Morgunblaðið - 13.12.1966, Qupperneq 3
Þriðjudagur 13. des. 1966
MOR.C U N BLAÐIÐ
3
Þriðja bók þeirra
Tómasar og Sverris
„/ veraldarvolki", þættir um Sigurð
Breiðfjörð og Jón Steingrimsson
■ Bókaútgáfan FOBNI sendir nú
frá sér ný ritverk Tómasar Guð-
mundssonar, skálds, og Sverris
Kristjánssonar, sagnfræðings. Að
þessu sinni er það bókin „I ver-
aldarvolki", íslenzkir örlagaþætt
fr. Þetta er þriðja árið í röð, að
Forni sendir frá sér bækur þess-
ara höfunda. f fyrra kom út
bókin „Undir hauststjörnum",
en ári áður „Konur og krafta-
Skáld",
Eins og nafnið bendir til, þá
fjallar „1 veraldarvolki" um ör-
lög — tveggja kunnra manna,
þeirra Sigurðar Breiðfjörðs,
rimnaskálds, og Jóns Steingríms
sonar, prófasts, á Prestsbakka.
Sverrir Kristjánseon skrifar
fyrri hluta bókarinnar, „Ástmög
ux Iðunnar", og fjallar hann um
Sigurð, sem margir hafa talið
mesta rimnaskáld, hérlent fyrr
pg síðar,
Sverrir, sem segir frá því, að
hann hafi um margt stuðzt við
óprentaðar heimildir í þjóðskjala
eafni, skiftir frásögn sirtni í lð
kafla. Er frásögnin mjög vand-
virknistega unnin, og skemmti-
leg aflestrar, þótt örlögin, sem
fjallað er um, séu grimmileg
oft.
Á einum stað segir Sverrir
um Sigurð, er hann flyzt til
Vestmannaeyja, 26 ára að aldri:
,jton hefur lífið ekki beygt hann,
slarkið ekki lamað þrek hans,
hann horfir björtum og öruggum
augum fram á við. Hann veit,
að hann er seldur undir tvíræð
örlög, en skyggnist óhræddur
undir skikfkju Skuldar og skorar
forlögin á hólm.
Lát ei kúgaet þanka þinn,
þá er efnin vandast.
Þú skalt fljúga á forlögin,
fella þau og standast.
Þetta er karlmannlega mælt“,
segir höfundur, „en litt máfcti
hann gruna þá, að í Vestmaimu-
eyjum yrði honum jasfnhálft á
velli í glímunni við örlögin og
raun varð á“.
Lýkur frásögninni á lýsingu
á útför Sigurðar, er Kristín 111-
ugadóttir stendur yfir gröf manns
síns. Gullbaugur hennar er horf-
in. Hún hafði greitt með honum
útförina. Sigurður hafði tekið
síðustu sameign þeirra með sér
í gröfina.
Þáttur Tómasar Guðmunds-
sonar nefnist „Guðsmaður í ver-
aldarvalki“. Fjallar hann, eins
og fyrr segir, um Jón Stein-
grímsson, prófast, sem kunnast-
ur er fyrir „Eldmessuna“, að
Tómas Guðmund£son
KÍTkjubæjarklaustri, I Móðu-
harðindunum.
Rekur Tómas vel og ítarlega
ævisögu Jóns í 23 köflum, allt
frá því, að hann, ungur dreng-
ur, gripinn ákafri löngun til að
tóna ag prédika, tók upp á því
að tóna ofan í stórt kier í búri
móður sinnar.
Það var fyrst og fremst sú
hugsun Jóns, að hann hefði ver-
ið kjörinn tifl. píslarvættis fyrir
trú sína, sem gaf guðsmanninum
þrek og eldmóð.
Höfundur segir, I lok frásagn-
ar sinnar, eftirfarandi: ,Þegar
vér á sólbjörtum sumardegi lát-
um augun hvarfla um hið há-
hvelfda og rammbyggða must-
eri, sem íslenzk náttúra hefur
reist guðum sínum. .. . þá virðist
oss ef tifl vill sem hinn voveiflegi
harmleikur fortiðarinnar sé horf
inn í órafjarlægð. En ef vér lok-
um augunum um stund, getur
svo farið, , að storknað hraun-
flóðið taki aftur að rjúka og eld-
ar rísi eins og rauðir fórnar-
logar til himins. Þá erum vér
um leið horfnir inn í þann fá-
láta söfnuð, sem hlustaði beygð-
um knjám á eldmessuna forðum,
og vér munum snúa þaðan aftur
með dauðann í sjónmáli, af-
klæddir fordild og hroka undir
augliti guðs, því að vér erum
á samri stundu orðnir örlaga-
Sverrir Kristjánsson
bræður afllra kynslóða á jörðinni
og þekkjum upp frá þvi þá mann
legu reisn eina, sem hreint hjarta
ávinnur sér fyrir auðmýkt, trún-
aðartraust og miskunnsemi“.
Verður ævi Jóns ekki rakin
hér, en hann ofgerði sjálfum sér
langt fyrir aldur fram.
Jí veraldarvolki“ er tæpar 300
síður, prentuð í Félagsprent-
smiðjunnL Frágangur er alkir
mjög góður, og bókin vandvirkn-
islega unnin. Káputeikningu
gerði Tómas Tómasson.
■
• Kgg
á lyfjaimeðferð. Enda engin á-
stæða tifl að meina þeim þá að
aka, að skoðun læknisins.
Margt fleira kom fram í dokt-
orsritgerð Gunnars Guðimtnds-
sonar, sem ekki verður rakið hér.
Hinn nýi doktor er Reykvikmg-
ur, sonur Guðmundar heitins
Guðmundssonar prentara. Hann
er starfandi læknir í Reykjavik
með taugasjúkdóma sem sér-
grein. Kona hans er Sigurrós
Sigurbergsdóttir.
Steingrímur
Sigurðsson
Gunnar Guðmundsson, læknlr (lengst til vinstri) ver doktorsritgerS sína í hátíðasal Háskólans.
Stjórnandinn Jón Steffensen, prófessor, og andmælendur, prófessorarnir Sigurður Samúelsson og
Tómas Helgason.
Nýr doktor í lœknisfrœði:
50-60 flogaveikitilfeili á ári
Giftingar- og ökuleyfatiðni jafn-
mikil og hjá heilbrigðum
GUNNAR Guðmundsson lækn
Ir varði doktorsritgerð sína um
Hogaveiki í hátíðasal háskólans
á laugardaginn. Próf. Jón Steff-
•nsen, deildarforseti læknadeild
ar, stýrði vörninni sem stóð í 3
klukkutíma. Luku andmælendur
próf. Sigurður Samúelsson og
próf. Tómas Helgason lofsorði á
ritgerð hins nýja doktors.
Doktonsritgerð Gunnans fjaR-
®ði einkum um tíðni flogaveiki
á íslandi ag hvað búast má við
mörguim tilfell'um sjúkdómsins
á árinu En Gunnar hefur und-
•nfarin ár kannað læknaskýnsl-
ur og ferðazt um landið og skoð-
að flogaveilkisjúklinga. Hafði
hann fengið upplýsingar um
a.m.k. 1200 sjúklinga frá sjúkra
húsum og læknum, en endalega
reyndust flagaveikitilfellin 987.
Taldist honum svo til, að tíðni
veikinnar hér á landi væri svip-
uð og í Bretlandi og Bandaríkj-
unum, samkvæmt nýjustu rann-
eóknum þar. En það eru einu
sambærilegu athuganirnar til-
tækar.
Um ný tilfelli, sagði doktors-
efnið að búast mætti við 30 til-
fellum á ári á 100 þús. íbúa eða
50-60 hér á landi. Eru þá taldar
allar tegundir flogaveiki allt frá
börnum með meðfædda floga-
veiki og til þeirra sem hljóta
hana af meiðslum, heilabólgu
o.s.frv .En orsakir flogaveiki eru
margskonar og fjallaði Gunnar
um þær. Saigði flogaveiki að-
eins vera einkenni á ýmiskonar
sjúkdómum. í um 65% tilfell-
anna, sem Gunnar tók fyrir hér,
er ekki vitað um orsök, en þar í
er mikið um meðfædda floga-
veiiki eða ættgenga. Er þetta svip
uð tala um ókunnar orsakir og
í öðrum löndum eða jafnvei
lægri.
Þá fjallaði doktorsefnið um
persónuleikabreytingar vegna
sjúkdómsins og félagslegar á-
stæður þeirra, sem hafa floga-
veiki, svo sem varðandi giftingu
og ökuskirteini, en hvort tveggja
er þeim bannað í lögum.
Reyndist giftingartíðni floga-
veikra svipuð og hjá heil'brigð-
um, nema lækninum virtist floga
veikir karlmenn ganga heidur
seinna í hjónaband. En þar er
þess að gæta, að margir taka
seint á æfinni flogaveiki. Varð-
andi ök'uréttindi, sem flogaveik-
ir eiga ekki að fá samkvæmt lög
um, reiknaðist Gunnari svo til
að fleiri flogaveikir hafi öku-
skírteini en fólk almennt heldur
Kemur þar einnig til að margir
tafca veikina seint, eftir að þeir
hafa fengið ökuleyfi, einnig er
það atriði sjúklinganna að hafa
ökuskírteini og fjöknargir fá ekki
lengur flogaköst meðan þeir eru
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda
í Kópavogi efnir til jólafundar
í Sjálfstæðishúsinu við Borgar-
holtsbraut, þriðjudaginn 13. des.
kl. 8.30. Á fundinum verður
sýnikennsla í blóma- og jóla-
heldur mál-
verkasýningu
í GÆR opnaði Steingrímur
Sigurðsson blaðamaður mál-
verkasýningu i Bogasal Þjóð-
minjasafnsins. Sýnir hann þar
um 60 málverk af ýmsu tagi, og
eru um 50 þeirra til sölu. Sýn-
ingin er opin til helgar frá kfl.
2-il0.
Nánar verður sagt frá sýn-
ingu Steingríms í blaðinu á
morgun.
10 óra ofmæli
10 ÁRA afmæli fslenzk-sænska
félagsins verður í Leikhúskjalfl-
aranum i kvöld á Lucíudaginn,
þann 13. des.
Sænski ritihöfundurinn Lars
Gustafsson flytur aðalræðuna.
Magnús Jónsson, óperusöngvari
syngur og Lucian og þernur
hennar syngja Lucíusönginn og
fleiri jólasöngva.
Hófið hefst kl. 20.30.
skreytingum og mnn Ringelberg
annast hana. Jólafundur þessi er
aðeins fyrir félagskonur og eru
þær hvattar til þess að fjöl-
menna.
Jóloíundur Sjólfstæðiskvennu
í Kópuvogi
STAKSTIINAR
Æðii mdttöjvöld?
ÞJÓÐVILJINN hefur þann slð,
að forustugreinar blaðsins era
merktar þeim ritstjóra þess, sem
þær skrifar hverju sinni. SL
sunnudag birti Þjóðviljinn for-
ustugrein um iramkvæmda*
nefndarfund Alþýðubandalags-
ins, þar sem Lúðvík Jósefssoa
snérist gegn formanni Alþýðu-
bandalagsins, Hannibal Valdi-
marssyni og kom því fram »9
hinn síðarnefndi féll við kjör
formanns framkvæmdanefndaa.
Það óvenjulega gerist í sam-
bandi við þessa forustugrein
Þjóðviljans, að hún ar ekkl
merkt eins og siður blaðsins er»
Bendir það til þess, að ritstjór-
um blaðsins bafi ekki verið
treyst til að svara fyrir gerðir
flokksins og að einhver „æðrl
máttarvöld" bafl skrifað for-
ustugrein Þjóðviljans að þessa
sinni. Annars eru allar tilraun-
ir Þjóðviljans til þess að verja
þann atburð, sem gerðist á téð-
um fundi framkvæmdanefndar
Alþýðubandalagsins, gjörsam-
lega tilgangslausar. Hann hefur
þegar komið á stað miklum óróa
og iliindum iiman Alþýðubanda-
lagsins eins og von er, og kjarnl
málsins er auðvitað sá, að ór
því að Hannibal Valdimarsson
óskaði eftir því að verða for-
maður framkvæmdarnefndar Ai-
þýðubandalagsins eins og glögg-
lega kom fram í því, að sá sem
gerði tillögu um það var Björn
Jónsson, einn nánasti samherji
hans í verkalýðshreyfingunni,
og sá sem Hannibal helzt vildi
að yrði eftirmaður sinn í Al-
þýðubandalaginu, var það aug-
ljóst vantraust á formann Al-
þýðubandalagsins, að varafor-
maður þess skyldi snúast gegn
þessari eindrengu ósk hans og
stinga upp á harðsnúnum og al-
þekktum Moskvukommúnista í
staðinn sem síðan hlaut kosn-
ingu með eins atkvæðis mun.
Styðja þeir
„kosningabrellu'?
f sjónvarpsþætti sl. föstudag
upplýsti Ólafur Jóhannesson,
varaformaður Framsóknarflokks
ins, að Framsóknarflokkurinn
munði styðja verðstöðvunar-
frumvarp ríkisstjórnarinnar, en
í hinu orðinu lét bann i ljós þá
skoðun að hér væri einungis imw
„kosningabrellu“ að ræða. Af
þessu ttiefm spurði viðskipta-
málaráðherra varaformann Fram
sóknarflokksins, livernig á því
stæði, að flokkur bans væri
reiðubúinn að leggja lið „kosn-
ingabrellu" stjórnarflokkanna.
Og ástæða er tti að endurtaka
þessa spurningu tU framsóknar-
manna: hvernig stendur á þvi,
að þeir hafa ákveðið að styðja
stjórnarfrumvarp, sem að þeirra
mati er „kosningabrella"?
Annars má það furðu gegna
að næst stærsti stjórnmálaflokk-
ur þjóðarinnar skuli telja sér
sæma að tala um „kosninga-
brellur" þegar lagt er tti að
stöðvað verði allt verðlag í land
inu um eins árs skeið vegna
óvæntra og neikvæðra breytinga
á útflutningsmörkuðum okkar.
Og enn er ósvarað þeirri spurn-
ingu, sem margoft hefur verið
beint til Framsóknarflokksins og
málsvara hans, hvernig hann
vilji bregðast við þeim vanda,
sem skapazt hefur í útflutnings-
atvinnuvegunum vegna verð-
fallsins.