Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 2
2
MORG U N BLADID
Sunnudagur 20. nóv. 1966
Fatamarkaður
Hef opnað fatamarkað að Rauðarárstíg 20.
Fatnaður á börn og fullorðna með
10 — 50% afslætti.
Komið og gerið góð kaup.
Fatamarkaðurlnn
(á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs).
Lúxus e'nhýlbshús
Höfum til sölu óvenju glæsilegt einbýlishús á bezta
stað á Flötunum í Garðahreppi. Húsið er 210 ferm.
auk 65 fermetra tvöfalds bílskúrs, 4 svefnherbergi,
búningsherbergi, fjölskylduherbergi, húsbóndaher-
bergi, tvær stofur, 3 baðherbergi, eldhús, þvottahús,
og geymslur. Húsið selt í fokheldu ástandi. Teikn-
ingar til sýnis á skrifstofunni.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Skipa- ög íasteigtiasaían
— Smithsonian
Framhald af bls. 1.
anda, því að þarna renna ald-
irnar hjá líkt og á línuriti.
Mannkynið í upphafi sínu og
dagurinn i dag.
Fólk verður að vísu brúnt á
skrokk sinn af að fara á Rivier
una, Mallorca eða Miami, en
það verður ljósst á andann af að
skoða slík söfn, og það er far-
sælla! Haldi lesandi, að söfn
þessi séu eingöngu fyrir sérvitr
inga, þá afsannar gífurleg að-
sókn þá'ð >með öllu. En vita-
skuld er hún mismunandi alilt
eftir því, hvaða stofnun er um
að ræða, og munu þær, er ég
var að segj a frá, vafaiítið vin-
: sælastar.
Innan um öll þessi tækni- og
náttúruundur eru sýningarsalir
sem oft hýsa merkilegar mynd-
listasýningar, svo myndiistin
sem fróðleikur er sett að jöfnu
við visindi og tækni og skapar
það menkilega víxMverkun, sem
ég hefi hvergi orðið var við
annars staðar.
1 einum slíkum sal stóð yfir
minningarsýning á verkum
hins fræga ameríska máiara
Stuart Davis, sem lézt á síð-
asta ári. f veglegri sýningar-
skrá er formáli eftir Hjörvarð
Árnason, aðstoðarforstjóra
Guggenheim-stofnunarinnar í
New York.
Sýningin, sem var mjög viða
mikil og sýndi vel þrcun og
feri'l listamannsins, átti svo að
ganga á miLli margra steerstu
borga Bandaríkjanna.
Frá „verkstæði Smithson-stof nunarinnar“. Myndhöggvarinn
Weaver leggur síðustu hönd á líkan af afríkanskri móður af
dvergættbálki með barn sitt.
Frá hinum heimsþekktu
tóbaksekrum Kentucky
í Ameríku
kemur þessi
úrvals
tóbaksblanda
Sir Walter Ealeigh...
ilmar fínt... pakkast rétt..
bragðast bezt. Greymist 44%
lengur ferkst í fíandliægu
loftþéttu pokunum.
Stuart David þróaði með sér
stíl, sem hefur áberandi amer-
ísk einkenni, enda hafa honum
verið lögð þessi orð í munn:
Ég er Amerikani, fæddur í Fíja
delfíu af amerískum stofni. Ég
nam list í Ameríku — ég mála
það, sem ég sé í Ameríku —
með öðrum orðum sagt, ég mála
hið ameríska svið.
í verkum hans sé maður
hluti frá nútíð og fortíð Banda-
ríkjanna, en hann var fyrst og
fremst nútímalistamáður af lífi
og sál, og myndir, sem hann
gerði upp úr 1920, myndu sóma
sér á sýningum poplistamanna
í dag, enda eru áhrif hans á þá
ótvíræð. Það var fróðlegt og
áhrifaríkt að skoða þessa sýn-
ingu og kynnast vinnubrögðum
hins snjalla myndlistamanns.
Á öðrum stað var sýning á
listgrafík margra heimsfrægra
manna og lítt kunnra og var
gaman að sjá þá blöndu. Var
margt stórathyglisvert eftir
unga og framsækna grafíkara,
og hinir þekktari skáru sitt lítt
úr. í þessu sambandi má skjóta
því inn, að í annarri byggingu
er sögu prentlistarinnar gerð
góð skil svo og iðnaðar og list-
grafík. Sýndar eru margs kon-
ar þrykkpressur, og einnig sér
áhorfandinn á miðju gólfi inn
í japanskt tréristuverkstæði,
eins og þau gerðust áður fyrr,
með öllum verkfærum og auk
meistara og lærlinga við vinnu.
Var þetta allt svo Ijóslifandi
gert og .eðlilegt, að við borð
lá, að ég biði eftir að sjá árang-
urinn af vinnu fólksms.
Manni verður fljótt ljóst, áð
eftir að hin fyrsta bygging var
fullgerð og starfsemi stofnunar
Látið ekki dragast að athuga
bremsurnar, séu þær skki í
lagi. — Fullkomin bremsu-
þjónusta.
Stilling
Skipholt 35. — Sími 31340.
innar hófst fyrir alvoru, hafi
verið sem snjóbolta væri velt
niður brekku — stofnumn
hleður stöðugt um sig á öilum
sviðum og er löngu orðin stolt
þjóðarinnar og óþrjótandi
nægtabrunnur fróðleiks og
menningar. Viðamiklar gjafir
hafa mikið stuðlað að vexti
og viðgangi stofnunarinnar,
svo James Smithson virðist
hafa smitað út frá sér með for-
dæmi sínu. Þýðing stofnunar-
innar á sviði iista jókst veru-
lega árið 1906, er Charles I*
Freer, gaf henni hið yfirgrips-
mikla safn sitt af amerískri og
austurlenzkri list ásamt húsi
yfir það. Freer-safnið var svo
formlega opnað 1923. Þar er
m.a. óvenjustórt safn mynda
hins litríka persónuleika og
sjálfumglaða náðfugls Jam-
es Abbott Mac Neill Whistler,
sem mig grunar að hafi með
sínum löngu og undarlegu fíg-
úrum haft meiri óbein áhrif á
seinni tíma myndlistarmenn en
margur ætlar. í öllu falli hafði
ég meiri ánægju af að skoða
myndir hans en margra ann-
arra, er þarna áttu verk.
Hvað aust’”'lenzka safmð
snertir, mun það eindregin til
mæli gefanda, að búið yrði
sem bezt að þeim, sem rann
saka vilja list þeirrar þjóða.
Þannig er þar stórt bókasain,
fyrirlestrarsalur og rannsókar
stofur, Meðal þess markverð-
asta má nefna helgisiðalegar
bronzstyttur frá fimmtándu
öld fyrir Krist burð, kínverskar
og yfrið nóg er af hvers konar
hlutum frá því landi og Islam,
Indlandi, Japan, Kóreu, m.in.
Það er heillandi að ganga um
þessa saii og virða fyrir ser
listir þessara fjarlægu þj^ a.
Það er lítið að undrast yfir,
að hin framandi list og menn-
ing 4.usturlanda hefur tíðum
orðið Norðurálfubúum til um-
hugsunar oð auðgunar eigin
verðmæta. Ég kvaddi Smith-
sonian söfnin og Washington-
borg með þessu safni, en vegna
langrar dvalar þar missti ég
af einu góðu safni. sem ég
hafði óafvitandi gengið fram
hjá tvisvar eða Concorcan Gall-
ery of Art. En það er þó hugg
un að eiga eithvað eftir, er
mig ber að garði næst. Svo
var mér hugsað örstuttu seinna
er mjóhundurinn bar mig með
miklum hraða norður í átt; til
New York.
Bragi Ásgeirsson.