Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. ndv. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 11 því þrekvirki, sem Erasmus leysti af hendi með ritstörfum sínum. Verk hans hafa verið gefin út í heildarútgáfu erlend is á undanförnum árum, og eru þau mörg bindi og stór. Nokkur orð um manninn. Svo mikilhæfur maður var Erasmus að hann hlaut v.iður- nefnið „lampi Evrópu“, og um skeið var enginn höfundur jafn mikið lesinn. f>ó mótaði hann hvorki samtíð né sögu svo mjög sem ýms önnur mikilmenni sið. bótaraldar. Margir töldu hann ragan og telja enn, þar á með- al Bertrand Russell. Menn líta á það íem veikleika í fari hans að hann sóttist eftir vinsæld- um þjóðhöfðingja, en hins veg- ar ber að hafa í huga að vís- indasjóðir voru þá ekki til, xg án stuðnings efnaðra manna var erfitt að vinna dýr vísinda störf í þá daga, og sama var að segja um listræn verk. Fram an af ævi var Erasmus veru- lega bjartsýnn á sína eigin öld: „Alls staðar er lærdómur inn að blómgast, tungumál, læknisfræði, eðlisfræði, stærð- fræði, öll vísindi þrífast, jafn- vel Skotar og Danir hafa tekið til að leggja rækt við húman- istisk vísindi. Jafnvel guðfræð in ber vott um framfarir, þeir lærðustu og illviljaminnstu af guðfræðingunum taka sjálfir þátt í framfaraverkinu". En þegar hann sá hvert stefndi, þegar tekið var að hrinda í framkvæmd siðbótarhugsjón- um hans og annarra, varð hann fyrir vonbrigðum, og áléit öld sína „hina ógæfusömustu og spilltustu allra alda“. Og hann fluttist stað úr stað til að geta verið í friði og varðvéitt hlut- leysi sitt. „Ich sorge fúr meine Ruhe und halte mich, 90viel es angehet, neutral“. í samtíð hans sökuðu bæði mótmælend- ur og kaþólskir hann um tví- lyndi. Þegar góðvinur hans, Tómas More, var hálshöggvinn fyrir að halda fast við ka- þólsku, þá varð honum að orði: „Bara að More hefði ekki bland að sér í þetta hættulega mál og látið guðfræðingana fást við málefni guðfræðinnar". Eras- mus aðhylltist ekki neina ákveðna heimspeki, afrek hans er ekki fólgið í hugsjónasköp- un, heldur í dreifingu margra hugmynda og endurnýjun skilnings á fornöldinni. Þó viriðst tvennt hafa verið aðal- hugsjón hans: Varðveizla menningarlegrar einingar Vesturlanda og eins konar sið- væðing menningarinnar á grundvelli Nýja Testamenntis- ins og klassiskra menuta. Og ekki verður því neitað að áhugi hans á biblíulegum fræð um var mikill, og þekking langt umfram það sem áður var. Virðingarverður var áhugi hans á uppeldislegum umbót- um, og eins og Lúther vildi hann að fræðslan tæki emnig til stúlkna. En Lúther hafði miklu víðara fræðsluhugtak, vildi láta kenna náttúruvísindi, tónlist og sögu, umfram mál, bókmenntir og kristin fræði, sem báðum voru sameigmleg. Þótt margir hafi verið fúsir til að skemmta sér að gagnrýni Erasmusar og fyndni, þá virð- ast menn hafa staðið „kaldir“ gagnvart persónu hans, ef til vill af því að hlýju hefir vant að innan um hæðnink og skop- ið. En hvað sem því líður, þá erum vér Vesturlandamenn í mikilli þakkarskuld við „iampa Evrópu“. Margir siðbótarmenn Aðalfundur Angliu FYRSTI skemmtifundur á vetr- ardagskrá fél. Anglia var haldinn í Sigtúni hinn 7. okt. sl. Var samkvæmt venju jafnframt um aðalfund að ræða. Fráfarandi formaður, Þorsteinn Hannesson gaf skýrslu um störf stjórnarinn- ar á liðnu starfsári og þakkaði meðstj órnendum og félagsmönn- um ánægjulegt samstarf á for- mannstímabili sínu. Þökkuðu fundarmenn Þorsteini og fráfar- andi stjórn vel unnin störf. Við stjórnarkjör var Brian Holt, að- alræðismaður einróma kjörinn formaður. Er hér um nokkur tímamót að ræða í sögu félags- ins, þar sem Brian Holt er fyrsti formaður „Anglia“, sem ekki er af íslenzkum uppruna. Aðrir í stjórn voru kjörnir Már Elísson, ritari, Ralph Hannam, gjaldkeri og þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Donald Brander, Guðni Guð- mundsson, Valgarð Ólafsson og Heimir Áskelsson, meðstjórnend- ur. Formaður skemmtinefndar var kosinn Leo Monroe. Að loknum aðalfundarstörfum hófust skemmtiatriði. Ruth Little Magnússon söng brezk þjóðlög við afbragðs undirtektir áheyr- enda. Últíma og Karnabær sýndu tízkuklæðnaðinn undir stjórn Colin Porter. Auk þess voru get- raunir, leikir, bögglauppboð, happdrætti og dans. Húsfyllir var og skemmtu menn sér hið bezta. Nýkjörinn formaður sleit hófinu, þakkaði félagsmönnum sér auðsýnt traust og minnti á 45 ára afmæli félagsins sem er 2. des. nk. Undirbúningúr að veglegu afmælish"fi er í fullum gangi. lærðu jöfnum höndum af hon- um og Lúther. Á síðustu árum hans var hins vegar upp runri- in ný öld „með nýjum dyggð- um og löstum". Tindale, snjall- asti biblíuþýðandi Breta, var ofsóttur í þrettán ár og að lok- um brenndur. Menn urðu á þeim árum annaðhvort píslar- vottar eða sigurherrar, en slík- ir tímar eru lítt að skapi hlut- lausum og spenglærðum húm- anistum. Erasmus vann mikið og vel, og þótt hann beitti sér ekki sem skyldi fyrir sinn eigin mál stað — siðbótina — þá leikur ekki vafi á því að hann vildi vel. Hann var maður friðsam- legrar sambúðar á sinni öld, húmanisti, maður mannúðar og mennta. Heimildarrit: B. Russell. Hist ory of Western Philosophy, 1962. ERASMUS FRA Rotterdam í KLFN I. 781. ERASMUS, den kristne hum- anismes store navn, Roald Tjngstad 1966. Kirkjasöguleg verk og skólasaga. Jóhann Hannesson. Sjónvarpsloftnet Loftnet í úrvali fyrir Reykjavík og Kefla' vík. — Verð við allra hæfi. Loftnetabúðin VELTUSUNDI 1. IJmbúðavörur Umbúðapappír hvítur í rúllum 40 og 57 cm. Umbúðappír brúnn 57 cm. rúllur. Kraftpappír 90 cm. rúllur. Umbúðapappír í örkum. Smjörpappír í örkum. Pappírspokar allar stærðir. Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson & Co. hf. Sími 1 1400. sófasett á stálfótum með Fleiri gerðir. Opið fil á mánudag. Glœsileg snunmgsas klukkan 10 HÚSGAGNAVERZLUN KÖPAVOGI SiMI 41699 AUÐBREKKU 59 dúnahf m-m íTaTTí iHj Björgúlfur læknir Ólafsson, höfundur þessarar bókar, er löngu orðinn þjóökunnur maöur sem læknir og rithöfundur. Fyrri bækur hans fjölluðu aðallega um Austurlönd, en þar dvaldi hann um 13 ára skeið sem læknir í nýlendum Hollendinga. sem nú heita Indónesia. I fyrstu tveim köflum þessarar bókar segir frá æskustöðvum höfundar, í kringum Jökul, viðburðarríkum ferðalögum hér á landi og fjáröflun til náms erlendis. I þriðja kafla bókarinnar „Lýst til hjónabands", segir frá ein- stæðu brúðkaupi höfundar. Fjórða og siðasta kafla bókarinnar kallar hófundur „Ferða- gaman", en þar segir hann frá „ævintýrarikum ferðum, fram og aftur, utan lands og innan, m.a'.'fyrstu ferd hans til Austuríanda 15000 km. sjóferð á Stóru farþegaskiþi' .og að siðustu heim i prinsaíbúðinni á m/s „Selándia". Bók þessi ber sannarlega nafn með rentu. Æskufjör og ferða- gaman blasir við á hverri síðu. S mrbj ömlí ónss cmS Co.h.f VOLVO-eigendur Hef opnað réttinga og viðgerðaverkstæði, með skyndiþj ónustu. Skeifan 13 Iðngörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.