Morgunblaðið - 09.11.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
MWvikudagur 9. nóv. 1966
Aflinn fyrstu 6 mán. árs-
ins heldur minni en í fyrra
HEILDARFISKAFL.INN fyrstu
6 mánuði ársins var 625.726 lest
ir eða um 3 þús. lestum minni
en á sama tíma í fyrra. Öfluðu
bátarnir 588.156 tonn af þessum
afla, en togarar 37.570 tonna. Af
bátafiskinum er síld nærri helm
ingur eða 228.506 lestir, loðna
124.706 lestir, humar og rækja
3313 lestir og annar fiskur
231. 629 lestir.
I>orskaflinn frá bátum og togur-
um var fram til júlíloka 204.039
lestir, á móti 217.680 lestum á
sama tíma í fyrra. Ýsuaflinn var
20.911 lestir og karfaaflinn 12.483
Af þorskaflanum fóru í fryst-
Síldarverð sunn-
ingu 119.500 tonn, í söltun 74.304
tonn, herzlu 49.838 tonn, niður-
suðu 24 tonn, mjölvinnslu 1.242
tonn, innlenda neyzlu 6.511 tonn
ísfisk 17.769 og reykingu 84 tonn.
Humaraflinn var fyrstu 6
mánuði þessa árs rúmum 800
tonnum minni en á sama tíma
í fyrra, en rækjuaflinn 715 tonn
um meiri. Af þessum afla voru
fyrst 3.295 lestir, soðnar niður
11 lestir og notaðar innanlands
6.438 lestir.
Bílalestin komin niður af Breiðadalsheiði.
anlands ákveðið
Á FUNDI yfirnefndar Verðlags
ráðs sjávarútvegsins í dag var
ákveðið, að lágmarksverð á síld
veiddri sunnan- og vestanlands
í bræðslu tímabilið 6. nóvem-
ber til 31. desember skuli vera
hvert kíló.............. kr. 0,91.
Verðir er miðað við að selj-
andi skili síldinni á flutnings-
tæki við hlið veiðiskips.
Seljandi skal skila síld til
bræðslu í verksmiðjuþró og
greiði kaupandi kr. 0,05 pr. kg.
í flutningsgjald frá skipshlið.
Heimilt er að greiða kr. 0,22
lægra pr. kg. á síld í bræðslu,
sem tekin er úr veiðiskipi í
flutningaskip.
Verðákvörðun þessi var gerð
með atkvæðum oddamanns og
fulltrúa síldarkaupenda gegn at-
kvæðum fulltrúa síldarseljenda
í nefndinni.
í yfirnefndinni áttu sæti: Jón-
as H. Haralz, forstjóri Efnahags
stofnunarinnar, sem var odda-
maður nefndarinnar. Guðmund-
ur Kr. Jónsson, framkv.stj.,
Reykjavík og Ólafur Jónsson,
framkv.stj. Sandgerði, fulltrúar
síldarkaupenda og Guðmundur
Jörundsson, útgerðarm. Reykja-
vik og Tryggvi Helgason, for-
maður Sjómannafélags Akureyr
ar, fulltrúi síldarseljenda.
iFrá verðlagsráði sjávarútvegsins
Voru Jbrjá sólarhringa frá
Reykjavík til ísafjarðar
FRÉTTARITARI Mbl. Hallur
Sigurbjörnsson í Bolungarvík,
frétti af því um háðegi á laugar-
dag, að von væri á lest þunga-
flutningabíla, er lent hefðu í
erfiðleikum vegna ófærðar á leið
frá Reykjavík til ísafjarðar, og
verið lengi á leiðinni.
Hallur fékk að fljóta með bíl
frá Bolungarvík til móts við lest
ina og mætti hann henni á
Breiðdalsheiði laust eftir kl. 1.
Þar voru þá 9 þungaflutninga*
bílar í lest, 3 frá Bolungarvik,
4 frá Gunnari og Ebenezer á ísa
firði ,auk tveggja ölflutninga-
bíla.
Bílstjórarnir sögðust hafa lagt
af stað frá Reykjavík á miðviku
dag, nema Bolungarvíkurbílarn-
ir, sem fóru frá Reykjavík á
fimmtudag.
ís'scd tapaði illa
iyrlr Candaríkjunum
Eru nú i næst neðsta sæti með Noregi
EKKI blæs íslandi byrlega á
Olympíuskákmótinu á Kúbu, en
í fjóíðu umferð tapaði fsland
fyrir Bandaríkjunum 314—%.
Friðrik tapaði fyrir Fischer, Ingi
gerði jafntefli við Benkö, Frey-
steinn tapaði fyrir Evans og
Guðmundur Sigurjónsson tapaði
fyrir Addison.
önnur úrslit í riðlunum urðu
þau að Argentína vann Noreg
3—1, Tékkóslóvakía og Þýzka-
Auglýsendur
afhugið!
Auglýsingaskrifstofan er
opin frá kl. 9 f.h. til kl.
5 e.h. virka daga, nema
laugardaga frá kl. 9—12.
—★—
Handrit að auglýsingum,
sem eiga að birtast í
blaðinu, þurfa að hafa
borizt auglýsingaskrif-
stofunni fyrir hádegi
DAGINN ÁÐUR en þær
eiga að birtast.
—★—
Handrit að STÓRUM
AUGLÝSINGUM, sem
birtast eiga í SUNNU-
DAGSBLAÐI þurfa að
hafa borizt auglýsinga-
skrifstofunni FYRIR KL.
5 Á FIMMTUDEGI, en
handrit að smærri aug-
lýsingum í síðasta lagi
kl. 4 á föstudögum.
—★—
Myndamót þurfa að
fylgja auglýsingahandriti,
ef mynd á að birtast í
auglýsingu. — Við get-
um séð um að láta gera
hvers konar myndamót
með ptuttum fyrirvara.
—★—
land 2—2; Spánn vann Kúbu
3%—%; Rússland vann Dan-
mörku 4—0; Júgóslavía vann
Rúmeníu með 2%—1%, og Ung-
verjaland vann Búlgaríu IVz
—1%.
Rússland hefur enn forystu í
riðlinum eftir sigurinn gegn
Danmörku, en annars eru lín-
urnar ákaflega óljósar ennþá, því
að Júgóslavía, Argentína og
Bandaríkin fylgja fast á eftir:
Annars er staðan sem hér segir:
Rússland 14 v., Júgóslavía IU2
v., Argentína og Bandaríkin 11
v. hvor; Búlgaría, Rúmenía og
Ungverjaland 9*4 v. hvert; Tékk
ar 9 vinninga; Spánn 6 v.; Dan-
mörk og A-Þýzkaland 5% hvort;
ísland og Noregur 4 vinninga
hvort land, og Kúba 2 vinninga.
— Erhard
Framhald af bls. 1.
unni, þar sem þessa var krafizt,
en þingmenn stjórnarflokksins,
sambandsflokks kristilegra
demókrata og kristilegra sósíal
ista voru á móti.
Talið er, að þetta muni enn
verða til þess að draga úr áliti
Erhards, sem þegar hefur beðió
mikinn hnekki undanfarið. Ef
kanzlarinn hefði samþykkt, að
fram færi atkvæðagreiðsla um
traustsyfirlýsingu, hefðu úrslit
hennar nær örugglega orðið hin
sömu og í framangreindri at-
kvæðagreiðslu, og kanzlarinn
orðið í minni hluta.
Engu að síður ríkir enginr.
vafi á því, að samkvæmt stjórn
arskránni hefur Erhard rétt til
að fara eins að og hann gerði
í dag, þvi að einungis er unnt
að knýja kanzlarann til þess að
láta af embætti gegn vilja sín-
um með því að bera fram van-
traustsyíirlýsingu, sem hefur að
geyma tillögu um annað kanzl-
araefni, sem verður að hljóta
stuðning meirihluta pingn.anna,
um leið og þeir samþykkja, að
fyrrverandi kanzlari láti af em-
bætti.
Samvinna við sósíaldemó-
krata og frjálsra demókrata er
hins vegar ekki meiri en svo,
að þeir hafa ekki komið sér
saman um, hver koma eigi í
stað Erhards sem kanzlari.
I snjó á
Frú Neðri deild
fllþingls
ENGINN fundur var í efri deild
í gær. í neðri deild lagði sjáv-
arútvegsmálaráðherra Eggert G.
Þorsteinsson (A), fram frv. um
breýtingu á siglingalögum. Lög
þessi eru flutt til samræmis
frv. um heimild til ríkisstjórn-
arinnar að gerast aðili að al-
þjóðasamþykkt um takmörkun
á ábyrgð útgerðarmanna, sem
gerð var í Brússel 10. okt. 1957.
Breiðadalslieiði.
Var frv. vísað til annarrar
umr. og sjávarútvegsmálanefnd-
ar.
Lýst eftir vitni
RÁNNSÓKNARLÖGREGLAN
biður manninn, sem vakti kon-
urnar í húsinu á Laugarvegi
53 b, og gerði þeim viðvart
um eldinn í húsinu, að hafa sam
band við sig.
Mikil bleyta tafði för þeirra
um Barðaströnd og urðu þeir að
bíða nær sólarhring í Gufudals-
sveit, eftir frosti, svo að þeir
gætu haldið áfram för sinni.
Á Þingmannaheiði hrepptu
þeir fárviðri, svairta bil og 8—10
stiga frost. Sögðu þeir það með
versta veðri, sem þeir hefðu lent
í og eru þeir þó ýmsu vanir. Á
föstudagskvöld komu þeir að
Breiðadalsheiði, en komust ekki
yfir hana vegna snjóa. Sneru
þeir þá til Flateyrar og voru
þar um kyrrt um nóttina. Á
laugardagsmorgun fór ýta og
ruddi veginn og til ísafjarðar
komu þeir kl. 3 á laugardag,
eftir nær þriggja sólarhringa
ferð.
— Eimskip
Framhald af bls. 28.
reynslu skipsmanna af þessum
mjólkura thugunum.
Gunnlaugur sagði að undanfar-
ið hefðu brytar skipanna fengið
fyrirmæli um það að taka eins
mikla mjólk á Akureyri og þeir
teldu sér fært í hvert sinn er
skipin koma þangað. Skógafoss
tók mjólk til utanlandsferðar
hinn 16. október sl. á Akureyri
og kom hingað til Reykjavíkur
í gær og var þá enn mjólk frá
Akureyri um borð í skipinu.
Okkur gafst tækifæri til að
bragða þessa mjólk og gátum
við ekki annað fundið en hún
væri alveg eins og hún væri ný-
sett í kassana. Mjólk sú, sem
við brögðuðum á, var þegar í
upphafi, eða hinn 16. okt., sett
í frysti um borð í skipinu, en
fyrir fimm dögum var þessi
kassi tekinn úr frystinum og
mjólkin þýdd í matarklefa þar
sem engin kæling er, og tók það
tvo daga. Síðan hefir hún venð
geymd í kælii þar sem hún þó
ekki frýs, og hefir hún verið
þar í þrjá daga.
Tryggvi Steingrímsson bryti á
Skógafossi, lét mjög vel af þess-
ari mjólk, sagði að hún hefði
reynzt ágætlega í ferðinm og
ómetanlegt væri, hve mjólkur-
kassarnir rúmuðust miklu betur
í geymslum skipsins, en grind-
ur með hyrnum. Hann kvað
hyrnurnar einnig hafa þann
stóra galla, að þær tækju að
leka, eftir að þær hefðu verið
frystar og þýddar aftur, og svo
vildi bera við að mjólkin að-
skyldist í þeim, þannig að hún
kæmi sem fitukorn og undan-
renna, eftir að hafa frosið.
Við sáum hvernig mjólkur-
kössunum er komið fyrir í frysti
klefum skipsins og matsveinn-
inn á Skógafossi Gunnar Jóns-
son, sagði, að það væri ekki sam
bærilegt hve miklu þægilegra
væri við þessa mjólk að eiga á
allan hátt, heldur en hyrnur og
brúsamjólk, sem oftast er um að
ræða í skipunum. Hann kvað
láta nærri að einn kassi væri not
aður á dag um borð, eða rúm-
lega það, en 27 manna áhöfn er
á Skógafossi. Ennfremur sagði
hann að engin þörf væri að
frysta þó mjólk, sem notuð er
í hálfan mánuð, hún héldi sér
fullkomlega óskemmd í kæli.
Gunnlaugur Ólafsson sagði,
að nú væru fimm skip Eimskipa-
félagsins með mjólk frá Akur-
eyri og hin hefðu íyrirmæli um
að taka þar mjólk, er bau kæmu
þangað. Hann kvað bezt að skip
in gætu tekið alla sína mjóik
hér á landi. Bæði er hún á sam
keppnisfæru verði og í þessum
umbúðum miklu betri til allrar
meðferðar en bæði hyrnumjólk
og brúsamjólk. Þá er þessi
mjólk fitusprengd og hefir það
fram yfir brúsamjólkina, sem
víða þarf að taka erlendis. Þá
væri þess að geta um brúsa-
mjólkina, að hún vildi oft, ein.k-
um í sumarhitum, fúlna eftir
aðeins einn sólarhring um borð
í skipinu. Af þeim sökum þyrfti
oft að henda af henni nokkru
magni. Þá væri þess að geta
að mjög óheppilegt væri að hafa
brúsa í kæliklefum innan um
annan mat, en kunnugt er hve
mjólk er viðkvæm fyrir lykt.,
standi hún óvarin. Oft á dag
þyrfti að fara í brúsann og í
hann væru gjarna settir mjólk-
I urafgangar, eftir að notkun í
eldhúsi væri lokið.
Frá sjónarmiði hreinlætis alls
og heilbrigðis, þótt ekki væri
minnst á hin miklu þægindi sem
væru af því að fá mjólkina í
þessum umbúðum, væri það
staðreynd að þetta væru heppi-
legustu umbúðir, sem fáanlegar
væru í heiminum í dag.
— Við getum einnig treyst
því að þessi mjólk frá Ákureyri,
og raunar íslenzka mjólkin öll,
sem bezt er um búin, er heil-
næm og góð fæða og því væri
bezt að geta keypt alla mjólk
hér heima, sagði Gunnlaugur.
Þá hefir Eimskipafélagið
keypt þrjá kassa mjólkur fyrir
Gullfoss og látið flytja hingað
með flugvél og setja um borð í
skipið. Þar hefir mjólkin verið
um borð í einni ferð skipsins
og verður hún nú rannsökuð að
ferðinni lokinni.
f sambandi við kaup á hyrnu
mjólk, sögðu þeir starfsmenn
Eimskips, að í Finnlandi mætti
ekki taka aðra mjólk til skipa
en hyrnumjólk, sem yrði að
vera í grindum. Þannig háttar
með þessar grindur, að þær eru
hvergi afsetjanlegar nema í
Finnlandi, og færi skipið oang-
að aðeins eina för, sæti það
uppi með grindur, sem það gæti
ekkert gert við.
— Kassamjólkin er það sem
koma skal sögðu þeir Gunnlaug
ur og Tryggvi. — Hún hefur allt
fram yfir aðrar umbúðir. Mjólk
in geymist bezt í þeim umbúð-
um. Það fer minnsi fyrir henni
í geymslu og hún er handhæg-
ust í meðförum um borð. Flutn-
ingaskip Eimskips munu nota 10
lítra kassana, en Gutlfoss myndi
einnig geta notað 25 lícra kassa,
samskonar og notaðir eru á
Keflavíkurflugvelli frá Mjólkur
samsölunni í dag.