Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. nðv. 1966 Myndin er af Herdísi Þor- valdsdóttur í hlutverki frú Campel í „Kæri lygari“. lék Higgins í My fair lady. Af verkum Shaw, sem hér lendis hafa verið flutt eru m. a. Heilög Jóhanna, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og Kapp ar og vopn, sem sýnt var hjá Menntaskólanum. Þá segir Brynja okkur að hlutverkin í Kæra lygara, sem eins og ofan getur eru bara tvö, séu verkefni fyrir snilldar leikara, því að sjálf- sögðu þarf góðan leik til að geta með tveim hlutverkum haldið uppi leikriti heila kvöldstund án þess að áhorf- endum leiðist. Og okkur leidd ist ekki. Eftirfarandi setning, sem frú Campel segir í leikn- um, segir e.t.v. bezt til um hvers konar leikrit er hér á ferð: „Ó Gosi, ef ég gæti skrifað eins og þú, myndi ég skrifa sjálfum Guði.“ Þjóðleikhúsið frumsýnir „Kæri lygari" á sunnudagskvöld og að henni látinni fundust öll bréfin, geymd sem á milli þeirra höfðu farið, í hatta- öskju frúcirinnar sem var undir rúmi hennar. Það verður ekkert úr við- talinu við frú Ring, því var of önum kafin og mátti ekki vera að því að sinna blaðamönnum. En Brynja Benedkitsdóttir sem í skarð- ið hljóp segir okkur enn- fremur til gamans og fróð- leiks að á sínum tíma hafi Shaw einnig skrifað leikritið Cæsar og Cleopatra fyrir frú Campel og var henni þá að sjálfsögðu ætlað titilhlutverk ið. Þegar svo það leikrit var flutt í útvarpinu fyrir nokkr- um árum, lék Herdís Þor- valdsdóttir hlutverk Cleo- pötru, og á sínum tíma var það Rúrik Haraldsson sem ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frum- sýnir n.k. sunnudagskvöld leikritið „Kæri lygari" eftir Jerome Kilty. Leikurinn er gamanleikrit, byggður á bréf um, sem fóru á milli rithöf- undarins Bernhards Shaw og leikkonunnar P. Campel. Eitt kvöld í sl. viku brugðu blaðamaður og ljósmyndari sér á æfingu hjá Þjóðleikhús inu, þar sem einmitt var ver- ið að æfa „Kæra lygara“. Mikið lá við, því þetta var fyrsta æfing í búningum og var taugaspenna ríkjandi bæði hjá leikurum og leik- stjóra. Ætlunin var að horfa á leikinn og rabba við leik- stjórann frú Gerdu Ring. Frú Gerda Ring, sem er norsk, er íslenzkum leikhús- gestum að góðu kunn, þar sem hún hefur stjórnað tveim ur leikritum eftir Ibsen fyrir Þjóðleikhúsið, Afturgöngum á sl. leikári og Pétri Gaut ár- ið 1962, sýningu sem tókst mjög vel með Gunnari Eyj- ólfssyni ógleymanlegum í tit- ilhlutverkinu. Gerda Ring hefur um ára- bil verið einn af aðalleik- stjórum við Þjóðleikhúsið í Noregi, þar sem maður henn ar var einu sinni leikstjóri. Hefur frú Ring bæði stjórn- að nútíma leikritum og leik- ritum eftir klassiska höfunda, en sérgrein hennar hafa ver- ið leikrit eftir Ibsen og Tenn- essee Williams. Árið 1961 setti hún „Kæra lygara" á svið í Oslo með tveim mjög góðum leikurum þeim Per Aabel og Lillebil Ibsen í hlut verkunum. Tókst sýningin mjög vel og var leikritið flutt í 250 skipti. 1 leikritinu „Kæri lygari“, sem er í tveim þáttum eru aðeins tvö hlutverk. Með þau fara Herdís Þorvaldsdóttir, sem leikur frú Patrick Camp el og Rúrik Haraldsson, sem leikur Bernhard Shaw. Segja má að æviferill leikkonunn- ar frægu og írska rithöfund- arins sé þarna rakinn að vissu leyti í bréfum þeirra. Hin snjöllu gamanyrði Shaw, gulkorn og spakmæli ganga sem rauður þráður í gegnum öll hans bréf og gefa leiknum í senn létt og alvar- legt yfirbragð. Leikkonan Brynja Bene- diktsdóttir, sem stjórnaði æf ingum í 3 vikur áður en frú Ring kom, fræðir okkur um leikinn. Hún segir okkur að Bernhard Shaw og frú Camp el, sem að líkindum hafa ver- ið mjög ástfangin, hafi skrif- azt á í 40 ár. Bréfasamb. þeirra stóð frá 1899-1938. Árið c.914 var Pygmalion eftir Shaw, leikritið sem My fair Lady er byggt á, frumsýnt í London með frú Campel í titilhlut- verkinu, en Shaw hafði ein- mitt skrifað leikritið fyrir hana. Frú Campel var þá 48 ára gömul, en lék unga stúlku um tvítugt. f leiknum Kæri lygari er einmitt skemmtileg sena þar sem þau Campel og Shaw eru að æfa það leik- rit. Frú Campel endaði líf sitt í fátækt á Suður-Frakklandi en stuttu fyrir andlátið hafði Shaw sent henni bréfin, sem hún hafði skrifað honum, til þess að gefa þau út og geta þar með haft sómasamlega ofan af sér ellinni. En frú Campel gaf bréfin aldrei út. Ó, Gosi, ef ég gæti skrifað eins og þú, myndi ég skrifa sjálfum guði Nú eru árnar brúaðar Sigurður valnamaður á Steinmóðarbæ heimsóttur HÓLMABÆIRNIR svokölluðu tilheyra Vestur-Eyjafjalla- hreppi, en þó eru þeir vestan- megin Markarfljóts. Þessir bæir eru eins og vin í eyði- mörk — kring um þá svartir sandar, með einstökum þybbnum grashólma, lengjum gróðurs sem liggur milli gam- alla árfarvega — en sjálft lendi bæjanna er gott að yrkja og því hélzt þar byggð þrátt fyrir ágengni vatnsins áður fyrr, sem beljaði allt í kring um bæjaklasann, kvíslaðist úr einum farveg í aðra, allt- af hvikult,- aldrei útreiknan- legt, alltaf illt yfirferðar. Nú er Markarfljót tamið, og Þverá hæg um sig. Góður vegur liggur til Hólmabæj- anna frá þjóðbrautinni. Dag- ar þeirra manna, sem óðu, syntu, jafnvel jakahlupu Markarfljót og Þverá sér til nauðþurftar eru senn liðnir. Þó má enn finn einn og einn sem kynntist þessum fljótum og dylgjum þeirra af eigin raun — vatnamenn eru þeir kallaðir. Sigurður Sigurðsson á Steinmóðarbæ kynntist Fljóts vegunum á unga aldri en, hann er fæddur á Steinmóðar- bæ og þar uppalinn, fæddur 1895. Þar sem þjóðvegurinn lá framhjá Hólmabæjunum í þá tíð, þurftu heimamenn oft að fylgja ferðafólki yfir vötn- in. Það var ekki notazt við báta, bæði af því að árkvísl- arnar voru alltaf að breyta um farveg, og því að ferja þurfti margt fleira en, mannfé milli ála. Kýrnar voru oft og tíðum reknar á beit á sumrin yfir árnar í kring, á græna bletti þar sem hagi var góð- ur. Það var því ekki að ófyrir- synju, að Sigurður lærði á unga aldri að synda. Þegar hann var átján ára gamall, fór hann fótgangandi til Reykjavíkur ásamt vini sín- um og jafnaldra, Eyjólfi heitn um Jónssyni skipstjóra. Þeir voru þrjá daga á leiðinni, og var ekki laust við að fójki þætti það langt ferðalag og lítið erindi: að læra að synda og glíma. En drengir komu galvaskir aftur, og Sigurður hélt áfram að fylgja fólki yfir fljótin, reka kýr yfir ála, og fara með rjómann annan hvorn dag yfir vötn til . Seljálands, til rjómabúsins á Hofsá. í ferð- um sem þessum gerðist sjaldan neitt sem hægt er að færa í frásögur í stuttu við- tali, það væri helzt að skrifa um það smásögur eða jafn- vel skáldsögu; þessa tíð þeg- ar fólk var áð vaða yfir álana á hvaða árstíð sem var, í kulda og strekkingi, í myrkri fæturnar á sér, oft í lífsnauð- syn, sjaldnar í gamni. í þeim sögum yrði höfundur að segja frá hestunum, sem óðu álana með þessum þrákelknu mönnum, fótvissir og ratvísir eins og íslenzkir hestar gerast beztir, þolinmóðar skepnur og vinir eigandans sama á hverju gekk; kyn sem er að hverfa úr þjóðarsögðu þessa lands eins og mennirnir sem óðu árnar: hérna er þjóðlífs- mynd sem einhver ætti að draga áður línurnar sökkva inn í fortíðina. m Við spyrjum Sigurð um hans hesta, átti hann ekki einn hest öðrum betri? Hann strýkur sér um ennið og minnist Nasa gamla: — Hann var jarpur hestnr og mesti gæðingur sem ég hef komíð á bak. Og meira en það: Það mátti treysta þeim hesti hvar sem var, yfir verstu ála, yfir grýttasta land, já, Nasi var góður hestur. í áfreðavetrum var hann minn traustasti félagi. — En einhvern tíma hef- urðu farið yfir árnar á skemmtanir? — Jú, það kom nú fyrir að maður var að flækjast hér og hvar yfir álana og vaða yfir vötnin á skemmtanir. Einu sinni fyrir fjöldamörgum ár- um fór ég að sjá leikritið Skuggasvein á Skála undir Fjöllunum (þangað eru 15 kilómetrar frá Steinmóðar- bæ). Á eftir var dansað fram á morgun vegna þess að ekki var hægt að komast yfir fljotin fyrr en í birtingu. Það var eini kosturinn við fljótin, og svo náttúrulega það að bera kvenfólkið yfir. Eitt sinn fórum við tveir saman frá Hólmabæunum á ball að Krossi. Þetta var að vetrarlagi og frosið landið, svo við renndum okkur eft.ir álunum á skautum. Á rásun- um eru stundum djúpir pytt- ir, sem frjósa seint. Og ein- mitt beint á minni rás þurfti að vera einn slikur. Skipti það engum togum, að ég rann fram á brúnina og gat ekki stöðvað mig, og féll á bólakaf niður í ískalt vatnið. Náttúrlega var ég í spariföt- unum, og þótti heldur leitt að ég skyldi blotna inn að beini. Og ekki bætti úr skák, að töluvert frost var úti. Við hröðuðum okkur því á næsta bæ, þar sem ég fékk lánuð nærföt, en vatt sparifötin mín. Síðan héldum við ótrauð ir á ballið — og ég hef sjald- an dansað meira en það kvöld — í undnum spariföt- unum mínum. — En nú eru árnar brúaðar og engir álar að vaða lengur. Þótt að vaða ála hafi ekki verið skemmtan, saknaðirðu svo varla má sjá fram fyrir þess ekki fyrst í stað? — Nei, ekki get ég sagt það. Aftur á móti dró mik- ið úr gestagangi hér á Hólma- bæjunum eftir að árnar voru brúaðar. Áður meir gistu menn hér oft á leið sinni suður eða austur, og þá var oft gaman á kvöldin. Það liggur við að ég saknaði þess. — Hvenær var byrjað að brúa Markarfljót? — Ja, það var byrjað á fyrirhleðslu við Múlann árið 1909. Ungmennafélagið Dríf- Framhald á bls. 25. I 'f '|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.