Morgunblaðið - 20.09.1966, Qupperneq 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
214. tbl. — Þriðjudagur 20. september 1966
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
’íMf*' •VX<W«»»»»!yVMfjCM , «
Byrjað á Sundahöfn
um mánaðamótin
Samið við sænska verktaka
NÚ ER œ'Iunin að byrja íram
kvæmdir við Sundahöfn um
næstu mánaðamót. Hafa stað-
ið yfir samninRar við sænska
fyrirtækið Skansk Sement
Gjuteriet. sem hafði lægsta
tilboð í 1. áfanga verksins. Og
er búizt við að þeir hefjist
handa urn næstu mánaðamót,
skv. upplýsingum frá Gunnari
Guðmundssyni, hafnarstjóra.
Þessi fvrsti áfangi er gerð
400 m hafnargarða í Vatna-
görðum, dýpkun á hafnar-
svæði og sprenging á blind-
skeri út af Laugarnestöngum.
Hljóðaði tilboð sænska fyrir-
tækisins upp á að vinna þetta
verk fyrir 81,7 millj. kr. Ekki
hefur endanlega verið skrifað
undir samningana, en verið
að ganga frá þeim.
Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla. Lækkunarmerkið hefur verið tekið niður. Á myndinni eru
m.a.: Ingólfur Jónsson, ráðherra, Snæbjörn Jónasson, yfirverkstjóri og Guðmundur Benedikts-
son, yfirverkstjóri vegagerðar innar.
Hvarf lögregl-
unni á stoln-
um bíl
f FYRRINÓTT var bifreið stol-
ið úr bílskúr í Kópavogi, þar
sem hún var til viðgerðar. Mætti
lögreglan bifreiðinni og þar sem
hún var númerslaus, ætluðu lög-
reglumennirnir að athuga hana
nánar. Herti ökumaður þá ferð-
ina og hvarf lögreglumönnunum.
Var þetta um kl. 1.30 um nótt-
ina.
Skömmu seinna var tilkynnt
að bíl hefði verið ekið út af á
Hlíðarvegi á móts við nr. 146.
Var þar komin stolna bifreiðin,
en ökumaðurinn horfinn.
>eir sem kynnu að geta gefið
upplýsingar, eru beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
Kópavogi. Stolna bifreiðin er
gulleit með rauðum skellum,
Ford af árgerð 1957. Henni var
stolið úr bílskúr, sem er á gryfju-
bakkanum við Lækjarbakka.
Hin mikla samgöngubót
Úlafsfirðinga
Olafsfjurðarvegur formlega
opnaðor
Ólafsfirði 19. september.
KL. 16.30 S.L. laugardag gerð-
ist sá merkisatburður í samgöngu
málum Ólafsfjarðarkaupstaðar,
að vegurinn fyrir Ólafsfjarðar-
múla var formlega opnaður af
Ingólfi Jónssyni samgöngumála-
ráðherra. Ráðherrann kom með
bifreið frá Akureyri ásamt Snæ-
birni Jónassyni yfirverkfræðingi
Vegagerðar ríkisins. Einnig voru
Drengur undir dráttarvél
hún vaít - s/asað/sf mikið
er
MJÖG alvarlegt slys varð í port
inu bak við hús Jóns Loftssonar
h.f. sl. laugardag, en þar hvolfdi
dráttarvél með þeim afleiðing-
um að ökumaðurinn, 15 ára pilt-
ur, varð undir henni og slasaðist
hann mjög alvarlega.
Pilturinn var að aka steypu-
jórni að þeim stað í portinu, þar
sem steypan er hrærð. Urðu
menn þá varir við að óeðlilega
langt leið á milii ferða hjá pilt-
inum. Þegar farið var að huga
að honum fannst dráttarvélin á
hvolfi, og drengurinn mikið slas
aður. Var hann fluttur í sjúkra-
hús, þar sem gert var að meiðsl
um hans. Var líðan hans eftir at
vikum góð, er Mbl. hafði sam-
band við spítalann í gærkveldi.
með honum í förum núverandi
oddviti Dalvíkurhrepps, Jón
Stefánsson svo og fyrrverandi
oddviti Dalvíkur, Kristinn Jóns-
son. Þá voru einnig þarna Guð-
mundur Benediktsson yfirverk-
stjóri Vegagerðarinnar á Mið-
Norðurlandi og Sveinn Brynjólfs
son verkstjóri við Múlaveg, en
þeir tóku upp lokunarmerkið
við Brimnesá í ólafsfirði. Þar
tók bæjarstjórn Ólafsfjarðar á
móti ráðherranum og fylgdariiði
hans og bauð til kaffidrykkju í
félagsheimilinu Tjarnarborg.
Þar flutti ráðherra ræðu og
færði kveðjur og árnaðaróskir
frá ríkisstjórninni og rakti sögu
Múlavegarins.
Upphaf þessarar vegagerðar
mun hafa verið það að árið 1951
fluttu þingmenn Eyfirðinga þeir
Magnús Jónsson og Bernharð
Stefánsson þingsályktartill. um
Framhaid á bls. 31
Eggert sýnir
á Akureyri
Akureyri, 19. september: —j
EGGERT Guðmundsson opnaði
málverkasýningu í Landsbanka-
salnum á Akureyri á laugardag-
inn. Eggert sýnir þar 38 mál-
verk og 3 teikningar og eru 30
myndir til sölu. 10 myndir seld
ust strax fyrsta daginn. Sýningin
verður opin ki. 3—10 síðdegis til
sunnudagskvölds 25. september.
— Sv. P.
Sjóðir stofnaðir til hagræðingar
i landbúnaði og kaup á jörðum,
sem fara í eyöi
Lán til jarðakaupa tvöfölduð
SVO SEM skýrt hefur verið
frá í fréttum, komst á sam-
komulag innan sexmanna-
Wtm
í morgun lögðu átta íslenzkir flugbjörgunarmenn af stað til Grænlands með bandaríska ís-
brjótnum Atka, og hyggjast þeir ná í lík 12 bandarískra flugmanna, sem fórust á Krónborgar-
jökli árið 1962. Ásamt íslenzka leiðangrinum fara 6 menn frá varnaliðinu. Sjá nánari frásögn á
bls. 3. (Ljósm. Sv. Þorm.).
nefndarinnar s. 1. laugardag
um tæplega 11% hækkun til
bænda á framleiðsluverði
landbúnaðarvara, frá því sem
var í fyrrahaust. Um 5% af
þessum hækkunum er þegar
komið inn í verðlag til neyt-
enda og óvíst er enn hvert
verður útsöluverð landbún-
aðarvara, en í gær sat sex-
mannanefnd fundi um það
mál.
Hliðarráðstafanir hafa verið
gerðar, þar sem m. a. er gert ráð
fyrir stofnunum sjóða til að
kaupa jarðir, sem fara í eyði, og
hinsvegar hagræðingarsjóður. —
Einnig verði hækkuð lán til
jarðakaupa um helming og aukin
lán til vinnslustöðva og slátur-
húsa.
Hinir einstöku liðir þessara
hliðarráðstafana eru sem hér
segir:
1. Veðdeild Búnaðarbankans
verði útvegað að láni veruleg
upphæð á árinu 1967 og að því
stefnt, að deildin geti lánað til
jarðakaupa allt að 200 þúsund kr.
á býli, í stað 100 þús. kr., eins
og nú er gert.
2. Gert er ráð fyrir að Stofn-
lánadeiid landbúnaðarins veiti
lán til vinnslustöðva og slátur-
húsa á þessu hausti, ekki lægri
upphæð en 30 milljónir króna, en
það er mun meira en áður hefir
verið lánað.
3. Stofnaður verði jarðakaupa-
sjóður til þess að kaupa jarðir,
sem af þjóðhagslegum ástæðum
er talið æskilegt að fari í eyði.
Er þar um að ræða jarðir, sem
illa eru í sveit settar og ekki hafa
nægileg jarðræktarskilyrði.
4. Veittar verði 30 milljónir
króna til hagræðingar í land-
búnaði og stofnaður Hagræðing-
arsjóður. Af upphæð þessari
verði veittar 20 milljónir sem
framlag til hagræðingar og end-
urbóta í vinnslustöðvum land-
búnaðarins.
Gert er ráð fyrir að sjóðir
þessir verði stofnaðir með lögum
frá Alþingi í vetur og mun verða
skipuð nefnd til að semja frum-
vörp um þá.
Skagaströnd, 19. september:
GAMALT býli, yzt hér í þorp-
inu, Réttarholt, brann á sunnu-
dagskvöld. Var þetta gamalt
timburhús, sem flutt var úr, en
aðeins notað fyrir geymslur á
vetrum. Brar.n það til ösku. Raf-
magn var enn á húsinu, og talið
að það hafi orsakað brunann.