Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 16
16
MORCU N BLAÐIÐ
!
Þriðjudagur 25. okt. 1966
IHttrgMttfrlofrifr
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarwason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar, Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
FLÓTTAMANNAHJÁLP
mmm
800 málverk eftir Picasso
á afmælissýningu í París
• PABLO Picasso er 85 ára
í dag. Af því tilefni verð-
ur í næsta mánuði haldin í
París geysimikil sýning á
verkum hans, — yfirlitssýn-
ing, þar sem 800 málverk eftir
hann verða saman komin á
einum stað. Verður þar með
vígð ný menningarmiðstöð í
endurbyggðri höll, er nefnist
„Grand Palis“, að sögn NTB.
Picasso, frumkvöðull kúb-
ismans og viðurkenndur snill-
ingur í mörgum listgreinum,
hefur lifað að sjá málverk sín
seljast á allt því hundrað
þúsund sterlingspund og er
nú vellauðugur maður.
Picasso er spánskrar ættar,
fæddur á Malaga á Spáni 25.
október 1881. Faðir hans, Jose
Ruiz Blasco, var listamaður
og prófessor við listaaka-
demíuna í Barcelona. Hjá
honum naut Pablo fyrstu upp-
fræðslu í listum og flaug í
gegnum öll próf hjá listaaka:
demíunni á margfalt skemmri
tíma en nokkrir aðrir nem-
endur.
Tvítugur að aldri lagði
hann niður nafn föður síns og
tók upp nafn móður sinnar,
Mariu Picasso.
Til Parísar kom hann fyrst
aldamótaárið 1900 og settist
þar að fyrir fullt og allt fjór-
um árum seinna.
Fyrstu verk hans sýndu
þegar að þarna var á ferð
maður búinn einstæðum hæfi-
leikum, myndir hans þóttu
einstaklega lifandi — hann
tók fyrirmyndir sínar úr líf-
inu umhverfis, einkum
skuggahliðum borgarlífsins og
gæddi þær lífi og tilfinningu.
Á árunum 1906 — 1910 gerð
ist hann ásamt Georges
Braques frumkvöðull kúbism-
ans og vann í þeim stíl fram
til ársins 1918, er hann tók
að byggja myndir sínar á
natúralískum formum og
myndræmum. Upp úr 1925
breytti hann enn um stíl og
málaði alls kyns fantasíur,
sem nánast töldust til surreal-
isma. Varð einna frægust
mynda hans af því tagi
„Guernica", máluð árið 1937,
þar sem dregin var upp mar-
tröð borgarastyrjaldarinnar á
Spáni.
Árið 1936 skipaði lýðveldis-
stjórnin á Spáni hann for-
stöðumann Prado safnsins í
Madrid og sá hann um, að
flytja brott listaverk safnsins
til þess að forða þeim frá
eyðileggingu í borgarastyrj-
öldinni.
Picasso var í París öll
heimstyrjaldarárin síðari en
að þeim loknum gerðist hann
kommúnisti. Á friðarráð-
stefnu kommúnista í París
1949, var tekið upp sem friðar
tákn þeirra hin kunna dúfu-
mynd, sem Picasso teiknaði.
Picasso hefur alltaf verið
síkvikur og síbreytilegur í
listinni og aldrei verið lengi
trúr einni ákveðinni stílteg-
und.
Hann hefur haft mikil og
víðtæk áhrif á nútímamálara-
list og einnig höggmyndalist,
enda fengizt sjálfur töluvert
við þá listgrein, svo 'og
keramikgerð, — setti upp
keramikvinnslu í Vallauris á
frönsku Rívierunni eftir
heimsstyrjöldina síðari. Hann
hefur líka haft veruleg áhrif
á leiktjaldateikningar —
gerði sjálfur margar teikn-
ingar á leiktjöldum og bún-
ingum fyrir rússneska ball-
etta.
Picasso hefur einnig fengizt
nokkuð við orðsins list, skrif-
aði meðai annars leikrit, sem
nefndist „Le Desir attrapé par
la Queue“, sem þýtt hefur
verið á ensku undir nafninu
„Desire".
Konur hefur Picasso átt
margar, — þó ekki allar í lög-
legu hjónabandi. Fyrsta eigin
kona hans var Olga Kolkava,
sem hann kvæntist árið 1917
og átti með einn son. Síðan
bjó hann með nokkrum kon-
um, ein hét Fernanda Olivier,
önnur Dora Mar, og sú þriðja
Francoise Gilot, sem bjó með
honum sem eiginkona í ára-
tug og ól honum tvö börn.
Árið 1961, er Picasso var 79
ára kvæntist hann öðru
sinni, fyrirsætunni Jasqueline
Roque, sem þá var 44 árum
yngri en hann.
Lifnaðarhættir Picassos eru
fábreyttnir orðnir. Hann á
miklar eignir, m. a. 40 her-
bergja höll í Provence, ein-
býlishús í Cannes og sveita-
setur í Grasse. En hann hefur
lítið við í daglegu lífi, neytir
matar og víns i hófi og klæð-
ist venjulega stuttbuxum,
baðmullarskyrtu og sandöl-
T gær var dagur Sameinuðu
þjóðanna og var hann
að þessu sinni helgaður
vandamálum flóttafólks víðs-
vegar um heim, og hafði hið
nýstofnaða flóttamannaráð
hér á landi forgöngu um fjár
söfnun, en það fé, sem safn-
ast hér og í 19 öðrum Evrópu
löndum verður látið renna
til tíbezks flóttafólks í Ind-
landi.
Þegar rætt er um störf
'Sameinuðu þjóðanna á þeim
‘tveimur áratugum, sem liðnir
eru síðan samtökin voru stofn
uð, líta menn gjarnan á þau
atriði, sem hæst ber í dag-
legum viðburðum, átök milli
stórvelda takmarkaðar styrj-
aldir og margvísleg ágrein-
ingsefni stjórnmálalegs eðlis,
sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa ekki reynzt færar um að
leysa á friðsámlegan hátt. Af
þessum sökum efast margir
um gildi Sameinuðu þjóð-
anna, en þá er þess ekki gætt,
að á vegum þessara alþjóða
samtaka og ýmissa stofnana
þeirra, er rekin mikilvæg
starfsemi, sem miðast við
margvíslega aðstoð við þró-
unarlöndin svonefndu. Þessi
starfsemi fellur gjarnan í
’^skuggann fyrir hinum stjórn-
málalegu viðfangsefnum líð-
andi stundar, En þegar
minnst er dags Sameinuðu
þjóðanna er full ástæða til
þess að gera sér grein fyrir
því, að þessi miklu alþjóða-
samtök hafa unnið mjög gott
starf meðal fátækra þjóða um
heim allan á þessum tveim-
ur áratugum.
Á degi Sameinuðu þjóð-
anná að þessu sinni, var efnt
til fjársöfnunar vegna tí-
bezka flóttafólksins, sem býr
við bág kjör í Indlandi. Þetta
fólk hrökklaðist úr landi sínu
'undan ofbeldisverkum kín-
verskra kommúnista, hlaut
hæli í Indlandi og hefur búið
þar í fátækt síðan. Örlög þess
eru ekki eina dæmið um þær
hörmungar, seni ofbeldi
kommúnismans hefur leitt
yfir tugþúsundir og milljónir
manna víðsvegar um heim.
En að þessu sinni hefur sér-
stök athygli verið vakin á
hlutskipti þessara Tíbetbúa,
sem heldur vildu rífa sig upp
með rótum frá ættjörð sinni
en að búa þar við ok hins
^kínverska kommúnisma.
íslendingar lifa nú mestu
velmegunartíma sinnar sögu.
En það er ekki nema tæplega
öld liðin frá því, að einnig
hér á landi bjó fólk við sult
og seyru. Einmitt vegna þess
ættum við að hafa betri skiln
ing en ella á hlutskipti fólks
um víða veröld, eins og hinna
tíbezku flóttamanna, og ein-
mitt vegna þess eigum við og
erum við reiðubúnir til þess
að leggja fram okkar aðstoð.
Það eigum við að gera í vax-
andi mæli og fylgja þar í fót-
spor okkur stærri og öflugri
þjóða, sem um langt skeið
hafa haldið uppi víðtækri
hjálparstarfsemi við bágstatt
fólk hvarvetna í heiminum.
HEIMUR KOMM-
ÚNISMA í UPP-
LAUSN
IVÍýlega gerðust þau tíðindi í
1 ’ Ítalíu, að kommúnista-
flokkurinn þar klofnaði, og
stofnaður var nýr kommún-
istaflokkur, sem fylgir kín-
verskum konamúnistum að
málum í þeirri hugmynda-
fræðilegu deilu, sem nú stend
ur yfir um gjörvallan hinn
kommúníska heim.
Þessi atburður á vafalaust
eftir að endurtaka sig víða
um heim, en hann leiðir hug
ann að því að hér á landi er
starfandi kommúnistaflokk-
ur, sem hefur nú orðið svo
mörg andlit að erfitt er að
átta sig á hverju og einu. í
kommúnistaflokknum hér á
landi eru kommúnistar, sem
fylgja Kínverjum að málum,
kommúnistar sem fylgja
Sovétríkjunum að málum,
hlutleysingar, Þjóðvarnar-
menn, vinstri sinnaðir sósíal-
demókratar og svo mætti
lengi telja. Enn kemur þessi
hópur saman undir einu
flokksnafni, en það er þó ekki
nema að nafninu til, og milli
þeirra ríkir fullkominn fjand-
skapur. Nú bíða menn þess
með nokkurri eftirvæntingu,
hver verða örlög kommúnista
flokksins hér á landi, hvort
enn tekst að tjasla upp á þessa
ómynd, eða hvort senn líður
að því að fylgt verði fordæmi
annarra og stofnuð flokksbrot
eftir því hvort loftnetinu er
beint til Peking eða Moskvu.
KRISTINDÓMUR
OG KOMMÚN-
ISMI
að hefur raunar alltaf leg-
ið ljóst fyrir að kristin-
dómur og kommúnismi sam-
rýmast ekki. En fáránlegar
tilraunir manns eins hér í
borg til þess að losna úr
tengslum við kristna kirkju
vegna kommúnískra stjórn-
málaskoðana, hafi þó undir-
strikað þessa staðreynd skýr-
lega. Þar hafa ekki einungis
verið um Helgaspjöll að ræða
heldur og helgispjöll, sem
ekki á að þola.
— Veitingahúsin
Framhald af bls. 32.
legra og læknisfræðilegra. í
því sambandi sé rétt að koma á
fót rannsóknarstofnun í áfengis-
málum.
Auka beri fræðslu um áfeng-
ismál og taka áfengisfræðslu í
skólum til nýrrar athugunar.
Efla beri alla æskulýðsstarfsemi,
sem miðar að hollri tómstunda-
iðju og áfengislausu skemmtana
lífi æskufólks. Leggja beri á-
herzlu á hófsemi í vínveitingum
í opinberum móttökum. Efla
þurfi löggæzlu á samkomum,
stórauka tolleftirlit um allt land,
í viðtali við Mbl. sl. sunnu-
dag kvaðst maður þessi telja,
að svokallaður kristindómur
og kommúnismi gætu alls
ekki átt kamleið, þar sem
kommúnisminn væri grund-
vallaður á fræðikenningum,
en kristindómurinn væri
sleggjudómar beint út í.loft-
ið, eins og hann orðaði það.
Það er vissulega fróðlegt og
jafnframt íhugunarefni að fá
svo afdráttarlausar yfirlýsing
ar um þetta efni.
rannsaka til hlítar allar áfengis-
kærur og hraða dómsmeðferð.
Menntamálaráðuneytið beiti sér
fyrir samtökum eigenda félags-
heimila um skipulega notkuh
þeirra í þágu menningar- og
félagsstarfs.
Gera þurfi ráðstafanir til þess
að draga úr drykkjuskap á síld-
arhöfnum og verstöðvum. Vinna
að sem víðtækastri læknisþjón-
ustu vegna ofdrykkju.
Frv. fylgja meðal annars um-
sagnir skólastjóra nokkurra fram
haldsskóla og kemur þar fram
að skólastjórar menntaskólanna
telja áfengisneyzlu sízt hafa auk-
izt í skólunum og jafnvel minnk-
að. Hins vegar telur skólastjóri
Eiðaskóla að umhverfi skólans
hafi stórversnað í þessum efn-
um og segir m.a.: „Síðan síldin
lagðist að hér á Austurlandi virð
ist þetta ástand hafa stórlega
versnað. Af þeim sögum, sem
heyrst frá síldarvinnslustöðvun-
um, virðist lítið vera skeytt um
framtíð þeirra unglinga og barna
er þar vinna. Svo virðist sem
unglingum sé bókstaflega kennt
að drekka á vinnustöðvunum."
Nefndin telur í greinargerð
sinni að taka verði til sérstakrar
meðferðar framar flestu öðru
vandamál, sem skapast hafi af
neyzlu áfengis í stórum verstöðv-
um og fiskihöfnum víðs vegar um
landið.
Það kemur fram í greinar-
gerð nefndarinnar að áfengis-
neyzla pr. mann hefur vaxið tolu
vert frá 1935. Á þessu tímabili
hefur áfengisneyzlan orðið rnest
1946, 2.009 lítrar og svo 1965
2,070 lítrar.
— Gratin
Framhald af bls. 2
var haldin í Aberfan, þvi ð
tvær af þorpskirkjunum eru not
aðar sem líkhús og hinar tvær
sem björgunarmiðstöðvar. Með-
al líka sem fundizt hafa er lík
yfirkennara skólans frú Önnu
Jennings, en í síðustu viku sat
hún fund, þar sem einmitt var
fjallað um ráðstafanir til að
hindra slys sem þetta.
Tilkynnt var í London í gæ^,
að sett yrði á stofn sérstök
nefnd, sem myndi vinna að því
að koma í veg fyrir að fleiri
slík slys gætu átt sér stað.
Yfirlýsing þessi virðist ekki
hafa dregið úr biturleikanum og
Lundúnablöðin í dag spyrja á
forsíðu með stórum fyrirsögr.um
hversvegna ekki hafi verið gerð
ar ráðstafanir til að fyrirbyggja
slysið í Aberfan.
f dag, þriðjudag, fer fram út-
för 30 barna í Aberfan og á
morgunn 60.