Morgunblaðið - 09.11.1966, Page 24
24
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikuctagur 9. nóv. 1966
sagði mér, að hann væri þýzkur
njósnari.
— O, fanturinn! En hann get-
ur ekki náð til yðar lengur.
— Jú, það getur hann, því
miður. Meðan ég var í landi með
honum Kuwetli í dag, kom nýr
farþegi um borð.
— Er það þessi, sem lyktar svo
mikið? Mavrodopoulos? En ....
— Hann heitir réttu nafni
Banat og hann er atvinnumoxð-
inginn, sem skaut á mig í Istam-
bul.
— En hvernig vitið þér þetta?
spurði hún og stóð á öndinni.
— Hann var í Jockey og var að
horfa á mig. Hann hafði elt mig
þangað til þess að sjá um, að
ég væri hvergi nærri, þegar
hann brytist ínn í gistihúsið og
herbergið mitt. Það var dimml
í herberginu þegar hann skaut
á mig, en lögreglan sýndi mér
mynd af honum seinna og ég
þekkti hann aftur.
Hún þagði stundarkorn en
sagði svo, di-æmt: — Þetta er
ekki fallegt. Þessi litli maður
lítur heldur ekki vel út.
— Nei, hann er ekki sérlega
geðslegur.
— Þér veiðið að fara til skip-
stjórans.
. — Þakka yður fyrir. Ég er bú-
inn að reyna það einu sinni, en
komst ekki lengra en til bryt-
ans. Hann heldur, að ég sé annað
hvort vitlaus eða fullur, eða þá
að Ijúga.
— Hvað ætlið þér að taka til
bragðs?
— Ekkert í bili. Hann veit ekki,
að ég veit hver hann er. Ég
býst við, að hann bíði þangað til
við komum til Genúa, áður en
hann reynir aftur. En þegar ég
kem þangað, ætla ég að fara
til brezka ræðismannsins og
biðja hann að gera lögreglunni
aðvart.
— En ég held, að hann viti,
að þér hafið hann grunaðan.
Þegar við vorum í salnum fyrir
kvöldverð og Frakkinn var að
tala um lestirnar, var þessi mað-
ur áð horfa á yður. Og Kuweitli
var líka að horfa á yður. Þér lit-
uð svo skrítilega út, skiljið þér.
Honum varð óglatt. — Þér
eigið kannski við, að ég hafi
verið dauðhræddur á svipinn.
Ég var hræddur, skal ég játa.
Hversvegna ætti ég ekki að vera
það? Ég er óvanur því, að fólk
sitji um líf mitt. Hann hafði
brýnt raustina og fann sjálfur
að hann var gripinn einhverri
óhemjulegri reiði.
Hún greip aftur í handlegg-
inn á honum. Sss! Þér megið
ekki taia svona hátt. Svo bætti
hún við: —E n gerir það bara
svo mikið til þó hann viti, að
þér þekkið hann?
24
— Ef hann veit það, þýðir
það sama sem að hann verður
að hafast eitthvað að áður en
við komum til Genúa.
— Hér um borð? Það mundi
hann aldrei þora. Hún þagnaði.
— José hefur skammbyssu í
töskunni sinni. Ég skal reyna að
ná í hana fyrir yður.
— Ég hef sjálfur skammbyssu.
— Hvar?
— í töskunni minni. Það ber
ofmikið á henni í vasa mínum.
Ég vildi ekki láta hann sjá, að
ég vissi sjálfan mig vera í lífs-
hættu.
— Ef þér berið skammbyss-
una, eruð þér í engri hættu.
Látið hann sjá hana. Ef hundur
sér, að þér eruð hræddur, þá bít-
ur hann yður. Við svona mann-
tegund verðið þér að sýna, að
þér séuð sjálfur hættulegur og
þá verður hann hræddur. Hún
tók í hinn handlegginn á hon-
um. — Þér þurfið ekkert að
hræðast. Þér komizt til Genúa
og náið þar í brezka ræðismann-
inn. Þér getið gefið fjandann 5
þetta skítuga kvikindi með
rósaolíuna. Um það leyti, sem
þér komið til Parisar, verðið þér
búinn að gleyn a honum.
— Já, ef ég þá kemst til Par-
ísar.
— Þér eruð alveg ómöguleg-
ur. Hversvegna ættuð þér ekk:
að komast tii Parísar?
— Þér haldið, að ég sá ein-
hver bjáni.
— Nei, ég held bara, að þér
séuð þreyttur. Þetta sár yðar....
— Það er nú bara skeina.
— Það er nú ekki fyrst og
fremst stærðin á sárinu, sem
máli skiptir, heldur taugaáfallið.
Hann langaði allt í einu til að
hlæja. Það var satt, sem hún var
að segja. Hann var enn ekki
búinn að jafna sig eftir þessa
bölvuðu ekkisins nótt með Kop-
eikin og Haki. Taugarnar voru
allar í ólagi. Hann var að gera
sér óþarfa áhyggjur. Hann sagði:
— Þegar við komum til Parísar,
Josette, skai ég gefa yður bezta
kvöidverð, sem þar er fáanleg-
ur.
Hún færði sig fast að honum.
Ég vil ekki, að þú gefir mér
neitt, elskan. Ég vil bara, að þú
sért góður við mig. Þú ert hrif-
inn af mér, — er það ekki?
— Vitanlega. Það var ég bú-
inn að segja.
Vínstri höndin á þonum snerti
beltið á kápunni hennar. Líkami
hennar hreyfðist allt í einu og
kom fast upp að honum. í næsta
vetvangi hafði hann gripið utan
um hana og kysst hana.
Þegar hann var orðinn þreytt-
ur í handleggnum, hallaðist hún
aftur og upp að honum og grind-
verkinu.
— Líður þér betur, elskan?
— Já, mér líður betur.
— Þá skal ég þiggja sígarettu.
Hann gaf henni vindling og
hún horfði á hann gegn um log-
ann, þegar hann kveikti í hon-
um. — Ertu að hugsa um þessa
konu í Englandi, sem er konan
þín?
— Nei.
— En þú ætiar að fara að
hugsa um hana?
— Ef þú heldur áfram að tala
um hana, get ég ekki annað en
farið að hugsa um hana.
— Ég skil. f þínum augum er
ég ekki annað en atvik á ferð-
inni frá Istambu til London.
Svona álíka og hann Kuweitli.
— Nei, ekki eins og hann. Ekki
ætla ég að fara að kyssa hann
Kuweitli, ef ég get komizt hjá
því.
— Hvað finnst þér um mig?
— Mér finnst þú mjög falleg.
Ég er hrifinn af hárinu á þér og
augunum og ilmefninu, sem þú
notar.
— Það var fallegt af þér. Á
ég að segja þér nokkuð, elskan?
— Hvað er það?
Hún hóf mál sitt mjög lágt. —
— Þetta skip er mjög lítið, —
káeturnar eru mjög litiar, og
þilin eru mjög þunn — og alls-
staðar fullt af fólki.
— Já?
— París er mjög stór og þar
eru góð gistihús með þykkum
veggjum. Þarf maður _ ekki
að hitta aðra en maður kænr
sig um að hitta. Og veiztu, elsk-
an, að ef maður kemur til París-
ar á leið frá Istambul til London,
þarf maður stundum að bíða í
heila viku, áður en hægt er að
að halda áfram?
— Það er langur tími.
— Það eh vegna stríðsins,
skiiurðu. Það eru alltaf ein-
hverjir erfiðleikat. Fólk verður
að bíða dag eftir dag eftir leyfi
til að fara út úr Frakklandi.
Það verður að setja sérstakan
stimpil á vegabréfið manns, og
maður fær ekki að fara upp í
lestina til Englands nema hafa
þennan stimpil. Og það verður
að fara í lögreglustöðina til að
fá hann, og þar er allskonar um
stang. Maður verður að bíða í
París þangað til þessar kelling-
ar í lögreglustöðinni fá tíma til
að afgreiða umsóknina manns
— Já, það er óþægilegt.
Hún andvarpaði. — Við gæt-
um eytt þeirri viku skemmti-
lega. Og ég á þá ekki við Hótel
des Belges. Það er skítahola. En
þarna er bæði Crillon og Lan-
caster og Georg V. og .... Hún
þagnaði og bjóst sýnilega við,
að hann segði eitthvað.
Og hann sagði það líka, / og
bætti við: — Og svo er Ritz og
Maurice.
Hún þrýsti arm hans. — Þú
ert ágætur. Og þú skilur mig?
Það er auðvitað ódýrara að
taka íbúð, en fyrir svo stuttan
tíma kemur það ekki til mála.
Og það er ekkert hægt að
skemmta sér í ódýru hóteli. En
þar fyrir kæri ég mig ekkert um
neitt óhóf. Það eru til ágætis
hótel, sem eru ódýrari en Ritz
eða Georg V., og þá hefur mað-
ur meira til að skemmta sér fyr-
ir á dansstöðum og öðrum
skemmtilegum stöðum. Jafnvel
á stríðstímum eru til skemmti-
legir staðir. Nú var vindlingur-
inn farinn að brenna hana. —
En ég má ekki alltaf vera að
tala um peninga. Þú getur orðið
fljótur að fá kellingarnar í lög-
reglustöðinni til að gefa þér far-
arleyfi og þá verð ég fyrir von-
brigðum.
Hann sagði: — Skilurðu, Jos-
ette, að bráðum fer ég að halda,
að þér sé alvara.
— Og heldurðu kannski, að
mér sé það ekki? Hún var stór-
móðguð.
— Já, ég er alveg viss um það.
Hún rak upp hlátur. Þú getur
farið laglega að því að vera
ókurteis. Þetta ætla ég að segja
honum José. Hann hefur gam-
an af því.
— Ég held ekki mig langi neitt
til að skemmta José. Eigum við
að koma niður?
— Nú, þú ert þá orðinn vond-
ur? Þú heidur, að ég hafi verið
að gera gys að þér?
— Alls ekki.
— Kysstu mig þá.
Nokkru seinna sagði hún: —
Mér þykir mjög vænt um þig.
Eg gæti alveg gert mig ánægða
með fimmtíu franka herbergi.
En Hotel des Belges er alveg
hræðilegt. Ég vil ekki fara þang-
að aftur. Þú ert ekki reiður við
mig?
— Nei, ég er ekki reiður við
þið. Líkami hennar var mjúkur
og heitur og sveigjanlegur. Hon-
um var farið að finnast rétt eins
og Banat og það, sem eftir var
ferðarinnar væri alls ekki til,
og skipti engu máli. Hann var
henni bæði þakklátur og vor-
kenndi henni um leið. Hann
hafði ákveðið með sjálfum sér,
að þegar hann kæmi til Parísar,
skyídi hann kaupa handa henni
handtösku, og stinga í hana þús-
und franka seðli áður en hann
afhenti henni hana. Hann sagði:
— Þetta er allt í lagi. Þú skalt
ekki þurfa að fara aftur í Hoiel
des Belges.
Þegar þau loksins komu niður
í salinn aftur, var klukkan orðin
tíu. José var að spila og gaf sig
allan að, því, og lét eins og hann
sæi þau ekki, en Kuweitli leit
upp. Brosið á honum var hálf-
vesældarlegt.
— Madame, sagði hann með
söknuði í rómnum, maðurinn
yðar spilar mjög vel.
— Já, hann heíur mikla æf-
ingu.
— Já, vissulega. Hann lét út
spil og José lagði annað hærra
ofan á það, með sigurhrósi í
svipnum. Kuwetli varð daufur
á svipinn.
— Ég hef unnið, sagði José og
sópaði peningunum af borðinu.
— Þér hafið tapað áttatíu og
fjórum lírum. Ef við hefðum spil
að upp á heilar lírur, hefðuð þér
tapað átta þúsund og fjögur
hundruð lírum. Það hefði verið
gaman. Eigum við að taka eina
hring enn?
— Ég held ég verði bara að
fara í rúmið, sagði Kuweitli, og
bar óðan á. — Góða nótt,
meksieurs-dame. Hann gekk út.
José saug í sér tennurnar, rétt
eins og hann hefði eitthvert
óbragð í munninum eftir spiiið.
— Allir fara snemma í rúmið
hér um borð, sagði hann. Það
er mjög leiðinlegt. Hann leit á
Graham. — Viljið þér spila?
— Því miður verð ég víst líka
að fara að hátta.
José yppti öxlum. — Gott og
vel. Góða nótt. Hann leit á Jos-
ette og fór svo að gefa handa
tveimur. — Ég ætla að spila einn
slag við þig.
Hún leit á Graham með von-
leysisbrosi. — Ef ég geri það
ekki, verður hann vondur. Góða
nótt, herra minn.
Graham kinkaði kolli og bauð
góða nótt. Hann fann ekki til
neinna vonbrigða.
Hann gekk til káetu sinnar og
var í talsvert betra skapi en fyrr
um kvöldið.
— Hvað hún gat verið skyn-
söm! Og hann sjálfur vitlaus!
Við menn eins og Banat var
heimska að reyna að vera snið-
ugur. Ef hundur sá, að maður
var hræddur, þá beit hann
manninn. Héðan í frá skyldi
hann hafa skammbyssuiia á sér.
Og, sem meira var, hann skyldi
nota hana ef Banat færi eittnvað
að ybba sig. Það varð að láta
hart mæta hörðu.
Hann beygði sig niður til þsss
að draga töskuna sína undan
rúminu. Hann ætlaði að ná í
skammbyssuna sína, nú tafar-
laust.
— En allt í einu snarstarzaði
hann. Rétt sem snöggvast barst
að vitum hans þessi viðbjóslegi
rósaolíu-ilmur.
Hann var daufur, tæpast finn-
anlegur og hann gat ekki fund-
ið hann þegar hann reyndi aft-
ur. Sem snöggvast stanzaði hann
hreyfingarlaus og taldi sjálíum
sér trú um, að þetta væri bara
Corolyn Somody, 20 óto,
fró Bondorilrjunum Jegir:
. þegor filipemor þjódu mig,
reyndi ég morgvijleg efni.
Einungis Cleorosil hjólpodi
rounverulega • y Jnrwlf
N r. I í USA því það er raunhœf hjólp — Ch»ara*il
„sveltir” fílípensana
Þetfa vísindolegc somsetta efni getur hjolpað yður ó sama
hótt og það hefur hjólpað miljónum unglinga i Banda-
rlkjunum og vlðor - Þvl það er raunverulega óhrifamikíð...
Hörundslitað: Clearasii hylur bólurnor ó meSan
það vinnur ó þeim,
Þar sem Clearasil er hörundslítað leynast fllipensarnir —
samtímis þvi, sem Clearasil þurrkar þó upp með þvi oð
fjarlœgja húðfituna, sem ncerir þó — sem sagt .sveltir' þó.
1. Fer inni
húðina
Q
2. Deyðir
gerlana
3. „Sveltir"
filípensana
• • • ••••• ••••••••• •••••*• •
• •*••••••••»••••••••••••