Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 31

Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 31
Þriðjudagur 20 sept. 1966 MORGU NBLAÐIÐ 31 Dr. Hallgrímur prófessor í Kanada DR. HALLGRÍMUR Helgason, tónskáld, er farinn til Kanada, þar sem hann hefur verið ráðinn prófessor við háskólann í Saska- tchewan í Regína og er ráðning- artími hans 1 ár, frá 1. júlí að telja. Eru kennslugreinar Hall- gríms hljómfræði, kontrapuntur, greining tónsmíða, stílfræði og tónsmíði. Við háskólann í Saskatchewan eru um 200 kennarar, þar af 14 við músikdeildina. í nánum tengslum við háskólann og sum- part í sömu húsakynnum er konsertvatorium með fjölmörg- um undirbúningsdeildum og 40 kennurum. Og við háskólann er Síðastliðið sunnudagskvöldl kom 60. þúsundasti gesturinní á Iðnsvmnguna 1966 og hlaut’ hann a3 gjöf tvær dýnur frái Dúna. Hinn heppui var Þor-^ varður Magnússon, Erlu- hrauni 4, Haínarfirði. Hér af- hendir Arinb.jörn Kristjáns-1 son, framkvæmdastjóri sýningt |l arinnar 60, þúsundasta gestini um dýnurnar. - íþróttir Framh. af hls. 30 miðað við það sem hann á bezt til. Kári skapaði með sínum hraða mikla hættu — en honum tókst ekki að nýta sín tækifæri og litl- ar og lélegar voru tilraunir fé- laga hans til hjálpar. Karl Her- mannsson barðist bezt þeirra framlínumanna, en í ljós kom áþreifanlega að enginn er hann vinstri kantmaður. Aftasta vörnin komst í heild bezt frá leiknum. Þar var Sig- urður Albertsson mestur og bezt- ur baráttumaður — að Árna Njálssyni ekki gleymdum. Anton kom vel frá leiknum — með hjálp hinna og átti á köflum mjög góðan leik. óskar nýliði stóð sig vorium framar í bak- varðarstöðunni, fékk að vísu erf- iðasta og leiknasta mótherjann — en tókst heldur ekki að trufla hann í hvorugu markinu sem hann skoraði. Franska liðið virðist í sama „klassa“ og hið íslenzka. Þó var miklu meiri hraði í leik fram- herjanna en tæknin af svipuðu tagi. Beztir voru að mínum dómi útherjinn blakki og afturliggj- andi framvörðurinn nr. 4, Lemp- ereur. Þessir frönsku áhugamenn sýndu líka „sjentilmennsku“ eins og við var að búast af Frökkum, ef undan er skilið atvik milli Planta bakvarðar og Karls Her- mannssonar. Dómarinn O’Neill var lélegur eins og allir þeir eru sem reyna að verða aðalpersónur á vellin- um og vægast sagt fékk hann lé- lega aðstoð hjá línuvörðunum — ekki sízt er til ákvörðunar kom um rangstöðu. — A. St. Scuðfjárslátrun i Hafnarfirði SAUÐFJ ÁRSLÁTRUN hófst í Sláturhúsi Hafnarfjarðar (Guð- mundi Þ. Magnússyni) í Víði- stöðum fyrir síðustu helgi. Að þessu sinni hefur hann í hyggju að slátra 10 þúsund fjár en í fyrra urðu það G.500. Féð fær Guðmundur m.a. úr Kjósinni, Þingvallasveitinni, Ölf usi, Grafningi og Mosfellssveit, og segir hann það lita vel út sem komið er. — í sláturhúsinu, sem hann byggði fyrir nokkrum ár- um, er aðst.aða ágæt, og nægur vinnukraftur er þar. Alls sóttu 61,788 gestir linsýninguna 1966 ALLS sóttu 61778 gestir Iðnsýn- inguna 1966, sem lauk sl. sunnu- dagskvöld, þar af um 12 þúsund um helgina. Formaður Iðnsýn- ingarnefndar, Bjarni Björnsson, tjáði Morgunblaðinu í gær, að þetta væri mun betri aðsókn, en menn hefðu búizt við í upphafi. Bjarni kvaðst vona, að sýning- argestir og forráðamenn þjóðar- innar hefðu fengið góða yfirsýn á fjölbreytni íslenzks iðnaðar og að öllum hefði skilizt, hversu iðnaðurinn sé nauðsynlegur og - Ólafsfjörður Framhald af bls. 32. athugun á vegarstæði fyrir Ólafs fjarðarmúla. Árið 1953 byrjuðu nokkrir Ólafsfirðingar vegargerð fyrir heimafengið fé. Fyrsta íjár veiting hins opinbera var 1956, en sumarið 1957 var ekkert unn- ið við veginn. Samtals er nú bú- ið að vinna við veginn í 10 sum- ur. Nú síðustu árin hefir fjár- veiting til vegarins verið 3 !4 milljón króna á ári og er kostnað ur við vegargerðina nú um 18 milljónir króna. Vegurinn til Dalvíkur er 18 km. langur. Eftir er að endurbyggja 3 km. frá Karlsá til Dalvíkur. Ráðherrann óskaði Ólafsfirðingum og öðrum til hamingju með þessa miklu samgöngubót, sem styttir leið- ina frá Siglufirði til Akureyrar um 70 km. Þakkaði hann verk- stjórum og verkamönnum vel unnin störf. Gat ráðherra þess að sérstök heppni hefði fylgt þessu verki, því ekkert slys hefði hent meðan það var framkvæmt. Ósk aði ráðherra þess að sama g;tfa myndi fylgja veginum í framt.'ð- inni. Snæbjörn Jónsson yfirverk- fræðingur lýsti verkinu og tók fram að því væri ekki lokið, m.a. vegna þess, að Landsíminn er að leggja jarðstreng meðfram veg- inum milli Dalvíkur og Ólaís- fjarðar. Þegar því verki lýkur fær Ólafsfjörður sjálfvirkan síma og einnig er í undirbúningi að hér verði sett upp endurvarps- stöð fyrir ríkisútvarpið. Aðrir ræðumenn voru Jón Stefánsson frá Dalvík og Ásgrímur Hart- mannsson bæjarstjóri í Ólafs- firði. Ræddu þeir um þessa miklu samgöngubót og þá ger- breytingu, sem hún hefði í för með sér fyrir þessa kaupstaði. Yfirverkstjóri frá upphafi hefir verið Guðmundur Benediktsson en verkstjóri við Múlaveginn lengst af Sveinn Brynjólfsson. — Jakob. mikilvægur þáttur í þjóðarfram- leiðslunni. „Það er enginn vafi á því“, sagði Bjarni, „að sýningin hefur orðið iðnrekendum og iðnaðar- mönnum hvatning, m. a. vegna mikillar eftirspurnar á fram- leiðsluvörum þeim, sem sýndar voru, jafnt með beinum kaupum á kaupstefnunni og á annan hátt. Árangur varð svo góður hjá fjölda fyrirtækja, að þau munu eiga fullt í fangi með að anna eftirspurn". Bjarni kvað Ijóst, að ekki hafi orðið halli á sýningunni og sýn- ingarnefndin væri jafnvel von- góð um, að nokkur ágóði hafi orðið. Bjarni sagði, að sýnendur hefðu þegar byrjað á því í gær- morgun, að rýma sýningarstúkur sínar, en því verki ætti að vera lokið á þriðjudagskvöld. Um næstu helgi eigi sýningarnefnd að afhenda húsið. Hann sagði, að sýningarnefnd væri mjög þakklát almenningi fyrir þann áhuga, sem sýning- unni hafi verið sýndur. Og að lokum kvaðst Bjarni vilja þakka sýnendum, starfsmönnum þeirra, starfsfólki sýningarinnar og öðr- um, sem þátt hafi átt að henni, fyrir framúrskarandi gott sam- starf og áhuga á því að gera Iðn- sýninguna sem glæsilegasta og bezta. Iðnsýningin hófst þann 30. ágúst sl. og stóð því , tæpar þrjár vikur. | HUNDRUÐ manna, þar á meðal fjöldi vændiskvenna og bareigenda, voru handteknir í Grikklandi í gærkvöldi í her- ferð, sem lögregla helztu borg anna fór í í því skyni að út rýma spillingu úr næturiífi þeirra og draga úr nætur- göltri unglinga. Dr. Hallgrímur Helgason 70 manna hljómsveit. Nemendur í tónlistardeildum skólans eru um 1600, þar af 40—50, sem búa sig undir háskólapróf í músik. Vistmenn Hrnfnistn d Iðnsýningunni í GÆR hringdi Au'ðunn Her- mannsson og bað blaðið fyrir þakkir til forráðamanna Iðn- sýningarinnar 1966 frá vistmönn- um á Hrafnistu, en þeim var boðið að skoða sýninguna, þar sem þeir þágu og kaffiveitingar. Þá bað Auðunn blaðið og að flytja Bæjar.leiðum þakkir vist- fólksins, en þeir óku vistmönn- unum til sýningarinnar og heim aftur. — U Thant Framhald af bls. 1 til endurskoðunar þá ákvörðun sína að gefa ekki kost í sér í embætti framkvæmdastjóra samtakanna á ný, ef stjórnmála- ástandið í heiminum batnaði. U Thant var beðinn um að gera nánari grein fyrir því, hvað hann ætti við með þessum orðum, en frekari skýring fékkst ekki. Hins vegar sagði framkvæmda stjórinn, að hann óskaði eftir því að fá síðar tækifæri til að svara ýmsum spurningum frétta manna. Margir þeirra, er fund- inn sátu í dag, eru þeirrar skoð- unar, að U Thant eigi í vök að verjast nú, þar sem svo hart hafi verið að honum lagt að gegna áfram starfj sínu. Það var 1. september, sem U Thant tilkynnti, að hann myndi Gufubaðstofan Hótel Loftleiðum lokuð þriðjud. vegna viðgerða. Opin aftur miðviku- dag, bæði karladeild og kvennadeild. Opið frá kl. 8—8 mánudaga, unðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Laugardaga kl. 8—5. Sunnudaga kl. 9—-12. Frú HALLA BRIEM andaðist á Landakotsspítala þann 19. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar. — Fyrir hönd stjúpbarna og ætt.ingja. Eiríkur Briem. hætta störfum 3. nóvember. Frá því hefur þeim tilmælum hvað eftir annað verið beint til hans, að hann gegni áfram starfi sínu, og hafa þar lagzt á eitt komm- únistaríki og vestræn. 1. september rakti U Thant fjöldamörg vandamál, sem hann sagði, a'ð Sameinuðu þjóðunum hefði ekki auðnazt að finna lausn á. f dag sagði hann hins vegar, að ekki mætti telja, að ákvörð- un hans um að draga sig í hlé stæði í neinu sambahdi við þessi vandamál. Hins vegar sagði hann í dag, að hann ætti erfitt með að sætta sig við, að framkvæmdastjóri S. þ. ætti að gegna nokkurs kon ar skrifstofustarfi, en fengi hins vegar ekki að taka raunhæfan þátt í alþjó'ðlegu stjórnmála- starfi. Þá sagði U Thant, að hann von aðist til þess, að bæði opinber- ar viðræður og viðræður einka aðila, meðan á stæði fundi Alls- herjarþingsins, myndi leiða til þess, að nýjar leiðir fyndust til þess að leysa Vietnamdeiluna. S. Þ. gætu ekki gripið í taum- ana, eins og stæði, en vonanrti yrðu samtökin þess megnug sfð- ar. Enn fremur sagði U Thant, að hann fengi ekki séð, að kosn- ingar þær, sem hefðu nú farið fram í S-Vietnam, hefðu verið frjálsar. Þeim mætti helzt líkja við kosningar þær, sem fóru fram í heimalandi hans, Burma, 1947, en þá stóð borgarastyrjöld í landinu. Framkvæmdastjórinn sagðist gera sér fulla grein fyrir þvi, að stórveldin vildu ekki ræða Vietnam vandamálið. Afstaða Kína til heimsóknar sinnar til Moskvu nýlega sýndi, að Alþýðu lýðveldi'ð greindi ekki lengur mun vinar og óvinar. Kínverj- ar ásökuðu Sovétmenn fyrir að tala máli Bandaríkjamanna í Vietnam. Hins vegar sagði U Thant, að menn yrðu að greina á milli yfirlýsinga Kínverja og aðgerða þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.