Morgunblaðið - 23.10.1966, Blaðsíða 10
!0
MOBGUNR' Atiio
Sunnudagur 23. okt. 1966
1
ÞETTA
INDÆLA
STRID
Vonandi
\
SEINNI
GREIN
EN BURTSÉÐ frá Arthur Mill-
er.
Þar sem við Bromberg sátum
í kránni barst nú talið að „Ó,
þetta er indælt stríð“, sem hef-
ur verið nefnt „söngleikur“,
„drama“, „skemmtiþáttur" og
allt þar á milli, svo ekki sé
talað um dómana, „stórkost-
legt“, „hræðilegt“. Eins og oft
vill verða liggur sannleikurinn
einhvers staðar á milli lýsing-
arorðanna.
Eitt sættumst við Bromberg
á, að sýning á „Ó, þetta er
indælt stríð“ er fyrst og síðast
verk leikara og leikstjóra, eins
og raunar allar góðar leikbók-
menntir. Farið hefur verið meist
arahöndum um efnið, enda eru
engin smámenni sem hafa lagt
það til, ef rétt er sú athuga-
semd sem verkinu fylgir: „Allt
sem sagt er (hér á sviðinu) í
kvöld annaðhvort gerðist eða
var sagt sungið eða skrifað á
árunum 1914—1918“. Og það
voru engir smákarlar sem þarna
áttu hlut að máli, ef litið er á
heimildirnar: Vilhjálmur II.
keisari, Erich Ludendorff, hers-
höfðingi, Graf von Schliffen,
Joffre marskálkur og nokkrir
aðrir hershöfðingjar, David
Lloyd — George og Philip Noel-
Baker.
Eitt af því sem gerir „Ó, þetta
er indælt stríð“ öðruvísi í
Washington en Reykjavík er
það, hvað litlar sviðsskýringar
fylgja textanum. Enda segir
leikstjóri Washington-sýningar-
innar, Edward Parone: „Ég hef
aldrei séð sýningu miss Little-
wood, og hef raunar tekið hana
á orðinu, þegar hún segir: Ger-
ið við efnið allt sem ykkur dett
ur í hug““.
Slík ummæli hljóta að verka
hvetjandi á hvern góðan og hug
myndaríkan leikhúsmann. Efn
ið væri að vissu marki hægt að
lesa í brezkum þingtíðindum
eða þýzkum dagblöðum frá
fyrrnefndu tímabili — en hver
mundi vilja skipta?
Bromberg sagði einhvern tíma
1 miðju samtali um leikritið, að
Frakkar hefðu sett 10 þúsund
manns á hestbak í fýrri styrj-
öld og att þessu riddaraliði
fram gegn óvininum í þeirri
góðu trú að vélbyssur gætu
ekki drepið mann á hestbaki.
Þetta var ein af stórblekking-
um fyrri heimsstyrjaldar, og
þarf enginn að vera hissa á upp
lýsingum leikritsins um fallna
og særða. En slíkur var máttur
styrjaldarrómantíkurinnar á ár
unum fyrir sundin blá.
- XXX ----
Síðan fórum við að tala um
leikhúslíf í Bandaríkjunum á
breiðara grundvelli. Þó ungur
sé, hefur Bromberg að baki sér
drjúga reynslu á leiksviði og
hefur m.a. leikið í „Mutter
Courage“ á Broadway. Hann
hefur leikið víSa annars staðar
í Bandaríkjunum og auk þess í
sjónvarp. Tvö verk eftir hann,
„Defense Of Taipai“ og „The
Roominghouse1* voru sýnd í
San Francisco, en eins og fyrr
getur vinnur hann nú að miklu
leikhúsverki, sem hann nefnir
„Dream of A Blacklisted Actor“,
og þarf ekki nema líta á titilinn
til að sjá í hendi sér, að þar er
fjallað um líf föður hans. Arena
Stage veitir honum styrk til að
vinna að verkinu. Það sem mér
finnst raunar eftirsóknarverðast
í bandarísku þjóðlífi er sú stað
reynd, að þar vestra kaupa
menn óhikað gáfur og hæfi-
leika, ekki síður en bíla og ís-
skápa, og eru ófeimnir að
styrkja þá sem einhver töggur
er í. Og hvað Bromberg við
kemur var ekki spurt, hvort
hann væri kommúnisti eða ekki.
Bromberg tilkynnti mér marg
oft í samtalinu að hann væri
gallharður kommúnisti, og var
ég raunar farinn að efast um
það vegna þess, hve oft hann
ymti að því. En ég hugsaði sem
svo: auðvitað þurfti ég endi-
lega að lenda á eina gallharða
kommúnistanum í Bandaríkj-
unum! Og það var ekki heldur
ómerkari stofnun en sjálft utan
ríkisráðuneytið, sem kom á
þessu samskrafi okkar. Sálmur
Hallgríms Péturssonar um það,
sem helzt hann varast vann,
fellur ekki einu sinni úr gildi
þar vestra. Mikil lífssannindi
gilda einnig þar. En það kom
líka á daginn að Bromberg var
ekki „gallharðari" en svo, að
hann sagði við mig: „Ég veit
hver er afstaða kommúnista til
bókmennta og lista. Ég vildi
ekki vera leikritaskáld í komm-
únísku þjóðfélagi. Sem betur
fer, verður ekki kominn á
kommúnismi í Bandaríkjunum
fyrr en ég er dauður!" Svona
fratkommar væru ekki teknir
alvarlega í Alþýðubandalaginu.
-- XXX ---
Ég minnti Bromberg á þau
ummæli Arthurs Millers, að
bandarískt leikhús væri að fær
ast frá Broadway og yfir í
smærri leikhús víðsvegar um
landið.
Bromberg sagði, að kjölfesta
bandarískrar leiklistar í dag
væru fimmtán leikhús víðsveg-
ar um landið, sem öll tækju
yfir 500 áhorfendur í sæti, eins
og Arena Stage. Stærsta leikhús
ið er í Philadelfiu „Theater for
the living Arts“, einnig nefndi
hann „The Actors Workshop"
í San Francisco, en þar voru
fyrri leikrit hans leikin, loks
má nefna leikhús í Boston,
„The Charles Theater Company
of Boston“ og „The Long Wharf
Theater" í New Orleans. Mörg
önnur leikhús hafa hlotið við-
urkenningu, þó minni séu, t.d.
frá Ford, Rockefeller og Guggen
heim. Þá hefur ríkið veitt fé
til nokkurra leikhúsa, vonandi
er hér einungis upphaf á öfl-
ugum stuðningi ríkisvaldsins
við leiklistina, og nefndi Brom-
berg í þessu sambandi „The
Providdnce Theater“, Rhode
Island. Styrkurinn nam á sl. ári
milljón dollurum til sjö eða
átta leikhúsa.
Bromberg gat þess að Broad-
way-leikhúsin væri ekki að
syngja sitt síðasta, heldur
legðu þau áherzlu á söngleiki
vegna þess þeir gæfu fyrírheit
um öruggari fjárhagsafkomu.
Hann nefndi til gamans dæmi
— og gæti það raunar vel orðið
uppistaða í sæmilegan söngleik:
Söng-gamanleikurinn „Kelly“
fjallaði um mann sem lifði af
að kasta sér út af Brooklyn-
brúnni og gát sagt söguna á eft-
ir. Æfingar og allt sem með
þurfti kostaði um 650 þúsund
dollara, en eftir frumsýning-
una var söngleikurinn dauður
og grafinn — og maður getur
rétt ímyndað sér hvernig um-
horfs hefur verið í peninga-
hjarta framleiðandans.
Ég spurði: „Hvernig getur
þetta gerzt?“
Bromberg svaraði: Áður en
æfingar byrja er gerður samn-
ingur við leikara. Útgjöldin við
það og ýmislegt annað eru um
200 þúsund dollarar, áður en
æfingar hefjast. Síðan, þegar
æfingar höfðu staðið í þrjár
vikur, var kvöld eitt komið
með leiktjöld og búninga, en
þá fórnaði leikstjórinn höndum
og hrópaði: „Tóm vitleysa“.
Og öllu var kastað, eða rétt-
ara sagt: 40 þúsund fuku þetr.
Næst var farið með söngleik-
inn út úr New York til að
reyna hann annars staðar. Á
fyrsta staðnum sagði gagn-
rýnandinn: „Þetta er gjörsam-
lega ónýtt stykki!“ Þá voru
búningarnir brenndir á ný og
verkið sýnt á öðrum stað í
nýjum búningi — og kostaði
breytingin 35 þúsund dollara.
Þá sagði gagnrýnandinn þar:
„Söngleikurinn er háðung". En
þar sem ekki var hægt að setja
skáldið af, né tónskáldið eða
söngtextahöfundinn, eru allir í
sameiningu látnir skrifa nýtt
verk, söngvum var breytt og
þar fram eftir götunum. Fram-
leiðandinn borgar þeim 30 þús-
und dollara á viku.
Loksins var svo þessi um-
ræddi söngleikur sýndur með
algjörlega nýju sniði í Phila-
delfiu og þá kom einn helzti
Sviðið í Arena Stage.
Sr. Bjarni Sigurðsson:
Haust i sveit
Sum andlit höfða ekki til
okkar nema í stássstofum, önn
*ir vekja okkur aðeins gleði
úti í sveit. Og kannski yrðu
hispursmeyjar, sem við dá-
umst að í borginni, okkur hvim
leiðar á mörkum úti.
Undarlegir eru þessir haust-
dagar og djúpur hreimur þeirra
en vera má að mér þyki helzti
kjurlátt umhverfið, síðan lóan
fór. Hún tilkynnir að vísu eng
an sérstakan burtfaradag frekar
en sumarið sjálft en á ýmsu
merkjum við að hverju fer, og
einn góðan veðurdag er það
ekki meir hvorki sumarið né
lóan né neitt það sem sumarsins
er. — Undarlegir eru þessir
dagar. 1 vor sýndust veður öll
blíðlynd, þá vorum við bjart-
sýn og framgjörn og ung. Og
þegar vinur minn var að setja
niður í garðinn sinn mundi
hann engin eyktamörk. Þegar
hann skömmu síðar átti afmæli
þetta árlega, sem ekki getur
heitið nýlunda nú á seinustu
áratugum, þótti honum einu
gilda þó að misserum fjölgaði
að baki, hann væri anza korn
inu engu slakari en fyrir 10
árum.
En í haust voru sporin í við
þyngri og þannig hefur þetta
raunar verið nokkur ár, að
þrekið hefir fjarað með þverr
andi birtu dægranna. Og svo
liggur Nonni alltaf í þeim að
koma suður. Og þegar hann
skrapp hingað fyrir skömmu
um réttirnar var það ætlaði
hann að láta skríða til skar-
ar; ekkert vit í að þau yrðu
ein í þessu greni vetrarlangt
ekki einu sinni miðstöð nema
út frá eldavélaskriflinu og eng
inn sími ef eitthvað bæri út af
En það er ekki í kot vísað,
þar sem er vesturbæjarfólkið
sonur Jóns mins hreppstjóxa
og kona hans ekki spillir hún
eða þá börnin skaltu segja. Nei
það er svo sem ekki hægt að
kalla, að hér væri vandalaust
fólk. Og það vissi hreppstjór
inn allt af hvar hann hafði
mig þegar við vorum ungir og
hann stóð í stórræðum fyrir
sig og sveit sína. Og betra þótti
honura þá að eiga mig að en
engan. En hann var nú alltaí
gagnrýnandinn þar fram á
sjónarsviðið og sagði: „It
stinks — það lyktar“.
Þá reyndi framleiðandinn að
reka höfundana þrjá, en því
var ekki við komið. Þeir voru
eins fastir í botnvörpu listar-
innar og Helgi Hóseasson f
neti guðs. Af einhverjum
’ástæðum Var svo reynt að
bjarga því sem bjargað varð f
New York, en þar fór frum-
sýningin algerlega út um þúfur
— og ævintýrið kostaði sem
sagt 650 þúsund dali. Það er
því ekkert smáfyrirtæki að
gera út sjónleiki en þeir geta
líka eins og síldin marg borgað
sig, ef vel tekst til. Leikhúsun-
um á Broadway þykir, þrátt fyr
ir þetta dæmi sem Bromberg
nefndi, minni áhætta að setja
upp söngleiki en leikrit; þeir
eiga almennari vinsældum að
fagna, ef þeir takast á annað
borð.
í beinu framhaldi af talinu
um gagnrýnendur spyr ég
Bromberg hvort tekið sé marla
á þeim í New York. Hann sagði
að margt fólk læsi gagnrýni
til að „vita hvort það ætti að
fara í leikhús, eða ekki“. Af
þessu hefðu ýmsir gagnrýnend
ur miklazt, og væri raunar eklc
ert að marka það sem þeir
segðu, utan einn eða tveir. Kom
þetta heim og saman við það
sem Albee hafði áður sagt okk
ur á blaðamannafundinum í
New York. „En samt sem áður
hafa gagnrýnendur í hendi sér
að eyðileggja verk. Það er vand
meðfarið og ekki heiglum hent
að standast freistingu slíks
valds“, bætti hann við.
Þá sagði Bromberg mér frá
því, að í leikarafélagi New
York-borgar væru 15 þúsund
félagar, en starf væri aðeins
fyrir 800 leikara.
Ég spurði nú Bromberg, hvort
hann teldi ákjósanlegt að
leikritahöfundar væru jafn-
framt leikarar. Hann sagði að
á dögum Shakespeares hefði
þetta tíðkast. „En þá voru tím
arnir aðrir“, bætti hann við.
„Vafalaust hefur það stundum
komið fyrir að einhver leikar-
anna segði eftir sýningu: „Ég
hef ágæta hugmynd í leikrit".
Og nú sjáum við þess stað i
heimsbókmenntunum“.
Að lokum spyr ég Bromberg
um verkið sem hann er að
vinna að, „Dream of A Black-
listed Actor“. Hann verður kvíð
inn, horfir niður í glasið sitt,
þangað sem margur hefur leit
að huggunar „á erfiðum tím-
um“, og segir: „Líf mitt er und
ir því komið að verkið takist.
En það er mikil áhætta, því
tvö kvöld tekur að sýna það.
Ég reyni samt. Ef illa tekst,
fer ég aftur til New York —■
inn í frumskóginn".
M.
svoddan málafylgjumaður bless
aður. Vandalaust fólk. Ó, ekki!
Garðarnir voru dálítið erfiðir
í haust, það er sko bakið og
þessi sífellda háátt. Ógnar kom
sér þá vel hve angakvalirnar
í vesturbænum voru ólöt að
skjótast yfir um og tína fötu
og fötu Og nú var allt þurrkað
útsæðið valið og tekið frá og
smælkið sér, og hver karta
komin í jarðhúsið. Þar eru þær
óhultar fyrir vetrarhörkunum.
Ó, já smælkið étum við fyrst.
Það þarf ekkert að flysja það
frekar en vill fyrst í stað.
Jamm, bærilega lögðu þeir
sig dilkarnir í sláturhúsinu þó
að sumarið þætti mörgum lélegt
Þeir gjörðu það ekki betur hjá
öðrum samt voru lemburnar
margar. Þær launa fyrir sig
ærnar. Allt er þetta fóðrinu
að þakka, og kotið er heldur
ekki ostarýrt. Og svo nóttúru
lega þetta metfé hann Hösmagi
hrúturinn okkar. En nú er hann
fallinn. Varið ykkur á skyld-
leikaræktuninni, sagði hrepp-
stjórinn sálugi, og þeir gjörð-
«8t ekki vænni en hjá honum
Framhald á bis. 30.