Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 16

Morgunblaðið - 22.11.1966, Side 16
16 MORGU N B LAÐID Þriðjudagur 22. nóv. 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjórar: B it st j ór narf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglvsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavik. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Joiiannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 7.00 eintakið. STYTTING VINNU- TÍMA - AUKNING KAUPMÁTTAR LAUNA Jens Otto Krag — verður hann forsætísráðherra áfram? Kosningarnar í Danmörku Stjórna sósíaldemókratar dfram eða verður mynduð samsteypustjórn borgaraflokka? irið setningu Alþýðusam- * bandsþingsins, sem nú stendur yfir, flutti Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðu sambandsins ræðu, þar sem hann fjallaði m.a. um kaup- gjalds- og kjaramák Hann sagði, að ýmsum þætti lágt risið á kjarabaráttu á kjör- tímabili núverandi miðstjórn ar Alþýðusambandsins og ræddi síðan sérstaklega þró- un mála síðan 1964, en fyrir þann tíma hefði sambandið átt í látlausri styrjöld við at- vinnurekendur og ríkið. „Á árunum 1959 til 1963 hrakaði kaupmætti launa um 15 stig og var kaupmáttur launa verkamannsins þá kom inn niður í 85, miðað- við 100 1959. Á árinu 1963 voru knúð- ar fram kauphækkanir tvisv- ar, en síðan kom í ljós, sagði Hannibal, að við höfðum að- eins lyft kaupmætti tíma- kaups um 2 stig, úr 85 í 87 stig. Þetta gerði mönnum Ijóst, að hatrömm kjarabar- átta var atvinnulífinu dýr, þjóðarhagsmunum skaðleg og verkafólki lítill ávinningur.K „Árið 1964 var hið svo- nefnda júnísamkomulag gert. Brátt kom í ljós, að kaup- máttur tímakaups hafði hækkað á árinu 1964 úr 87 í 92 stig, eða um 5 stig, en það sannaði, að hið yfirlætis- lausa júnísamkomulag hafði varðveitt kaupmátt tíma- kaupsins betur en áður. Er þessi reynsla hafði fengizt var farið inn á sömu braut 1965, en 1966 varð bráða- þirgðasamkomulag.“ Þá gaf Hannibal Valdimars son Alþýðusambandsþingi yf irlit um kaupmátt tímakaups frá 1. júlí 1964 til 1. okt. 1966 og sagði, að vísitala neyzlu og þjónustu hefði 1. júlí 1964 verið 187, en 1. okt. 1966 230 stig, hefði hækkað um 43 st. eða 23%. Á sama tíma hefði framfærsluvísitala hækkað um 35 stig. ForsetiAlþýðusam bandsins sagði, að kaupgjalds vísitalan hefði hækkað frá 1. júlí 1964 úr 163 í 188 st., eða um 25 st., það samsvarar 15, 25% grunnkauphækkun. Síð- an sagði Hannibal Valdi- marsson: „Við þetta bætast svo smá- vægilegar grunnkaupshækk- anir, sem samið var um 1964, 1965 og vorið 1966. Þegar þær eru meðtaldar standa sakir þannig hjá verkamönn- um, sem flutzt hafa upp um einn eða engan taxtaflokk, að kaupmáttur tímakaups þeirra er rétt 100, það er, hann hefur þó þokazt upp á við um 15 stig frá því sem hann var lægst kominn, en er nú hinn sami og 1959. Aft- ur á móti er kaupmáttur tíma kaups hjá þeim, sem mesta taxtafærslur hafa fengið til hækkkunar 105—106 stig. Það þýðir, að kaupmáttur þeirra hefur þokazt upp á við um 20—21 stig. Verður þannig ekki dregið í efa, að samning- ar síðustu ára, þótt rislágir hafi þótt, hafa gefið betri raun en áður fyrr, þegar sam ið var um mun meiri kaup- hækkanir og þær síðan að engu gerðar með stjórnmála- aðgerðum," Hannibal nefndi eitt tölu- legt dæmi þessu til sönnun- ar: Hafnarverkamenn í Rvík höfðu í tímakaup L júlí 1964 kr. 35.99. Þeir höfðu nú L okt. kr. 50.59. Vísitalan, ald- urshækkun og grunnkaups- hækkanir hafa hjá þessum hópi verkamanna hækkað kaupið á þessum tíma um 40,5%. Hannibal taldi, að um ýkj- ur væru að ræða, þegar rætt væri um verðfall á útflutn- ingsafurðum, en þó ríkti enn nokkur óvissa á þessu sviði og kvaðst telja skynsamlegt að bíða átekta og flýta sér hægt við gerð kaupgjalds- samninga meðan svo stæði. Síðan sagði forseti Alþýðu- sambandsins: „Takmark verkalýðssam- takanna í næstu kaupgjalds- samningum hlýtur að vera það, að stytta hinn óhóflega vinnutíma og þoka upp á við kaupmætti launanna. Þess vegna mæli ég hiklaust með kjarasamningum á líkum grundvelli og samningar síð- ustu ára hafa verið. Þeir hafa sannarlega reynzt haldbetri en þótt farið hefði verið í stærri stökkum. Um þetta má deila, það er mér ljóst, og sjálfsagt eiga þeir sér mál- svara á þinginu — sem held- ur vilja fara hina leiðina.“ KOSNINGARNAR í BÆJARALANDI CJíðastl. sunnudag fóru fram kosningar til fylkisþings ins í Bæjaralandi, en úrslita þeirra hefur verið beðið með EFTIR GUNNAR RYTGAARD. í DAG gengur danska þjóðin til kosninga eftir einhverja þá stytztu og hörðustu kosningabar áttu, sem sögur fara af í land- inu, og ennfremur fara þessar kosningar fram í ljósi þess, að borgaraflokkarnir í Svíþjóð og Noregi hafa mjög aukið við fylgi sitt í kosningum síðan síð- ast var kosið til þings í Dan- mörku 1S>64. Þannig ríkir mikil óvissa um hvort forsætisráðherr- ann muni heita Jens Otto Krag eftir kosningarnar, ellegar ein- hver annar maður úr hinum svo nefndu borgaralegu flokkum, muni mynda nýja stjórn. Færi svo, er talið, að líklegt væri að formaður Venstre, Poul Hart- ling, skólastjóri og guðfræðing- ur, mundi taka að sér stjórnar- myndun, þrátt fyrir þá stað- reynd, að hinn sigurvissi íhalds flokkur vonist stöðugt til þess að verða svo sterkur, að for- maður þingsflokks hans, Poul Möller, yrði sjálfkrafa fyrir val inu sem forsætisráðherra. Hinir tveir stóru borgaralegu folkkar, Venstre og íhaldsflokk- mikilli eftirvæntingu, þar sem talið var augljóst, að þau mundu hafa veruleg áhrif á lausn stjórnarkreppunnar í Bonn. Ennfremur báru menn nokkurn ugg í brjósti um það, að nazistaflokkur sá, sem vann umtalsverðan sigur í Hessen fyrir nokkru mundi halda sigurgöngu sinni á- fram. Úrslitin í Bæjaralandi urðu þau að nazistaflokkurinn vann verulegan sigur, hlaut 15 þingsæti og þurrkaði Frjálsa demókrata og annan smáflokk gjörsamlega út af fylkisþinginu. Bæjaraland var á sínum tíma sterkasta vígi Hitlers og benda úrslit kosninganna þar nú til þess, að enn sé þar harla grunnt á þeim þjóðernislega rembingi, sem lyfti nazistum til valda á sínum tíma. Fylgisaukning þessa nazista flokks í Þýzkalandi að undan förnu hefur vissulega alvar- leg áhrif fyrir Vestur-Þýzka- land gagnvart öðrum lönd- um. Allt frá stríðslokum hef- ur verið leitazt við að byggja upp lýðræðisríki í Vestur- Þýzkalandi, og átti Konrad Adenauer manna mestan þátt í því. Á síðustu árum hefur urinn,' telja kosningar þessar mestmegnis snúast um spurning una um hvort Danmörk skuli í framtíðinni stjórnast af sósíal- ístískri eða frjálslyndri ríkis- stjórn. Þetta er að vissu leyti Krag sjálfum að kenna. Fyrir kosningarnar 1964 lýsti hann því yfir, að stjórn sósíaldemókrata, sem með 74 þingmönnum hefur ekki haft þingmeirihluta, myndi ekki byggja mikilsverðar laga- setningar á stuðningi atkvæða Socialistisk Folkeparti einna. Socialistisk Folkeparti var stofn aður fyrir réttum 10 árum af kommúnistanum Aksel Larsen, sem á þeim tíma var rekinn úr danska kommúnistaflokknum. Krag sagði sem sagt, að þegar setja ætti lög, sem miklu máli skiptu, yrði a.m.k. einn flokkur til viðbótar að standa að laga- setningunni. Þegar minnihluta- stjórn sósíaldemókrata var mynduð 1964 var það gert með stuðningi Socialistisk Folkeparti og Venstre. í dag segir Krag annað. Hann vill mynda ríkisstjórn enda þótt aðeins flókkur Aksel Larsens virtst svo, sem einhverrar stöðnunar hafi gætt í vestur- þýzkum stjórnmálum og er ekki ólíklegt, að fylgisaukn- ing hins nýja nazistaflokks eigi að einhverju leyti rætur sínar að rekja til þess. Með- an fylgisaukning hans var bundin við eitt fylki, Hess- en, var ástæða til að ætla, að hér væri um einangrað fyrir- brigði að ræða, en eftir fylk- iskosningar í Bæjaralandi verður að líta þetta mál miklu alvarlegri augum. Margt bendir til þess, að úrslit fylkiskosninganna í Bæjaralandi verði til þess að stóru flokkarnir, Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn myndi nú nýja ríkisstjórn og vissulega er þörf á því, að sterk og samhent ríkisstjórn taki við völdum í Þýzkalandi, sem vinni ötullega að því að styrkja lýðræðið þar í landi. Ástæða er til þess að vekja athygli á því, að flokkur Franz Josef Strauss kom vel út úr kosningunum í Bæj- aralandi og jók fylgi sitt nokkuð en jafnaðarmenn stóðu nokkurn veginn í stað. Munu þessi úrslit vafalaust styrkja aðstöðu Strauss til þess að komast í nýja ríkis- stjórn, en afstaða hans við sfyðji hann sem forsætisi-áð- herra. Hann vill beita sér fyrir lagasetningum með stuðningi flokks Larsens eins. Að sjálf- sögðu slær forsætisráðherrann því föstu, að hann muni ráða A'ksel Larsen til þess að greiða atkvæði með lagafrumvörpum sósíaldemókrata og setja ekki of mikil skilyrði fyrir samstarfi en borgaraflokkarnir hafa tekið þessa nýju stefnu Krags og nota hana sem undirstöðu gífurlegs áróðurs gegn sósíalisma yfirleitt. Árangurinn hefur orðið sá, að kosningarnar snúast ekki eins um upptöku staðgreiðslu'kerfis- skatta, eins og Krag hafi búizt við. Hann rauf þingið og efndi þar með til kosninga einmitt vegna þessa staðgreiðsluket fis fyrir þremur vikum. í mörg úr hafa menn rætt um umbætur I skattamálum í Danmörku, og umræðurnar urðu smátt og smátt heitari vegna þeirrar kröfu sósíaldemókrata, að stað- greiðslukerfið yrði tekið upp sem þungamiðja umbóta í skatta málunum. Flestir hinir flokkarn ir, að undanskildum flokki Aks els Larsens, tóku staðgreiðslu- kerfishugmyndinni af mikilli varfærni, m.a. vegna þess, að þeir töldu að með slíku kerfi yrðu lagðar of miklar skrif- finns'kubyrðar vinnuveitenda, sem innheimta eiga skattinn og ennfremur á þeim grundvelli, að tilkoma staðgreiðslukerfis myndi fljótlega taka fyrir hinn sérstaka rétt til skattfrádráttar, sem verið hefur í Danmörku. 'Þessi réttur byggist á því, að er menn telja fram skattskyldar te'kjur sínar á hverju ári, hat'a menn getað dregið þá skatta, sem greiddir voru á fyrra ári, frá tekjunum, og á þann hátt hefur verið tryggt, að enginn hefur þurft að greiða meira en ca. 50% af tekjum sínum i skatta. Skattfrádráttarreglurnar eru þó augljóslega gallaðar. Ef menn draga greidda skatta frá tekjum sínum, verður skattstig- inn að vera tilsvarandi hærri, og vegna þessa eru háar tekjur skattlagðar sérlega harðlega. Á tímum vaxandi verðbólgu og hækandi tekna verður þetta kerfi, sem byggir á að menn borgi skatta af tekjum fyrra árs, Framhald á bls. 25 kjör kanzlaraefnis Kristi- legra demókrata réði úrslit- um um kosningu Kiesingers. STEINGRÍMUR STEINÞÖRSSON Með Steingrími Steinþórs- syni er til moldar hniginn merkur og þróttmikill stjórn- málamaður. Hann var fjöl- hæfur o>g gáfaður maður, ein arður í framgöngu og skoð- xmum og raunsær í mati sínu á mönnum og málefnum. Honum farnaðist vel stjórn- arforysta sín á ártmum 1950 til 1953 er hann gegndi störf- um forsætisráðherra í sam- steypustjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framisóknar- flokksins. Dýpst spor skilur Steingrímur Steinþórssion eft ir sig á sviði landbúnaðar- mála, bæði sem búnaðarmála stjóri og baráttumaður fyrir hagsmunamálum bænda um áratuga skeið. Steingrímur Steinþórsson var meðal svip- mestu stjómmálamanna sam tíðar sinnar. Hann er einn þeirra manna, sem munað verður eftir. Samstarfsmenn hans eiga um hann margar góðar og hugþekkar minn- ingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.