Morgunblaðið - 20.11.1966, Blaðsíða 12
12
MORGU NBLAOIÐ
Sunnudagur 20. nóv. 1968
!
I
Festingar fyrir aila bíla
BLAUPUNKT
ÍSETNING SAMDÆGURS.
Rad^over sf.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8.
| DILFOR |
ILFORD
— alltaf bezta lausnin. —
Einkaumboð fyrir
ILFORD-ljósmyndavörur.
HAUKAR HF.
Garðastræti 6. — Sími 16485.
— \ fóispor
Framhald af bls. 9
lögðust þær veiðar niður. Annað
dæmi var nefnt, að Eyjamenn
breiddu fisk til þerris á suunu-
dögum. Hann kom þar að og
sagði hógværlega, að strangt tek
ið væri það ekki leyfilegt, að
vinna að þessu á helgum degi.
Svo bætti hann við: „Eigi veldur
sá er varar“. En þar með var
slíkri helgidagavinnu hætt. Ann-
ars var hann framfaramaður og
beitti sér fyrir stofnun sparisjóðs
og hvatti Eyjamenn til jarðabóta.
Jóni stóð til boða að verða
þingmaður Vestmannaeyinga
1894, en hann skorti til þess metn
aðargirnd og vék sér undan því.
Réði hann miklu um það, að
ungur menntamaður, Valtýr Guð
mundsson, var valinn sem þing-
mannsefni og mátti segja, að
hann yrði þannig persónulega
valdur að því að leiða Valtý og
Valtýskuna inn í sjórnmálin.
Gerðist Valtýr þannig skjólstæð
ingur hans og vinur.
í>ví einkennilegra var það, að
landshöfðingi skyldi, árið 1896,
veija Jón Magnússon að nánasta
samstarfsmanni sínum, gera
hann að landritara, þegar Hannes
Hafstein hvarf úr því embætti og
gerðist sýslumaður á ísafirði
En hann sá ekki eftir því. Að
líkindum hafa þeir þó ekki orðið
neinir pólitískir trúnaðarvinir,
en hinsvegar hefur Magnús not-
ið ágætra starfshæfileika Jóns.
Var það haft eftir landshöfðingja,
að síðan hann fékk Jón hefði
heinn eiginlega ekkert að gera,
og var þetta um leið skilið sem
samanburður þannig að Jón hefði
verið ólíkt meiri verkmaður en
Hannes Hafstein. Liklega hafa
þeir fátt talað um stjórnmála-
Jón Magnússon,
landritari
skoðanir sínar, en kom hinsveg
ar allvel saman í starfinu, þar
sem báðir báru virðingu fyrir
hæfileikum hvors annars. Jóni,
sem var dulur og lítt málgefinn,
virtist það hægðarleikur að
ganga algerlega upp í embætti
sínu. Dæmi eru til þess, að hann
fékk nokkru um ráðið móti skoð
un landshöfðingja og má þar
nefna það, að hann hjálpaði hin-
um unga Vestmannaeyingi, Gísla
Johnsen, að koma undir sig fót-
unum. Reyndi danski einokunar-
kaupmaðurinn Bryde, sem var
mjög innundir hjá landshöfðingj
anum, að kæfa fyrirtæki Gísla í
fæðingunnL en hann leitaði sér
þá trausts hjá iandritaranum,
sem gat með einhverjum hætti
beitt áhrifavaldi sínu til að
hindra yfirgang Bryda. Þetta
dæmi ásamt fleirum sýnir, að Jón
Magnússon var undir niðri í
þeim hópi sem andæfði gegn
kaupmannavaldinu.
Var þetta undarieg aðstaða, að
meðan landshöfðingi átti í sem
harðastri rimmu við Valtýing-
ana, sat við hlið hans sem nán-
asti samstarfsmaður hans Jón
Magnússon landritari, með sterk
ar taugar til Valtýinganna og var
alltaf talið vafasamt, hvort lnds-
höfðingi gæti borið fullt trún-
aðartraust til hans.
En þar kom þó að lokum, að
Jóni mislíkaði framkoma Valtýs,
þegar hann tók að berjast gegn
íslenzkri heimastjórn og virtist,
vegna eigin framavona, taka
Hafnarstjóm fram yfir hana. Þá
gat hæglætismaðurinn Jón Magn
ússon ekki lengur orða bundizt
en lét í ljósi vanþóknun sína á
þessu. Hinir voru þá ekki lengi
að hlaupa til og gengu nú fast
á hann að bjóða sig fram á móti
Valtý og fella hann. Lengi var
Jón tregur til þess, þottist ekkert
erindi eiga inn í þingsali og eng-
inn stjórnmálamaður vera, en
þó varð það úr á endanum, að
hann bauð sig fram á móti Valtý
í kosningunum 1902 og felldi
hann, enda hafði Valtýr sjálfur
sagt, að Jón væri eini maðurinn,
sem gæti fellt sig. Kosningaað-
staða í Vestmannaeyjum var ann
ars nokkuð sérstök, eyjarnar voru
konungseign, og íbúar því flest-
ir leiguliðar, sem höfðu ekki
kosningarétt, svo það voru að-
eins um 50 kjósendur, sem at-
kvæði greiddu, og vann Jón að-
eins með fárra atkvæða mun. í
hópí kjósendanna var mikil
iiarka í þessum kosningum, og
Valtýr kenndi sárt til ósigursins,
sem stafaði af því að fyrrverandi
vinur hans hafði snúizt gegn
honum. Greri ekki síðan um heilt
með þeim, svo að Valtýr gat
aldrei litið réttu auga neitt, sem
Jón aðhafðist.
Heimastjómarmenn voru
mjög þakklátir Jóni fyrir að hafa
fellt sjálfan forsprakka andstæð-
inganna og eftir það voru kær-
leikir milli hans og landshöfð-
ingja. Þegar landshöfðingi fór frá
embætti, afþakkaði hann sjálfur
konferenzráðsnafnbót en sagði,
að ef stjórnin vildi gera honum
nokkurn sóma, þá væri hann
ánægður, ef hún aðeins vildi
sæma Jón Magnússon háu heið-
ursmerki, því að hann væri hite
laust sá bezti maður, sem með
sér hefði starfað.
Jón Magnússon gerðist síðan
einn af þremur skrifstofustjórum
í stjórnarráðinu hjá Hannesi
Hafstein, og jafnframt gerðist
hann forgöngumaður þess hóps
gamalla Valtýinga, sem gengu
í lið með Heimastjórnarflokkn-
um. Þeir störfuðu annars nokkuð
út af fyrir sig og voru kallaðir
Lögréttuliðið af blaði því, sem
þeir tóku að gefa út, en ýmsir
fyrri samherjar þeirra sökuðu
þá um að hafa gengizt mest upp
við valdið, er myndi færa þeim
aukin metorð. Mun Jón sjálfur
að mestu hafa greitt hallann af
útgáfu Lögréttu.
Jón komst löngu seinna til
hæstu virðínga, en sjálfur var
hann einstaklega óáleitinn mað-
ur, og virtust áhrif og völd frem
ur hlaðast ósjálfrátt á hann, en
að hann sækti fast eftir þeim.
Þegar sýnt var eftir ósigur Upp
STiRKBYGGHJRAUSI DG SPARNEYTIN
TflRFARII flfi LANDBÚNARARBIFREIfl
Nokkrir bílar til sölu nú þegar.
SAMBAND iSL SAMVINNUFELAGA
VELADEILD SIM!V38900