Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 25. okt. 1968 MORCUN BLADID 25 — Minning Framhald aí bls. 19 er sem þúsund ár og þúsund ár ■em einn dagur“. Stefán, við kveðjum þig með þakklæti í huga og biðjum þér blessunar guðs á ókomnum leið um. Konu Stefáns heitins, börnum •g öðru ættfólki, sendum við hjónin okkar "innilegustu sam- úðarkveðjur. Theodór Gíslason. t I>AÐ átakanlegasta við það að eldast, er að verða að horfa uppá sér yngri ættingja og vini hverfa yfir móðuna miklu hvern eftir annan. Þó að maður sé að vísu sannfærður um að „líf er eftir þetta líf“, er söknuðurinn eftir látna ástvini jafnsár og erfiður. Það er nú liðin meira en hálf ðld síðan ég tengdist fjölskyld- unni í Laufási við Eyjafjörð, og elskulegra fólk hefi ég ekki þekkt. Ég held að hún Ingibjörg mágkona mín hafi verið sú ró- samasta manneskja, sem ég hefi kynnst. Háöldruð varð hún að horfa á eftir tveimur elztu sonum sín um ofan í gröfina, en rósemin brást henni aldrei, aðeins einu sinni heyrði ég hana segja: „Æ, því fékk ég ekki heldur að fara“. Laufás, — þetta er eins og töfraorð í munni þeirra, sem hafa alizt þar upp. Þegar þau systkin- in, börn séra Björns Björnssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur, tala um Laufás, er fögnuðurinn og hrifningin í röddinni svo mik il að mér hefur. alltaf fundizt þau vera að tala um Paradís. Bami aðdáunarhreimurinn var líka í rödd mannsins míns Sig- urðar Magnússonar, þegeir hann minntist á æskuheimili sitt, og var hann þó fjórtán ára þegar faann kom þangað. Þegar þau Laufássystkinin fluttu til Reykjavíkur fyrir rösk- um 40 árum, var það glaður og kátur hópur, þar sem allir voru samtaka um að styðja og styrkja hvort annað svo að fágætt mun vera ,og ekki breyttist það þó eð bræðurnir festu ráð sitt og stofnuðu sín eigin heimili, eigin- konur þeirra studdu líka að sam heldni fjölskyldunnar. Þegar hún safnaðist saman á hátíðis- og tyllidögum, hvort heldur var á Sólvallagötu eða Hringbraut, vantaði aldrei neinn. Nú eru þau Jón og Vilborg ein eftir af systkinahópnum, þar sem Jóhannes læknir yngri bróð- irinn lézt þ. 7. sept. sl., og Stefán nú, er stórt skarð höggvið í þessa samheldnu fjölskyldu. Frá því ég fyrst kynntist þess- um systkinum hefur mér þótt vænt um þau öll, en Stefán hefur þó haft sérstöðu í huga mínum, vegna þess að hann var sá eini *f systursonum mannsins míns, eem hafði svip af honum, bæði í útliti og góðlátlegri kýmni. Btefán hafði á síðastl. sumri haft aðkenningu af veiki þeirri, er varð banamein hans, en virtist vera á góðum batavegi, og þau hjónin fóru því til Bandaríkj- enna til að heimsækja einka- dóttur sína, sem er gift þar. Við vorum einmitt nýbúin að frétta að honum liði vel og hefði haft gott af ferðalaginu, þegar and- látsfregnin kom, sem erfitt var að trúa að gæti verið sönn. Ég hefi átt margar yndisstund Ir á heimili Stefáns og hans elsku legu konu, Kristínar Maríu. Þar ríkti alltaf friður og eindrægni, því að hjónin kappkostuðu jafn- an að vera favort öðru til gleði ®g ánægju. Ég veit að Stefáns Björnsson- *r sakna margir, þó að söknuður inn sé eðlilega sárastur hjá eigin konu, börnum og systkinum. En það er þó huggun harmi gegn að Stefán lætur eingöngu eftir aig góðar minningar. Ég votta minni góðu vinkonu Kristínu Maríu og allri hennar fjölskyldu, innilega samúð mína ®g fjölskyldu minnar, og hugur- inn hvarflar einnig til blessaðra litlu barnabarnanna, sem vita ekki enn hvað mikið þau hafa BÚSSt Sigríður J. Maenússon. Nordal Framhald af bls. 10 heiður í þeim efnum.“ Þetta mátti þykja furðu djarflega mælt meðan Há- skólinn hafi ekki meira liði á að skipa í þessum fræðum, en einum prófessor og einum dósent. En þarna var líka ekki rætt um annað, en stefnumark og framtíðarvon. Við ættum nú þegar með meira starfsliði að vera tals- vert nær þessu marki, en fyrir 48 árum, og vonirnar hafa glæðzt að sama skapi. En æðsti dómstóll eða hæstiréttur eru stór orð, og gildi úrskurðanna ekki ein- ungis komið undir dómurun- um heldur málefnunum. Ef miðað er við umrædda nafn- bót verður því tæplega neit- að, að varlega og sparlega hefur verið á henni haldið fram að þessu og naumast orkað almenns tvímælis um verðleika þeirra þriggja ís- lenzkra og tveggja erlendra fræðimanna, sem hún hefur áður verið veitt. En ég er ekki viss um, að skoðanir þeirra sjálfra hvers á öðrum hafi verið svo samhljóða. Andreas Heusler sagði við mig í Basel vorið 1982: „Það er undarlegt um Finn Jóns- son. Hann getur aldrei fall- izt á neitt, sem ég segi, en það er sama hvaða fjarstæðu Magnús Ólsen ber á borð, þá tekur Finnur það allt gott og gilt.“ Og sama sumarið sagði Finnur í fjölmennu hófi í Lundi með sínu hispurs- lausa orðalagi: „Fræðimenn 1 norrænum fræðum hafa alltaf allir verið ósammála um alla hlutL“ Ég minnist á þessi tvö dæmi, ef þau kynnu að geta orðið þeim mönnum til hugar hægðar, sem á dómarastól eiga að sitja. Hitt er annað mál, að í þjóðlegum fræðum allra landa er torvelt með námi og af bókum að afla sér þekkingar, sem að öllu leyti jafnist við þá, sem innbornir menn fá í vöggugjöf. Upp á þetta mætti heimfæra spak- mælið: „Fáir sem faðir, eng- inn sem móðir.“ Örfáir lær- dómsmenn hafa skilið is- lenzka tungu forna og nýja svo vel, að þeir hefðu ekki getað lært sumt bstur af hverjum íslénzkum smala. Að þessu leyti, að minnsta kosti, er það kall og kvöð allra íslendinga að vera hæsti réttur í sínum þjóðlegu- fræð- um. Ég hef verið efasemdamað- ur og að sumu leyti uppreisn armaður af því er tekur til skoðana á fræðum mínum sem vísindum og tilgangi þeirra, og það hefur ekki alltaf verið mér auðvelt. Að vísu er jafnan skylt að hafa það, sem sannara reynist að undirstöðu svo langt sem það nær, en um það takmark þess ara fræða, að glæða eftir veik um mætti ást og skilning al- þjóðar á tungu sinni, bók- menntum og sögu, skyldur þessara fræða við smalana ef svo mætti að orði kveða, hef ég aldrei efazt. Þá múra, sem í flestum löndum eru milli svonefndra lærdómsmanna og almennings má aldrei reisa á íslandi, og við eigum sem betur fer þar ennþá sérstak- ar forsendur þessa samstarfs, sem ég þarf ekki að lýsa nán- ar, sem okkur ber skylda til að varðveita og þar sem við getum jafnvel orðið ýmsum öðrum þjóðum til eftirdæm- is.“ — Hafnarmál Framhald af bls. 21 verður þetta nýja bæjarfyrir- tæki samt. Það vantar mikið á að lokið sé hafnsrgerð í Hafnarfirði, svo að höfnin þar notist vel sem af- greiðslu höfn. Víðáttumiklar hafnir og firðir eru háð þeim annmarka, að skýla ekki nógu vel fyrir vindi og sjó, til þess að bæta úr því þarf að hólfa niður, mynda skipakví. Forn- mannahöfnin í Hafnarfirði bauð upp á þessa góðu kosti og það duldist 'ekki landnámsmönnum og hún býður nútímamanninum upp á það sama. Ef hann ekki notfærir sér þá möguleika, þá er það ekki vegna óyfirstíganlegra örðugleika en slysalegt yrði þáð að teljast. Frá sögu og staðar- sjónarmiði, væri það og nánast helgispjöll, að afmá þetta nafn- giftareinkenni Hafnarfjarðar, með því að grafa það í jörð. Náttúruauðæfum megum við heldur ekki farga með svo hrapalegum aðgerðum. Sigurjón Einarsson, skipstjóri. K V I K S J A Með aerinni fyrirhöfn hafa vísindin fengið þekkingu á háttu termítanna — og þar með möguleikanum á að sigrast á þeim. „Skýjakljúfarnir", sem þeir byggja í Afríku eru 6—8 metra háir og harðir eins og grjót og þá er einungis hægt að sprengja með dýnamiti. Þeir eta innan tré hljóðlaust og sporlaust og engan getur grunað neitt unz tréð skyndi lega er að falli komið. Með áratuga rann sókn hafa menn komizt að því, að meðal termíta er konungur og drottning. Drottn ingin er stór og feit en konungurinn lítill og þýðingarlaus. Drottningin verpir með tveggja mínútna millibili, en geta hennar minnkar ef henni er ekki færð fæða. Þá deyr hún af hungri og ný drottning kemur t>l valda. Á efstu hæð J 'Ú M B <5 „skýjakljúfsins“ er safnað saman hræum af dauðu mtermítum, sem matarforða í hallærum. „Hermennirnir“ hafa sínar eig in herbúðir og þangað færa „verkamenn irnir“ þeim matinn. Eggjunum er ungað út í sérstökum herbergjum og i „kjall- aranum“ er miðstöð, rotnandi plöntuleif- ar, sem gefa frá sér hita fyrir alla bygg- inguna. Teiknari: J. M O R A Á samri stundu heyra þeir að sagt er: — Já, það var hér, og hér er ég enn- þá. Það er Álfur og svo virðist sem hann sé nú búinn að ná sér fullkomlega. Hann er vopnaður og miðar á vini okkar: — Upp með hendur, segir hann ógnandi röddu og lyftir framhlaðningi einbúans. JAMES BOND James Bond IY 1*8 FIEMIM MUN8K VI JOHN McUISXY Sitt hvoru megin við hann standa þorp- ararnir, sem Júmbó og skipstjórinn hjálp uðu niður af fjallinu. Einnig eru þeir vopnaðir og það þungum lurkum.: — Og þið eruð hér með fjársjóðinn, sem þið tókuð frá mér. Júmbó reynir að koma vitinu fyrir "X— þorparana: — Verfu nú ekki svona barna legur, Álfur, segir hann, leggðu frá þér vopnið — þú veizt eins vel og ég að byssan er ekki hlaðin nema einu skoti, svo þú getur ekki hitt nema einn okk- ar, og þá munu hinir ábyggilega klára sig. Eftii IAN FLEMING Ég vissi að ég mundi verða heppinn í fjárhættuspilinu þetfa kvöld. Ég vann á rautt og á svart en hætti þegar tvöfalt núll kom upp. Ég sá að gjaldkerinn gaf viðvörun. Skyndilega íann ég að maður með stóran vindil veitti mér eftirtekf. Eg vissl að það var sjálfur Seraffimo Spang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.