Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 20
r 20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. nóv. 1966 Gólfteppi Frá A. F. Stoddard & Co. Ltd.: Elderslie, Skotlandi: Wilton Ambassador úr Acrilan, 10 litir með fallegri áferð, standast hreinsun og sólarljós, yfirborð bælast ekki við umgang, breiddir frá 70 til 455 em. Frá Glenvale Carpets Ltd.: dótturfyrirtæki Stoddard: Springfield Evlan/Nylon með filti álímdu (Dunlop svampur), 12 lita samsetningar, verð m/sölusk. 465,00 ferm. Frá Wm. Goodacre & Sons Ltd., London: Axminster í bezta gæðaflokki, 100% ull, ný gerð í 5 litum, breiddir 70, 90, 275 og 365 cm. Frá Teppich- fabrik Karl Eybl, Vínarborg: Teppi með persneskum vefnaði. Renningar úr hári, sisal og kókós, mikið úrval gerða og lita. Afgreiðsla flestra tegundanna af Iager úti (næstu skipsferð). Sýnishorn í Húsgagna- verzlun Austurbæjar, einnig kl. 5—7 e.h. á skrifstofu. G.M.Guömundsson Austurstræti 17. — 5. hæð. Sími 1-16-76. Elínborg Lárusdóttir Jonas Þorbergsson Þrjár nýjar bæk- ur frá Skuggsjá Höfundar: Elínborg Lárusdóttir, Jónas Þorbergsson og Ingólfur Jónson frá Prestsbakka BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá í Hafnarfirði hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur, eftir inn- lenda höfunda, Elínborgu Lárus dóttur, Jónas Þorbergsson og Ingólf Jónsson frá Prestsbakka. Bók Elinborgar nefnist „Dul- rænar sagnir“, og hefur að geyma sögur af draumum, dul- sýnum, svipum, vitrunum, dul- heyrn og ýmiss konar dulræn- um fyrirbærum og álagablett- um. Eru hér frásagnir þrjátíu karla og kvenna víðsvegar að af landinu. Allar eru þær nýjar nema sögnin um Miklubæjar- Sólveigu og viðureign hennar við séra Hannes Bjarnason á Ríp. „Sagnirnar eru vitanlega VIÐARGOLF Fátt gefur heimilinu fegurri og hlýlegri blæ en fallegt og vel lagt við- argólf. — Við höfum ávallt fyrirliggjandi úrvals efni í viðargólf frá neðangreindum höfuð-framleiðendum í Evrópu: ^ffl Dönsk úrvalsvara frá A/S Junckers Sawærk, Köge, stærstu parket- verksmiðju í Evrópu. yMHl - GOIV • DOWAR Framleitt af I/S Dansk BW-Parket, Herlev, með einkaleyfi Bauwerk A/G í Sviss. Sænsk gæðavara framleidd af A/B Gustaf Káhr, Nybro. viðarþiljur í Oregon Pine, Eik og Teak. Nánari upplýsingar og sýnishorn á skrifstofu okkar. ill Árnason Slippfélagshúsinu v/Mýrargötu. — Símar: 1-43-10 og 2-02-75. misjafnar að gæðum,“ segir höf- undur í formála. „Flestar munu þær þykja athyglisverðar að ein hverju leyti og því betur geymd ar en gleymdar. Bókin er 208 bls. að stærð. ,Bréf til sonar míns“ nefnist bók Jónasar Þorbergssonar, fyrr verandi útvarpsstjóra, og er hún Steinnr Hólm Fæddur 27. nóvember 1947. Dáinn 25. júní 1966. Nístir nú sálina sorgin á sumardegi. f heimi hér er nú kvaddur hugljúfur drengur. Gleðina rækti og góðvild, geislaði af þrótti. Viljinn á vorsins brautum vígður til starfa. Góður er nú genginn. Gleðin er fjarri. Lokaðist leiðin í skyndi. Ljósið er dáið. Myndfögur minningin lifir móður og vinum. Guð, sem að gefur og tekur græðir helsárin. Við fylgdum honum til grafar einn fagran vordag, í litla sjáv- arþorpinu þar sem hann lifði ai'la sína stuttu en björtu ævi. Það verður sennilega h'ljótt um minningu Steinars Hólm, eins og flestra, sem deyja ungir — á'ður en lífsstarfið hefst. Og við ætlum heldur ekki að segja ævisögu, heldur aðeins leggja lítinn minningarsveig á gröf hans í þakklætisskyni af því hann auðgaði líf okkar um margar ógleymanlegar yndis- stundir. Við þessi síðustu vegamót hér á jörðinni göngum við á vit þess- ara minninga um leið og við fylgjum honum í huganum, frá björtum ævidegi, til annars bjart ari. Og við göngum frá gröf hans, hljóð í bragði, en með þakklát- um huga fullum af björtum minningum um góðan dreng. Móður hans og systur, sem svo mikið hafa misst, sendum við innilegar samú'ðarkveðjur þeirra þungu raun. Orð eru lítils megnug við tækifæri eins og þetta; og því skulu þau ekki höfð fleiri. Enda hefði sízt verið að hans skapi, sem við nú kveðjum, að hafa uppi harmatölur. Þessvegna skul um við ekki horfa í gröfina, held- ur á gróðurinn á leiðinu. Ef til vill er sá ekki eins dá- inn, eins og okkur virðist í fljótu bragði, sem er órjúfanlega ofinn í æviþátt lifandi vina. Skólasystkini i Leikskóla Ævars Kvarans. tileinkuð syni hans, Jónasi. Er þetta fyrra bindi æviminninga Jónasar Þorbergssonar. Skiptist það í átta kafla og saman stend- ur af 25 bréfum. Eru í þessu bindi bernskuminningar höf- undar frá æskuslóðum í Þing- eyjarsýslu, sagt frá sumarvist á Svalbarðseyri, námi við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, för til Ameríku, sex ára dvöl þar og loks heimförinni með Goðafossi hinum elzta, sem var mjög ævintýrarik. — Bókin er 240 bls. að stærð. Bók Ingólfs Jónssonar frá Prestsbakka nefnist „Láttu loga, drengur", og er fyrsta skáld- saga höfundar, en áður hefur hann sent frá sér þrjár ljóða- bækur og smásagnasafn. Undir- titill sögunnar er „Dagur fjár- málamannsins", og segir á kápu- síðu, að mönnum muni vart dyljast, hver fyrirmynd höfund- ar er að aðalpersónu sögunnar. Þá segir það ennfremur: „Þetta er örlagasaga manns, sem aldréi vildi sýnast betri en hann var og gleymdi sjálfum sér í geisla- flóði gullsins, eins mesta böl- valds mannanna. Gleði og sorg, ást og hatur féllu í hlut hans og hann hló storkandi að sjálf- um sér og samtíð sinni, sem vildi beygja hann og brjóta. En þrátt fyrir allt, þrátt fyrir beiskju, hörku og kulda, var hann innst inni gljúpur og við- kvæmur og vinur vina sinna, þótt fáir væru“. — Bókin er 160 bls. að stærð. Múlaþing - fyrsta hefti af tíma- riti Sögufélags Austurlands komið út SÖGUFÉLAG Austurlands hefur hafið útgáfu á tímariti, sem nefnist Múlaþing. Félagið er að- eins rúmlega ársgamalt, og er það ætlun forgöngumanna „að halda til haga ýmsu af sögusviði landshlutans og úr samtíð, það sem þeim finnst verðskulda geymd í rituðu máli og prent- uðu, jafnvel stuðla að varð- veizlu ytri menja.“ Efni þessa fyrsta heftis er m. a. : Gamla brúin á Lagar- fljóti, eftir Indriða Gíslason frá Skógargerði, Krossavík í Vopna- firði, eftir Benedikt Gíslason, Skemmtiferð í skammdegi, eftir Jón Björnssón frá Hnefilsdal, Fyrsta ökuferð til Loðmundar- fjarðar, eftir Helga Gíslason, Jarðir Skriðuklausturs og efna- hagur, eftir sr. Heimi Steinsson, Fransmenn á Fáskrúðsfirði, eftir Benedikt Björnsson, Runninn frá árum og orfi (viðtal við Helga Sigurðss.) eftir Kristján Ingólfs- son, Útigöngunaut Vopnfirðinga, eftir JónBjörnsson frá Hnefilsdal Fríkirkjuhreyfing í Dvergasteins prestakalli, eftir Halldór Stefáns- son, Leyndarmál hjartans, smá- saga eftir Eirík Sigurðsson, Und- ir þungum árum, eftir Ragnar A. Þorsteinsson, Bæjanöfn, sem týn- ast, eftir Eirík Sigurðsson, Bú- fræðinám í Eiðaskóla 1908—1909, eftir Bjarna Halldórsson, Seyðis- fjörður til siðaskiptanna 1550), eftir Sigurð Vilhjálmsson, Með hesta og kver, eftir Ármann Halldórsson og Bókaskraf, eftir Sigurð Ó. Pálsson og Ármann Halldórsson — Þá eru kvæði eftir Jón Sigfússon, Þorstein Valdi- marsson, Kristján frá Djúpalæk, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Sigurð Ó. Pálsson og Benedikt Gíslason, og ennfremur stuttar frásagnir, þjóðsögur o. fl. Ritið er 184 bls. að stærð, og er ætlunin að það verði ársrit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.