Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNB LADIÐ
Sunntidagur 23. okt. 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDU M
MAGMUSAR
SKIPHOtTI 21 SÍWAR 21190
eftirlokun sími 40381
,ÍH11-44-44
\mim
Hverfisgötu 163.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31100.
LITL A
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzin innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
Bifreiðaleigan Vegferð
Sími 23900.
Sólarhringsgjald kr. 300,00.
Kr. 3,00 pr. km.
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
BÍIALEICA S/A
CONSUL CORXINA
Simi 1058«.
BÍLALEIGA H A R Ð A R
Simi 1426 — Keflavík.
Lækkað verð.
mmmmÍBíLALeiCAN
Falur p
x Kr. 2,50
á ekinn km.
^^■^^300 kr. daggjald
RAUDARÁRSTI6 31
SÍMI 22022 .
Malflutningsskrifstofa
JON N. SIGURÐSSON
Sími 14934 — Laugavegi 10
BO SC H
Háspennukefli
Brœðurnir Ormsson
Lágmuia 9* — Sinu
• Flóttafólk
frá Tíbet
Velvakanda hafa borizt tvö
bréf um þó hugmynd, að fiótta
fólki fró Tíbet verði boðið að
setjast hér að. Mjög eru bréf-
ritarar á ólíkri skoðun. Fyrra
bréfið er frá konu, sem nefnir
sig „L“, og birtist það næst
hér á eftir, en hitt, frá kunnum
borgara hér í bæ, er nefnir sig
„K. S.“, birtist í framhaldi af
því. Er síðara bréfið allmiklu
lengra.
L. skrifar:
„Dr. Gunnlaugur Þórðarson
flutti sl. mánudag snilldarer-
indi í útvarpinu, og sýndi það,
hve áhugamál hans eru marg-
þætt, en þó var greinilegt, að
flóttamannamál eru honum
einna hj artfólgnust, enda hefur
hann áður vikið að þeim í út'
varpi, og mun hann hafa borið
hita og þunga af komu fyrstu
flóttamannanna hingað, í sjálf-
boðaliðastarfi sem framámað-
ur í Rauðakrossinum. Greini-
legt er, að maðurinn er reiðu-
biiinn til allra verka, en einnig
að slíkt tildur sem „verndari“
og „heiðursforseti er honum
lítt að skapi. Hugmynd hans
um að fá flóttafólk frá Tíbet,
sem verið hefur í Sviss undan-
farin ár, til landsins er ágæt
og réttara en að fá það beint
frá Indlandi, því að eitthvað
hefur það þó vanizt Evrópu.
Hins vegar fyndíst mér nóg,
að fjölskyldurnar yrðu fimm.
Að sjálfsögðu er þetta aðeins
dropi í hafið, en það verða
fjárframlög okkar líka. Þetta
fólk myndi hverfa inn í þjóðar
líkamann, og er broslegt að
tala um hættulega blóðblönd-
un, eins og dr. Gunnlaugur
benti réttilega á, en bæri vott
um vítaverða kynþáttafordóma
hjá þeim, sem kynnu að hafa
slíkan hugsunarhátt. Það væri
viðeigandi „gestus“ að bjóða
þessu flóttafólki hingað. Gam-
an væri að fá upplýst, hve
margt flóttafólk frá Tíbet er í
Sviss.
L“.
• Alþjóðahjálp og
þáttur íslendinga
K.S. skrifar:
„Reykvíkingur, þekktur að
drengskap og góðri mennt, kom
nýlega fram fyrir alþjóð í Rík-
isútvarpinu og ræddi um dag-
inn og veginn. Erindi hans snér
ist þó að mestu um hvatningu
til íslenzku þjóðarinnar að
leggja sinn skerf af mörkum
til styrktar flóttafólki frá Tí-
bet, sem flúið hefði til Indlands
og ætti þar við hörmungar að
búa. Um það mál er ekki nema
gott eitt að segja. En hvaða
tillögu hafði fyrirlesarinn fram
að færa um hjálp íslendinga?
I fyrsta skipti á ævi minni van-
treysti ég eyrum mínum. Hafi
mér ekki misheyrzt, vildi hann
láta sækja álitlegan hóp Tí-
betbúa, flytja þá til íslands og
setja þá niður mitt á meðal
íslenzku þjóðarinnau. — Hefir
þessi ræðumaður nokkru sinni
litið Tíbetbúa? Því er ég efinn
í. Það hefi ég þó sjálfur gert
einu sinni. Ég efa að sjálfsögðu
ekki, að þeir séu gott fólk, allar
þjóðir eru góðar þjóðir, en þeir
eru mongólar, lágvaxnir, kinn-
beinamiklir, gulir í andliti og
skakkeygir. Hvort væru þessir
menn líklegir til kynbóta hér á
landi?
fslenzka þjóðin hefir lifað
tvennskonar ástand, en svo er
fyrir að þakka, að útkoman hef-
ir þó orðið hvit. Hvernig þætti
íslenzkum foreldrum að eign-
ast svo sem einn þessara mon-
góla fyrir tengdason, eða barna
barn úr tíbezku ástandi? Fleiri
vandamál kæmu og til greina.
Menningarfrömuðir þjóðar
vorrar yrðu að frelsa þessar
sádir frá villu falsspámannsins
Búddha og uppfræða þær til
hreinnar evangelísk-lútherskr-
ar trúar og kenna þeim sálma
og tilheyrandi grallarasöng.
Þetta umrædda kvöld mark-
ar þó tímamót og setur algert
met í sögu útvarpsins, því að
önnur jafnfrumleg tillaga sem
þessi hefir aldrei komið fram
fyrir -hljóðnemann, frá því að
íslenzka Ríkisútvarpið hóf
hóf göngu sína og tíl þessa
dags.
Ekkert er sjálfsagðara en að
íslendingar taki drengilegan
þátt í alþjóða-samhjálp til
þeirra, sem bágt eiga, fg þeir
eru víst sorglega margir, en
við megum sizt af öllu gera
það með því að hrúga hingað
inn í fámennið fólki frá fram-
andi þjóðum, og allra sízt af
gjörólíkum kynstofnum. Sem
betur fer er óvild til slíkra kyn
þátta víðsfjarri hugsunarhætti
íslendinga, en kynþáttavanda-
mál, sem aðrar þjóðir eiga við
að stríða, skulum við forðast
að flytja inn í landið, eins og
heitan eldinn. — íslenzku þjóð
inni fjölgar ört af sjálfdáðum,
hún taldi 80 þús. sálir í bernsku
þeirra manna, sem nú eru að
verða rosknir, hún er 200 þús.
í dag og verður að öllu for-
fallalausu 300 þús. við næstu
aldamót, og mun fjölga síðan
með vaxandi hraða.
• Fordæmi Ástralíu
Ástralíumenn búa á hættu-
svæði. Þeim tókst með hjádp
vinveittra þjóða að standa af
sér árás Japana, sem ætluðu
sér að flæða yfir lönd þeirra
eins og engisprettur og setjast
þar að. Ástralíumenn eru að-
eins um 10 milljónir, en í
norðri eru þéttbýlustu lönd
jarðarinnar, með allt að 2000
milljónum íbúa. Ástralíumenn
vita því vel, hvað klukkan slær.
Þeir eyða offjár til þess að
styrkja nýja innflytjendur.
Þangað hafa um 2 milljónir
manna flutzt frá ófriðarlokum,
en frá hvaða löndum? Það er
sótzt eftir Norðurlandabúum,
Hollendingum, Bretum og Þjóð
verjum. Mongólar, Arabar og
svertingjar fá þar ekki inn-
göngu .Ástralíumenn hafa lært
of mikið af dæmum annarra
þjóða til þess að flytja inn kyn
þáttavandamál.
• Milljónirnar
til Madagaskar
Hingað bárust á fyrra ári
tilmæli um það, að íslending-
ar auruðu saman 3 milljónum
króna til hjálpar fiskimönnum
við Alaotravatnið. Ársafli
þeirra, hvers um sig var sagð-
ur jafnast á við vikuafla ís-
lenzks sjómanns. Þeir notuðust
þarna við baðmullamet, sem
grotnuðu í sundur, og ein-
trjáninga og fleka í stað báta.
Ekki stóð á undirtektum hér-
lendis. Um það bil þrefalt
hærri upphæð safnaðist en um
var beðið, og yfirfærð var hún
í erlendan gjaldeyri, að sjálf-
sögðu. Hvað var eðlilegra en
söfnunarnefndin hlutaðist til
um, að tveir traustir menn,
annar, sem kynni frönsku, hinn
sem kynni netaveiðar, yrðu
sendir héðan, til þess að hafa
hliðsjón með því, að þessu
mikla fé yrði varið á heiðar-
legan og hagkvæman hátt, t.d.
að nylon-net af réttri möskva-
stærð væru pöntuð frá Noregi
eða Japan, svo og litlir og hag-
kvæmir fiskibátar. Ekkert af
þessu var gert, svo að ég viti:
Milljónirnar hurfu í dauða-
þögn. Ekki er til þess munað,
að nein kvittun hafi verið birt
í blöðum eða útvarpi, og hinir
fjölmörgu gefendur hafa enga
greinargerð fyrir því fengið,
hvort, eða á hvern hátt, rausn
þeirra og örlæti hafi komið hin-
um bágstöddu fiskimönnum að
liði.
Nú stendur hér fyrir dyruna
ný fjársöfnun til styrktar áður
nefndu Tíbet-fólki, sem orðið
hefir fyrir grimmilegri árás og
fiúið vegalaust inn í nágranna
land, þar sem fátækt og hung-
ur ríktí fyrir. Vonandi gengur
þessi söfnun vel. En áður ea
hún hefst, með forgöngu kirkju,
skóla og líknarfélaga, væri
æskilegt og nauðsynlegt, að for
göngumenn þessarar söfnunar
gæfu þjóðinni, fyrirfram,
greinargerð um það, hvaða
stofnanir eða einstaklingar
muni að stjórna þessari úthlut-
un og hjálp í hinu fjarlæga
Asíulandi.
Það eru ekki nema átta ára-
tugir síðan hungurvofan stóð
við dyr íslendinga, þegar vtm-
veitt þjóð úti í Bretlandi satn-
aði miklu gulli, keypti korn-
birgðir og dreifði þeim ura
hafnir, hringinn í kring uia
land.
En í þessum efnum sem ððr-
um þarf íslenzka þjóðin að
fara að öllu með gát, en ekki
haga sér eins og nýríkur græn-
ingi. Hér er mikil og almenn
velsæld, en ekki traust að sama
skapi. Það þarf ekki annað
en silfraður smáfiskur í sjón-
um fari næsta sumar að þjóna
sínum eigin duttlungum, með
óafsakandi tilfinningaleysi fyrir
skuldugum útgerðarmönnum,
svo og Tíbetbúum, til þess að
hjól hagsældarinnar hér á landi
ekki aðeins stöðvist, heldur fari
að snúast í öfuga átt.
K. S.“
Husqvarna 2000
GAGNLEGASH MUNAÐUR
HEIMILISINS
Nýja Husqvarna 2000 er með hagkvæmum nýjungum
sem gerir saumaskapinn enn einfaldari og skemmti-
lgri en nokkru sinni áður.
Nýja Husqvama 2000 hefur alla mynztur og nytja-
sauma sem þér þarfnizt og gerir m. a. alla tímafreka
vinnu, sem þér áður urðuð að gera í höndum.
Nýja Husqvarna 2000 sparar yður margan þúsund-
krónaseðilinn í fatakaupum á einu ári.
SUNNAR ASGEIRSSON H. F.