Morgunblaðið - 15.11.1966, Qupperneq 12
12
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. des. 196t
G reinargerð
frá Sambandi veitinga- og
gistibúsaeigenda
Á YFIRSTANDANDI Alþingi
hefur verið lagt fram frumvarp
til laga um breytingar á áfengis-
lögum nr. 58 frá 24. apríl 1954.
Ljóst er, að nefnd sú — sjö-
mannanefndin —, sem unnið hef
ur að endurskoðun á áfengis-
lögunum seinustu 2 árin, hefur
með ýmis konar gagnaöflun
unnið verulegt starf og að mörgu
leyti merkilegt, en úrvinnsla úr
þeim gögnum og upplýsingum,
sem nefndin hefur safnað sam-
an, hefur enn eigi farið fram
nema að mjög litlu leyti.
Það er ekki hægt að gera kröfu
til, að sjömannaalþingisnefndin
hafi getað unnið úr nefndum
gögnum nema þá að litlu leyti,
enda eru fylgiskjöl með fram-
lögðu frumvarpi það margþætt,
bæði á sviði vísinda, félagsmála
og talnafræði, að óhugsandi er,
að nefndin hafi haft tíma né
þekkingu til að kanna til hlítar
allar þær upplýsingar ,sem
henni hafa borizt. Án efa á þó
gagnasöfnun nefndarinnar eftir
að koma að notum hér á landi
við frekari rannsóknir á viður-
kenndu vandamáli, sem er of-
neyzla áfengra drykkja.
Gildandi áfengislög frá 1954
hafa engum breytingum tekið
frá því þau voru samþykkt á
Alþingi hinn 12. apríl 1954.
Efnisbreytingar sjömanna-
nefndarinnar eru litlar, en þær
eru fyrst og fremst þessar:
(a) Ungmennum yngri en 18 ára
er óheimil dvöl eftir kl. 8 á
kvöldi á veitingastað, þar
sem vínveitingar eru leyfð-
ar, nema í fylgd með foreldr
um sínum. Rétt er að benda
j á, að samkvæmt lögreglusam
þykktum mega ungmenni
yfirleitt í dag, niður í 16
j ára aldur, almennt sækja
alla veitingastaði og þar með
vínveitingastaði. Þessi breyt
ing er til bóta. Þó verða á-
vallt erfiðleikar á því að
veita 18 ára ungmennum að
gang að vínveitingahúsum
en meina þeim jafnframt að
kaupa þær veitingar, sem
þar eru á boðstólum, þ.e.
j vínföng. Slík ákvæði hljóta
að vera sköpuð til að vera
brotin.
(b) Leigubifreiðum er bannað
að aka ungmennum undir
21 árs aldri ölvuðum, nema
í sérstökum tilfellum. Einn-
ig skal heimilt að gera upp-
tækt áfengi, er ungmenni
undir 21 árs aldri hafa undir
höndum.
(c) „Hvert veitingahús, er vín-
veitingaleyfi hefur, skal
halda uppi fullkominni
þjónustu án vínveitinga,
a.m.k. eitt laugardagskvöld
af hverjum fjórum eftir kl.
8 síðdegis".
Samband veitinga- og gisti-
húsaeigenda vill skýra og gera
grein fyrir skoðunum veitinga-
manna á síðastnefndu breyting-
unni. Að áliti S.V.G. getur vín-
veitingahús ekki haldið uppi
„fullkominni þjónustu" án vín-
veitinga. Grillið á Hótel Sögu,
Hótel Holt, Naustið, Hótel Borg,
Hótel Loftleiðir, — allt viður-
kenndir matstaðir — sem hafa
opið frá morgni til kvölds, geta
ekki veitt „fullkomna þjónustu'1,
þar sem vínglas má ekki hafa
um hönd fjórða hvert laugar-
dagskvöld hjá hverju framan-
taldra veitingahúsa eftir klukk-
an 8 síðdegis, nái þessi liður
frumvarps sjömannanefndarinn-
ar fram að ganga. Það er stað-
reynd, að skemmtanavenjur al-
mennings eru með þeim hætti, að
fólk sækir skemmtistaðina fyrst
og fremst á laugardögum, enda
er það eini dagur vikunnar, t.d.
í Reykjavík, sem flest veitinga-
hús eru þéttsetin, þar sem hins
vegar önnur kvöld vikunnar er
ekkert vínveitingahús fullsetið.
Stærsti og glæsilegasti veitingg-
salurinn hér á landi, Súlnasalur-
inn á Hótel Sögu, getur aðeins
verið opinn reglulega á föstu-
dögum, laugardögum og sunnu-
dögum sökum allsendis ónógrar
aðsóknar aðra daga. Laugardag-
arnir á þessu vínveitingahúsi og
öllum öðrum vínveitingahúsum
eru þeir tekjuöflunardagar þess-
ara fyrirtækja, sem standa bein-
línis undir rekstrinum, og eru
þá um leið þeir dagar, sem sveit-
arfélag og ríkissjóður njóta
mestra tekna af í mynd sölu-
skatts, skemmtanaskatts, vín-
veitingaskatts, veltuskatts, út-
svars tekjuskatts o. fl. i
í frumvarpi sjömannanefndar-
innar kemur ekki fram og held-
ur ekki í athugasemdum með
frumvarpinu nein skýring á því,
hvers vegna 1. flokks veitingahús
skuli hafa salarkynni sín opin
fjórða hvert laugardagskvöld
án vínveitinga. Frumvarpsmenn
hljóta að ætlast til og vilja að
sjálfsögðu, að þessi „kvöð“ gangi
jafnt yfir öll vínveitingahúsin,
annað kæmi að sjálfsögðu ekki
til greina, en þessi „kvöð“ er
svo mikil skerðing á athafna-
frelsi einstaklingsins eins og við
Vesturlandabúar höfum vanizt
því, að hún ein er nægileg á-
stæða til að hafna henni af-
dráttarlaust.
Nái þessi þáttur frumvarpsins
fram að ganga, þá getur þú, les-
andi góður, ekki boðið þínum
gestum til matar á Hótel Sögu
Hótel Holt eða í Naustið og fleiri
staði, fjórða hvern laugardag, ef
þú vildir hafa á borði þínu létt
vín (hvítvín) eða sterka drykki.
Samþykki á framanrituðu á-
kvæði (e) myndi koma í veg
fyrir slíkt.
Spurt er: Hver er tilangur sjö-
mannanefndarinnar með því að
ætla að banna með lögum neyziu
á vínum fjórða hvern laugardag
hjá hverju einstöku vínveitinga-
húsi á landinu, Akureyri með-
talin. Yrði þetta ákvæði sam-
þykkt myndi aldrei rísa 1. flokks
vínveitingahús í Keflavík, Vest-
mannaeyjum eða öðrum stöðum.
Tillagan um fleiri „þurr“ kvöld
í viku fyrir fólk eldra en 21 árs,
þ.e.a.s. önnur en miðvikudags-
kvöld, getur ekki vakið fyrir sjö-
mannanefndinni, því reynslan
hefur sýnt og sannað, að vínveit-
ingahús eru ýmist hálftóm á
miðvikudagskvöldum eða lokuð
vegna alls engrar aðsóknar.
Dæmi: Komi gestur á miðviku-
degi og vilji snæða mat kl. 9 að
kvöldi í Grillinu, Hótel Holt eða
Naustinu, skyldar löggjöfin hann
fýrst til að greiða kr. 10,00 í
skattgjald, sem gestinum er sagt
að sé nokkurs konar vínveitinga-
skattur til ríkisins. Hins vegar
bannar núgildandi áfengislöggjöf
sama gesti að kaupa sér glas af
léttu víni eftir kl. 9 að kvöld,
og alls enga sterka drykki má
hann fá „serveraða" á mið-
vikudögum. Þetta telja nú
ýmsir ólog og vilja ekki
auka á slíkan hringilandahátt.
Það getur naumast vxakað fyrir
sjömannanefndinni að skapa
fleiri „dauð“ kvöld í veitinga-
húsum ætluðu fólki eldra en
21 árs. Þá virðist ekki geta leg-
ið fyrir nema ein ástæða og það
er áð gefa unglingunum, fyrst
og fremst í Reykjavík, kost á
því að leggja undir sig 3 vín-
veitingahús hvern laugardag allt
Sárið um kring. Unglingar og
fólk 21 árs og eldra skemmtir
sér ekki saman á veitingastöð-
um, það er staðreynd. Fólk eldra
en 21 árs kæmi alls ekki inn á
vínveitingastaði þá laugardaga,
þar sem vínveitingar yrðu bann-
aðar.
Vínveitingahúsin eru alls ekki
útbúin með það fyrir augum
að skermmta unglingum, og á
það bæði við vegna ýmissa dýrra
tækja og innréttinga, svo sem
vínstúka, hljómsveita o.fl. Ungl
ingarnir myndu ekki kaupa mat
á umræddum laugardögum á
vínveitingahúsum. Þó gerir frum
varpið ráð fyrir því, að veit-
ingamenn verði skyldáðir til að
halda uppi fullu starfsmanna-
haldi í eldhúsum. Hætt er við,
að slík útgerð yrði dýr t.d. á
Hótel Sögu eða Hótel Loftleið-
um. Unglingar hér á landi hafa
lært að drekka vín löngu áður
en þau kynnast persónulega vín
vínveitingahúsum. Skemmtanir í
unglingaskólum höfuðborgarinn-
ar eru ekki alltaf vínlausar og
ennþá síður skemmtanir fram-
haldsskólanemenda. Ef gera á
tilraun (hættulega tilraun ungl-
inganna vegna) til að laða ungl-
ingana á aldrinum 16-20 ára að
öllum vínveitingahúsum, bæði í
Reykjavík og á Akureyri vissa
daga, jafnvel þótt vín eigi ekki
að hafa um hönd opinberlega
(aðeins í felum), þá er hrein-
lega verið a'ð lyfta undir þessa
sömu unglinga til að sækja vín-
veitingahúsin aðra daga. Frek-
ari útskýringa er ekki þörf, þetta
er svo augljóst mál.
Sjömannanefndin hefur ætlað
að gera vel og ætlað að leysa
visst vandamál, en þá um leið á
kostnað 1. flokks veitingahúsa,
en nefndin skýtur yfir markið.
Nái umræddum þáttur frum-
varpsins fram að ganga, yrði það
eingöngu til þess að 3 vínveit-
ingahús myndu ekki vera not-
uð af fólki eldra en 21 árs
hvern laugardag hér í Reykja-
vík. Fólk þetta kemst ekki inn á
önnur veitinga- eða danshús í
borginni, þar sem þessi hús eru
öll þéttsetin einmitt á laugar-
SNÆBJÖRN J. Thoroddsen
bóndi og oddviti í Kvígindisdal í
Rauðasandshreppi í Barða-
strandarsýslu, á í dag 75 ára af-
mæli. Hann er fæddur í Kvíg-
indisdal 15. nóv. árið 1891. Voru
foreldrar hans Jón Árnason
Thoroddsen bóndi þar og út-
gerðamaður, og Sigurlína Sig-
urðardóttir kona hans frá Vest-
urbotni, dugnaðar og myndar-
fólk.
Snæbjörn Thoroddsen tók við
búi á föðurleifð sinni og hefur
búið þar með myndarbrag og
snyrtimennsku í fjölda ára.
Hann hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarStörfum fyrir byggðalag
sitt og hérað. Meðal annars hef-
ur hann verið gjaldkeri og fram
kvæmdastjóri Sparisjóðs Rauða-
sandshrepps um áratuga skeið.
Hann hefur verið og er nú odd-
viti hrepþs síns og sýslunefndar
maður.
Öll störf Snæbjarnar Thorodd-
sens mótast af sérstæðri reglu-
semi og snyrtimennsku. Hann er
einstaklega hagsýnn maður,
hygginn og ráðdeildarsamur.
dögum. Hvað á að gera vi'ð þetta
fólk? Skemmta því á strætum
úti?
Nái ákvæðið um „vínlaus" laug
ardagskvöld fram að ganga
myndi það hafa þveröfug áhrif
miðað við það, sem til var ætl-
azt. Það myndi auka drykkju-
læti á almannafæri og í heima-
húsum. Feluleikur með áfengi
og rasspeladrykkja myndi auk-
ast, bæði utan við vegg, í bíl-
um, í snyrtiherbergjum og ólög-
legum stöðum. ,
Lögregluyfirvöld viðurkenna,
að framlenging lokunartíma á
vínveitingastöðum um helgar
hafi sett betri brag á borgarlíf-
i'ð en áður var.
Tveir veitingaaðilar hafa reynt
að reka mjög vistlegan og
skemmtilegan veitingasal ein-
göngu fyrir æskufólk,þ.e.a.s. í
Lídó. Báðir þessir aðilar urðu
að gefast upp á rekstrinum, þar
sem hann bar sig ekki með þeim
rekstrarmáta, sem yfirvöld gætu
sætt sig við.
Ungmennin eiga fyllsta rétt á
að skemmta sér, en það er ekki
rétt að laða þau að vínveitinga-
húsum fyrir aldur fram.
Framanrituð sjónarmið telur
S.V.G. rétt, að komi fyrir al-
menningssjónir, en allur almenn
ingur hefur reyndar þegar átt-
að sig á því, að þessi „lausn“ á
skemmtunum ungs fólks leysir
engan vanda, — hún yrði í fram
kvæmdinni til vandræðaauka.
Samband veitinga- og gistihúsa-
eigenda.
í allri framkomu er hann hið
mesta prúðmenni, og farsæll og
duglegur að hvaða starfi, sem
hann gengur. Nýtur hann fyrir
þau almenns traust og virðing-
ar. Heimilið í Kvígindisdal er
hið mesta myndarheimili, en
kona Snæbjarnar er Þórdís
Magnúsdóttir frá Hóli í Tálkna-
firði, mannkosta- og dugnaðar
kona. Eiga þau hjón mannvæn-
leg og vel gefin börn. Hefur
sonur hans fyrir nokkru reist ný
býli í Kvígindisdal.
Snæbjörn Thoroddsen hefur
unnið mikið og gott starf fyrir
byggðalag sitt og hérað. Nú síð-
ast hefur hann haft forgöngu um
að koma upp glæsilegum heima-
vistarbarnaskóla fyrir Rauða-
sandshrepp í örlygshöfn. Er þar
um að ræða myndarlega og nauð
synlega stofnun, sem verða mun
æsku byggðalagsins drjúg til
giftu í framtíðinni.
Snæbjörn Thoroddsen ber
aldur sinn vel. Hann er maður
fríður sýnum, stilltur en örugg-
ur í fasi, og býður jafnan af sér
góðan þökka. Vinir og samstarfs-
menn þessa merka bónda og hér-
aðshöfðingja senda honum hug-
heilar árnaðaróskir og kveðjur á
þessum tímamótum í lífi hans.
S. Bj.
Aukaviiina fyrir húsmæður
Óskum eftir nokkrum konum til að selja happ-
drættismiða í ákveðnum borgarhverfum. Góð
sölulaun.
STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA
Laugavegi 11 — Sími 15941.
BLAUPUHKT
BLAUPUNKT
SJÓNVÖRP, tnargar gerðir
þekkt fyrir m.a.:
+ Langdrægni
+ Tóngæði
^ Skarpa mynrl.
Hagstætt verð. — Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. —
Afsláttur gegn staðgreiðslu.
/
unnai k.f.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simnefni: i>Volver« - Simi 35200
75 ára i dag:
Snæbjörn J. Thorðdc!-
ssn í Kvípndisial