Morgunblaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 20. sept. 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Þarna stóð hann og hló að mér. — Síðast þegar ég flaug, var ég á lofti í tíu mínútur, undan vest- urhlíðunum í Monte Capello. Ég fullvissi þig um það, Beo, að þetta er ekki nokkra vitund hættulegt. Það eina, sem getur brugðist er þáttur mannsins sjálfs. Og eftir það, sem ég er búinn að afreka, er það ekki sér- lega líklegt. Hann var ekki lengur fölur og spenntur, eins óg hann hafði verið fyrir aksturinn. Brosið á andliti hans var glaðlegt, en engin gretta. Hann lyfti ann- arri hendi til að heilsa mann- fjöldanum, sem fyrir neðan stóð, æpandi fagnaðaróp. — Lendingin getur orðið miklu erfiðara en flugið, sagði hann. — Ég er að hugsa um að fara alveg yfir torgið og lenda á mýkra jarðvegi í hallanum handan við það. Fallhlífin bak við vængina, dregur úr ferð- inni, þegar ég tek í spottann og hún opnast. Sjálfstraustið í honum var drembilegt og takmarkalaust. Hann leit til fjarlægra fjallanna, og brosti. — Farðu ekki, Aldo, sagði ég. — Það er hreint sjálfsmorð og brjálæði. Hann hlustaði ekki á mig. Honum var sama. Trú hans var trú ofstopamannsins, sem öldum saman hafði reynzt verða áhang endum sínum til tortímingar. Eins og Claudio á undan honum, gat hann ekki annað en dáið. Hann stóð þarna á hillunni og tók að gyrða sig gjörðunum og spenna taugarnar fastar við axl- irnar á sér, og stíga gegn um götin, sem voru fyrir fæturna. Hann stakk báðum örmum gegn um festingarnar, sem voru áfastar vængjunum og lyfti þeim síðan. Þegar hann stóð svona, baðandi út öllum limum, fannst mér hann einhvernveginn ósjálfbjarga, jafnvel hálf-hlægi- legur. Hann mundi aldrei losna úr þessum fjötrum, sem hann *ar nú hnepptur í. Mannfjöldinn, sem var þrjú hundruð fetum fyrir neðan okkur á Markaðstorginu, var allt í einu orðinn alveg þögull. Höfuðin, sem voru þarna þétt- skipuð eins og fyrr, æptu ekki lengur: „Donati“. Þau biðu og horfðu meðan maðurinn, færður í sína eigin fjötra, stóð hreyfing- arlaus á fremstu brúninni, og bar við himin. Ég skreið að honum og greip báðum höndum um fæturna á honum. Nei ....... sagði ég. — Nei ...... Ég hlýt að hafa æpt þetta, því að röddin í mér kom bergmál- andi á móti mér, hæðnisleg en svo sterk, að hún barst niður til þeirra, sem næstir stóðu fyrir neðan og hræddi þá. Svo heyrð- ust andvörp, sem enduðu í mót- mælum og skelfingu. — Hlustaðu á þá, sagði ég. — Þeir vilja það ekki. Þeir eru hræddir. Þú ert búinn að sanna færni þína einu sinni. Hvers- vegna aftur .... í Guðs nafni? Hann leit niður á mig og brosti. — Af því að einu sinni er ekki nóg. Það er það, sem þeir verða að læra. Bæði þú og Cesare og allir þeir, sem standa þarna niðri, — allur Ruffano- bær, — að einu sinni er sama sem aldrei. Maður verður alltaf að leggja á hættu í annað sinn og þriðja sinn og fjórða sinn .... sama hvað það er, sem maður vill afreka. Farðu frá! Hann sparkaði aftur undan sér, svo að ég hrasaði og féll upp að hurðinni. Ég skall út á hlið og rak brjóstið í tröppuna og missti andann sem snöggvast, svo að ég lá þar á hnjánum til þess að ná honum aftur, og með lokuð augu. Þegar ég opnaði þau aftur, stóð hann með útrétta vængina, tilbúinn til flugsins. Nú var hann ekki lengur hlægi- legur útlits, heldur fagur. Og um leið og hann stökk út í loftið, fyllti vindstroka fóðrið undir vængjunum, svo að þeir belgdust ‘ út, drógust svo sam- an, líkast því, sem verður á sumum barnaleikföngum. Lík- ami hans var láréttur milli vængjanna og armar hans og fætur fullkomnuðu myndina. Létt og fyrirhafnarlaust sveif hann uppi yfir mannfjöldanum, og barst fyrir vindinum, alveg eins og hann hafði sagt fyrir. Fjaðrirnar, sem höfðu verið silfurlitaðar, tóku nú á sig gulls- lit. Hann sveif suðureftir og mundi geta lent í dalnum hand- an við Markaðstorgið. Ég beíð eftir því, að hann tæki í fallhlífarbandið, til að draga úr ferðinni, sem hann hafði verið að tala um. En það gerði hann ekki. í stað þess hlaut hann að hafa losið sig og látið áhaldið, sem hann hafði sjálfur hjálpað til að búa til, reka stjórnlaust fyrir golunni. Hann kastaði sér frá, og sveif með armana útrétta eins og vængi, og stakkst síðan til jarð- ar og datt, svo að líkami hans, lítill og veiklulegur, féll eins og svart strik, sem bar við him- in. Frétt úr „Vikupóstinum“ í Rufjao: Aldo Donatii prófessor og formaður Listaráðsins og for- ustumaður vorrar elskuðu borg, sem týndi lífi í hörmu- legu slysi á hátíðardaginn, verður syrgður, ekki einasta af elskandi bróður og svo vin- um sinum, heldur af hverjum stúdent við háskólann, af sam- verkamönnum og félögum, og einnig af öllum íbúum Ruff- aoborgar. Hann var eldri son- ur Aldo Donati, sem um langt árabil var hallarvörður í her- togahöllinni, og fœddur og upp alinn hér í borg. 1 styrjöld- inni var hann í flughernum og gerðist flugmaður. Hann var skotinn niður árið 1943, en tókst að sleppa, og meðan á stóð hernámi Þjóðverja, stofn aði hann her skæruliða í fjöll- unum og barðist þar með fé- lögum sínum, unz landið varð aftur frjálst. Er hann kom aftur til Ruff- ano, frétti hann, að faðir hans hefði andast nokkru áður í fangabúðum Bandamanna, og að móðir hans og yngri bróðir hefðu farizt í sprengjuárás. Sorgbitinn en óbeygður, hóf Aldo Donati nám við háskól- ann í Ruffano og tók próf í list fræði með fyrstu einkunn. Hann komst í Listaráðið og varði því, sem eftir var æv- innar við starf fyrir það, sem var í því fólgið að varðveita hertogahöllina og listaverk þau, er þar eru geymd, en beitti sér þó fyrst og fremst fyrir hjálparstarfsemi fyrir munaðarlausa stúdenta. Sem □--------------□ 72 □--------------□ rektor hafði ég þá ánœgju að vinna með honum að háskóla- hátíðunum, og ég get fullyrt, án nokkurs fyrirvara, að kunn átta hans á því sviði fór fram úr öllu, sem hér hefur áður sézt. Hann var snillingur og hrifning hans hafði slíkt áhrif á þátttakendurna, sem léku á þessum hátíðum, að það sem þeir væri að fara með, vœri ekki skáldskapur heldur raun veruleikinn sjálfur — og þar tala ég ag reynslu, þar eð bæði ég og konan mín vorum meðal þessara þátttakenda. Hvort val hans fyrir hátíð- ina i ár, hefur verið viturlegt eða ekki skal ekki hér um rœtt. Hinn áumkunarverði her togi er ekki maður, sem við óskum að endurminnast. — Og Ruffanobúar, bœði lífs og liðnir, vilja helzt geta gleymt honum. Hann var illur mað- ur og illviljaður honum var illa við alla þegna sína, en dáður af þröngum hópi manna, sem voru jafn fyrirlitlegir og hann var sjálfur. En hvað sem um það er, fannst Aldo Don- ati hann vera frœgðar sinnar verður, þó ekki væri nema vegna þessa afreks Jehus forð um, að stýra átján hestum gegn um Ruffanoborg, frá norðurhœðinni til suðurhæðar innar. Hvort Claudio greifi framkvœmdi þetta afrek, er enn í óvissu. En Aldo Donati gerði það. Þeir sem horfðu á hann síðastliðinn föstudag, munu ekki gleyma því. Hefði hann látið þar við sitja hefði það nœgt. Það sem hann hafði afrekað, var œv- intýralegt, jafnvel dásamlegt. En hann stefndi hœrra og týndi lífi við þá tilraun. Það var ekki áhaldinu að kenna, því að kunnáttumenn hafa rannsákað það. Aldo Donati virðist hafa gleymt þeirri grundvallarreglu, sem hverj- um nemanda í fállhlífarstökki er fyrst kennd — að toga í bandið. Hvers vegna vanrœkti hann það, fáum við aldrei að vita. Bróðir hans, Armino Donati, sem kom til Ruffano í vikunni, sem leið, eftir tuttugu ára fjarveru, og sezt vonandi hér að til þess að halda áfram starfsemi bróður síns fyrir fá- tæka stúdenta, hefur sagt mér, að hann haldi, að bróðir sinn hafi snögglega ogá miðju flug- inu, séð einhverja sýn, eða komiizt snögglega í einhvern æsing, sem gerði hann blind- an á hættuna. Þetta gœti vel satt verið. Eins og Icaros, flaug hann of nærri sólinni. Eins og Lucifer, féll hann. Við, eftirlifandi Ruff anobúar, hyllum hugrekki mannsins, sem þorði. Gaspari Butali rektor há- skólans í Ruffano. (Sögulok). Lamineraðar spónaplötur Skandinavískur umboðsmaður fyrir vestur-þýzka framleiðendur óskar eftir sambandi við áreiðanlegan innflytjanda/heildsala um vörubirgðir og sölu á sam keppnisfæru verði. — Þeir, sem hafa áhuga, sendi vinsamlega svar til afgr. Mbl., mekt: „Soie Repre- sentaion“. Garn, — Garn, — Garn Ef það er garn, liggur leiðin í Hof Fáum daglega nýjar sendingar af vinsæl- ustu garntegundunum, svo sem: HJARTAGARN — NEVEDAGARN — PARLEYGARN — SKÚTUGARN — SÖNDERBORGARGARN. Margar gerðir og mismunandi afbrigði frá hverri verksmiðju. Auk þess höfum við jafnan ANGÓRUGARN — BAÐMULLARGARN — DRALONGARN — NÆLONGARN og 3 tegundir RYAGARNS. Verzlunin HOF lS9AVíStJr| • • A-0 Hvort sem nafnið á bílnum byrjar á A eða Ö eða einhverjum staf þar á milli þá framleiðum við áklæði á bílinn. Otur Sími 10639 — Hringbraut 121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.