Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 30
ou **» K w i. >4 i> I tJ Föstudagur 1.1. nóv. 1966 Landsleikur viö Þjööverja hér? — í sfað þess að leika vSð IMorðmenn í Osló EINS og getið hefur verið um var ákveðinn iandsleikur við Norðmenn í handknattleik 4. desember n.k. og skyidi leikur- jnn fara fram í Oslo. Nú hafa “malin hins vegar snúist svo að ekkert verður úr fyrirhuguðum leik en í staðinn er von á lands- liði V-Þjóðverja hingað í lok þessa mánaðar en endanlegt svar Þjóðverja mun ekki gefið fyrr en á morgun, föstudag. Samningarnir við Norðmenn slitnuðu vegna þess að norska liðið taldi sig ekki geta komið hingað til lands að ári — til end urgjalds fyrir landsleikinn í Oslo — vegna fjárhagsvandræða HSÍ vildi því ekki ákveða leik- inn í Osló í næsta mánuði, því hann hefði — án hingaðkomu Norðmanna að ári — ekki þýtt annað en útgjöld fyrir HSÍ. V-Þýzka landsliðið er hins vegar í ferðahugleiðingum og mun það leika við Norðmenn í Osló 4. des. — daginn sem leik- ur íslendinga og Normanna Enska knaltspyrnan 15. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram sl. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild: Arsenal — Leeds 0-1 Aston Villa — W.B.A. 3-2 Blackpool — Tottenham 2-2 Chelsea — Manchester U. 1-3 Leicester — Burnely 5-1 Liverpool — N. Forest 4-0 Manchester C. — Newcastle 1-1 Sheffield W. Southampton hafði verið ráðgerður. HSÍ stendur nú í samningum við Þjóðverjana að koma hing- að fyrst og leika hér einn eða tvo landsleiki. Hvað úr verður . verður ekki ákveðið fyrr en í I dag, föstudag. | Ef Þjóðverjar fást hingað verð , ur sannarlega um miklu meiri j handknattleiksviðburð að ræða en ef leikið hefði verið við Norðmenn. Þjóðverjar hafa lengi verið ein af beztu handknatt- leiksþjóðum heims og ævinlega hin síðustu ár verið meðal 4-5 beztu þjóða heims. 2:0. Standandi frá vinstri, (sigurvegararnir): Björn Árnason, Erlingur Kristensen, Þórður Magnússon, Gunnar Geirsson, Frosti Sæmundsson, Hörður Sigmarsson, Páll Pálsson, Magn ús Albertsson, Þorgrímur Einarsson, Gísli Gunnlaugsson og Þórhallur ívarsson. — Neðri röð frá vinstri: Ólafur Danívalsson, Viðar Halldórsson, fyrirliði, og Magnús Brynjólfsson. Everton Stoke Sunderland — Sheffield U. 4-1 West Ham — Fulham 6-1 2. deild: Blackburn — Portsmouth 2-2 Bolton — Birmingham 3-1 Bristol City — Plymouth 1-0 Carlisle — Hull 2-0 Charlton — Norwich 0-0 Crystal Palace — Bury 3-1 Derby — Coventry 1-2 Huddersfield — Preston 1-0 Ipswich — Northampton 6-1 Wolverhampton — Milwall 2-0 Cardiff — Rotherham ?? f Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Aberdeen — Hearts 3-1 Celtic — St. Mirren 1-1 Dundee — St. Johnstone 4-0 Airdrie — Dundee U. 2-2 Rangers — Motherwell 5-1 Staðan er þá þessi: 1. dejld: 1. CHELSEA 21 — 2. ST'OKE 20 — 3. EVERTON 20 — 4. MANCHESTER U. 19 — 2. deild: 1. IPS.WICH 22 — 2. WOLVERH. 21 — 3. BOLTON 20 — Íslaníísmótiíf r 1 hafiílknattleik UNDIRBÚNINGUR íslands- mótsins í handknattleik er nú í fulium gangi. HKRR, sem sér um mótið biður þess getið að frestur til að tiikynna þátttöku renni út á laugardaginn. Knattspyrna æfi í barna- skólum HafnarfjarÓar Bekkjakeppni nýlokið, en keppt var um bihara, sem Albert Cuðmundsson, knattspyrnukappi gat FYRIR nokkru fréttum við af því að byrjað væri að kenna knattspyrnu í barna- skólunum í Hafnarfirði, þ.e.a.s. Lækjarskóíanum og Öldutúnsskólanum. Okkur fannst þessi tíðindi harla góð, ef rétt reyndust og settum okkur í samband við Geir Hallsteinsson, íþróttakennara sem okkur var tjáð að væri frumkvöðullinn að þessari ný breyttni, sem margir eru þeg ar farnir að spá að eigi eftir að brjóta blað í þróun íþrótta mála hér á landi. Efnilegur íþróttakennari Það er óþarfi að kynna Geir Hallsteinsson fyrir les- endum íþróttasiðunnar, því Geir, þótt ungur sé, er þeim vel kunnur fyrir handknatt- leik með F.H., unglingalands liðinu og nú síðast með ís- lenzka landsliðinu, en þar er hann af mörgum talinn fremstur í flokki, sérlega leik inn og skemmtilegur keppnis maður. En það er ekki víst að allir viti að Geir lauk prófi frá íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni sl. sumar við frábæran orðstír. Knattspyrna 1 klst. í viku Er við spurðum Geir um knattspyrnukennslu hans í barnaskólunum, tjáði hann okkur að það væri rétt að hann hafði tekið upp skipu- lega kennslu í knattspyrnu í báðum skólunum, þegar eftir að hann byrjaði að kenna 1. okt. s.l. — Var þessi ráðstöf- un tekin í fullu samráði við yfirvöld skólanna, en forráða menn þeirra sagði Geir, að væru sérlega áhugasamir fyr ir þessari keanslu. Skyldu- tími drengja eru 3 klst. íþróttakennsla í viku hverri, en í Hafnarfirði, sem víðast hvar annars staðar á landinu, eru ekki tök á að uppfyJla þessa kröfu, sem miðast við kennslu innan húss, sakir skorts á húsnæði. — Þess- vegna hefir verið gripið til þess ráðs að láta drengina iðka íþróttir úti yfir skóla- tímann og má þar til nefna knattspyrnu 1 klst. í viku, en amk þess handknattleik, körfuknattleik og ráðgert er að farið verði í skauta- og skíðaferðir. — Hörkuspennandi knattspyrnukeppni Að undanförnu hefir farið fram hörkuspennandi bekkja keppni innan skólanna, ragði Geir, en þátt í keppninni tóku 10, 11, 12 og 13 ára deild ir skólanna, en í hverri deild kepptu 4 lið skipuð 8 leik- mönnum og fóru leikirnir fram á velli strákafélagsins Spörtu, sem lesendur íþrótta- síðunnar kannast við af frá- sögn af strákaknattspyrnu- mótunum í Hafnarfirði. Það hittist þannig á að dag inn sem við töluðum við Geir. átti úrslita- Drengirnir sem léku úrsiltalcikinn í Öldutúnsskólanum, en þar bar 12 ára J sigur af 11 ara M með 5:2. Standandi frá vinstri, (sigurvegararnir): Jóhann Jóhannsson, Daníel Hálfdánar- son, Haraldur Árnason, fyrirliði, Leifur Helgason, Steingrímur Steingrímsson, Sæmundur Stefánsson, Jón Sigurðsson og Óskar Karlsson. — Neðri röð 11 ára M, talið frá vinstri: Krist ján Hauksson, Guðjón Grétarsson, Frímann Sveinsson, Einar Ingvarsson, Þórir Einarsson, Pét ur Hermannsson, Gunnar Einarsson og Kristmundur Oddsson. — Með drengjunum á mynd- inni eru Geir Hallsteinssen (til vinstri) og Rúnar Brynjólsson, yfirkennari Öidutúnsskólans. leikur keppninnar að fara fram og bauð Geir þvi okk- ur suður í Fjörð til að vera viðstadda. Við Vorum svo lán samir að geta horft á úrslita- leikinn í Öldutúnsskólanum. — Marga knattspyrnuleiki hofum við séð og skýrt frá. en um þennan leik má með sanni segja, að sjaldan höf- um við séð ánægjulegri keppni, bæði hvað snerti skemmtilegheit og spenning í leik, sem og leikgleði og atorku í framkvæmd ollri. — Frí hafði verið gefið í skól anum í tilefni leiksins og voru allir nemendur og kenn- arar mættir til að hvetja leik menn, og var það óspart gert og lá enginn á liði sínu i því efni. Úrslit urðu þau að 12 ára J vann 11 ára M 5:2, en yngri drengirnir höfðu samt leitt leikinn með eins marks mun fram að hálfleik. Síðar um daginn var ekki síður spennandi leikur háður af hálfu 13 ára A og 12 ára A, sem léku til úrslita í bekkja- keppni Lækjarskólans, og sigraði 13 ára A 2:0. — Keppt um bikara í hvorum skólanum um sig, sagði Geir, að keppt hafi ver ið um bikar, sem Albert Guð mundsson, knattspyrnukappi, gaf til þessara keppna, en auk þessara bikara eru aðrir tveir í umferð hjá strákafélög unum í Hafnarfirði, einnig frá Albert Guðmundssyni, sem gegnum árin allt frá því að hánn æfði lið Knattspyrnu ráðs Hafnarfjarðar og til dagsins í dag, hefir ávallt verið reiðubúinn til aðstoðar við uppbyggingu knattspyrn- unnar í Hafnarfirði. Mótið vakti óskerta athygli og kallaði fram mörg ný knattspyrnuefni fyrir Hafnar fjarðarfélögin að vinna úr. Um mótið í heild sagði Geir, að það hefði verið áKaflega garnan að vinna með hinum ungu knattspyrnumönnum og ekki hafi orkað neins tví- mælis um hylli knattspyrn- unnar meðal nemenda skól- anna. Gott dæmi til eftirbreytni Drengirnir í barnaskólun- um í Hafnarfirði munu halda áfram að æfa knattspyrnu úti einu sinni í viku í vetur og verður gaman að fylgjast með hvernig tekst. Vonast er Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.