en of lítið af ævintýrum í blaðinu, en það sýnii* e.t.v. bezt, að við erum ekki lengur á sama aldri, Æsk- an og Velvakandi. í þessu síðasta blaði er heil síða með nöfnum stúlkna og Pilta, sem óska eftir bréfavið- skiptum við jafnaldra. Foreldr- ar ættu að hvetja börn sín til að stofna til bréfaskipta við jafnaldra í öðrum landshlut- um, eða öðrum löndum, þegar þau byrja á málanámi. Slíkt víkka sjóndeildarhring þeirra, er þroskandi, hjálpar til og venur þau við að setja hugsan- ir sínar á blað, er heilbrigt við fangsefni. Þótt Æskan gerði ekki annað en að styðja að myndun slíkra vinabanda, þá væri það eitt nóg til þess að gera hana mikils virði. En það er ótalmargt fleira, sem hún flytur — og hvernig væri, að mæðurnar leyfðu stúlkunum að spreita sig á mataruppskrift unum? Það gæti orðið skemmti legt, ekki aðeins fyrir stúlkurn ar, heldur fyrir alla fjölskyld- una. Að týna lífinu „Velvakandi góður. Peli skrifar: Ekki virðist mér vanþörf á, að betur sé vakað yfir íslenzk- unni í fréttalestri útvarpsins en gert er. Nefni ég hér aðeins tvö dæmi af mörgum, sem ég hef nýlega hnotið um, en oft hafa komið fyrir áður. Frétta- þulir segja, að svo og svo marg ir hafi „týnt lífi“ hér eða þar, (d. tabte Livett, í stað þess að segja, að menn hafi farizt, látizt eða beðið bana. 1 öðru lagi tala þeir um „hafsnauð'* (d. havsnöd), þegar átt er við sjávarháska eða jafnvel skips- strand. Þar sem slíkt fjölmiðl- unartæki sem útvarpið er á drýgri hlut en margur hyggur í því að móta daglegt mál hlust endanna þarf að standa betur á verði um móðurmálið en raun ber vitni. — Peli.“ í umferðinni Hlustandi skrifar: „Velvakandi sæll! Ég er að hlusta á hinn ágæta þátt í Ríkisútvarpinu, umferða þáttinn. Þá dettur mér í hug, hve mörg og margvísleg eru slysin á mannlífinu. „Forðist slysin“ heyri ég sagt. Þá gjöri ég mér í hugarlund, að á eftir komi t.d. — Hjónaskilnaðir eru slys sem bitna á mörgu fólki, sérstaklega börnunum. Glæpir og önraur brot gegn guðs og manna lögum, eru einnig slys. Óhófleg neyzla áfengra drykkja og hættulegra lyfja, eru líka slys, sem valda þján- ingum í ómælanlegri vídd. Slysin í mannlífinu eru ótelj- andi, og óhamingjan, sem þau valda hræðileg. „Endirinn skal í upphafi skoða.“ Nú er mikið talað um mannsæmandi líf, um áhrif „fullkomins ástar- lífs“ í hjónabandi, um uppbygg ingu, verzlunarvit, hagfræði, raunvísindi og tækni, — sem sjálfsagt er mikils virði, ef með fylgir vinátta, tryggð, holl usta, réttlæti, skapstilling, hátt vísi, skyldurækni, sannleiksást, heiðarleiki, hjálpsemi og dreng skapur. Þessi upptalning er víst mjög úrelt. Eða hvað? Góðir hálsar, menn og konur! Hvaða eiginleika á mann- fólkið að rækta með sér, til þess að geta gjört sjálfa sig og aðra hamingjusama? og hvern- ig? „Forðist slysm“. Gætið yðar í umferð mannlegs lífs! Hrind- ið ekki konum yður, mönnum og börnum út í hættur mann- lífsins, með ógætni, vanmati á verðmætum og hættum. Lögmál mannlífsins er ein- falt, en óumflýjanlegt. Það hljóðar svo: „Eins og maður- inn sáir, mun hann og upp- skera.“ Væri ekki hægt að leið beina „hlustendum", um þessa ræktun. Þátturinn: „Gætið yðar í um ferð mannlífsins“ væri þarfur. — Hlustandi." Hrossin í Hljóm skálayarðinum Halldór Jónsson, verkfr., skrifar: „Svo er að sjá, að sauðahöld ar í Reykjavík og nágrenni auki nú umsvif sín. Hvarvetna í Reykjavíkurlandinu blasa við sauðahjarðir á beit. Jafnvel á graseyjunum á Miklubraut ganga rollurnar sjálfala. Fyrir skemmstu spurði ég lögreglu- þjón, sem var nærstaddur, er sauðahópur stöðvaði umferð á Elliðaárbrúnum, hvort sauðbeit væri leyfileg svona inn í miðj- um bæ. Vörður laganna yppti öxlum, kvað erfitt að ráða við þetta og hélt síðan áfram að horfa á sauðina með heimspeki legri þolinmæði. Fróðlegt væri að vita hvort lögreglan í heild telur sig sigraða af yfirgangi sauðahölda. Við feðgar eigum kartöflu- garð fyrir ofan bæ. Hafandi orðið fyrir búsifjum vegna Upplýsingar gefur ágangs sauðfjár, girtum við garðholuna með gildum gadda- vír. Fyrir nokkru komum við að garðinum fullum af sauðfé. Hafði hliðið verið vandlega skorið úr til þess að sauðir ættu greiðan aðgang að þeim grös- um, sem hafa betur vaxið inn- an vírs en utan. Skyldi mér eftir þessu verða heimilt að beita hrossum mín- um í Hljómskálagarðinn á vetri komanda? Slíkt myndi spara mér þó nokkurt fé og tæp lega myndi væsa um hrossin, því sjálfsagt myndu einhverjir verða til þess að gefa þeim brauðmola með öndunum. Ég beini hér með þeirri spurningu til yfirvaldanna, hvort þau hafi nokkuð á móti þessu. En ég tek fram, þar sem mér leið- ast sauðkindur, að ég óska að fjárbændum verði gert að halda kindum sínum annars staðar, til dæmis í kirkjugörð unum, Austurvelli eða Klambratúni, verði mér úthlut að beitinni í Hljómskálagarð- inum. Tónlistarskóli Kópavogs Skólinn tekur til starfa 1. október n.k. Innritun fer fram í Félagsheimili Kópavogs mi'li kl. 5 og 7 alla virka daga, sími: 41066. Kennt verður á þessi hljóð- færi: píanó, orgel, fiðlu, celló, gitar, blokkflautu og á öll hljóðfæri lúðrasveitar, auk þess verður tón- fræði kennd sem aðalnámsgrein. Kórfólk' og öðrum, skal bent á. að veitt verður tilsögn i nólnalestri. Umsóknarfrestur er framlengdur til 24. þ.m. SKÓLASTJÓRI. — Halldór Jónsson, verkfr.“ Stúíka óskast á Hótel Borg Vestmannaeyingar Forðist óþarfa rafmagnseyðslu og snertingu af bil- uðum raflögnum. Látið okkur setja í hús yðar hinn svokallaða lekastraumrofa sem kemur í veg fyrir leka á rafmagni og hættu við sneitingu. Tökum einnig að okkur nýlagnir og viðgerðir ásamt heim- ilistæk j aviðgerðum. Rafvirkinn sf. Landagötu 4, Vestmannaeyjum Símar 1956 og 2295. Húsnæði til leigu nú þegar: í vel staðsettu verzlunar og iðn- aðarhverfi í Reykjavík, 2 hæðir og kjallari. Gólf- flötur hverrar hæðar ca. 140 ferm. Heppilegt fyrir teiknistofu, skrifstofu, saumastofu, eða ýmsan smærri iðnað. Þurr og rúmgóður kjallari. Keflavlk - Suðurnes Til sölu gott einbýlishús í Sandgerði. Stærð 121 ferm. 50 ferm. bilskúr. Frágengin lóð. 4ra herb. íbúð í Ytri-Njarðvík, verð 680 þus. Útb. 180—200 þús. FASTEIGNASALAN Hafnarstræti 27 Keflavík, sín.i 1420. GÚSTAF A. SVEINSSON hæs taréttar íögmaður Laufásvegi 8, Reykjavík Sími 1 11 71. B O S C H ÞOKULUKTIR ‘ÍT BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.