Morgunblaðið - 22.11.1966, Síða 2

Morgunblaðið - 22.11.1966, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. nóv. 1966 Hrelaa um /l#ómBS#©3imffl eftir Hffllldér Lfflxsiess — ágreiningsefni milli stjómar og rits tjóra norska vikublaðsins „Dag og Tid" NTB fréttastofan norska greindi frá því í gær, að ris- ið hefði upp deila milii stjórn ar hins óháða vikurits „Dag og Tid“ í Noregi — sem fyrst og fremst fjallar um menning- armál og er gefið út á ný- norsku — og ritstjóra þess, Iv ars Eskelands og ritstjórnar- fulltrúa, Björns Herviks. — Ágreiningsefnið er grein, sem fyrir nokkru birtist í blaðinu eftir Ivar Eskeland um bókina „Atómstöðin“ eft- ir Halldór Laxness. Eskeland hefur íslenzkað þá bók und- ir heitinu „Land til salgs“. Umrætt blað mun eingöngu hafa verið helgað bókmennt- um. JFrétt NTB var talsvert trufluð, en eftir því sem næst varð komizt, hefur stjórn blaðsins gefið út yfirlýsingu vegna ítrekaðra fyrirspurna út af þessari grein. Segir í yfirlýsingu blaðstjórnarinnar, að hún telji greinina brot á stefnu blaðsins og markmiði. Hinsvegar vilji stjórnin ekki að ritstjóri blaðsins eða rit- stjórnarfulltrúi fylgi stefnu blaðsins sé það andstætt sam vizku þeirra og því líti hún svo á, að þeir séu leystir frá störfum. Þó segir ennfremur, Ivar Eskeland. að stjórnin hafi boðið Eske- land að ritstýra öðru blaði, sem einnig verði helgað bók- menntum og gefið út í nokkru stærra uppiagi en blað það, er greinin birtist í — og það hafi Eskeland þegið. 1 yfirlýsingu blaðstjórnar- innar segir ennfremur, að lengi hafi verið lýðum ljóst, að „Dag og Tid“ ætti í fjár- hagsörðugleikum — en þeir séu ekki svo alvarlegir, að hætta verði útgáfu blaðsins. Stjórnin sé nú að undirbúa nýjar ráðstafanir í fjármálum blaðsins og verði þær lagðar fram til umræðu á ársfundi þess, sem haldinn verði innan skamms. Loks segir í yfirlýsingunni að „Dag og Tid“ hafi mætt miklum velvilja og áhuga margra aðila, einstaklinga sem stofnana og sé stjórnin þakklát þeim“. í samtali við NTB upplýsti svo formaður stjórnarinnar, Herbjörn Sörebö, að ágrein- ingsefnið væri umrædd grein um Atómstöð Halldórs Lax- ness. Ivar Eskeland er mörgum íslendingum kunnur. Hann hefur lengi haft áhuga á ís- lenzkum málefnum, er sonur íslandsvinarins Severins Eske lands og skrifaði prófritgerð frá háskólanum í Osló um Halldór Laxness. Hann hef- ur þýtt margar bóka Laxness, m.a. Gerplu, Paradísarheimt og Brekkukotsannál. Eske- land hefur verið leikhúsráðu- nautur við Det Norske Teat- eret í Osló, ráðunautur Fonna bókaútgáfufyrirtækisins og formaður norska útvarps- og sjónvarpsráðsins. Hann er tæplega fertugur að aldrL Veröur auka þing saman nassta haust? — til jbess að taka ákvörðun um skipulagsbreytingu sambandsins ASI hvatt Á 30. ÞINGI Alþýðusamhands íslands, sem hélt áfram í gær, var lögð fram tillaga nefndar, er skípuð var af miðstjórn ASÍ og fjalla átti um skipulags- og laga breytingu á Alþýðusambandinu. Skal núverandi þing samkv. tillögunni skipa milliþinganefnd, sem skila á áliti í marz n.k., fjalla um málið og síðan skal aukaþing, sem haldið verður í október næsta haust taka endan- lega ákvörðun um breytingu á lögum sambandsins. í nefndinni áttu sæti frá mið- stjórn ASÍ þeir Eðvarð Sigurðs- son, Björn Jónsson og Sveinn Gamalíelsson, en frá stjórnarand stæðingum Óskar Hallgrímsson og Pétur Sigurðsson. Tillagan er svohjóðandi: „30. þing Alþýðusambands ís- lands ítrekar fyrri samþykktir sambandsþinga um skipulags- mál. Á grundvelli þeirra og með hliðsjón af fenginni reynslu sam þykkir þingið eftirfarandi: 1. Alþýðusambandið verði heildarsamtök verkalýðsins og byggt upp af landssamböndum stéttarfélaga í meginatriðum á grundvelli fyrir samþykkta og þeirrar þróunar, sem síðan hef- ur orðið. Þeim núverandi sam- bandsfélaga, sem ekki verður skipað í landssambönd, skal heimil áfamhaldandi bein aðild að Alþýðusambandinu, en leit- ast skal við að einnig þau geti skipað sér í landssambönd. 2. Landssamböndin verði skipu lögð eftir starfsgreinum og fari þau með málefni starfsgreinar- innar eftir því sem fyrir verður mælt í lögum A.S.Í. og sam- þykktum landssambandanna. 3. Núverandi sambandsfélög verði aðilar að landssambandi viðkomandi starfsgreinar og kjósi fulltrúa á þing þess, eftir nánar ákveðnúm regum. ir aðilar að Alþýðusambandinu og þing A.S.Í. verði skipað full- trúum landssambandanna, kjörn um eftir reglum, sem settar verða í lögum Alþýðusambands- ins. 5. Réttarstaða núverandi fjórð ungssambanda og fulltrúaráða verði ákveðin í lögum Alþýðu- sambandsins. 6. Gerð verði eftirfarandi breyting á lögum A.S.Í.: Ákvæði til bráðabirgða: Þing Alþýðusam bandsins, sem hvatt verður sam an eigi síðar en fyrir lok októ- bermánaðar 1987, skal haía heimild til að ganga endanlega frá breytingum á lögum - og skipulagi Alþýðusambandsins. 7. Kosin verði milliþinganefnd í laga- og skipulagsmálum Al- þýðusambandsins er starfi í sam ráði við miðstjórn. í nefndinni eigi sæti 15 fulltrúar. Nefndin geri tilögur um nauðsynlegar breytingar á skipulagi og lögum A.S.Í. og sendi meginefni þeirra öllum sambandsfélögum fyrir lok marzmánaðar 1987. Sam-. bandsfélögin skulu hafa rætt og tekið afstöðu til tillagnanna eigi síðar en 2 mánuðum fyrir þing það, sem um ræðir í 6. lið“. Eðvarð Sigurðsson hafði örð fyrir nefndarmönnum og rakti í fyrstu þær óverulegu breyting- ar sem gerðar hafa verið á ASÍ þau 50 ár sem það hefur nú starfað. Hann sagði, að allir væru sammála um að breytinga væri þörf, en ýmis framkvæmda atriði hefðu alltaf staðið í vegi fyrir samkomulagi, enda þyrfti % hluta atkvæða til þess að koma fram lagabreytingum, Þróunin hefur verið sú, sagði Eðvarð, að myndast hafa innan ASÍ starfsgreinasambönd eða landssambönd, þrátt fyrir að eng in ákvæði væru um réttarstöðu slíkra félaga innan sambandsins. að ASÍ: Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Landssamband vörubifreiðastjóra og Sjómanna- samband íslands. í þessum sam- böndum væri hvorki meira né minna en 22000 félagsmenn af 34.400 félögum ASÍ. Eðvarð sagði að ASÍ hefði dregist aftur úr í atvinnuþróuninni, tækni- og sam göngumálum. Þau grundvallaratriði, sem sam komulag hefur ávallt strandað á er, hvernig skipta skuli félögun- um niður. Bókagerðarmenn hafa að mestu náð samkomulagi, sagði Eðvarð, en hins vegar er spurn- ing hvort skipa eigi Iðjufélögun- um í eitt samband, þeim, er vinna að þjónustumálum o.s.frv. Þá er mikill vafi, hvað gera skal við fjórðungssamböndin, þar eð þegar um er að ræða starfs- greinaskiptingu verða þau óvirk, en hafa þó miklu hlutverki að gegna, að því er Eðvarð sagði. Þá stendur og mikill styr um atriði, sem fjallað er um í grein 3 og 4, en það er atriðið um kosningar til ASÍ-þings. Nokkrar umræður urðu um þessi mál, en að lokum var mál- inu vísað til skipulags- og laga- nefndar. Svavar Pálsson kjör- inn formaöur Varöar A AÐALFUNDI Landsmála félagsins Varðar í gærkvöldi, var Svavar Pálsson, endur- skoðandi, kjörinn formaður félagsins. Sveinn Guðmunds son alþm. sem verið hefur formaður félagsins sl. 3 ár baðst eindregið undan end- urkjörL Fundarstjóri var Baldvin Tryggvason. Sigurður Bjarnason, rit- stjóri, flutti ítarlega ræðu á fundinum um sjónvarp á íslandi. Sveinn Guðmunidsson, fráfar- andi formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar en starfsemi Varöar var hin blómlegasta á árinu. Haldin voru 5 spilakvöld, sem öll voru vel sótt. A'lmenn- ir félagsifundir voru tveir auk aðalfund.ar. 40 ára afmæli Varðar setti mjög svip sinn á starfsemi þess sl. ár. Vandað og veglegt aifmæl- jsrit kom út og fjölmennt 'hóf var haldið í Sjálfstæðishúsinu fil þiess að minnast afmælisins. Jóla trésskemmtun var baldin fyrir böm og Vörður efndi til hinnar árlegu sumarferðar sem nær 900 manns tóku þátt í og komust færri að en vildu. Sveinn Guðmundsson þakkaði að iokum samstarfsmönnum sán- um í stjórn Varðar ánæigjulegt samstarf á liðnum árum. í stjórn Landsmálafélaigsins Varðar fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Svavar Pálsson, formaður. Meðstj.: Ágúst Haf- berg, Bragi Hannesson, Benóný Kristjánsson, Jón Jónsson, Sveinn Björnsson og Þórður Kristjánsson. í varastjórn: Gunnar B. Guðmundsson, Hall- dór Magnússon og Magnús L. Sveinsson. Enduirsko’ðendur vom kjörnir Már Jóhannsson og Ottó B. Ólafsson. Varaendurskoð- andi: Hannes Þ. Sigurðsson. Ræða Sigurðar Bjarnasonar Sigurður Bjarnason ritstjóri flutti síðan ítariega og fróðlega ræðu um sjiónvarp á íslandi, að- draganda þess og framtíðar- möguleika. Hann skýrði m.a. frá því, að undanfarið hefði ákvörð- un um afnotagjald af sjónvarpi verið í undirbúningL Líkiegt væri að það yrði um 2400 kr. á ári og yr'ði greitt í þrennu eða fernu lagL Svavar Pálsson Hlutfallslega lægra afnota- gjald yrði greitt fyrir þann tíma, sem útsendingar hafa stað- ið á þessu ári og áður en reglu- legar útsendingar sex daga vik- unnar hefjast. Hann ræddi einnig um dreif- ingu sjónvarpsins út um landið og varpaði m.a. fram þeirri hug- mynd, að aliar fjórar eða fimm 5000 kw sjónvarpsstöðvarnar yrðu boðnar út í einu. En þær eiga eins og kunnugt er að vera á SkálafellL í Stykkishólmi, á Vaðlaheiði, Fjarðarheiði og ef til vill á Hjörleifshöfða. Taldi hann að þáð gæti komið í veg fyrir ýmis konar tortryggni og mieting miiii landshluta. Sigurður Bjarnason lauk máli sínu með þessum orðum: Tak- mark íslenzka sjónvarpsins á að vera að það verði þjóðleg menn- ingarstofnun, 'hagnýt fræðslu- stðfnun og alþijóðleg fróðleiks og fréttastofnun. Til máls tóku auk frummæl- anida þeir Ólafur Einarsson, Ing- ólfur Möller og Ólafur Haukur. Bjöm Jónsson ^ k|ö: iim þingforseti ASÍ Þingfundir á 30. þingi Alþýðu , atkv. meirihluta, hlaut 173 atkv. sambands íslands hófust í sam- en Björgvin Sighvatsson 161 komuhúsinu Lídó á sunnudag kl. atkv. 14,45. Fundurinn hófst á því að forseti ASÍ, Hannibal Valdimars ( 1 upphafi fundarins las forset.i Hannibal Valdimarsson upp son setti fundinn og stjórnaði skeyti, er ASÍ hafði borizt, m. a. hann fundi þar til þingforseti frá Verkalýðssambandi Sovét- var kjörinn. Kjörinn var Björn Jónsson, alþingismaður og forrn aður Verkalýðsfélagsins Einingar Akureyri. Við kjör 1. varaforseta þings- ins var kosið á milli Óskars Jónssonar, sem borinn var fram af fráfarandi miðstjórn ASl og Björgvins Sighvatssonar, sem borinn var fram af lýðraeðissinn um. Var Óskar kosinn með 12 4. Landssambönóin verði be'.n Nú eru 3 landssambönd aðilar Ekki linnir uphleypingum. í fyrrinótt rigndi 70 mm í í gær gekk yfir landið hlýtt Kvigindisdal, og hitinn var lofthaf, sem fylgdi djúpri lægð á Grænlandshafi, suð- austan við hana. Stormur og rigning var víða um land, einkum vestan og norðan til. 10’ á Siglunesi um hádegið. — Á eftir kuldaskilunum, sem voru út af V.-landi kl. 11, var búizt við útsynningi og élum. | ríkjanna, en að því loknu voru ' lesnar kveðjur frá hinum ýmsu hafði verið að senda áheyrnar fulltrúa á þingið. Fyrir Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja talaði formaður bandalagsins og vakti athygli á þeirri ályktun, er þing BSRB hafði sent frá sér þar sem stungið er upp á því að stofnuð verði efnahagsstofnun launþega. Flutti hann ASÍ einnig afmæliskveðjur, en svo gerði einnig Kristján Karlsson, er tal- aði fyrir Stéttarsamband bænda. Kristján Karlsson gat þess, að allt frá stofnun sexmannanefndar innar hefði verið mjög gott sam- starf með ASÍ og bændum, og þakkaði hann það. Hins vegar harmaði hann það að ASf skuli hafa neitað að skipa mann í nefndina á sl. vori. Hefði ASÍ þar með svipt bændur landsins samn ingsrétti. Hannibal Valdimarsson forseti ASf svaraði með nokkrum orð- um og sagði að það hefði ekki verið af illum hug í garð bænda, sem ASÍ hafði neitað, heldur hafi það ekki viljað vera lög- skipaður andstæðingur bænda. Þá flutti Helgi Guðmundsson frá Iðnnemasambandi íslands kveðjur sambandsins og þakkaði ASÍ stuðning við málstað iðn- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.