Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. okt. 1966 BILALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOITI21 SÍMAR21190 eftir lokun simí 40381 »'«' 1-44-44 \mt\m Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifaliö. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingóifsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzín innifalið í leigugjaldi Bifreiðaleigan Vegferð Sími 23900. Sólarhringsgjald kr. 300,00. Kr. 3,00 pr. km. BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BILALEIGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. BÍLALEIGA H A R » A R Sími 1426 — Keflavík. Lækkað verð. ir „Svona athæfi á ekki að líðast“ Frú Sigríður J. Magnús- son hafði samband við Velvak- anda sl. föstudag og sagði með al annars: „Mjólkursamsalan auglýsir i dag svokailaða ávaxtasúrmjólk. Hún fæst ekki í mjólkurbúð- um nema á pelahyrnum (a.m. k. ekki í þeirri verzlun, sem ég skipti við), og kostar þar hvorki meira né minna en 4 (fjórar) krónur. í>etta þýðir, að potturinn (lítrinn) kostar kr. 16.00. Venjuleg súrmjólk kostar kr. 8.35, svo að hér er næstum því um 100% álagn- ing að ræða. Þessi jarðarberja- safi, sem fer í hverja pelahyrnu getur ekki kostað nema fáeina aura. í Svíþjóð er svona súrmjólk með alls konar ávaxtabragði seld nokkrum aurum dýrari en venjuleg súrmjólk. Hér ér um hreina verðhækk un á mjólk að ræða. Seljist eitthvað af þessari súrmjólk, hlýtur það að hafa áhrif á vísi- töluna og spana þar allt upp meira en orðið er. Mjólkursamsalan á ekki að komast upp með þetta. Svona athæfi á ekki að líðast. Sigríður J. Magnússon." Velvakandi getur ekki ann- að sagt en það, að alltaf er vesalings Mjólkursamsalan sein heppin. Loksins, þegar hún kemur með væntanlega vin- sæla þjónustu við neytendur, þarf hún að verðleggja varn- ing sinn svo hátt, að engu lagi er líkt. Kannske hugsar „hún“ sem svo, að engan muni nú um fjórar krónur, frekar en einn blóðmörskepp í sláturtíð- inni. Þannig lagaðan hugsunar hátt mega neytendur þó með engu móti tileinka sér, því að ararnir gera þó ennþá krón- una, — og á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela. ★ Stækkun Land- símahússins „Reykvikingur" skrifar: „Nú mun vera í ráði að reisa viðbyggingu við Landsímahús- ið. Skilst mér, að byggja eigi við gamla húsið (við Thor- valdsensstræti), og eigi nýbygg ingin að ná að Kirkjustræti yfir gömlu apótekaralóðina. Viðbygging sú, sem Land- síminn reisti fyrir nokkrum ár um á baklóð sinni, er eitt ljót- asta hús í Miðbænum og sann- kallaður augnasærir, svo að ég þýði enska orðið „eyesore", sem Bandaríkjamenn og Eng- lendingar nota yfir leiðinda- mannvirki. Vonandi hverfur það þó að einhverju leyti á bak við nýrri og betri hús á sínum tíma. Nú er mikilvægt, að betur takist til við hið nýja hús, enda stendur það við Austur- völl, tún Ingólfs Arnarsonar, og að öllum líkindum á það eftir að standa andspænis nýju Alþingishúsi, sem kæmi sunn- anvert við Kirkjustræti. Hús á þessum stað verður að vera fagurt. if Bein forfeðranna í framhaidi af þeasum hugleiðingum langar mig til þess að minna á, að varlega verður að fara við alla mann- virkjagerð á þessum slóðum, því að þar gætu ýmiss konar fornminjar leynzt í jörðu. Hinn forni kirkjugarður okk- ar Reykvíkinga er þarna, og finnst mér óviðkunnanlegt, af hve miklu virðúigarleysi hef- ur stundum verið hróflað við beinum forfeðra okkar í garð- inum. Betur þarf að vernda grafir þær, sem vitað er um, og legsteina þá, sem þarna eru enn. Ekki er nóg að fella þá inn í portmúr að húsabaki, þar sem þeir hafa losnað og ef til vill týnzt. Nokkurn veginn mun vitað um eina biskups- gröf þarna undir malarstíg, og trúað gæti ég því, að Árni Ölá lumaði enn á ýmsum fróð leik um kirkjugarðinn og þá, sem þar eru garfnir.“ — „Reykvíklngur.4* ÍT Joð og ypsilon í er- lendum orðum „Spurull“ spyr: ,Hvernig skyldi standa á því, að á seinni árum eru blöðin farin að skrifa erlend heiti (manna, staða o.s.frv.) með y, þar við höfum ávallt fram að þessu notað j? Getur það verið vegna þess, að þeir skrifi nöfnin ætíð að hætti Engilsaxa, sem tákna j-hljóð- ið í útlendum orðum oft með y í ensku? Manni kemur það ókunnuglega fyrir sjónir, þeg- ar alþekkt orð, sem við höfum vanizt að sjá með joði allt frá barnæsku (í landafræðibókum mannkynssögu o.s.frv.), er allt í einu komin með eitthvert skollans ypsilon, og samkvæmt því ættum við að taka upp allt annan framburð á orðinu. Vita blaðamennirnir ekki, að y er allt annað hljóðtákn í ensku en í íslenzku? Vita þeir ekki, að Englendingar hafa lengi leikið það að umskrifa erlend heiti að sínum eigin hætti? Hvers vegna ættum við að taka upp sérvizku þeirra? Því getum við ekki haldið okk ar eigin hljóðtáknum, eins og Þjóðverjar, Frakkar og Norð- urlandaþjóðirnar? Svipuðu máli gildir um alls konar „sh“ og „ph“ þar sem okkur nægir s eða f. Ef ekki er hægt að skrifa orðið að hætti þeirra, sem á staðnum búa, eigum við að skrifa það að okkar hætti, — ekki enskum (reyndar bregður danskri stafsetningu einnig fyrir). Borgin Jalta er skrifuð Jalta bæði á íslenzku og rússnesku, þótt Englending ar kalli hana Yalta. Allt í einu er farið að kalla jafnþekkta persónu og Sún Jat-sen nýju nafni: Sun Yat sen. Gyðing- urinn Samúel Jósef Agnon er kallaður Samuel Joseph Agnon upp á ensku. Sjálfur mun hann skrifa nafn sitt eitthvað á þessa leið: Smúel Jósif Agnon. ic Hræðsla við eignar- falls-ess Og hvers vegna sleppa blaðamenn altaf eignarfalls- essi í erlendum heitum, jafn- vel þeim, sem taka með sér eignarfalls-ess í frummálinu? Hvaða tiktúra er það eigin- lega? Þegar þeir eiga að hafa t.d. þýzk og ensk orð í eignar- falli, sleppa þeir ævinlega eignarfalls-essinu, þótt það sé notað bæði í ensku og íslenzku. Sama gildir oftast um norræn. nöfn og heiti. „Sonur Konrad Adenauer“ stóð í fyrirsögn 1 Morgunblaðinu fyrir skömmu. Þetta er bæði hjákátlegt og rangt, og væri gaman að fá að vita, hvað veldur þessari einkennilegu hræðslu blaða- manna við að nota eignar- falls-essið. — Vinsamlegast, Spurull.M Dömur takið eftir Hefi fengið nýtt úrval af loðskinnum í pelsa, keypa kraga og húfur. Einnig hjálmhúfur hivítar svartar og brúnar. UNNUR H. EIRÍKSDÓTTIR Feldskeri, Skólavörðustíg 18A. Gdð 4ra herb. íbúð á 3. hæð með suðursvölum við Bogahlíð til sölu. í kjallara fylgir rúmgott íbúðarherbergi, tvær geymslur og hlutdeild í þvottahúsi með tilheyrandi vélum. íbúðín er í góðu ástandi og getur orðið laus fljótlega. — Nánari upplýsingar gefur: Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300. Höfum nú á boðstólum hina heimskunnu listmálaraliti frá WINSOR & NEWTON SKILTAGERÐIN Skólavörðustíg 21. NÝTT NÝTT Enskar postulínsflísar Glæsilegir litir. Litaver sf. Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262. Blaiburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugaveg 102—177. Laugaveg — neðri Hverfísg. frá 4—62 Miðbær Skerjafjörður sunnan flugvallar Grenimelur Ásvallagata. Lynghagi Vesturgata 44—68 Sörlaskjól Þingholtsstræti Barónsstíg Talið við afgreiðsluna simi 22480. B O S C H Háspennukefii Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9- — Sinn 3Ö820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.