Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 2
2 NORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. okt. 1966 Fjársöfnun fyrir tíbetskt flóttafólk Dagur Sameilnuðu Þjóðanna a morgun 1 TILEFNI af degi Sameinuðu þjáðanna, 24. október n.k. (mánudag) og þeirri fjársöfn- un, sem efnt verður til hér á landi fyrir Flóttamannahjálp samtakanna, hefur fræðslumála- skrifstofan sent til alra skóla landsins, utan Reykjavikur, bækl ina og annað prentað efni, sem gert hefur verið vegna þessa dags. Einnig beindi fræðslu- málastjóri þeim tilmælum til skólastjórana, að þeir leggi lið söfnuninni hver á sínum stað. Þá hefur fræðsluskrifst/fa Reykjavíkur annast dreifingu til alra skóla í Reykjavík, og jafnframt hafa skátar tekið drjúgan þátt í dreifingu og öðr- um undirbúningi fyrir söfnun- ina. Á mánudaginn, degi Samein- uðu þjóðanna, verða haldnir fyrirlestrar í skólunum, og munu skólastjórar og kennarar þá segja frá Flóttamannahjálp S.Þ. og öðru um Sameinuðu þjóðirnar. Einnig munu eftirtaldir menn tala í skólunum: Próf. Ármann Snævarr, há- skólarektor, ívar Guðmundsson, forstjóri S.Þ. í Kaupmannahöfn, Helgi Þorláksson, skólastjóri, Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son, Sr. Ólafur Skúlason, Ólafur Stephensen, framkv. stjóri Rauða kross íslands ásamt fleirum. Ekki enn somið við Rússn MBL. fékk þær uplýsingar í gær hjá síldarútvegsnefnd að enn hefðu engin lokasvör borizt frá Rússum varðandi saltsildar- kaup á íslandi. Verzlunarfulltrú- ar Sovétríkjanna hér á landi hafa átt von á svörum frá heima landi sinu siðan um miðja viku, en í gær voru þau enn ókomin. Söfnuninni verður í Reykjavík stjórnað frá 8 stöðum, víðs veg- ar um bæinn. Þar hefst söfnun kl. 7.00 e.h. Þessir staðir eru eftirfarandi: Hagaskóli Hallveigarstaðir Laugalæk j arskóli Vogaskóli Hlíðaskóli Miðbær v. Háaleitirbraut Breiðagerðisskóli Austurbæj ar skóli Stórhækkun gatnagerðar gjalda í Kópavogi —Framsóknarmenn og kommún- istar stóðu einir að samfiykktinni Á F U N D I bæjarstjórnar Kópavogs sl. föstudag sam- þykktu Framsóknarmenn og kommúnistar, sem skipa meiri hluta bæjarstjórnar, stór- hækkun á gatnagerðargjöld- um í bænum. Er það undan- fari lóðaúthlutunar á nýju íbúðasvæði við Nýbýlaveg. Þessi hækkun er að grundvelli til í samræmi við hækkun gatna gerðargjalda í Reykjavík um síðustu áramót, en þó talsvert Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn heldur aðalfund þriðjudaginn 25. október kl. 9 í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Á eftir verður spilað Bingó. Góðir vinningar. Stjórnin. Aðalfundur Heim- dallar n.k. miðvikudag AÐALFUNDUR Heimdallar FUS verður haldinn í Sjálfstæð ishúsinu n.k. miðvikudagskvöld og hefst fundurinn kl. 20.30. A * fundinum fara fram venjuleg að alfundarstörf, flutt verður skýrsla stjórnar og stjórn kjörin fyrir næsta starfsár. Tillögur uppstillinganefndar um næstu stjórn félagsins liggja frammi á skrifstofu Heimdallar, Valhöll. hærri, þar sem reiknuð er við- bót samkvæmt vísitölu bygging- arkostnaðar. Nemur hækkunin allt að 110% og að auki verða gatnagerðargjöld innheimt af fleiri tegundum bygginga en áð- ur. Bæjarfulltrúar minnihluta- flokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sátu hjá við ákvörðun gjaldsins, enda þótt þeir lstu sig samþykka gjald- inu í sjálfu sér. Byggðu þeir hjásetu sína á því, að bæði væri gatnagerðar gjöldin notuð til annars en þau væru ætluð til og eins væri illa staðið að fram kvæmdum, þannig að þeir treystu ekki meirihluta bæjar- stjórnar til að fara með féð eins og vera bæri. 1 umræðu um þetta mál vék Axel Jónsson (S) að afgreiðslu málsins í borgarstjórn Reykja- víkur á sínum tíma og bar sam- an afstöðu Framsóknarmanna og kommúnista við það tækifæri vogi nú. Spunnust af þessu og við afgreiðslu málsins í Kópa nokkrar umræður og sagðizt talsmaður meirihlutans geta ver ið sammála öllu því, sem minni- hlutinn í borgarstjórn Reykja- víkur hafði haldið fram, en út frá sjónarmiðum bæjarfélagsins væri þessi hækkun óumflýjan- leg neyðarráðsstöfun, enda væri ekki með öðru móti á færi bæj- arins að undirbúa ný íbúðar- hverfi. Að umræðunum loknum var hækkunin samþykkt með 5 at- Slökkviliðið var í gær kvatt út til að ráða niðurlögum elds. sem gert hafði vart við sig um borð í flutningaskipinu Særúnu, sem liggur inn við Klepp og bíður niðurrifs. Tjón mun hafa verið lítið sem ekkert, þar eð ekki var ann- arra verðmæta um borð í skipinu en gamalt járn. Valur - KR kl. 2 í dag — og handboltinn byrjar í kvöld I dag ki. 2 er úrslitaleikurinn í Bikarkeppni KSÍ. KR og Val- ur keppa um bikarinn. Er þetta kvæðum meirihlutaflokkana, en , „ J. ,. , „ „„ , , ,. , . 1 6. skipti af 7 sem KR er í ur- fultruar Sjalfstæðisfloksins og . ... slitum og vann felagið bikarinn sátu hjá, svo Alþýðufloksins sem fyrr segir. í Kópavogi Fulltrúaráðsfundur Sjálfstæðis félaganna í Kópavogi verður haldinn á þriðjudaginn í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi kl. 8,30. Frummælandi um bæjarmálin verður Axel Jónsson, alþingis- maður. 5 fyrstu árin. í etta er í annað sinn sem Valsmenn eru í úr- slitum en þeir unnu keppnina í fyrra. Leikurinn fer fram á Mela- v-llinum. Þetta er síðasti knattspyrnu- leikur haustsins í Reykjavík, en í kvöld hefst svo Reykjavíkur- mótið í handknattleik og þar með keppni vetrarins innan- húss. Bjarni Benediktsson lagð ur af stað til Svíþjóðar DR. Bjarni Benediktsson, forsæt isráðherra og kona hans fóru í morgun áleiðis til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði for- sætisráðherra Svíþjóðar. 1 fylgd með forsætisráðherra- hjónunum eru Guðmundur Bene diktsson, deildarstjóri í forsætis ráðuneytinu og kona hans. Dagskrá hinnar opinberu heim sóknar forsætisráðherra íslands, dr. Bjarna Benediktssonar, og konu hans til Svíþjóðar 23.—2.8. október 1966. Kl. 15.00: Fornminjasafn rík- isins (Statens Historiska muse- um) skoðað Kl. 19.30: Listdanssýning (Svanavatn) í Konunglega óperu leikhúsinu og að henni lokinni kvöldverður á Operaterrassen. Cet ekki verið kristinn — ég er kommúnisti MBL. hafði tal af Helga Hóseassyni í gær og spurði hann, hvort eitthvað væri að frétta að viðureign hans og kirkjunnar. Helgi kvað það ekki vera, en hann stæði í þessu stappi fyrst og fremst vegna þess, að hann teldi sig hafa rétt til þess að vera ekki í samningi, sem gerður hafi verið við sig svo til blaut an úr móðurkviði. — Það má ef til vill til sanns vegar færa, vegn.a þess að bæði í þessum svokölluðu trúmálum og einnig í stjórn- málum leitast ég við að hag- nýta mér dómgreind mína eftir beztu getu. Þetta er þannig, að ég viðurkenni alls ekki tilvist þeirra hin feðga og annarra þar á himn um. — Eruð þér kommúnisti? — Ég leitast við að vera kommúnisti, en þar sem eng- inn almennilegur kommún- istaflokkur er til á þessu landi, þá getur maður lítið látið að sér kveða á því sviði. — Getur kommúnismi og kristin trú ekki samrýmst? — Þá verður maður að byrja á því að gera sér grein fyrir því, hvað kristindómur er. Grundvöllur kristindóms er vitanlega Kristur sjálfur og faðir hans Jehova, og hvað er guð og hvaðan kom hann? — Því er til svarað: í upphafi var orðið, og orðið varð hold o.s.frv. Þetta eru sleggjudómar út í loftið. Þar af leiðandi, hvað mig per- sónulega snertir, tel ég, að svo kallaður kristindómur og kommúnismi geti alls ekki átt samleið, þar sem kommúnismi er grundvallaður á fræðikenn ingum, en hitt eru sleggju- dómar beint út í loftið. Ég tel mig sem sagt ekki vera kristinn, ég er kommúnisti. Sunnudagur 23. október. Kl. 19.10: Komið til Arlanda- flugvallar og ekið til Grand Hotel, þar sem forsætisráðherra hjónin munu búa. Mánudagur 24. október. Kl. 9.30: Heimsókn hjá Tage Erlander, forsætisráðherra, í stjórnarráðinu. Kl. 10.00: Viðræður í stjórnar- ráðinu. Kl. 13.00: Hádegisverðarboð Bertils prins í konungshöllinni í Stokkhólmi. Kl. 15.00: Heimsókn hjá Gunn ar Lange, viðskiptamálaráð- herra, í skrifstofu hans. Kl. 20.00: Kvöldverðarboð sænsku ríkisstjórnarinnar í veizlusölum utanríkisráðuneytis ins. Þriðjudagur 25. október. Kl. 11.30: Heimsókn hjá Svenska Dagbladet. Kl. 12.30: Hádegisverðarboð Allans Hernelius, aðalritstjóra, i húsakynnum blaðsins. . Miðvikudagur 26. október. Kl. 9.30: Lagt af stað frá Bromma-flugvelli með flugvél frá flughernum til Linköping og komið þangað kl. 10.30. Kl. 10.40: Heimsóttar verk- smiðjur Saab (Svenska Aero- plan AB) í Linköping. Kl. 12.00: Haldið til Átvida- berg. Kl. 12.30: Hádegisverður í boði Ericssons, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Facit AB í Átvida berg. Kl. 14.00: Verksmiðjur Facit AB skoðaðar. Kl. 15.30: Haldið til Kárby, Fornása, og komið þangað kl' 16.30. Kl. 18.00: Kvöldverðarboð Einars Gustafssons, ríkisþing- manns. Kl. 20.30: Ekið til Linköping og flogið þaðan til Stokkhólms kl. 21.15 með flugvél frá flug- hernum. Komið til Stokkhólms kl. 22.15. Fimmtudagur 27. október. Framhaid á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.