Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 8
8 MORCU NBLAÐIÐ Sunnudagur 23. okt. 196& Himneskt er að liía Sigurbjörn Þorkelsson Fyrstu kynni ní sérn Friðrik Fyrstu kynni af séra Friðrik og skólaganga. Ég held það hafi verið á fyrstu barnasamkomunni um haustið 1897, en þær voru þá fluttar í Góðtemplarahúsið við tjörnina, að ég sá Friðrik Frið- riksson í fyrsta sinn. Ég kom auga á hann, í meðallagi háan, vel vaxinn með hrafnsvart hár og skegg og stúdentshúfu ofan á brúsandi hárlubbanum. í>að var sem mér hitnaði öllum innra með mér, er ég sá hann heilsa með kossi mörgum af drengjunum, en þá hafði hann þekkt, áður en hann fór héðan til Danmerkur, þá fyrir nokkr- um árum, eftir að hann hafði lokið stúdentsprófi frá Mennta skólanum. Ég verð að játa það, að ég sáröfundaði drengina, sem hann var að heilsa, en suma af þeim þekkti ég vel, t.d. syni Kristjáns Jónssonar, assessors, Böðvar, Jón og Þórarinn. Ég fór nú að grennslast eftir því hjá þeim, hver hann væri, þessi vinur þeirra, sem ég hafði aldrei séð fyrr, og heilsað hafði þeim svo innilega. Það var auðsótt að fá að vita nafn hans. En ég átti mér þá ósk heitasta, að ég ætti eftir að fá að kynnást honum, því að aldrei hafði neinn maður haft önnur eins áhrif á mig við fyrstu sýn og hann. Barnasamkoman var haldin, en ekki minnist ég þess, að Friðrik talaði á henni. Er ég kom heim, sagði ég móður minni frá því, að ég hefði séð þennan mann, og hvað ég hefði verið hrifinn af honum. Það sem við fréttum næst af honum, var það, að hann mundi ætla að hafa skóla um veturinn og kenna drengjum á skóla- aldri. Hún kom því að máli við föður minn og sagðist vilja ráða því, hvar ég yrði í skóla næsta vetur. Sagðist hún hafa í huga að koma mér til Friðriks, ef hann hefði ástæður til að taka mig til kennslu. Samþykkti fað- ir minn það ljúflega. Þetta fór að óskum, og byrj- aði ég skólagönguna hjá honum um haustið. Hófst þá sú vin- átta milli okkar, sem haldizt hefur óslitin yfir sextíu ár eða til æviloka hans, og má með sanni segja, að þessi happasæla ráðstöfun foreldra minna, að koma mér í skóla til Friðriks þetta umtalaða haust, hafi haft meiri þýðingu fyrir framtíð mína en flest annað. Þá komst ég undir þau andlegu áhrif, er heilladrýgst hafa reynst mér á Tveir kafiar úr sjálfsævisögu Sigurbjörns í Vísi SJÁI.FSÆVISAGA Sigurbjörns Þorkelssonar: „Himneskt er að lifa“, 1. bindi, er nýkomið í bókaverzlanir. Bókin er 423 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda mynda af mönnum og stöðum. Sigurbjörn lýsir í bók þessari bernsku sinni og æsku, kynnum sínum af mönnum og málefnum í sveitinni og borg- inni, se/n var. Mbl, birtir hér á eftir tvo kafla úr bókinni til kynníngar. Það var einkum einn, sem reikningskennaranum s a m d i illa við, enda virtist sá hafa litla löngun til að læra. Það bar því við í einni kennslu- stundinni, að þeir fóru saman og lentu í hörkuáflogum, og barst leikurinn undir skóla- borðið. Piltur þessi var mjög sterkur eftir aldri og einnig illvígur. Hygg ég, að kennarinn hafi ekki haft í fullu tré við pilt- inn, enda var piltur þessi alltaf í slagsmálum, þegar hann gat fengið einhvern til að slást við. Þeir börðust nú þarna undir borðinu, og enginn okkar (jafn- vel ekki Guðbjörn frá Miðdal, sem var stór og mjög sterkur) langri og viðburðarríkri ævi. Nú þurfti ég ekki lengur að öfunda drengina af að þekkja hann, nú var ég daglega með honum og naut kennslu hans og kærleika að auki. Friðrik hafði löngun til að kenna okkur vel en nemendurnir voru misjafnir og sumir nokkuð baldnir og erfiðir. Þessa gætti þó ekki mikið, þegar hann kenndi sjálfur, því að hann var ágætlega stjórn- samur og hafði ótrúlegt vald yfir okkur, jafnvel þeim erfið- Vígslumynd af séra Friðrik. ustu, en oft fékk hann náms- menn úr Menntaskólanum til þess að kenna fyrir sig, og gat þá allt farið í háaloft. Þetta kom þó sérstaklega fyrir hjá einum þeirra, Guð- mundi Benediktssyni, sem var mikill stærðfræðingur og kenndi okkur því að sjálfsögðu reikning. Hann brá sér oft á leik með reikninginn og gekk okkur þá sumum erfiðlega að fylgjast með. Það gat komið fyrir, að sumir hættu alveg að hlusta á hann og færu að dunda við að teikna eða eitthvað ann- að sér til afþreyingar. Kom það fyrir^ að hann reiddist og fyndi að við þá, sem þannig höguðu sér. Það var öðru sinni í skriftar- tíma hjá Friðrik, að þessi sami piltur hafði allt á hornum sér og neitaði alveg að skrifa. Tók hann skrifbókina og reif hana í smátætlur. Brá öllum mikið við þessar tiltektir piltsins og biðum í ofvæni þess, sem nú gerðist hjá okkar skapmikla kennara. Án þess að honum sæist nokkuð bregða, réttir hann piltinum aðra bók, og fór hún alveg á sömuleið, rifin í smátætlur. Við fórum að kvíða því, að fleiri bækur væru ekki til, og gátum ómögulega getið til um, hvernig þetta stríð myndi enda á milli þeirra. Vonuðum við, að kennarinn sigraði. Það reynd- ust vera til fleiri skriftarbæk- ur og pilturinn hélt áfram að rífa, jafnóðum og kennarinn fékk honum þær. Urðu þær alls fimm. Að lokum gugnaði hann, og minnir mig, að loksins léti hann undan og byrjaði að skrifa, og varð hann að skrifa til klukkan 11 um kvöldið. Annars gekk þetta skólahald vel ,og ég held, að um talsverð- ar framfarir hafi verið að ræða hjá okkur nemendunum. Þessi skóli hjá Friðrik var til húsa á Skólavörðustíg 12, í gamla Geysi, beint á móti hegningar- húsinu. Hann hafði einnig ann- an skóla fyrir yngri drengi, 7—10 ára, fyrst í Framfarafé- lagshúsinu, Vesturgötu 47, og seinna á Suðurgötu 6. Tilkomumikil innganga í Góðtemplararegluna Skólahús séra Friðriks við Suðurgötu dyrunum Séra Friðrik þorði að skipta sér af þessu af geig við hinn ódæla pilt. Þá vindur sér inn úr dyrum skóla- stofunnar maður heldur gust- mikill, og er þar kominn skóla- stjórinn Friðrik. Það skipti eng- um togum, hann fleygir sér undir borðið og dregur hina stríðandi menn undan því og hafði skjót handtök við að skilja þá. Þótti okkur mikið til þess koma, hvað hann reyndist sterkur. Hann skipaði nú kennaranum að taka til við að kenna okkur, þar sem hann hafði hætt, er áflogin byrjuðu, en setti ódæla piltinn á kné sér og hélt honum þar, eiris og í skrúfstykki, það sem eftir var tímans. Hann gerði margar tilraunir til þess að losa sig, en allar tilraunir hans reyndust árangurslausar. Þannig hélt Friðrik honum enn, þegar við drengirnir ásamt kennaranum fórum burt úr kennslustundinni. Hvað þeim fór á milli er mér alveg ókunn- ugt, en mig minnir, að næsta dag hafi pilturinn komið í skól- ann og hafði þá með sér gjíifir handa Friðrik, tóbaks- bréf (Mossrós) og ljósmynd af eldra bróður sínum. Átti þetta að vera til þess að milda og gleðja hinn stranga kennara, enda lenti honum aldrei saman við reikningskennarann eftir það. Var það mesti óþarfi, því að maðurinn var prúður og óáleitinn. Þar sem bæjarlífið var mjög fábreytt um aldamótin, þá voru stúkufundir ofstastnær vel sótt ir um þetta leyti, en ég fylgd- ist vel með störfum reglunnar og sótti fundi. Mikið var gert til þess að draga menn í regl- una og þurftu menn ekki að vera vínhneigðir til þess, að lagt væri að þeim að gerast meðlimir reglunnar. Þeir gætu með því haft áhrif á aðra og skapað gott fordæmi. Oft reyndust þeir vínhneigðu nokkuð óstöðugir í stúkunni, og voru þeir þá oft endurreistir, eins og það var kallað. Þótti mér merkilegt, hvað sumir voru leiðitamir og virtust iðrandi, er þeir komu í þessum erindum fund eftir fund, því að þá varð endurreisnin að fara fram á stúkufundunum að viðstöddu fjölmenni fyrir opnum tjöldum. Á seinni árum breyttist þetta, er dómnefndir frömdu athöfn þessa í kyrrþey. Oft, er þess- ar opinberu endurreisnir fóru fram, var ég djúpt snortinn og vorkenndi innilega viðkomandi iðrandi syndara, er varð að ganga undir þunga „kárínu“. Það gat stundum borið við, að hópur manna var látinn ganga inn í regluna í einu. Man ég það eitt sinn, er vinur minn og yfirmaður, Björn Rósen- kranz, hafði verið nokkuð rak- ur um tíma, að hann fann löng un hjá sér að gera yfirbót nokkra og ákvað nú að ganga í stúkuna Verðandi nr. 9, því að þar var Ólafur faðir hans og systkini hans, Jón og Hólm- fríður. Nú vildi hann hafa þessa inn göngu í stúkuna „dálítið til- komumikla“, eins og hann komst að orði og fór því út á stræti og gatnamót og sópaði saman flokk manna. Voru þar á meðal fiskimatsmenn þeir, er unnu undir hans stjórn, og ýms ir verkamenn, sem voru flestir mestu reglumenn og neyttu áfengis í hófi. En engar afsak- anir dugðu. í stúkuna skyldu þeir ganga og einmitt þetta kvöld, er hann hafði ákveðið. Nú vildi svo til, að nokkrir þessara manna, 16 urðu þeir talsins, voru dálítið illa fyrir kallaðir, er þeir mættu til upp tökunnar. Hafa líklega tekið inn nokkra dropa sér til hjarta styrkingar eða til þess að yfir- buga feimnina, er þeir áttu að kanna svo ókunna stigu, sem reglan var þeim. Því fæstir af þessu fríða föruneyti vinar míns Björns, höfðu áður kannað leynigötur reglunnar. Það þurfti ekki að hvetja mig til þess að sækja fund í stúk- unni Verðandi þetta kvöld, því að sumu leyti hlakkaði ég til að vera við þessa virðulegu athöfn, en að öðru leyti kveið ég fyrir því, að einhver þessara manna gerði eitthvað það af sér, sem kynni að valda hneyksli í augum hinna ströngu templara, sem búnir voru fyrir löngu að yfirvinna allar freist- ingar. Þoldu þeir illa að sjá menn undir áhrifum víns, van- helga hin helgu vé reglunnar. Einkum þótti mér það illt vegna vinar míns Björns, sem var þetta full alvara að láta þessa menn ganga í regluna og efla með því bindindi undirmanna sinna. Með nokkurri eftirvæntingu var beðið eftir því, að þessi óvanalega stóri hópur væntan- legra reglubræðra birtist á sal- argólfinu. Loks rann upp hin þráða stund, er dróttsetar stúia unnar leiddu þessa fríðu fylk- ingu inn. Og hófst þá athöfnin. ss Björn Rósenkranz Þetta fór nú fram á sinn vana lega, hátíðlega og formfasta hátt og allt snuðrulaust, fyrst framan af. Einn þessara manna, þekktur merkisborgari, þótti nokkuð linmæltur (gn hann var undir áhrifum), heyrist kalía, er hann átti að svara einhverju játandi, frekar hátt, en nokkuð óskýrt: „Osenkrans, Osenkrans“ (átti að vera Rósenkranz),, þú svarar fyrir karlinn". Þótti hon um sjálfsagt, að Björn, sem bar ábyrgð á öllu saman, yrði einn- ig að svara fyrir hann nú, þeg- ar hann fann, að hann gat ekki svarað nógu skýrt fyrir sjálfan sig. Næst heyrðist frá fylking- unni, þar sem hún færðist aftur og fram etfir salnum, frá ein- um heiðursmanninum koma hljóð. Virtist hann þá vera orð- inn leiður á þessu mikla „spíg- spori“ fram og til baka. „Á þess ari göngu milli Heródesar og Pílatusar aldrei að linna?“ Þessí athugasemd var því meira áber andi, sem vinur okkar var dá- lítið hávær og mjóróma. Jæja, þá var nú þessu lokið og þungu fargi af mér létt í það minnsta. Og voru nú hinir nýju kærkomnu bræður boðnir inni- lega velkomnir. Og eitthvað dá- lítið krassandi haft í skemmti- atriði kvöldsins, svo að hinum stóra hópi liði vel og kynni við sig og tengdist sem föstustum böndum við regluna. En ekki var langt liðið á fund inn, er einn af hinum nýju bræðrum sást ganga þéttum skrefum fram gólfið og stað- næmast hjá innverði, sem ávarp aði hinn nýja bróður nokkrum Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.