Morgunblaðið - 16.10.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 16.10.1966, Síða 11
Sunnudagur 16. oikt. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Flogið til Flateyjar „JA, þá erum við nú eiginlega | til“, er sagt í símann, kl. að ganga 2 e.h. laugardaginn í 23. viku sumars. Og það sem stend- ur til er hvorki meira né minna en bregða sér norður í Flatey á Skjálfanda með viðkomu á Húsa vík og veca koniinn aftur fyrir kvöidið. Og ir.naa fárra mínútna erum við komm út á flugvöll, þar sem f irkosturinn stendur bú inn til brottfarar. „Gjörið þið svo vel og stígið inn“. Sá sfem býður, er flugmaðurinn á Piper Twin Comanche, það er flugvél Flug stöðvarinnar h.f., keypt hingað frá Bandaríkjunum sl. vor og hefur síð.nn verið mikið á lofti í leiguferðum bæði með fslend- inga og erlenda ferðamenn. — f>etta er hinn gjörvilegasti far- kostur með tvo hreyfla, tekur 5 farþega og getur flogið alla leið til Grænlands og til baka 'aftur án þess að taka eidsneyti. Hún er útbúin blmdflugstækjum og það kemur sér vel í þetta sinn, því að skyggni er lítið og haustgrá þokan grúfir yfir borginni. Strax þegar komið er upp í Borgarfjörð er hún svo þykk, að maður sér ekki nema vel út fyrir væng- broddana. Flugmennirnir heita Elíeser Jónsson og Pétur Val- bergsson og ón þess að maður hefði séð þá fyrr, verka þeir þannig á mann, að maður vonar og trúir að allt gangi vel og þeir fljúgi fan sínu heilu gegnum þennan þolcuheim á fyrirhugað- an áfangastað. Og það reynist líka svo. Áður en haldið er út í eyna er komið við á flugvellinum við Húsavík. Þar er ler.t eftir rúmlega klukku stundar ílug. Þar bíða þrír far- 'V/.v .vvv^y' »n • •.' • ' JWíS "W.^f Flateyjarkirkja. eyingum sé gert að greiða hærri skatta heldur en mönnum, sem minna láta yfir sér, og svo mikið er yíst að ekki dró til neinna tíðinda á þinginu í Flatey að þessu sinni. Munu þeir hafa borgað þar skatta sína refja- laust, sem viðlatnir voru. Eftir 11 mínútna flug erum við lentir á löngum og góðum gras- velli á vesturenda eyjarinnar. Við stígum út og göngum í áttina til húsanna Við höfum skammt farið, er maður kemur á móti okkur til að bjóða okkur vel- komna á staðinn. Hann heilsar öllum alúðlega, ekki síst fulltrúa sýslumannsins, sem ekki er furða, því að þetta er hreppstjór inn sjálfur, Gunnar Guðmunds- son. En hann er ekkert líkur fyrir að vera neitt útkjálka- Lppibær ! Flatey. Eitt af hinum mörgu auð húsum í eynni. þegar til Flateyjar. Einn þeirra er fulltrúi sýslumannsins, sem er að fara á fund eyjaskeggja til þinga, því að eyjan, hún er sér- stakur hreppur, ein út af fyrir sig síðan bvggð Jagðist niður á Flateyjarríal. Fuiltrúinn hefur meðferðis stóra bok, svo stóra, að hún kemst ekki í neina venju- lega tösku. svo bann verður að hafa hana í hærusekk. Og það er sannarlega engin furða þótt sú bók sé mikil fyrirferðar, því þetta er skattskra þessarar fjöl- menna sýslu — Þingeyjasýslu. Þó er ekki þar með sagt, að Þing yfirvald — minnir mann frekar á sendiherra í sumarfríi, eða einhvern slíkan heimsmann, sem tekið hefði sér stundarhvíld frá önnum og flækjum diplomat- iskra vandamála. Hann leiðir okkur inn í bæ sinn, Útibæ þar sem húsfreyjan, Hólmdís Jóns- dóttir, ber ríkulega á borð fyrir gestina. Það er vel þegið, en það er því miður ekki til langrar setu boðið. Viðstaðan má ekki vera nem.a 2 stundir. Yfirvaldið þarf að íara að þinga og aðrir að reka þau erindi, sem eru hinn raunverulegi tilgangur ferðar- Jólohannyrðavönunar komnar Mjög mikið úrval. Verzlunin JEIMNÝ Skólavörðustíg 13 A. Nýju Blikksmiðjunni vantar nú þegar laghenta menn í vinnu. Upplýsingar í okkar nýju húsakynnum við Ármúla 12. innar, þótt ekki verði þau hér rakin. Það er þessvegna lítið ráð- rúm til að litast um og kynna sér lífið og tilveruna í Flatey þennan fagra og kyrra haustdag. Það sem maður finnur hér fyrst og fremst er kyrrðin. Hún ríkir bæði í náttúrunm og mannlífinu. Það blaktir ekki hár á höfði. Skjálfandi er spegilsléttur svo langt, sem augað eygir og logn- aldan hjalar blitt við sand og fjörusteina. Kringum mörg húsin er líka svo undurhljótt, því að fólk þeirra er farið á brott, a.m.k. í bili. Hér er enginn maður úti á stétt, enain kona úti í glugga, engin börn að leik En þetta eru falleg hús og reisuleg, máluð og vel við haldið að öðru leyti. Maður getur ekki varist þeirri G. Br. skrifar hugsun, að, þau eigi eftir að heimta fólk sitt á ný, verða aftur vettvangur fyrir það líf og starf, sem þau voru reist til að hýsa. Og máske veiður það líka svo, þegar nýja höfnin er komin, sem nú er verið að undirbúa í Sjó- tjörn. Steinbryggja er sunnan á eynni, en við hana sézt engin fleyta. Samt er ekki svo að skilja, að betta sé skipalaust pláss. Fjairi fer þvf. Hér eiga heima t/eir þilfarsbátar og nokkrar trillur. En það eru allir | bátar á sjó í dag eins og vorr er í þessu blessaða logni. Þeir eru á | færum og salta fiskinn, því að; hér er ekkert frvstihús. En annars má að vissu leyti segja að aðalfiskar þessarar eyju hafi undanfarið virtð rauðmaginn og grásleppan. þvi að hér í nánd eru beztu brognkeisamið íslands. Og þau hafa hin síðari ár gefið mikið í aðra hönd. Þegar hægt hefír verið að fá allt að því 5000.00 kr. fyrir tunnuna af hrognunum þá eru þetta hrein | upprip. En nú er verðið hrapað niður úr öllu valdi. Það verðfall verður sjálfsagt eitt með öðru til þess að flýta fvrir fólksfækk- un í Flatey Við síðasta manntal voru hér ekk: skrásettir nema 60 manns og siðan hefur þeim eitt- hvað fækkað. Er þá Flatey ekki eitt af þeim plássum, sem eru alveg dauða- dæmd? Nei, það er næsta ótrúlegt. Þetta er eina lífhöfnin milli Eyjafjarðar og Húsavíkur og þar er nú verið að undarbúa veru- legar hafnarhætur. Er búið að grafa sundur grandann milli sjávar og Sjótjarnarinnar og ef vel tekst til, virðist, a. m. k. fyrir leikmannsaugum, þarna geta orðið ágæt höfn. En góð og örugg höfn er vitanlega megin skilyrði fyrir byggð í eynni í framtíðinni, því að hér hlýtur útgerðin og sjómennskan að vera slagæð lífsms. Að vísu er hér gott undir bú, því að eyjan er öll grasi vafin. En mikið af því grasi fær að fölna og verða að sinu á þessu hausti. Land- rýmið er takmarkað (Öll eyjan aðeins 260 hektarar) og nú er hætt að flvtja féð í land á vorin eins og áður var gert meðan skepnurnar voru fleiri. Kýrnar eru aðeins þrjár og fullorðið fé á annað hundrað. Þetta er fallegt fé og dilkarmr virðast rígvænir. Þó eru margii af þeim tvílemb- I ingar. —O— Hér er bæði skoli og samkomu- hús og kn-Kja. En hér eru fá Flugvélin og flugmennirnir. börn, fá böil og fáar messur eins og gefur að skiija í fólksfæðinni. Kirkjan er failegt hús, reisu- legt og vel staðsett svo að hún setur þekkan svip' á þetta við- kunnanlega Diass, horfir móður- lega yfir safnaðarbörnin, sem ekki eru enn farin í land. Hún er næstum ný, vigð 17 júlí 1960. Þá hafði kirkja ekki verið í Flat- ey frá því fyrir aldamót, að hún var færð úr eynni upp á Flat- eyjardal, að Brettingsstöðum árið 1897 í Sturlungu er Flat- eyjarkirkju getið í því sambandi að hún bjargaði einum af Flugu- mýrar-brennumónnum frá lífláti. Það var Flateyingurinn Þórir bukksungi. Hann var tekinn undir kirkjuveggnum í Flatey, en þeir sein áttu ráð á lífi hans, ákváðu að hann skyldi ekki drepinn „er hann var svo nær kirkjunni tekinn" Flatey heyrði til Þönglabakkaprestakalli áður er Fjörðurnar fóru í eyði og þar eyddist byggð. Það var lagt nið- ur með brauðafækkuninni 1907. Síðasti prestui k Þönglabakka var sr. Sigurður Jónsson á Lundi. Nú er Flatey annexía frá Húsa- vík. —O— Það er gaman að hafa komið í Flatey, enda þótt viðstaðan væri allt of stutt. Þó að fólkinu hafi farið fækkandi og auð húsin og haustgul sinan minni mann á brottför þess, þá verkar um- hverfið ekki á mann eins og hér sé bara undanhald og tap og tómleiki — heldur ró og kyrrð og fegurð — næði fyrir mann- eskjuna að sitja og tala við sjálf- an sig og náttúiuna án þess að gruna að einhver standi á hleri. G. Br. OXAN er lágfreyðandi þvottaefni, sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar. Afgreitt í handhægum og sterkum plastumbúðum. Jafn gott í allan þvott. TÆKIÐ SKIPTIR MIKLU EN ÞVOTTAEFNIÐ ÖLLU H F. H R E I N N ©

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.