Morgunblaðið - 13.12.1966, Síða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. des. 1968
í GÆR var mör.gum mann-
inum sem leið átti fram hjá
húsi Kr. Kristjánssonar h.f.
við Suðurlandslbraut star-
sýnt á bifreið, sem (þar er niú
til sýnis almenningi í Sýn-
ingarsal fyrirtaekisins. Er hér
um að ræða kappa k s t u rsb i f-
reið Sverris Þóroddssonar,
sem hann flutti hingað frá
Bretlandi og hefur unnið að
viðgerð á undanfarna mán-
uði. Óþarft er að kynna
Sverri fyrir lesendum Mbl.,
því fyrir skömmu birtist í
bla'ðinu ýtarlegt viðtal við
hann, þar sem hann skýrði
frá reynslu sinni sem kapp-
akstursmanns.
Blaðamaður MbL hitti
Sverri að máli í gsermorgun
og spurði hann hver væru til-
drög þessarar sýningar. Sagði
Sverrir að sig hefði langað
Sverrir í kappakstursbilnum. A hliðinni má sjá auglýsingar, sem hann hefur selt á bílinn.
Fyrsti kappaksfursbillinn á Islandi
að kynna Íslendingum þessa
íþrótit og hvað er betur fail-
ið til þess en að sýna almenn-
iingi raunverulega kappakst-
ursbifreið.
— Þtí sagðir í viðtali vfð
MtíL Sverrir, að iþú hygðist
nú reyna að afla þér fjár á
íslanli og annars staðar til
kaupa á nýrri og fúUkamnari
bifreiða. Hvernig hefur þér
gengið?
— Eriendis tíðkast það mjög
að kappakstursmenn selja
fyrirtækjum þeim, sem fram-
leiða hina ýmsu hluti í bílinn
og það sem varðar rekstur
hans, auglýsingarétt. Þ.e.a.s.
að líma auglýsingar á bílinn
og ef viðkomandi ökumaðúr
nær góðum árangri, hafa fyr-
irtækin rétt á að nota nafn
hans í auglýsingaskynL Ég
hef farfð til ýmissa fyrirtækja
í Reykjavik, sem hafa umboð
fyrfir ýmsa íhluti sem eru í
bílnum, og hafa þau yfirieitt
tekið mér vel og sýnt mála-
leitun minni góðan skilning.
— Hefurðu gert ráðstafan-
ir til að kaupa nýjan bíl?
— Já, ég hef lagt inn pönt-
un hjá Brabham, þessi bíly
sem hér er er einnig frá þeim.
SHkur bíll kostar í Bretlandi
um £2500 með því sem til
þarf, og ég vona -að ég geti
selt þann gamla fyrir £ 1200
—1500.
— Geturðu lýst fyrir okk-
ur þessum nýja bíl?
— Hann er að flestu leyti
eins og sá gamlL Vélin er úr
Ford Cortina, en nokkuð
breytt og framleiðir hún 108
hö við 10000 snúninga.
— Hvenær hyggstu halda
utan aftur til keppni?
— Ég geri ráð fyrir að það
verði í endaðan febrúar.
— Hefurðu ekkert hugsað
þér að gefa Reykvíkingum
kost á að sjá þig aka bifreið-
inni?
— Jú, ef leyfi viðkomandi
yfirvalda fæst mun ég reyna
að gefa almenningi kost á að
sjá bílinn í akstri. Það er ekki
vel að marka að sjá bélinn
svona í glugga. Hann virðist
ef til vill ekki Mklegur til stór
ræða, en þegar vélin er kom-
in í gang og menn skynja
kraftinn sem í bílnum býr,
horfir málið öðruviísi við.
ár er danskt
er postulín
ií er eldfast
Fæst í kaffi- og matarstellum,
einnig stökum hlutum svo sean
diskar, föt og margs konar
leirpottar, sem nota má á
rafmagnshelliur.
rár er falleg og sérstök gæða-
vara.
Laugavegi 6. Sími 14550.
HÁKON h. kristjónsson
lögfræðingur
Þingholtsstræti 3
Sími 13806 kL 4,30—6
RAGNAR JÓNSSON
Lögfræðistörf
og eignaumsýsla.
hæstaréttarlögmaður.
Hverfisgata 14. — Sími 17752.
Málflutningsskrifstofa
Magnús Thorlacius
Aðalstræti 9. — Sími 1-18-75.
hæstaréttarlögmaður
Framkvœmdir við Land-
símahúsið hafnar
FYRIR SKÖMMU tilkynnti
kirkjum.ráðun. Pósti og sima, að
teikningar fyrirhugaðrar viðbót-
arbyggingar við Landsímahúsið
hefðu hlotið viðurkenningu og
samþykki og eru framkvæmdir
hafnar. Skipulagsnefnd kirkju-
garða hafði haft málið til með-
ferðar, en eins og kunnugt er, er
elzti kirkjugarður Reykvíkinga í
garðinum, sem gengið hefur und-
ir nafninu Bæjarfógetagarður.
MbL hafði tal acE Baldri
Möller ráðuneytisstjóra á dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu og
sagði hann þá að Skipulagsnefnd
kirkjugarða, sem í eiga sæti
b i sk u p , þjóðminjavörður og
húsameistari ríkisins, hefði sam-
þýkkt teikningar hússins og legði
bún til að framkvæmdir yrðu
leyfðar samkvæmt þeim breyttu
teikningum, sem fram hefðu
verið lagðar.
Samkvæmt teikningunum verð
ur sama og enginn grunnur graf-
inn undir húsið og í því verður
eklki kjallari. Grunnflötur fyrstu
hæðar verður minni en annarra
hæða hússins, þ. e. fyrsta hæð
hússins verður inndregin.
Ekki liggur ljóst fyrir, hve
Jangt jaðar hins forna kirkju-
garðs nær, en við gröft fyrir
súlum verður að gæta þess sér-
staklega að raska ekki líkams-
leifum og mun þá koma í ljós,
hve langt garðurinn nær.
Þegar fyrstu teikningar af við-
bótarbyggingunni voru lagðar
fram kom í ljós, að Landsskninn
hafði ekki gert ráð fyrir að htuti
hins forna kirkjugarðs var lagður
niður og afhentur apótekara
Reykjavíkiurapóteks undir skrúð-
garð. Upphafleg lóð apóteksins
var mæld út 1833, en tvisvar er
bætt við hana fyrst árið 1879 og
síðar 1883. 1 fyrra skiptið var
lóðin stækkuð um 10 álnir til
vesturs og í seinna skiptið um
2 álnir. Á hluta þessara 12 álna
spildu mun hús Landsímans
standa.
Mbd. hafði tal af dr.
Kristjáni Eldjárn, þjóðminja-
verði og bar þessa frétt undir
hann. Dr. Kristján sagði, að að
svo miklu leyti, sem rasika þyrfti
við grafreitum, þá yrði það gert
undir eftirliti Þjóðminjasafnsins.
Arkitektar og verkfræðingar
landsímans hefðu gengið það vel
frá teikningum, að tiltölulega lít-
ið horn hins gamla kirkjugarðs
færi undir húsið.
„VINYL"
GÖLFFLÍSAR
AMERÍSKAR „NAIRN“ og „KENTILE“
ÞÝZKAR „DLW“ FINYLFLÍSAR
í MIKLU ÚRVALI.
J. Þorláksson & Norðmann hf
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
Verndið sjónina!
Þar sem góðra lýsinga er þörf þá notið
LUXO-LAMPA
Vari/.t eftirlýkingar.
Ábyrgðarskírteini fylgir hverjum lampa.