Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. nSv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 Við Karfarvoginn þar lengst inn í Vogahverfi eiga þau heima hjónin Sólveig Eggerz Pétursdóttir og Árni Jónsson Lesendur Lesbókar þekkja heimili þeirra af frásögn á sl. vetri, en nú um þessar mundir er Sólveig að opna málverkasýningu í Bogasaln- um, og vegna þess röltum við þangað inpeftir eitt kvöldið um daginn til þess að fá lista konuna til þess að sýna okkur eitthvað af málverkunum, sem á þessari sýningu verða og segja okkur frá tildrögum þeirra. Málið var auðsótt. Heljar- mikil málverkatrana var sótt inn á vinnustofuna, komið fyr ir í stofunni, lokað fyrir sjón varpið, og svo var ein myndin af annarri sett á trönuna og Sólveig eða Dolly, eins og vin um hennar er tamast að kalla hana talaði um myndirnar, en Árni svitnaði við að bera mál verkin að og frá, og er þó gamall leikfimismaður i úr- valsflokki. Undarlegt andrúmsloft ríkti í stofunni. Myndirnar voru margar úr þjóðsögunum, þrungnar kyngikrafti galdra og dulúðar. „Þessa kalla ég Morgun- hæn. Það er mikill blár litur í henni. Ég var að hugsa um morgunskímuna fyrir norðan. Ég átti heima í átta ár fyrir norðan, í Svarfaðardal, — þau árin, sem maður mótast mest Allt, sem maður hefur lifað fram að 14 ára aldri, verður ríkast í huga manns. Eins og Sólveig Eggerz með páfagaukinn Stubb skítalabba á höfð- inu. „Þá var ég ungur að árum“ Spjall um mdlverk við Sólveigu Eggerz, sem sýnir í Bogasalnum um þessar mundir það komi mest fram í minning unum, bæði fólkið og landið. „Þá var ég ungur að árum“. Þessi stóra mynd þarna er máluð með kvæði eftir Örn Arnarson í huga. „Þá var ég ungur að árum“. Ég hef svo gaman að kvæðum. Aðallega var mér hugsað til þessara erinda: „Mér var margt að tárum, margt þó vekti kæti og hopp á hæl og tá. Þá var ég ungur að árum, enn þau bölvuð læti, rumdi í öllum rám. Það var eins og enginn trúa vildi, að annað mat í barnsins heimi gildi, flýði ég til þín, móðir mín, því mildin þín, grát og gleði skildi“. Eg held ég gæti málað mynd, já, nýja stóra mynd út af hverju erindi. Ég hef ▼ar ég ungur Arnarsonar í að árum". Mynd máluð með kvæði huga, (Sveinn Þorm. tók myndirnar). svo gaman að kvæðum. Þessi mynd hér heitir Eigin konan og Baccus. Hún er mál uð frá áhrifum af spýtun- um mínum. Rétt er að taka fram, að á þessari sýningu minni í Bogasal, sem nú fer að byrja, eru eingöngu olíu- málverk, og enginn rekaviður eins og svo oft áður, þó er langt frá því, að ég hafi lagt það á hilluna. Að kaupa hatt nefni ég næstu mynd. Mér finnst svo gaman að fara í hattabúðir og athuga svipbrigðin á konun- um, þegar þær eru að máta hatta. Þyílíkur sælusvipur, sem færist yfir andlit þeirra. Þessi haustmynd er græn yfirlitum -rétt eins og haustið er núna, enda gæti hún alveg eins heitið október 1966. Kvenfólk og fuglar í búri. Og nú móðga ég máski karl mennina, því að næsta mynd heitir í búri. Fuglar og kven- fólk í búri. Það er einmitt þannig, sem karlmennirnir vilja hafa okkur. Við förum úr búrinu heima, giftumst og göngum rakleitt inn í annað búr, búr hjónabandsins. Er það ekki svona?“ Og það var orð að sönnu, því að rétt i þessu kom fljúg andi páfagaukur fram í stof- una, Ijósblár og fallegur og settist beint á höfuð Sólveigar og söng mikið, rétt eins og hann vildi samsinna þessu. Annars er þetta mesti merkis fugl og getur sagt til nafns og gerði það bæði hátt og greinilega fyrir okkur. Nafnið er svo sem ekkert átakanlega fallegt, en það syngur í nefi hans: Stubbur skítalabbi, og hann endurtekur seinni helm inginn kröftuglega. „Þessi heitir Mánaskin, blá mynd, fullt tungl og kona í bendingarleik um miðja vetr arnótt, en Kisa kóngsdóttir or sú næsta, máluð upp úr þjóðsógum Jóns Árnasonar. Nú megið þið ekki halda að ég sé alltaf eins í skapinu eins og þessi mynd bendir tiL Eg nefni hanaDimma daga-, „one of those days“, en Árni Framhald á bls. 4 Leikföng ■ þúsundatali Úrvalið aldrei meira. Fristundabúðin VELTUSUNDI 1. ERG 99 MARTIN A. HANSEN höfundur þessarar hugljúfu en sérkennilegu sögu er án efa einn af allra fremstu og ágæt- ustu rithöfundum Dana á þessari öld. Hann lézt árið 1955 aðeins 46 ára gamall, en hafði þá ritað fjölda bóka, sem vakið höfðu óskipta athygli. Mesta aðdáun mun þó hafa vakið þessi saga hans, DJÁKNINN 1 SANDEY, er kom út árið 1950. Síðan hefur hún verið endurprentuð sautján sinnum á móðurmáli hans eða alls í 182 000 eintök- um, og auk þess þýdd á mörg tungumál. Hún býr yfir dularfullum töfrum, sem heilla huga lesandans. Hún opnar honum sýn inn í hulda heima mannlegra ástríðna, innri baráttu og sigra yfir sjálfum sér. Þessi saga er skriftamál gáfaðs manns, sem þráir ham- ingjuna, fer á mis við hana, en finnur hana að lokum, en hvorki í nautn né kröfum til annarra, heldur í fórn og starfi. Hið sér- kennilega eintal sálarinnar við Natanael, „manninn, sem ekki finnast svik í“, er vægð- arlaus sjálfsprófun söguhetjunnar til þess að komast að hinu sanna gildi hlutanna. Trú. hÖfundar á sigurmátt þess góða í manns- sálinni er heil og sterk. Sagan er auðug af hugljúfum og heillandi myndum af Sandey og fólkinu, sem þar býr. En jafnframt skyggnist skáldið undir yfirborðið og kann- ar hin myrku djúp mannlegra ástríðna. DIÁKNINN I SANDEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.