Morgunblaðið - 09.11.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.11.1966, Qupperneq 5
Miðvikudagur 9. nóv. 196B MORGUNBLAÐIÐ 5 Jólin nálgast IVlest keypt af íslenzkri ulðar- vöru handa vinum erlendis Giugginn hjá Gjafaveri. okkur á jólin, allskonar skraut og jólagreinar og einn ig vörurnar. Þetta eru að vísu ekki neinir nauðsynjahlutir, sem maður verður að kaupa, heidur fallegar vörur, sem keyptar eru til gjafa. Við göngum inn í þessa verzlun og spyrjum unga afgreiðslu- stúlku hvort jólaösin sé byrj- uð. Hún kveður já við. Við spyrjum hana, hvað sé íielzt keypt til jólagjafa. — Það eru gærur, segir hún, við seljum alltaf mest af þeim. Við höldum áfram göngu okkar eftir Hafnarstrætinu í leil að gluggum þar sem búið er að silla út fyrir jólin og komum að Rammagerð- inni. í glugganum er falleg- ur jólasveinn sem brosir til okkar og býður okkur að ganga inn fyrir. Við þiggjum boðið, förum inn og hittum að máli framkvæmdastjóra verzlunarinnar. Hann segir okkur að fyrstu jólagluggar ársins hafi verið hjá Ramma- gerðinni eins og undanfarin ár. — Við stilltum út 1. nóv- ember, þetta er tíminn. Nú fer fólk að senda gjafir til vina og vandamanna erlend- is. Þeir, sem senda með skipi, þurfa að fara að lita í kring um sig. Við sendum gjafir um allan heim fyrir við- skiptavini okkar, án auka- gjalds og berum fulla ábyrgð á hverri sendingu, þar til hún er komin í hend- ur móttakanda. — Hvað kaupir fólk nú helzt til gjafa fyrir jólin af því sem þiðhafi ð á boðstól- um? — Það má segja að sala á íslenzkri ullarframleiðslu og annari minjagripaframleiðslu hafi aukizt mjög á undanförn um árum, enda sú vara nú orðin hin vandaðasta. Þá bregðum við okkur yfir götuna og lítum í gluggann hjá Gjafaveri í Hafnarstr. 16. Einnig þar er fallegur „Jóla- gluggi“ með jólasveinum, sem lýsa, því þeir munu vera lamp ar. Við göngum inn í verzl- unina og tökum tali eigendur hennar, hjónin Helga Zoega og frú, sem eru bæði við af- greiðsluna og virðast hafa nóg að gera. Helgi tekur sér frí frá störfum og rabbar við okk ur smástund. Hann segir okk- ur að þau hjónin hafi unnið að útstillingunni um síðustu helgi, laugardag og sunnudag og hafi það verið þó nokkurt verk en skemmtilegt. — Hvernig gengur salan, er ekki jólaösin byrjuð? — Sala gengur vel og jóla- ösin er að byrja. — Hvað er það sem fólk kaupir helzt? — Það er þetta sama og undanfarin ár, skinn, prjóna vörur, og alls konar smávarn- ingur, skeiðar og íslenzk spil. — Hvernig gengur salan í lituðu gærunum? — Ágætlega, enda er sútun in nú orðin mjög góð, og ekki er hægt að segja annað en gærurnar, þessar rauðu, grænu og gulu, séu fallegar. Þá segir Helgi okkur að þau pakki gjöfunum inn og sendi út fyrir viðskiptavin- ina og stundum sendi þau varning með, sem ekki er keyptur hjá þeim. Við kveðjum Helga og höld um út í Austurstræti í leit að enn fleiri „jólagluggum“. En þar eru engir ennþá, og því er sagan úti. Winston er bezt — eins og af vinsældum sézt Lang-mest seldu filter sígarettur Ameríku Ávallt nýjar og ferskar frá U.S.A. Reynið Winston strax í dag Glugginn hjá Min jagripadeildinni. „ALLUR er varinn góður“, segir jólasveinninn í glugga Minjagripadeildarinnar í Hafn arstræti 5, þegar við stönd- um þar fyrir utan og virðum fyrir okkur allt það sem verzlunin hefur upp á að bjóða, en sem að vísu kostar sinn skilding. Jólasveinninn heldur á stórri blöðru og á henni stendur letrað „Jól“. Allt í þessum glugga minnir ÚR ÖLLUM ÁTTUM \ * i \ \ \ ( i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.