Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 12
t 12 MORCUNBLAÐIÐ Föstudacur 11. nóv. 1966 Benedikt G. Waage heiðursforseti ÍSÍ Minningarorð í DAG verður til moldar bor- inn Benedikt G. Waage, heiðurs- .forseti íþróttasambands íslands, en hann lézt hinn 8. þ.m. Með honum hverfur enn einn íþrótta- frömuðurinn, sem mótaði og endurvakti íþróttastarf þjóðar- innar. upp úr síðustu aldamót- um. Hann kom fljótt auga á gildi íþróttanna fyrir æsku þessa lands, og gekk þar ávallt í fararbroddi til hinstu stundar. Benedikt G. Waage var fædd- ur í Reykjavík 14. júlí 1889, sonur hjónanna Guðrúnar Ó. IBenediktsdóttur Waage og Guð- íjóns Einarssonar prentara. Ungur að árum hóf Benedikt mám í verzlunarfræðum og gekk í Verzlunarskóla íslands, en jafnframt stundaði hann verzlun arstörf hjá mörgum þekktum fyrirtækjum hér í bæ. Starfaði Jiann hjá Thomsens Magasin og Th. Thorsteinsson, en lengst mun hann hafa verið hjá Garðari Gislasyni, eða um 10 ára skeið. Árið 1915 kvæntist Benedikt, Elísabetu Einarsdóttur, ríkis- bókara Markússonar í Reykja- vík. Eignuðust þau þrjú börn, einn son og tvær dætur, en áður átti hann einn son. Börnin eru þau Helga Weisshappel, listmál- ari, Kristín, gift Gunnari Gísla- syni vélstjóra, Einar B. Waage, hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljóm sveit íslands, kvæntur Magneu Hannesdóttur, og séra Ragnar Benediktsson. Þau hjónin slitu samvistum 1932, en ávallt hélst mikil vin- étta með honum og börnunum, enda dvaldi hann oft hjá þeim og þá einkum hjá Einari og Magneu tengdadóttur sinni. En á þessu tímabili bjó hann lengst af hjá bróður sínum Gunnari H. Guðjónssyni húsgagnabólstr- ara og konu hans Valgerði Jó- hannsdóttur. Árið 1919 stofnaði Benedikt húsgagnaverzlunina Áfram á- samt bræðrum sínum Einari og Gunnari. Þá verzlun rak hann um 30 ára skeið. Var hann vel kynnt ur í hópi kaupmanna landsins, en þótt hann hafi unnið bar mikið starf á fyrri hluta þess- arar aldar þá verður nafn hans ávallt fyrst og fremst tengt i- þróttahreyfingunni fyrir hin miklu og fórnfúsu störf, sem hann vann fyrir hana um 60 ára skeið. Ungur að árum gekk Benedikt G. Waage íþróttunum á hönd, því rétt um aldamótin hóf hann sundnám hjá Páli Erlingssyni, í torflauginni, sem þá var notuð til sundiðkana í Laugardal. En hann lét ekki þar við setja. Hann hóf æfingar í knattspyrnu og gerðist félagi í Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur, en jafnframt fer hann að leggja stund á glímu fimleika og frjálsar íþróttir. Á árunum 1910-1920 er hann án efa fjölhæfasti íþróttamaður landsins. Hann ber sigur úr být- um á fjölda mörgum íþróttamót um, svo sem á hátíðarmóti 17. júní 1911, sem haldið er til að minnast að 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Þá er hann í liði K.R. er sigrar á fyrsta íslandsmótinu í knatt- spyrnu 1912 og aftur 1919. Sjálf kjörinn var hann í sýningar- flokka Í.R. er sýndu fimleika á þessum árum, og um árabil kenndi hann þá íþrótt í báðum félögunum. Þannig má lengi telja, að sem iþróttamaður var hann ávallt í fararbroddi og vís aði öðrum ungum mönhum veg inn að settu marki, bæði með allri sinni framkomu, svo og er hann gerðist þjálfari félaga sinna. Þótt Benedikt hafi verið svo fjölhæfur íþróttamaður var sundið án efa hans uppáhalds íþróttagrein, enda var hann alla tíð afbragðs sundmaður og einn af hinum svokölluðu „víkingum’* er syntu daglega. Ekki í vel heit um laugum, sem flestir gera nú, heldur í sjónum allan ársins hring. Á nýársdag þreyttu þeir svo kappsund, og kom það þá stundum fyrir að höggva þurfti vök, svo sundkeppnin gæti far- ið fram. Slíkt var þá ekki talin ástæða til að fresta mótinu. Árið 1912 má segja að nokkur þáttaskil verði í starfi Benedikts þá hefst hans félagslega forysta innan íþróttahreyfingarinnar, með því að hann gerist formað- ur K.R., og gegnir því starfi í 3 ár. Eftir það tekur hann við stjórnarforystu Í.R:, sem hann gegnir í 5 ár. Þá æfir K.R. aðeins knattspyrnu, en Í.R. fyrst og fremst frjálsar íþróttir og fim- leika. En í öllum þessum íþrótta greinum tók hann þátt í, fyrir félög sín um leið og hann veitti þeim stjórnarforystu. Áður en skipulagðar íþrótta- heildir innan íþróttahreyfingar- innar komu til, voru ekki gerðar eins miklar kröfur til íþrótta- mannvirkja. Þátttakendur æfðu því við mjög ófullkomnar að- stæður, oft á sléttúm túnum eða lítt ruddum melum. Benedikt var ljóst, sem góðum íþrótta- manni, að hér varð úr að bæta. Þess vegna gerðist hann árið 1910 hvatamaður að stofnun í- þróttasambands Reykjavíkur. En aðalsmál sambandsins skyldi vera að koma upp íþróttaleik- vang fyrir allar vallaríþróttir. Fékk hann þar í lið með sér Ólaf Björnsson ritstjóra og fleiri ágætis menn, sem studdu þetla málefni drengilega. Völlur varð að veruleika á skömmum tíma og var vígður árið eftir. Síðan rak sambandið íþróttavöllinn á Melunum um langt árabil. Sambandið starfaði á annan áratug og kom mörgu góðu til leiðar í þágu íþrótta höfuðstað- arins. Benedikt var lengst af í stjórn þess og formaður í 5 ár. Sem forystumaður í félagslífi höfuðstaðarins mætti Benedikt á stofnfundi Iþróttasambands Is lands og studdi þá stofnun með ráðum og dáð. En í stjórn sam- bandsins er hann kosin þremur árum síðar. Gengdi hann þar fyrst störfum gjaldkera, en varð síðar varaforseti. Þegar Axel V. Tulinius hætti störfum þar árið 19215, þá er Benedikt einróma kjörinn eftirmaður hans, sem forseti Í.S.Í. Hann hafði þá þeg- ar unnið meira að félagsmálum íþróttanna en nokkur annar. Rækt allar skyldur sínar með stakri príði, þótt störfin hlæðust að honum. Þessu mikilvæga starfi gengdi hann í 37 ár sam- fleytt. Með starfi Benedikts innan vé- banda Í.S.Í. hefst nýr þáttur í starfi hans. Hann hefur áður unnið markvisst að uppbyggingu félagslegs starfs hinna ungu fé- laga í höfuðstaðnum. En fyrir framsýni og dugmikið starf í þágu þeirra er honum nú fengin stærri verkefni að leysa. Hann er kominn í fylkingarbrjóst þeirra brautryðjanda er vinna að uppbyggingu og samræmingu alls íþróttalífs æskumanna í landinu. Á þessum langa starfsferli þurfti víða að byggja upp og lagfæra, það varð að búa til lög og reglur fyrir svo margar íþrótt ir, sem voru aðfluttar, í sumum þeirra var kennt á erlendu máli, þar sem ekki hafði þótt ástæða til að þýða hinar erlendu regi- ur leiksins. Starf brautryðjand- anna var því oft erfiðleikum bundið. Benedikt var einn þeirra manna, sem vildi að íþróttirnar gerðu sitt til að hreinsa málið frá erlendum áhrifum. Hann tók því að þýða leikreglur á íslenzka tungu og vil ég sérstaklega geta knattspyrnulaganna, sem f.S.f. gaf út 1916. Knattspyrnan var orðin all útbreidd, en öll lög og heiti manna á leikvelli voru á enskri tungu. Lá við að þessi heiti væru að festast í málinu. Benedikt sá þá hættu, sem hér var á ferð og réðist í það að snúa þessum lögum á íslenzku. í lið með sér fékk hann hinn alkunna íþróttafrömuð Guðmund Björnsson, þáverandi landlækni, sem átti um skeið sæti í stjórn f.S.Í. Þarna tókst hin ágætasta samvinna á þann hátt að þeir skópu nýyrði fyrir öll þau orð, sem ekki voru til í íslenzkri tungu, sem nota þurfti í þýðing- una. Svo vel hefur tekist að öll þessi orð hafa fest rætur í málinu og eru notuð enn í dag. Auk þess sá hann um útgáfu á glímubók og sundbók Í.S.Í., svo og heilsufræði íþróttamanna. Þetta starf eitt hefur kostað mikinn tíma og elju en þannig voru öll störf Benedikts. Ef það var til framdráttar íþróttunum þá var aldrei hugsað um þann tíma eða þó fórn, sem þurfti að færa, til þess að verða samtök- unum að liði. Á fyrstu áratugunum var Í.S.f. mjög fjárvana, eins og íþróttirn- ar hafa ávallt verið. Á fram- kvæmdastjórnina lagðist því á- vallt mikið verk, en þó einkum á forystumanninn, þar sem ekki var hægt að tala um launað starfsfólk, né skrifstofu. Bened- ikt varð því að vera hinn raun- verulegi framkvæmdastjóri sam takanna, en verzlunin var skrif- stofan. Þannig varð að reka þessi heildarsamtök lengst af. Það vissu allir að þetta gat varla sam rýmst, sökum þess hversu starf- ið fór vaxandi. En Benedikt fékkst ekki um það, heldur lagði nótt við dag til þess að geta sinnt hvortveggja. Þá varð að haida uppi nokkr- um erindrekstri fyrir Í.S.Í. úti um landsbyggðina og halda al- hliða námskeið í iþróttum fyrir væntanlega þjálfara. Oft varð Renedikt að taka slík störf að sér, enda var hann manna fróð- astur, til slíkra starfa. Íþróttasambandið var orðið leiðandi afi í æskulýðsmálum landsins, og þátttakandi í alþjóða samstarfi. Um áratugaskeið var Bened- ikt einskonar sendiherra íþrótta hreyfingarinnar á erlendum vett vangi. Hann mætti á ótal ráð- stefnum fyrir íslands hönd, þar I sem íþróttamál voru rædd. Þar hélt hann ótrauður á málstað okkar, þótt stundum væri þar andbyr. Fyrir framkomu sína á þeim vettvangi, vann hann sér traust allra er kynntust honum á ráðstefnum þessum. Í Olympíu nefnd Íslands átti hann sæti frá fyrstu tíð, og mætti oft á mótum erlendis vegna setu sinnar þar. Árið 1946 þegar 50 ár voru liðin síðan Alþjóða-olympíunefndin hélt fyrstu olympíuleikana, sam þykkti hún að bætt yrði full- trúum frá nokkrum löndum í nefndina þ.á.m. frá Íslandi. Vegna þess hversu Benedikt var þá orðinn þekktur erlendis fyrir íþróttastörf sín var hann sjálfkjörinn fulltrúi nefndarinn- ar á Íslandi. Því starfi gengdi hann með mikilli sæmd til dauðadags. Fyrir nokkru sæmdi heiðursorðu sinni fyrir mikil og góð störf. Það fór vel á því, að Benedikt ætti sæti í Alþjóða- olympíunefndinni, því olympíu- hugsjónin, eins og Pierre de Coubertin, faðir nútíma ólympíu leikanna, setti hana fram, var honum í blóð borin frá fyrstu tið. Um típ ára skeið var Benedikt íþróttaráðunautur Reykjavíkur- borgar. Þar vann hann að al- hliða undirbúningi að öllum þeim íþróttaframkvæmdum, sem borgin hafði með að gera. Frá því að Laugardalsnefndin var stofnuð átti hann sæti í þeirri nefnd. Hann fylgdist því manna bezt með framkvæmdum við hin glæsilegu íþróttamannvirki, sem þar hafa risið á undanförnum ár um. Hann gladdist því innilega með vinum sínum í sumar, er sundlaúgin var tekin í notkun. Fyrir hin umfangsmiklu störf Benedikts G. Waage í þágu í- þróttahreyfingarinnar standa íþróttamenn og þjóðin öll í mikilli þakkarskuld við hann. Þess vegna hefur hann verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum samtakanna og var einróma kos in fyrsti heiðursforseti Í.S.Í., á íþróttaþingi árið 1962, er hann lét af störfum í framkvæmda- stjórn, eftir 47 ára starf þar. Þá hefur hann verið sæmdur stórriddarakrossi fálkaorðunnar auk margra erlendra heiðurs- merkja. Það er sjónarsviptir fyrir í- þróttahreyfinguna, þegar Bened ikt er nú horfin. íþróttasagan mun geyma minninguna um góð- an dreng, sem vann heillshugar að framgangi íþróttamálanna allt sitt líf. Hann var höfðingi í lund og einstakt prúðmenni í allri framkomu, svo hann vann sér hylli og vináttu allra er hann starfaði með. Hann vildi að íþróttamenn temdu sér stund Vísi og íramar öllu reglusemi í hvívetna, og í þeim anda starf- aði hann. Við samstarfsmenn hans munum leitast við að vinna áfram í hans anda og sendum ástvinum hans innilegar samúð- arkveðjur. Gísli Halldórsson. t Menn kveðja þennan heim daglega og það er sagt að það komi maður í manns stað, og satt er það að engin stöðvar tím ans þunga nið. En þó er það svo að oft finnst mönnum að erfitt sé að fylla rúm þess, sem horfinn er, þar sé autt og tómt, sem áð- ur var líf og starf. Það er á- reiðanlegt að mönnum mun finn ast svo, er þeir kveðja Benedikt G. Waage. Ég átti því láni að fagna að eiga náið samstarf með Bened- ikt um áratugaskeið og ég man ekki svo langt aftur að hann og Iþróttasambandið væru ekki eitt, og er ég viss um að sjálfur hefur hann litið á störf sín fyrir íþróttasambandið, sem köllun sína. Víst er að með því lífsstarfi sínu, hefur hann reist sér slíkan minnisvarða, að þangað er hverj um hollt að líta og leita sér fyrirmyndar. Það er ekki sársaukalaust að kveðja Benedikt G. Waage, en þó er það svo, að það er jafnan gott að kveðja heila menn, trúa og fórnfúsa. Að vísu er mikið skarð fyrir skildi, en illa væri launað lífs- starf Benedikts, ef ekki væri staðið í ístaðinu, þótt hann sé horfinn.' Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hermann Guðmundsson. t ÞAÐ er ekki sársaukalaust að fylgja Benedikt Guðjónssyni Waage síðasta spöl hans hér á jörð. Hinzta kveðja til hans er kveðja til helzta og mesta for- ystumanns íþrótta á íslandi. For- ystumaður var hann í 50 ár, brautryVSjandi, sannur og fjölhæf ur afreksmaður í íþróttum, átaka maður á stjórnmálasviði íþrótta. Engan mann hef ég þekkt per- sónulega eða af afspurn sem helg aði líf sitt íþróttamálum sem Benedikt. Engan mann hef ég þekkt eða lesið um sem heitar unni sínu áhugamáli en Bene- dikt G. Waage íþróttum. Fimmtíu ára saga íþrótta á ís- landi á sínar björtu hliðar og sín- dökku ský. En á stundum gleð- innar og tímum ófaranna var aldrei bilbug á Benedikt G. Waage að finna. Ævinlega geisl- aði af honum áhuginn, þróttur- inn og viljinn til að sækja fram. Á hinum erfiðu stundum var hann maðurinn sem kunni að bera smyrsl á sárin, á tímum vel- gengninnar var hann sá sem bezt kunni að nota slíkt til auk- inna áhrifa íþróttamanna, til á- róðurs fyrir útilífi og hollra í- þróttai'ðkana — til að predika hrausta sál í heilbrigðum líkama. Alltaf var Benedikt glaðvær og gat hvar sem var og hvenær sem var verið hinn leikandi og leiðandi persónuleiki. Þetta afl- aði honum vinsælda á íslandi og í tugum annarra landa heims, þar sem hann sótti þing og ráð- stefnur, Ólympíufundi o. s. frv. sem oddviti ísl. íþróttamanna. Hans vegna var íslenzk íþrótta- hreyfing vel kynnt í röðum helztu forystumanna íþróttamála um allan heim. Hvar sem slíkir menn eru sóttir heim hefur ætíð Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.