Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 31
Sunnudagur 23. olct. 1966 MOKGUNBLADIB 31 FjöIskylduSaarffjöId F.í. í fflldi I. nóv. HINN 1. nóvember n.k. ganga í Aþenu árið 1964. gildi sérstök f jölskyldufargjöld á Fjölskyldufargjöldin til Norð- urlanda eru háð svipuðum regl- flugleiðum milli íslands og Norðurlanda og gilda þau til 31. marz 1967. Þetta er annar veturinn sem þessi hagstæðu fargjöld eru í gildi, en þeim var komið á fyrir frumkvæði Flugfélags íslands og fékk félagið þau samþykkt á ráð stefnu Alþjóðasambands flugfé- hálft gjald. um og þau fjölskyldufargjöld, sem gilda á flugleiðum Flugfé- lags fslands innan lands, en sam- kvæmt þeim greiðir forsvarsmað ur fjölskyldu fullt fargjald en aðrir fjölskylduliðar, (maki og börn uþp að 26 ára aldri) aðeins félaga, IATA, serrr haldin var í Þetta er vestasta húsið í stórbyggingarsamstæðu Öryrkjahcimili sins. En á henni eru trésmiðir nú að byrja. Hægt að tryggja sér forgangs- rétt að íbúðum öryrkjaheimilisins Samtal við Odd Ólafsson yfirlækni af því að smíði heimiiisins er hafin FYRIR svo sem liðlega hálfum mánuði tók félagsmálaráðherra fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga að byggingu Öryrkja- heimilis við Suðurlandsbraut. Nú um miðja vikuna komu fyrstu smiðirnir til starfa í grunninum og hófst þá móta- smíðin. Blaðamaður frá Morgun- blaðinu brá sér í gær upp að Reykjalundi og átti af þessu til- efni samtal við Odd Ólafsson yfirlækni, en hann er formaður Öryrkjabandalagsins og hús- byggingarstjórnar. Þörfin fyrr slíkt heimili er ékaflega brýn, sagði Oddur og eru ástæðurnar margar. Margt af fólki þessu er nú vistað í sjúkrahúsum og hælum, en hjá öðrum eru ástæðurnar einnig erfiðar m.a. vegna þess hve erf- itt er fyrir það að fá hentugar íbúðir. Sá áfangi sem nú er byrjað á verður 77 íbúða hús, — hver íbúð 25 til 55 fermetrar, fyrir utan tilheyrandi geymslur í kjallara. Samkvæmt þeim áætl- unum sem nú liggja fyrir, sagði Oddur, er gert ráð fyrir að allar íbúðirnar 77 muni kosta alls um 30 milljónir króna — fullsmíð- aðar og frágengnar. Heimilið verður byggt að mestu fyrir lánsfé og er það nú þegar nokkurn veginn tryggt. — En lánin þurfa auðvitað að endurgreiðast, — og það verðum við að gera jneð eigin tekjum heimilisins. Ætlunin er að hver íbúðarhaíi greiði sína húsaleigu og verður hún ákveðin eftir hinum nýju reglum þar að lútandi, sem félagsmálaráðuneytið hefur stað fest, varðandi leigu fyrir leigu- húsnæði hins opinbera og hins væntanlega Öryrkjaheimilis okkar, sagði Oddur Ólafsson. Stjórn heimilisins hefur ákveð ið að gefa væntanlegum leigj- endum sínum kost á að á að tryggja sér forgangsrétt á íbúð- um sínum. Er það hugsað þann- ig, að því er Oddur yfirlæknir upplýsti í fyrsta lagi: Viðkom- andi kaupir skuldabréf fyrir a.m.k. 100.000 krónur, en það fé er tryggt með veði í sjálfri bygg ingunni. Vextir og afborganir af þessum lánum hefjast þegar heimilið er tekið til starfa. í öSru lagi gefst væntanlegum leigjendum kostur á að leggja fram 100.000 krónur eða meira. Verður þá tekið tillit til þessa framlags viðkomandi, er hann flytur inn og byrjar að borga sína húsaleigu. — því þetta yrði nokkurskonar fyrirfram- greiðsla á húsaleigunni. Að sjálfsögðu getum við ekki ráðstafað nema litlum hluta íbúðanna á þennan hátt fyrir- fram. í dag er ástandið þannig, sagði Oddur Ólafsson að pantan- ir liggja þegar fyrir um flestar þær íbúðir sem ráðstafað verð- ur á þennan hátt. Það verða þá ekki neina~ al- mennar fjársafnanir til heimilis- ins? Nei, svo verður ekki. — En að sjálfsögðu tökum við á móti hverskonar fjárhagslegum stuðn i ingi. Vil ég nota tækifærið, sagði Oddur og þakka þær mörgu gjafir sem okkar hafa þegar borizt. — Og hér skaut hann inn í skemmtilegri hug- , mynd sem í ráði er að fram- ; kvæma í Öryrkjaheimilinu. Hann sagði eitthvað á þessa leið um það: — Mér hefur löng- um þótt nöfn þeirra er gefa til einstaklinga og félaga margs- konar líknar- og menningarmála hér gleymast fljótt. Því er það j nú ætlun okkar, að taka upp þá nýbreytni í sambandi við gjafir til heimilisins, að nafn hvers þess er gefur til heimilsins 25000 krónur eða meir, skuli skráð á sérstakan vegg, sem skreyttur verður með tilliti til þess að geyma þessi nöfn um aldur og ævi, sagði Oddur. — í þessu sambandi kom fram að síðasta stórgjöfin til heimilisins barst því fyrir nokkrum dögum frá Lionsklúbbnum í Mosfellssveit — Klúbbar þessir hafa sem kunn ugt er stutt mjög dyggilega hverskonar líknarstörf hér. — Það væri vissulega táknrænt fyrir þetta starf klúbbanna að sjá öll nöfn þeirra skráð í röð á veggnum sem geýma skal nöín gefendanna. Bygging öryrkjaheimilisins er svo mikið nauðsynjamál að ég vona að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sjái sér fært að styrkja okkur hver eftir sinni getu. Sérstaklega vil ég taka það fram að ef einhver kynni að eiga skuldabréf sem hann mætti án vera, þá væri slík gjöf vel þegin. Gjafir til öryrkjaheimil- isins eru að sjálfsögðu frádrátt- arhæfar til skatts. Þetta var annars sma útidúr. Hvenær flytjið þið inn? Það þekkja allir, að hér á landi er ákaflega erfitt að gera áætlanir um mannvirkjagerð og svo er um þessa stórbyggingu. — En það er byrjað. — Hálfnað er verk þá hafið er. — Við von- um að ekkert verði til þess að tefja þá áætlun okkar að sleitu- laust verði unnið við heimilið unz hægt verður að flytja þar inn. — Allt okkar starf er miðað við þetta sagði Oddur yfirlæknir að lokum. Hnfnfirðingur Þ E IR, sem fengið hafa senda miða í Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst í skrifstofu flokksins að Strand- götu 29. Skrifstofan verður opin kl. 1—3 á laugardögum og 11—12 á sunnudögum fyrst um sinn. — Ferð Bjarna Framhald af bls. 2 Kl. 11.00: Heimsókn í verk- smiðjur fyrirtækisins Telefon AB L.M. Ericsson. Kl. 12.30: Hádegisverður í boði Patricks, framkvæmdastjóra fyr irtækisins. Kl. 15.30: Fyrirlestur forsæt- isráðherra á vegum Félags um utanríkismál (Utrikespolitiska föreningen) í Stokkhólmshá- skóla. Kl. 17.00: Blaðamannafundur á Grand Hotel. Kl. 20.00: Kvöldverðarboð for- sætisráðherra, dr. Bjarna Bene- diktssonar, á Grand Hotel. Föstudagur 28. október. Kl. 10.00: Lagt af stað frá Bromma-flug velli. Sérstök dagskrá fyrir konu for sætisráðherrans, frú Sigríði Björnsdóttur. Mánudagur 24. október. Kl. 10.00: Heimsókn í Listiðn- skólann (Konstfackskolan). Fimmtudagur 27. október. Kl. 11.00: Sautjándu aldar skipið „Vasa“ skoðað. Kl. 12.00: Hádegisverður á Hotel Foresta í Lidingö. Kl. 13.30: Heimsókn í Milles- gárden, safn listaverka mynd- höggvarans Carls Milles. — Dr. Johnson Framhald af bls. 1 Hann var lagður í sjúkrahús í fyrri viku, en þá hafði hann orðið fyrir áfalli á heimili sínu. Johnson gerði sér tíðfarið til kommúnistalandanna, og varð oft fyrir gagnrýni fyrir að halda á lofti skoðunum ráðamanna þar. 1952 fór hann í heimsókn til Kína, en að henni lokinni skýrði hann frá því opinberlega, að S.þ. notuðu þýzk vopn í Kóreustyrj- öldinni. Síðar viðurkenndi bisk- upinn, að sjálfur hefði hann aldrei til Kóreu komið, heldur hefði kínverskur vísindamaður sagt sér, að S.þ. notuðu þýzk vopn. Nafnið „Rauði erkibiskupinn" var frá honum sjálfum komið. Blaðamaður einn ræddi eitt sinn við hann, en átti erfitt með að finna eitt orð, sem lýst gæti stjórnmálaskoðunum hans. „Kall ið mig „Rauða erkibiskupinn", sagði Dr. Johnson þá. Hópferðabilar allar stærðlr e.ÍN6in/iR Símar 37400 og 34307. LOGl GUÐBRANDSSON héraðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Simi 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.h. Það skal tekið fram, enda þótt Flugfélag íslands hefði frum- kvæði um setningu þessara hag- stæðu fjölskyldufargjalda milíi íslands og Norðurlanda, þá njóta farþegar annarra flugfélaga, sem fljúga á sömu flugleiðum Loft- leiðum og Pan American, sömu kjara. — Gjallhrunið Framhald af bls. 1 til þorpsins Aberfan. Þá hélt Filippus prins til þorpsins til að votta ættingjum látinna samúð sína. Með honum í förinni var Snowdon, lávarður. Óhugnanlegt er nú um að lit- ast í Aberfan. Þar ganga um grátandi mæður, en allir, sem vettlingi geti valdið, hafi unnið sleitulaust síðustu 24 stundirn- ar við uppgröftinn. Hafi margir þeirra, sem mest hafi að sér- lagt, örmagnazt. Miklar umræður hafa orðið um það í Bretlandi, hvernig á því standi, að gjallhaugur sá, sem af stað rann, skuli ekki fyrir löngu hafa verið fluttur á brott. HðFADYNUR Bókin, sem beðið er eftir, verður mánuði síðbúnari en áætlað var. Litbrá h.f. Orðsending frá Stjdrnuljósmyndum Barna- og heimamyndatökur. Á laugardögum: Brúðkaup og veizlur. Stofan opin allan daginn. Pantið með fyrirvara. Stjdrnuljósmyndir Flókagötu 45. — Sími 23414.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.