Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 20. nóv. 1966 Kaupmenn ! tryggíð jólavarninginn sérstaklega með pví að taka trqggingn til skamms tima. spqrjizt fyrir um skilmála og kjör. Gæru - kápur Gátu Islendingar ekki verið þar í fararbroddi? ALMENNAR TRYGGINGAR HF PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 m í NORSKA blaðinu Nationen segir á þessa leið: Grávörufé tpelssau) er enn sem komið er nær óþekkt hér í landi. Það eru ekki nema 5 — 6 ár síðan fyrst var hafizt handa um ræktun sauð fjár til loðskinnaframleiðslu í Noregi. Þeir sem fást við hana eru helst sauðfjáreigendur á Austurlandinu og Vesturlandinu sunnan tiL Svíar hafa hins vegar fengizt við slíka sauðfjárrækt alllengi og framleiða nú árlega 18000 skinn, um 2 millj. króna (norskra), að verðmæti. , Stofninn er blátt stuttrófufé sem er kynblandað með útigangs fé frá Gotlandi. Stefnt er að því að koma upp fjárstofni sem hefir þannig ullarlit og ullarlag, að ullin er grá eða ljósgrá inn við skinnið. Alhvítar og svartar gær- ur reynast aftur á móti lítt selj- anlegar. Það er einnig mjög áríð andi, að gæran sé togmikil. Eigi koma önnur skinn til greina en gærur af lömbum sem slátrað er að hausti. Sagt er frá að í Svíþjóð sé verð á gærum sem eru eins og þær eiga að vera um 100 krónur (norskar). Loks er sagt frá því, að sauðfjárræktarráðunauturinn norski efni í haust til tveggja námskeiða til að kenna sauðfjár- bændum að velja fé til undan- eldis með loðskinna-framleiðslu fyrir augum. Þetta er vafalaust ekki nein búfræðileg nýjung fyrir íslenzka sauðfjárfræðinga. En manni verður að hugleiða hvort ís- lenzkir bændur geti ekki orðið i fararbroddi um þessa loðskinna framleiðslu. Standa ekki öll efni til þess ef rösklega er á haldið? Mórauða féð og gráa og kenn- ingar og tilraunir Stefáns Aðal- steinssonar erfðafræðings benda eindregið í þá átt. Og ekki vant- ar togið á íslenzku gærurnar. En vafalaust þarf að vinna mark- visst að þessum málum, ef Svíar ALLT A SAMA STAÐ Willys - jeep MEÐ; DRIFLAS, FRAMDRIFSLOKUM „ORIGINAL” MIÐ- STÖÐ. 700x15 HJÓLBÖRÐUM TOPPGRIND. SÆTI FYRIR 6. Sterkasta, vandaðasta og mest selda landbúnaðarbií- i reiðin á heimsmarkaðinum r REYNSLAN SÝNIR, AÐ BEZTU KAUPIN eru í Willys jeppa LANDSKUNN VARAHLUTA- ÞJÓNUSTA. Leitið upplýsinga um verð og lánsmöguleika. Stuttur afgreiðslutími. EGILL YILHJALMSSON HF. Laugavegi 118, simi 2 22 40 og Norðmenn eiga ekki að verða á undan okkur — og okkur fremri. Þeir sjá glögglega að hér er stórt að vinna. — Það sem Norðmenn kalla blátt fé er nán- ast mórautt. 31. október 1966 Árni G. Eylands. BJÖRGÚLFUR ÚLAFSSON LÆKNIR ÆSKUFJÖR qq FERÐAGAMAN w ENDURMINNINGAR Endurminningar Björg- úlfs Olafssonar, læknis ÚT ERU komnar endurminning- ar Björgúlfs Ólafssonar, læknis, er hann nefnir „Æskufjör og íerðagaman". Útgefandi bókar- innar er Snæbjörn Jónsson & Co. h.f. I formála bókarinnar *egir höfundur að bókin sé stuttar og sundurlausar frásagnir frá ýms- um tímum ævinnar. Ekki sé hér um ævisögu að ræða, hvorki upp haf, framhald eða endi. Síðan segir höfundur: „Mér hefur aldrei komið til hugar að fitja upp á smásögum, hvað þá meir. Kann að vera að stundum sé mjótt á milli frá- sagnar og nóvellu, en hvað sem því líður, þá hef ég aldrei gert annað en að segja frá atburðum, sem gerzt hafa í kringum mig og ég hef séð og heyrt. Og ekki er um tímaröð efnis að ræða. Mér dettur eitt í hug í dag og annað á morgun. Engin kenning er hér flutt og engri stefnu fylgt. Ef nokkur svipur kynni að vera á einhverri þessara smágreina, þá er það aldamótasvipur og ég bið engan velvirðingar á því. Fyrir hálfri öld rúmlega barst ég austur í Malajalönd og konan mín skömmu síðar. Við dvöld- um þar mörg beztu ár ævinnar, sem kallað er, og er ekki furða, þótt minningum þaðan bregði fyr ir við og við. Og nokkur hluti þessarar bókar er einmitt þann- ig til kominn“. Bókin er rúmar 300 blaðsíður, prentuð í Odda h.f., bundin i Sveinabókbandinu, en Litbrá h.f. sá um prentun kápu, kápumynd bókarinnar er málverk af höf- undi eftir Örlyg Sigurðsson, list málara. Héraðsfundur Húna- vafnsprófastsdæmls Héraðsfundur Húnavatnspróf- astsdæmis var haldinn á Blöndu-' ósi sunnudaginn 11. sept. s. 1. Mófst hann með guðþjónustu í kirkjunni. Séra Jón Kr. ísfeld, Bólstað, flutti prédikun, en pró- fasturinn séra Þorsteinn B. Gísla son, Steinnesi og séra Pétur Ingjaldsson, Skagaströnd, þjón- uðu fyrir altari. Kór kirkjunnar undir stjórn frú Sólveigar Sö- vik annaðist söng. A’ð messu lokinni sátu kirkju- gestir kaffiboð sóknarnefndar- innar að Hótel Blönduós. Því næst var aftur gengið til kirkju til fundarstarfa. Mættir voru allir prestar prófastsdæmis ins, en auk þess séra Sigurður Norland, Hindisvík, fyrrv. sókn- arprestur Tjarnarprestakalls. Safnaðarfulltrúar voru 14 mætt ir. Auk þess sátu fundinn all- margir áheyrendur. Prófasturinn setti fundinn og stjórnaði honuin. Fyrir var tekið: I. Prófasturinn flutti yfirlits- skýrslu sína. í upphafi máls sins minntist hann presta, sem látizt höfuð á héraðsíundaráriml og heiðruðu fundarmenn minningu þeirra með bví að rísa úr sæt- um. Þá flutti hann ýtarlega skýrslu uni kirkjumál héraðsins o. fl. Gat iiann þess að lokum, að Kirkjuþing kæmi saman 2. okt. n.k., cg væri þess vegna nauðsynlegt að héraðsfundurinn tæki til meðferðar „prestakalla- málið“, en það væri aðalmál fundarins að þessu sinni. Umræður út af skýrslu próf- asts urðu nokkrar. Meðal annars kom fram sú skoðun, að óheppi- legt væri að leggja niður heima- grafreiti, meðan ástandi hinna al- mennu kirkjugarða væri víða mjög ábótavant. Ennfremur kom það fram, að þar sem erfitt myndi að koma gömlum kirkju- Framhald á bls. 7 öfl Bað- @3 herbergis- skápar með spegli einfaklir og tvöfaldir sex stærðir. El öfl E1 E1 E1 01 01 01 01 01 01 01

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.